Fréttablaðið - 13.07.2006, Side 51
FIMMTUDAGUR 13. júlí 2006 31
Það var merkilegt að hlusta á
menntamálaráðherra taka undir
ágætar hugmyndir starfsnáms-
nefndar um fyrirkomulag fram-
haldsskólans, bæði bóknáms og
starfsnáms. Niðurstöður nefndar-
innar fara mjög nærri málflutn-
ingi Samfylkingarinnar um upp-
byggingu framhaldsskólans þar
sem áherslan er á þarfir og getu
hvers nemanda fyrir sig og sjálf-
stæði skólanna til að skipuleggja
námið og þróa sérstöðu innan
kerfisins. Ekki miðstýrðan niður-
skurð og skerðingu á námi einsog
Þorgerður Katrín menntamálaráð-
herra og Sjálfstæðisflokkurinn
hafa barist fyrir um árabil.
Allt frá því að Tómas Ingi
Olrich kynnti afleitar tillögur um
styttingu á námi til stúdentsprófs
hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað
hverri orrustunni á fætur annarri
í málinu og virðist nú fyrst í skjóli
nefndarinnar játa sig sigraðan í
skerðingarmálinu. Það er mikill
áfangasigur í baráttu fyrir betri
framhaldsskóla þar sem áherslan
er lögð á að efla verknám, laga
námið að þörfum hvers og eins,
minnka skil á milli skólastiga og
útrýma brottfalli úr skólunum. En
brottfallið er séríslenskt vanda-
mál sem fer vaxandi, sérstaklega
á meðal drengja sem oft lenda á
vergangi í kjölfarið.
Þá leggur nefndin til að skil á
milli verknáms og bóknáms verði
afmáð að mestu og staða þess jöfn-
uð með ýmsum hætti. Þetta eru
jákvæðar tillögur sem ber að
skoða vandlega við mótun fram-
haldsskólans til framtíðar. Brott-
fall er með eindæmum hátt á
Íslandi og dreifing nemenda á
milli bóknáms og verknáms ójöfn
miðað við t.d. hin Norðurlöndin.
Þessu þarf að breyta og eru tillög-
ur nefndarinnar gott innlegg í þá
umræðu.
Ef marka má viðbrögð mennta-
málaráðherra við tillögum nefnd-
arinnar, sem eru um margt ágætar
og athyglisverðar, hefur hún nú
loks og endanlega viðurkennt ósig-
ur sinn í því að skerða nám til
stúdentsprófs. Fyrir því barðist
ráðherrann af hörku og hefur
hrakist undan á fótta frá málinu
um misseraskeið. Styttingin á
stúdentsnámi átti að verða stóra
verkefni Sjálfstæðisflokksins í
menntamálaráðuneytinu post
Björn Bjarnason.
Þetta mistókst herfilega og því
ber að fagna. Hugmyndirnar voru
vondar og til þess fallnar að skaða
og gengisfella íslenska framhalds-
skólann og stúdentsnámið sem
slíkt. Framhaldsskólinn okkar
hefur nefnilega talsverða sérstöðu
sem ber að halda í og efla ef eitt-
hvað. Atlögu menntamálaráðherra
hefur nú verið hrundið og eru það
tíðindi út af fyrir sig. Sjálfsagt
uppgefinn eftir langa og vonlausa
baráttu fyrir vondum málstað og
vonlausum.
Styttra stúdentspróf á ekki að
grundvallast á niðurskurði á námi
og 20% sparnaði í kerfinu heldur
getu og þörfum hvers nemanda
fyrir sig. Sumum henta fimm ár,
öðrum tvö eða þrjú. Valfrelsi fyrir
nemendur og skóla til að skipu-
leggja og setja saman nám sitt eiga
að vera útgangsatriði. Nám sem er
sniðið að þörfum hvers og eins.
Ekki pólitískum þörfum mennta-
málaráðherra Sjálfstæðisflokksins
til að reisa sér minnisvarða.
Starfsnám, stytting og uppgefinn ráðherra
UMRÆÐAN
STARFSNÁM
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
ALÞINGISMAÐUR
Undirritaðar fóru á Hróarskeldu-
hátíðina í ár og urðu margs vísari
um samskipti fólks í Evrópu. Við
undirbúning ferðar lýstu vinir og
vandamenn yfir áhyggjum sínum
á yfirvofandi ferðalagi enda virð-
ist hátíðin hættulegri en hún er.
Fólk sem ekki þekkir til Hróars-
keldu heldur að á hátíðinni sé hinn
mesti soralýður, en raunin er
önnur.
Andrúmsloftið á hátíðinni var
friðsælt og allir virtust reiðubúnir
til að hjálpa hver öðrum og gera það
sem hægt var til að allir gætu notið
sín þar.
Það er þekkt staðreynd að notkun
vímuefna er nokkur á hátíðinni og
með fólksfjölda sem er næstum
helmingur íslensku þjóðarinnar
myndi maður telja það vera ávísun á
vandræði. Önnur var raunin og kom
það okkur Íslendingunum á óvart
hvað fólk var í miklum friðar- og
skemmtanahugleiðingum þar sem
við þekkjum fátt annað en að drykkja
þýði dauði og slagsmál.
Við höfum áralanga reynslu af
útihátíðum á Íslandi og því miður
virðast Íslendingar óhæfir til að
skemmta sér í stórum hópi ef vímu-
efni eru höfð við hönd. Nauðganir og
barsmíðar þykja óhjákvæmlegir
fylgifiskar útihátíða. Hvað gerir það
að verkum að fyrsta líkamsárásin á
Hróarskeldu í ár var framin af
Íslendingi?
Sögur herma að eina nauðgun
síðasta árs og eina manneskjan sem
var rekin af svæðinu hafi verið
Íslendingur. Þetta er óhugnanleg
vitneskja og leiðir til þess að maður
veltir því fyrir sér hvaða félagslegu
vandamál það eru sem Íslendingar
þjást af?
Hvað veldur því að drykkju-
menning landans er jafn frumbyggja-
leg og raun ber vitni? Mikilvægt sé
að breyta þeirri staðreynd að
drykkja sé notuð sem afsökun fyrir
kjánalegum og jafnvel skaðlegum
gjörðum fólks.
Hátíðin er ekki einvörðungu hátíð
ungs fólks þar sem mikið var um
fullorðið fólk. Hérlendis ríkir sá
siður að formæla ungu fólki og er
því yfirleitt kennt um það sem miður
fer. Því þótti okkur það áhugavert að
benda á það að sá hópur fólks sem
við urðum fyrir mestu ónæði frá var
miðaldra fólk á Roger Waters.
Miklum tíma, peningum og pæl-
ingum hefur verið eytt í forvarna-
fræðslu hérlendis en hverju skilar
það ef fordæmi þeirra fullorðnu er
ekki betra en raun ber vitni.
Ekki er þessi grein ásökun heldur
er hún frekar hugsuð sem vanga-
veltur.
Höfundar eru starfsmenn Jafn-
ingjafræðslunnar í Hafnarfirði.
Félagsleg
vandamál
HRUND MAGNÚSDÓTTIR OG BERGLIND
SUNNA STEFÁNSDÓTTIR
SKRIFA UM ÚTIHÁTÍÐIR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
���������� ��������������������������������������������� ������������
��������������������������������������������������������������������������
������������������������������������������������������������������������
�������������������������������������������������������������������������������
��������������������������������� ������������������������� ������������
��������
���������
��������
��������
�����������������
��������
�����������
��������
����������
������������
������ ��������������������������������������������������� ���������������������
������ ���������� �������
������������� ���������� ���������
������ ���������� �������
������������ ���������� ���������
������������� ���������� ���������
��������������������
�������������
������������������������������� ���
���� ��������������������