Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 16
15. júlí 2006 LAUGARDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
NFS Í BEINNI
Á VISIR.IS
35.000 gestir vikulega
sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver.
Auglýsingasími 550 5000.
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Drykkja barna og ungmenna er svartur blettur á samfélagi okkar. Því miður hefur unglingadrykkja orðið fylgifiskur sumarhátíða þar sem fólk kemur saman til að gleðjast. Á
árum áður voru slíkar hátíðir einkum haldnar um verslunar-
mannahelgi en síðari ár hefur þeim bæjarfélögum fjölgað sem
efna til hátíða af mismunandi tilefni. Markmið þessara hátíða
eru, auk þess að veita fjármagni inn í byggðarlögin, að vera
hápunktur sumarsins í hverju byggðarlagi og vettvangur brott-
fluttra til að koma saman á fornum slóðum.
Unglingadrykkja er leiður fylgifiskur þessara sumarhátíða.
Undantekning er að ekki fylgi fréttum af, að öðru leyti vel heppn-
uðum hátíðahöldum, að mikil ölvun hafi verið og ekki bara ölvun
fullorðinna heldur einnig barna. Ölvun úr hófi er vitanlega alltaf
til vansa en ölvun barna og unglinga er ótæk og á aldrei að líðast,
hverjar sem ytri aðstæður eru.
Ábyrgð á börnum liggur vitanlega fyrst og fremst hjá foreldr-
um þeirra. Það er á ábyrgð foreldra að leyfa eða leyfa ekki börn-
um sínum að fara í eftirlitslausar ferðir á sumarhátíðir. Í raun
má segja að foreldri sem leyfir barni sínu að fara í slíka ferð
gangist ekki við þeirri ábyrgð sem allir foreldrar takast á hend-
ur þegar þeir fá barn sitt í hendur í fyrsta sinn.
Hins vegar verða þeir sem ábyrgir eru fyrir sumarhátíðum,
hvort heldur sem er í bæjarfélögum eða annars staðar, að bregð-
ast við unglingadrykkjunni þegar þeir standa frammi fyrir því
ástandi. Það er óforsvaranlegt að bregðast ekki með afdráttar-
lausum hætti við ölvuðu barni með því að hafa umsvifalaust
samband við foreldra þess og svo barnaverndaryfirvöld ef for-
eldrar hyggjast ekki bregðast strax við. Í því sambandi má benda
á hvernig Akureyringar unnu með markvissum hætti gegn ungl-
ingadrykkjunni á árlegri hátíð um verslunarmannahelgi.
Með því að líta framhjá unglingadrykkju og aðhafast ekkert,
svo framarlega sem börnin fara sér ekki að voða eða skaða aðra,
er verið að samþykkja að unglingadrykkja eigi sér stað. Sem
betur fer hefur afstaðan í samfélaginu til áfengisneyslu barna
undir lögaldri breyst síðan það tíðkaðist að kynslóðirnar drykkju
saman á böllum frá því að fermingunni hafði verið tyllt á bless-
uð börnin.
Allar rannsóknir sýna að því yngra sem fólk er þegar það
byrjar að neyta áfengis, því hættara er því við að áfengisneysla
verði því til trafala á lífsleiðinni. Einnig er vitað að neysla áfeng-
is og annarra vímuefna skaðar því meira uppbyggingu sjálfs-
myndar sem neyslan hefst fyrr. Auk þess er það þekkt staðreynd
að leiðin inn í heim fíkniefna liggur nánast undantekningalaust í
gegnum áfengið.
Foreldrar verða að líta í eigin barm og horfast í augu við
ábyrgð sína á börnunum. Hver og einn verður að taka sjálfstæða
ábyrgð á sínu barni. Sömuleiðis verður samfélagið í heild, og þá
eru þeir sem gangast fyrir sumarhátíðum vítt og breitt um land-
ið ekki undanskildir, að taka höndum saman um að hafna ungl-
ingadrykkju með afgerandi hætti.
Meðan þegjandi samkomulag ríkir um að skella skollaeyrum
við þessu vandamáli og varpa ábyrgðinni á milli sín verður ungl-
ingadrykkjan ekki upprætt. Drykkja barna á aldrei að líðast.
SJÓNARMIÐ
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR
Þjóðin verður að standa saman um að upp-
ræta unglingadrykkju.
Þögn er sama og
samþykki
Á dögunum leysti Illugi Gunnars-
son eyðufyllingaverkefni úr
stjórnmálaskóla Sjálfstæðis-
flokksins á síðum Fréttablaðsins.
Verkefnið hljóðaði eitthvað á
þessa leið: „Ríkisfyrirtæki X á í
vanda vegna Y og Z. Lausnin á
þessu er að einkavæða X.“ Illugi
setti nafn Landsvirkjunar sam-
viskusamlega í eyðu X og fannst
raunar úrlausnin svo góð hjá sér
að hann birti aðra grein um sama
efni skömmu síðar.
Ekki þurfa allir að vera jafn
sannfærðir og Illugi um að þessi
eyðufyllingaformúla virki alltaf
og alls staðar. Sérstaklega ekki
þegar litið er til hins sértæka
vandamáls sem tengist samning-
um Landsvirkjunar um orkusölu.
Þessir samningar eiga að heita
„viðskiptaleyndarmál,“ enda þótt
hið opinbera sé orkusalinn, líkt og
víða annars staðar, þar sem orku-
verð og allir þættir samninga eru
opinber gögn og hægt að taka þá
til gagnrýninnar umræðu. Í Nor-
egi eru t.d. allir orkusamningar
uppi á borðinu og tölur koma fram
í gögnum sem lögð eru fyrir stór-
þingið.
Hér á Íslandi er farin allt önnur
leið og stjórnmálamenn láta jafn-
vel eins og orkuverð komi þeim
ekki við. Sumir ráðherrar láta svo
ólíkindalega að af þeirra máli má
helst ráða að ríkisstjórnin reki hér
enga stóriðju- eða virkjanastefnu,
heldur sé það bara Landsvirkjun
sem ákveði þetta og það sé ekki
stjórnmálamanna að kryfja til
mergjar forsendur fyrirtækisins.
En hvers vegna er „viðskipta-
leyndarmál“ hvað orkan kostar á
Íslandi? Fyrir því er engin önnur
ástæða en tilvist Landsvirkjunar
sem orkusala. Áratugum saman
komust Íslendingar ágætlega af
án Landsvirkjunar í sínum orku-
búskap. Þjóðin þurfti ekkert ríkis-
bákn til að standa að sölu orkunn-
ar til kaupenda innanlands og
utan. Á þessum tíma lék enginn
vafi á því að orkuvinnsla og orku-
sala kom stjórnmálamönnum og
allri þjóðinni við en var ekki einka-
mál einhvers fyrirtækis.
Til hvers var þá verið að stofna
Landsvirkjun? Um það má vitna í
heimasíðu Landsvirkjunar: „Með
stofnun Landsvirkjunar varð það
hugsunin að reka raforkukerfið og
byggja virkjanir út frá viðskipta-
sjónarmiði. Fyrirtækið átti að hafa
fjárhagslega getu og traustan
rekstur til að standa fyrir frekari
uppbyggingu af eigin rammleik.“
Hér má sjá vanda Landsvirkj-
unar í hnotskurn. Sú „uppbygg-
ing“ sem þetta fyrirtæki í eigu
almennings stendur fyrir er fram-
kvæmd „af eigin rammleik.“ Fyr-
irtækið mótar m.ö.o. eigin virkj-
anastefnu í stað þess að lúta
eðlilegum leikreglum lýðræðisins.
Það er þessi þáttur í fari Lands-
virkjunar sem hlýtur að valda
öllum áhugamönnum um lýðræði
áhyggjum. Nýting auðlinda er við-
kvæmt mál sem varðar okkur öll
og því er bæði eðlilegt og vænlegt
að umræða og ákvarðanataka um
hana fari fram fyrir opnum tjöld-
um. Hvernig er hægt að spyrja
gagnrýninna spurninga um nýt-
ingu orkunnar, áhrif mismunandi
valkosta á umhverfið eða virðis-
aukann af mismunandi valkostum
ef mikilvægum staðreyndum er
haldið innan fyrirtækis sem er í
eigin hagsmunagæslu og beitir
fjármunum skattgreiðenda óhikað
til þess að reka áróður fyrir til-
teknum sjónarmiðum?
Orkustefna Íslendinga á ekki
að vera í verkahring einhvers fyr-
irtækis sem gerir hlutina af eigin
rammleik. Innan slíks fyrirtækis
verður nefnilega aldrei spurt
grundvallarspurninga um hvort
það sé rétt að virkja í öllum tilvik-
um. Þvert á móti er það beinlínis
markmið fyrirtækisins að skapa
sjálfu sér verkefni. Og það mark-
mið er ekki endilega í samræmi
við þá stefnu sem meirihluti þjóð-
arinnar vill skapa með lýðræðis-
legum hætti.
Hér er því tvenns konar vandi á
ferð. Í fyrsta lagi er það leyni-
makkið um orkuverð sem ekki
ætti að eiga sér stað af hálfu ríkis-
fyrirtækis. Sá vandi stafar hins
vegar beinlínis af tilvist fyrirtæk-
isins, sem er ætlað að byggja
virkjanir af eigin rammleik út frá
viðskiptasjónarmiði og lýtur því
óeðlilega litlu lýðræðislegu
aðhaldi. Lausnin á þessu vanda-
máli er augljóslega ekki sú að gefa
bákninu sjálfstæða tilveru sem
gróðafyrirtæki. Þvert á móti gild-
ir hér það sem eitt sinn var sagt af
öðru tilefni: Báknið burt.
Landsvirkjun hefur engu upp-
byggilegu hlutverki að gegna sem
hið opinbera getur ekki sinnt með
hagkvæmari og lýðræðislegri
hætti, líkt og gert var í árdaga
orkuvinnslu á Íslandi. Það er þvert
á móti hættulegt þegar opinberri
stjórnsýslu í jafn mikilvægum
málaflokki er kippt úr sambandi
og mikilvæg ákvarðanataka á sér
stað á leynifundum. Og það er
kominn tími til að stjórnmála-
menn hætti að skýla sér á bak við
Landsvirkjun þegar um er að
ræða grundvallarmál varðandi
umhverfi og nýtingu auðlinda.
Leggjum niður Landsvirkjun!
Leggjum niður Landsvirkjun!
Í DAG
ORKUMÁL
SVERRIR JAKOBS-
SON
Burt með báknið. það er kom-
inn tími til að stjórnmálamenn
hætti að skýla sér á bak við
Landsvirkjun þegar um er að
ræða grundvallarmál varðandi
umhverfi og nýtingu auðlinda.
Gunga
Tilkynning Guðna Ágústssonar um að
hann sækist eftir endurkjöri í embætti
varaformanns Framsóknarflokksins kom
sumum á óvart. Var það hald manna
að hugur Guðna stæði til formennsku,
enda hefur hann verið varaformaður
í fimm ár. Össuri Skarphéðinssyni,
félaga Guðna í Þingvallanefnd, hugnast
ákvörðunin illa og átti hann raunar
fyrr von á eigin dauða en að Guðni
reyndi ekki að verða formaður.
Sakar hann Guðna
um gunguskap en
telur engu að síður
afar líklegt að hann
verði endurkjörinn
varaformaður. Á
vefsíðu sinni
fullyrðir Össur að
Jón Sigurðsson
sé sérlegur frambjóðandi Halldórs
Ásgrímssonar, honum hafi verið teflt
fram svo að Guðni yrði ekki formaður.
Í hugvekju Samfylkingarþingmannsins
um innstu mál Framsóknar segir svo
orðrétt: „Framboð Jónínu var auðvitað
stríðsyfirlýsing á hendur Guðna. Í henni
fólst yfirlýsing Halldórs Ásgrímssonar
um að láta það verða sitt síðasta verk
að hreinsa Guðna Ágústsson úr forystu
Framsóknarflokksins, og koma í veg fyrir
framgang Sivjar.“
Guðjón
Ekki það að það sé almennt til siðs að
kalla stjórnir stjórnmálaflokka einhverj-
um sérstökum nöfnum. Hins vegar þykir
mönnum einsýnt að ef Jón Sigurðsson
verður formaður Framsóknarflokksins
og Guðni Ágústsson varaformaður verði
forystan nefnd Guðjón.
Beint í mokstur
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópa-
vogi, boðaði á fimmtudag niðurskurð
í verklegum framkvæmdum í bænum.
Samtals á að hætta við eða seinka fram-
kvæmdum upp á 411 milljónir króna og
með þessu vilja bæjaryfirvöld í Kópavogi
leggja lóð sitt á vogarskálarnar svo draga
megi úr þenslu og verðbólgu. Það má
heita kaldhæðnislegt að örfáum klukku-
stundum eftir að bæjarráð hafði samþykkt
tillögur Gunnars um niður- skurð var
hann kominn í Dalsmár-
ann til að taka fyrstu
skóflustunguna að nýrri
tennishöll í bænum. Hér
verður ekki efast um
þörfina fyrir slíkri höll
en eitthvað hlýtur
hún nú að kosta.
bjorn@frettabladid.is