Fréttablaðið - 13.07.2006, Blaðsíða 72
13. júlí 2006 FIMMTUDAGUR52
FÓTBOLTI Marcello Lippi, þjálfari
heimsmeistara Ítala, hefur ákveð-
ið að segja starfi sínu lausu þrátt
fyrir mikinn þrýsting heima fyrir
að halda áfram með liðið. Hið
sama má segja um Þjóðverjann
Jürgen Klinsmann.
„Ég held að ég hafi náð þeim
markmiðum sem ég ætlaði mér
með ítalska landsliðinu,“ sagði
Lippi en hann hefur ásamt mörg-
um öðrum verið nefndur í tengsl-
um við spillingarmálið sem skekur
nú ítalska knattspyrnu. Hann var
áður en HM hófst yfirheyrður
vegna þeirra ásakana um að hann
hefði verið neyddur til að velja
ákveðna leikmenn í ítalska lands-
liðið. Sonur hans, Davide, starfar
hjá umboðsmannaskrifstofu á
Ítalíu, og hefur verið sakaður um
að beita bolabrögðum í sínu starfi.
Lippi átti í gær að mæta á fund
með Giancarlo Abete, varaforseta
ítalska knattspyrnusambandsins,
en lét aldrei sjá sig. Abete sagði í
fjölmiðlum í gær að hann hefði
fengið að heyra frá Lippi áður en
útsláttarkeppnin hófst á HM að
hann ætlaði að hætta með landslið-
ið sama hvernig færi.
„Ég vil þakka knattspyrnusam-
bandinu fyrir það traust sem það
hefur sýnt mér undanfarin tvö ár
sem náði hápunkti með árangri
sem verður skráður í sögubækur
ítalskrar knattspyrnu og í minnum
hafður um ókomin ár,“ sagði Lippi.
Hann sagði eftir úrslitaleikinn á
sunnudag að sigurinn á HM hefði
verið stærsta stund lífs síns.
Joachim Löw, aðstoðarþjálfari
Jürgens Klinsmann undanfarin
tvö ár með þýska landsliðinu,
hefur tekið við starfinu eftir að
Klinsmann ákvað að halda ekki
áfram í starfi. „Mín stærsta ósk er
að fara til baka til fjölskyldu minn-
ar og eiga venjulegt líf með þeim,“
sagði Klinsmann en fjölskylda
hans býr í Bandaríkjunum og
hefur gert undanfarin ár. „Það eina
skynsamlega í stöðunni var að
biðja Joachim um að leiða liðið
áfram,“ sagði Klinsmann um eftir-
mann sinn. „Ég er mjög ánægður
með að hann hefur tekið þeirri
áskorun. Ég hef alltaf sagt að hann
væri miklu meira en aðstoðar-
þjálfari. Hann var ávallt góður
félagi. Mitt hlutverk var meira
yfirmannslegt.“
Allir 23 leikmenn þýska lands-
liðsins óskuðu þess að Klinsmann
myndi halda áfram í starfi og
kannanir sýndu að 93 prósent þjóð-
arinnar vildu það einnig. Margir af
hans hörðustu gagnrýnendnum
fyrir mót óskuðu þess einnig.
Þjóðverjar mæta Svíum í vin-
áttulandsleik þann 16. ágúst næst-
komandi en undankeppnin fyrir
EM 2008 hefst svo núna í
september.
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
BÁÐIR HÆTTIR Jürgen Klinsmann í forgrunni og Marcello Lippi, landsliðsþjálfarar Þýskalands og Ítalíu, eru báðir hættir. Hér eru þeir í leik
liðanna í undanúrslitum HM.NORDIC PHOTOS/AFP
Lippi og Klinsmann hættir
Þeir Marcello Lippi og Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfarar Ítalíu og Þýska-
lands, hafa báðir ákveðið að láta af störfum. Báðir náðu þeir frábærum árangri
á HM og gerði Lippi lið sitt að heimsmeisturum.
FÓTBOLTI Forráðamenn Manchest-
er United hafa engan áhuga á að
selja Portúgalann Cristiano Ron-
aldo sem hefur undanfarið lýst
áhuga á að yfirgefa félagið og
leika með annaðhvort Real Madr-
id eða Barcelona á Spáni. Ronaldo
sagði að aðstæður væru ekki rétt-
ar svo að hann geti snúið aftur til
félagsins en hann hefur mátt þola
mikla gagnrýni fyrir ýmis umdeild
atvik á HM, ekki síst hans meinta
hlut í rauða spjaldinu sem Wayne
Rooney fékk í leik Englands og
Portúgals á HM.
„Cristiano skrifaði nýlega undir
samning sem bindur hann við
félagið til 2010 og félagið býst við
að hann muni efna þann samning.
Félagið mun ekki hlusta á nein til-
boð í Cristiano,“ sagði í yfirlýsing-
unni. - esá
TAKK FYRIR LEIKINN Cristiano Ronaldo og
Gary Neville eftir leik Englands og Portú-
gals á HM. NORDIC PHOTOS/AFP
Yfirlýsing frá Man. United:
Ronaldo er
ekki til sölu
FÓTBOLTI Finnska þjóðin fékk stór-
ar og miklar gleðifregnir í gær
þegar landið var valið til að halda
úrslitakeppni EM kvenna árið
2009. Finnar sóttu hart eftir því
að halda keppnina og lögðu fram
tilboð sem knattspyrnusamband
Evrópu gat ekki hafnað.
„Þetta er gríðarlega mikil
lyftistöng fyrir finnska knatt-
spyrnu,“ sagði Geir Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri KSÍ, og lofaði
Finna mikið fyrir það tilboð sem
þeir lögðu fram. „Þetta er mjög
ánægjulegt fyrir öll Norðurlönd-
in.“ Valið stóð á milli Finna og
Hollendinga en það var fram-
kvæmdanefnd UEFA sem valdi
endanlega staðsetningu. Eggert
Magnússon, formaður KSÍ, á sæti
í nefndinni.
Finnar hafa náð langt í kvenna-
knattspyrnunni undanfarið og
náðu til að mynda að vinna sér
sæti á EM í fyrra eftir að hafa
unnið Rússa í umspilsleikjum um
laust sæti í úrslitakeppninni. Þar
komu þeir öllum að óvörum þegar
liðið vann Danmörku í lokaum-
ferð riðlakeppninnar og tryggði
sér þar með sæti í undanúrslitum
keppninnar. Þar mætti liðið
Þýskalandi sem reyndist of sterk-
ur andstæðingur.
Liðið stendur einnig ágætlega
í undankeppninni fyrir HM í Kína
á næsta ári. Ef liðið nær fjórum
stigum úr viðureignum sínum
gegn Danmörku á næstunni mun
liðið hafa tryggt sér farseðilinn
til Kína.
Ísland mun á næsta ári halda
úrslitakeppni Evrópumóts lands-
liða kvenna skipuð leikmönnum
19 ára og yngri á 60 ára afmæli
KSÍ. - esá
Miklar gleðifréttir fyrir finnska knattspyrnu:
Finnar halda EM kvenna 2009
ÞÝSKAR Fagna hér Evrópumeistaratitli
sínum í Englandi árið 2005.
NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Óheppni Bjarna Þor-
steinssonar, leikmanns KR, heldur
áfram. Hann hefur verið einstak-
lega óheppinn varðandi meiðsli en
hann var frá í nánast allan vetur
vegna aðgerðar sem hann fór í
vegna liðbanda í hné. Hann sneri
síðan aftur í leiknum gegn Grinda-
vík í Landsbankadeildinni og var í
byrjunarliðinu gegn Val í leiknum
þar á eftir. Þar gat hann þó aðeins
spilað í tæpar tuttugu mínútur
áður en hann fór meiddur af velli.
„Þetta er mjög leiðinlegt fyrir
Bjarna. Þá er það einnig mjög
slæmt fyrir okkur að geta ekki
nýtt hæfileika hans því hann er
mjög góður fótboltamaður. Ég
vona að það sé vika í að hann geti
æft af krafti með okkur en það er
allavega ljóst að hann spilar ekki
næstu leiki,“ sagði Teitur Þórðar-
son, þjálfari KR, en Bjarni meidd-
ist á læri í leiknum gegn Val. - egm
Bjarni Þorsteinsson, KR:
Vika í að hann
geti æft á fullu
FÓTBOLTI Í kvöld klárast 10. umferð
Landsbankadeildar karla þegar
Keflavík og ÍBV mætast en bæði
lið eru með 11 stig eftir níu leiki.
Hvernig sem fer í kvöld er ljóst að
þegar tíu umferðir eru búnar af
Íslandsmótinu eru aðeins tvö lið
sem hafa náð betri en 50 prósenta
árangri í sumar. FH-ingar eru enn
taplausir og hafa einungis gert tvö
jafntefli og Fylkismenn, sem eru í
öðru sæti, hafa unnið einum leik
meira en þeir hafa tapað auk þess
að gera eitt jafntefli.
Hin liðin átta í deildinni hafa
náð 50 prósenta árangri eða þaðan
af verra. Víkingur, Grindavík og
Valur hafa unnið jafn marga leiki
og liðin hafa tapað og vinni annað-
hvort Keflavík eða ÍBV leikinn í
kvöld getur það bæst í þennan
hóp. Önnur lið eru með neikvæðan
árangur það sem af er sumri. - esá
10. umferðin klárast í kvöld:
Tvö efstu liðin
í sérflokki
FYLKIR OG FH Í SUMAR Guðni Rúnar Helga-
son og Allan Dyring í baráttunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KÖRFUBOLTI Evrópumót U20 lands-
liða karla í körfubolta hefst á
morgun í Lissabon í Portúgal og
mun það standa yfir í níu daga.
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari
Njarðvíkur, þjálfar einnig U-20
ára landsliðiðið og fer hann með
tólf manna leikmannahóp á mótið
en þar á meðal er Pavel Ermolins-
kij en hann er sá eini í hópnum
sem hefur spilað fyrir A-landslið-
ið og einnig sá eini sem spilar
erlendis.
Í hópnum eru Jóhann Árni
Ólafsson, Kristján Sigurðsson og
Daníel Guðmundsson úr Njarðvík,
Adolf Hannesson og Heiðar Lind
Hansson úr Skallagrími, Darri
Hilmarsson úr KR, Elvar Guð-
mundsson úr ÍR, Steingrímur Ing-
ólfsson úr Val, Birgir Björn Pét-
ursson úr KFÍ, Pavel Ermolinskij
úr Unicaja Malaga og þeir Alex-
ander Dungal og Vésteinn Sveins-
son sem eru í körfuboltaakademí-
unni á Selfossi. - egm
U20 landsliðið í körfubolta:
Evrópumótið
hefst á morgun
ÞJÁLFARINN Einar Árni Jóhannsson þjálfar
U20 landsliðiðið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI Þeir eru ófáir sem hafa
undanfarið verið nefndir sem
kandídatar í stöðu knattspyrnu-
stjóra hjá enska 1. deildarfélaginu
Sunderland. Sá sem þykir líkleg-
astur í augnablikinu er Sam Allar-
dyce, stjóri Bolton, en forráða-
menn þess félags hafa vísað því á
bug. „Þetta eru bara sögusagn-
ir,“ sagði talsmaður Bolton við
BBC. Aðrir sem hafa verið orðaðir
við stöðuna eru Martin O`Neill,
Roy Keane, Alan Curbishley og
Alex McLeish. - esá
Fyrstu deildarlið Sunderland:
Hver tekur við?
BJARNI Er meiddur enn og aftur.
FÓTBOLTI Birgir Leifur Hafþórsson
lék fyrsta hringinn á opna Tex-
bond-mótinu á Ítalíu í gær á einu
höggi undir pari en mótið er liður
í áskorendamótaröð Evrópu. Birg-
ir hóf leik á 10. braut, byrjaði vel
og fékk fugla á annarri og þriðju
braut. Samtals var hann á einum
undir á leiðinni út en stóð svo á
sléttu á fyrstu níu holum vallarins
þó svo að hafa aðeins parað tvær
holur. Þar að auki fékk hann fjóra
skolla, einn örn og tvo fugla. Sann-
arlega sveiflukenndur leikur hjá
Birgi sem var í um 50. sæti ásamt
fjöldamörgum kylfingum. - esá
Birgir Leifur Hafþórsson:
Einum undir
pari á Ítalíu
FÓTBOLTI Á meðan fótboltaunnend-
ur bíða spenntir eftir að dómur
verði kveðinn upp í stóra mútu-
málinu sem skekur ítalska fótbolt-
ann eru forráðamenn Internazi-
onale allir hinir rólegustu og eru
með hugann við leikmannamark-
aðinn. Inter er ekki meðal þeirra
liða sem bíða dóms og hélt félagið
blaðamannafund í gær þar sem
þrír nýir leikmenn voru kynntir.
Það eru þeir Olivier Dacourt,
Maicon Douglas Sisenando og
Maxwell Scherrer Cabelino
Andrade.
Samningur Dacourts við Roma
rann út fyrr í sumar og voru for-
ráðamenn Inter ekki lengi að hafa
samband við þennan 32 ára leik-
mann. Það var þó ekki gengið end-
anlega frá málum fyrr en í gær.
Maicon er brasilískur 25 ára leik-
maður sem kemur frá franska lið-
inu Monaco og getur spilað í hægri
bakverði og á hægri kantinum.
Maxwell er einnig brasilískur leik-
maður sem Inter hefur fylgst
grannt með í eitt ár og hefur verið
viðriðinn landsliðið.
Þá eru blöð á Ítalíu og í Svíþjóð
að halda því fram að sóknarmað-
urinn Zlatan Ibrahimovic sé á leið
í raðir Inter. Zlatan hefur verið
orðaður við hin ýmsu lið í sumar
en hann stóð ekki undir vænting-
um í herbúðum Juventus á síðasta
tímabili eftir að hafa sýnt ótrúleg
tilþrif á tímabilinu á undan. Þá olli
hann einnig vonbrigðum á heims-
meistaramótinu í Þýskalandi en
hann leikur með sænska landslið-
inu. Talsmaður Juventus sagði í
gær að félagið væri enginn stór-
markaður þótt það væri að bíða
eftir dómi.
Alvaro Recoba skrifaði í gær
undir nýjan samning við Inter en
framtíð hans var talin í óvissu.
Recoba er uppáhaldsleikmaður
Massimo Moratti, eiganda Inter.
Bakvörðurinn Fabio Grosso, sem
fór á kostum með ítalska landslið-
inu á HM er nýgenginn í raðir Inter
og þá eru viðræður í gangi um kaup
félagsins á sóknarmanninum Luca
Toni frá Fiorentina. - egm
Það eru ekki öll ítölsku toppliðin sem eru í fréttum vegna mútumála:
Inter getur hugsað um aðra hluti
TIL INTER? Zlatan Ibrahimovic er orðaður
við Inter.NORDICPHOTOS/AFP