Fréttablaðið - 13.07.2006, Qupperneq 52
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR32
Í fréttum síðastliðnar vikur hefur
verið rætt um mansal og aðra
fylgifiska alþjóðlegrar klámvæð-
ingar. Á meðan lögreglan í Kefla-
vík stöðvar tilraunir til mansals
færir bandaríska sendiráðið fram
óyggjandi sannanir um mansal á
Íslandi. Enginn Íslendingur getur
lengur fullyrt í hjarta sínu að man-
sal sé aðeins til í útlöndum. Einnig
á hinu saklausa Íslandi höfum við
verið vitni að nútímaþrælahaldi
sem hefur verið uppvíst af dóm-
stólum. Hve mörg eru dæmin sem
aldrei komast upp?
Smygl á fólki er kannski ekki
algengt hér á landi, en vitað er að
konur komi til landsins, sjálfvilj-
ugar eða blekktar, til að dansa á
súlustöðum og bjóða stundum
blíðu sína í kjölfarið. Aðrar eru
misnotaðar með öðrum hætti.
Sjálfur rakst ég einu sinni á konu
frá einu Norðurlandanna sem
flakkaði á milli landa, dvaldi 3
vikur á hverjum stað, stundaði
súludans hér á landi og stundaði
vændi. Í annað skipti keyrði ég af
næturvakt framhjá fáklæddri
austurlenskri konu rétt hjá
Bústaðaveginum bjóða sig þeim
sem leið áttu hjá. Hin alþjóðlega
klámvæðing hefur fyrir löngu
teygt sig hingað til lands og enginn
getur firrt sig ábyrgð í þeim
efnum. Erlendis er vændi víða
talið sjálfsagt og sums staðar hefur
það verið lögleitt til að hafa betra
eftirlit með því og vernda vændis-
konurnar. Flestir vita að vændi er
aðeins ein grein af hinni alþjóð-
legu klámvæðingu. Mansal er einn
hluti þessarar klámvæðingar og
getur verið hluti af skipulagðri
verslun með kynlíf.
Ljótasti blettur mansals er trú-
lega verslun með börn sem gerð
eru að kynlífsþrælum, börn sem
oft eru munaðarlaus og hvergi
skráð í heimalandi sínu, börn sem
enginn saknar og sem hverfa spor-
laust af jörðu hér. Fæstir kaupend-
ur kláms á Íslandi átta sig á þeim
hættum sem kláminu fylgja og
fæstir bera saman venjulega klám-
mynd á spólu og mansal raunveru-
leikans. Samt fylgir allri verslun
með klám ákveðin firring. Sú firr-
ing stafar af því að maðurinn er
gerður að söluvöru, líkami hans er
boðinn út, ekkert er lengur heilagt
- sakleysið er fyrir bí. Neytendur
kláms vita venjulega ekkert um
sögu þess sem selur klámið. Þeir
vita ekkert um aðstæður þeirra
sem leika hlutverk í klámmynd og
þeim er alveg sama. Neytandinn er
fastur í sinni eigin sálarfirringu,
þar sem tilfinningar eiga ekki
lengur nokkra samleið með líkam-
legri fýsn. Hann tekur þátt í leikn-
um, er í senn fórnarlamb aðstæðna
en ber ævinlega jafnmikla ábyrgð
og seljandinn, stundum meiri. Í
þeim löndum þar sem kaupandinn
hefur verið dreginn til ábyrgðar,
eins og í Svíþjóð, hefur það dregið
úr eftirspurn kynlífsverslunar.
Eina svar okkar hlýtur því að
vera að spyrja okkur sjálf með
hvaða móti við getum betur sporn-
að gegn mansali og öðrum skugga-
hliðum hinnar alþjóðlegu klám-
væðingar - hvernig við getum
varðveitt betur sakleysið í okkur
sjálfum og umhverfi okkar og sem
vegið er að úr öllum áttum. Spurn-
ingin sem við hljótum að spyrja
okkur er eftirfarandi: Viljum við
vændi á Íslandi eða ekki og erum
við tilbúin að sporna gegn því af
fullum krafti? Ríkisstjórn landsins
hefur sýnt lit í þessum efnum og
undirritað að minnsta kosti tvo
sáttmála á alþjóðlegum vettvangi,
sáttmála Sameinuðu þjóðanna og
sáttmála Evrópuráðs sem lúta m.a.
að glæpastarfsemi, vændi og nú
síðast mansali. Ísland hefur þó
ekki ennþá fullgilt þessa sáttmála
með því að lögfesta þá á Alþingi og
enn vantar mikið upp á að aðrar
þjóðir geri það jafnframt. Þess
vegna eru þeir enn máttlaus plögg
sem sýna vilja þjóða ekki í verki.
Íslendingar eiga sögulegt tækifæri
til að sýna að þeir vilji vera í farar-
broddi þjóða sem varðveita sem
best sakleysið og virða einstakl-
inginn, sjálfstæði hans og reisn til
að lifa mannsæmandi lífi ofar
öllu.
Ég skora á stjórnvöld að full-
gilda samninga sína í haust þegar
Alþingi kemur saman. Um leið leit-
ast ég við að greiða leið sakleysis-
ins með sjósundi mínu og vekja um
leið fólk til vitundar um gildi sak-
leysisins og styrk. Á næstu vikum
mun ég standa fyrir áheitasöfnun,
bæði í kringum Reykjavíkursund-
ið 22. eða 23. júlí og Ermarsundið
30. ágúst - 5. september gegn man-
sali til styrktar sakleysinu. Ágóð-
inn rennur í Sjóð sakleysis sem er
ætlað að styrkja þau samtök og
félög sem best sporna gegn man-
sali og alþjóðlegri klámvæðingu.
Um það er fjallað á heimasíðunni:
www.ermasund.is og verður aug-
lýst betur síðar. Lifið heil!
Til varnar sakleysinu
UMRÆÐAN
SYNT GEGN
MANSALI
BENEDIKT S. LAFLEUR
LISTAMAÐUR OG SJÓSUNDMAÐUR
Ljótasti blettur mansals er
trúlega verslun með börn sem
gerð eru að kynlífsþrælum,
börn sem oft eru munaðarlaus
og hvergi skráð í heimalandi
sínu, börn sem enginn saknar
og sem hverfa sporlaust af
jörðu hér.
Í umræðum um matarverð á
undanförnum vikum hefur ýmis-
legt komið fram, sumt rétt,
annað óljóst og enn annað bein-
línis rangt eða villandi.
Óumdeilt er, að matarverð er
hátt hér á landi. Það sýnir sam-
anburður Hagstofu ESB (EURO-
STAT) en þetta háa verðlag er
ekki einskorðað við matvöru.
EUROSTAT hefur sýnt, að fatn-
aður er hér álíka mikið dýrari
en í Evrópu og matur. Ætli það
sé ekki sannast sagna, að verð-
lag sé almennt hátt hér á landi
miðað við „meðaltal“ í ESB.
Hitt er svo rétt að undir-
strika, að það er ekkert til sem
hægt er að kalla Evrópuverð;
breytileikinn er svo mikill milli
landa, sérstaklega milli Suður-
og Norður-Evrópu. Þannig
mælist verðlagið í Danmörku
133 miðað við 100 í ESB (15 ríki),
en á Spáni er þessi tala 79. Matur
og drykkjarvörur mælast sem
sagt 68% dýrari í Danmörku en
á Spáni. Á Íslandi er vísitalan
148 eða 11% yfir Danmörku og
26% yfir Svíþjóð en nánast jafn
há og í Noregi. Við getum svo
velt því fyrir okkur hvert eðli-
legast er að sækja samanburð.
Dettur nokkrum í hug í alvöru,
að við á Íslandi getum vænst
þess í framtíðinni að borga
lægra verð fyrir matinn en
Danir. Hvaða markaðslegar for-
sendur væru fyrir því, þegar við
horfum til staðsetningar, fámenn-
is og almennra lífsgæða?
Í tveggja ára skýrslu Hag-
fræðistofnunar eru helstu
ástæður hás matarverðs á
Íslandi taldar vera lega lands-
ins, markaðsaðstæður, launastig
og kaupmáttur, skattlagning og
innflutningsvernd. Rétt er að
undirstrika, að það er jafnan
sterkt samhengi milli verðlags
og kaupmáttar, þannig að þar
sem kaupmáttur er hár er verð-
lag að jafnaði hátt líka. Kaup-
mátturinn endurspeglast í fram-
leiðslu- og þjónustukostnaði.
Þótt matarverðið mælist 148 hér
en 79 á Spáni, verja Spánverjar
mun hærra hlutfalli tekna sinna
til matarkaupa en Íslendingar.
En hvað með innlendu búvör-
urnar? Eru það fyrst og fremst
þær sem valda háu matarverði
hér, eins og margir halda fram?
Búvörur eru vissulega dýrar í
framleiðslu hér vegna náttúru-
legra aðstæðna og vegna þess að
hér er áhersla lögð á hágæða-
framleiðslu, og hér er ýmislegt
bannað í framleiðslu, sem stund-
að er þar sem búvörur eru fram-
leiddar með minnstum kostnaði.
T.d. er íblöndun fúkkalyfja í
fóður bönnuð hér svo og öll notk-
un hormóna til vaxtar- eða
afurðaauka. Ylræktin notar ein-
göngu lífrænar varnir gegn
skordýrum. Þetta kostar sitt og
þýðir, að við getum aldrei keppt
í verði við það sem ódýrast er.
En viljum við breyta þessu? Vilj-
um við stefna þessum fram-
leiðsluháttum í hættu? Landbún-
aðurinn býr vissulega við mikla
vernd, en hún er m.a. til að varð-
veita þessi gildi, tryggja mat-
vælaöryggi þjóðarinnar og líf í
byggðum landsins, sem skapar
grunn fyrir fjölbreytilegri
atvinnuhætti og gerir eftirsókn-
arverðara að búa í landinu. En
vissulega kostar það sitt.
Hvað sem því líður, er það
einnig staðreynd, að innlendu
búvörurnar skera sig ekki sér-
staklega úr hvað verðlag varðar
samkvæmt mælingu EURO-
STAT. Þar mælist kjötið 143,
mjólk, ostar og egg 146, sem
hvort tveggja er undir meðaltali
matar og drykkjar, ávextir,
grænmeti og kartöflur 151,
brauð og kornvörur 167, aðrar
matvörur 149, drykkjarvörur
155, og loks má nefna föt og skó
sem, eins og áður sagði, eru
álíka mikið dýrari hér og matur-
inn að meðaltali og mælast 149 á
sama skala.
Það er eðlilegt að þeir sem
vinna að hagsmunamálum
almennings, hvort sem er í stétt-
arfélögum eða á öðrum vett-
vangi, horfi til þess hvernig
megi lækka mtvælaverð í land-
inu. Bændur víkja sér ekki
undan þeirri umræðu og hafa
ekki setið með hendur í skauti
undanfarin ár, heldur þvert á
móti unnið stíft að hagræðingu á
búum sínum og í afurðavinnsl-
unni. Þeir eiga sinn þátt í því, að
útgjaldahlutfall venjulegrar
fjölskyldu til matarkaupa hefur
á tæpum áratug lækkað úr 17% í
13%, og við skulum ávallt hafa í
huga, að minna en helmingur af
mat okkar eru íslenskar búvör-
ur; við flytjum nú þegar flestum
Matarverð á Íslandi
UMRÆÐAN
MATARVERÐ
SIGURGEIR ÞORGEIRSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI BÆNDASAMTAKA
ÍSLANDS
Landbúnaðurinn býr vissulega
við mikla vernd, en hún er
m.a. til að varðveita þessi gildi,
tryggja matvælaöryggi þjóðar-
innar og líf í byggðum lands-
ins, sem skapar grunn fyrir
fjölbreytilegri atvinnuhætti
og gerir eftirsóknarverðara að
búa í landinu.
Annað framboð Jónínu
Úff, það er ljóst að við fréttaáhugafólk
eigum ekki sjö dagana sæla á næst-
unni fyrir frambjóðendum í hin ýmsustu
embætti Framsóknarflokksins. Reyndar
mun Jón Sigurðsson ekki angra frétta-
hlustendur mikið, enda kom skýrt fram
í viðtali að hann sjái litla ástæðu til að
svara spurningum um hin og þessi mál
- enda standi hann á öðru þekkingarstigi
en almenningur.
En Jónína Bjartmarz hefur sem sagt
ákveðið að bjóða sig fram til varafor-
manns. Þetta reyndist fyrsta frétt á
Sjónvarpinu og hún fékk langt Kastljós-
viðtal um hversu mikil tíðindi hér væru
á ferðinni. - Ekki sá hins vegar neinn
þeirra fréttamanna sem ræddi við Jónínu
ástæðu til að minnast á að þetta væri jú
í ANNAÐ sinn sem hún gæfi kost á sér í
djobbið og að síðast hafi hún tapað illa
fyrir Guðna Ágústssyni...
Stefán Pálsson á kaninka.net/stefan
Styrkur Framsóknar
Það er aðeins liðið rúmt ár frá því friðun
Þjórsárvera var tekin upp á flokksþing-
inu. Fyrir þeim sjónarmiðun hefur síðan
verið talað innan flokksins og í opinberri
umræðu. Á þessum skamma tíma er
alger stefnubreyting orðin staðreynd eins
og staðfest er í yfirlýsingum ráðherranna
tveggja. Það er mikill árangur og sýnir
áhrifamáttt skoðana og málflutnings.
Ég held reyndar að almennt sé það
frekar stjórnmálaflokki til styrktar að
málsvarar ýmissa sjónarmiða finni sér
vettvang í honum, láta í sér heyra leynt
og ljóst og hafi áhrif á stefnuna með
marktækum hætti. Lýðræðislegir starfs-
hættir styrkja og efla stjórnmálastarf
og eru besta tryggingin að menn uni
niðurstöðunni hverju sinni og vinni að
framgangi hennar. Ekki má gleyma því
að stjórnmálaflokkur er hreyfing fólks en
ekki fótgönguliðar herforingja.
Kristinn H. Gunnarsson á kristinn.is
Tollar og höft
Markmiðið með verndarstefnunni í land-
búnaðinum er að gera innlendar land-
búnaðarafurðir seljanlegri í samanburði
við erlendu afurðirnar. Þetta er gert með
aðgerðum sem hækka verð erlendu
afurðanna. Svona einfalt er þetta. Hafi
landbúnaðarráðherra hins vegar rétt fyrir
sér um það að verndarstefna gagnvart
landbúnaði hafi ekki tilætluð áhrif hljóta
menn að spyrja hvers vegna haldið sé
fast við þessa stefnu. Og menn hljóta þá
líka að spyrja hvernig það megi vera að
gjöld sem lögð eru sérstaklega á erlendu
vörurnar skili sér ekki út í verðlagið.
Vefþjóðviljinn á andriki.is
AF NETINU