Fréttablaðið - 15.07.2006, Qupperneq 24
15. júlí 2006 LAUGARDAGUR24
timamot@frettabladid.is
Ástkær móðir okkar , tengdamóðir og
amma,
Kristín Magnúsdóttir
Rjúpufelli 42, Reykjavík, áður
Vestmannabraut 10, Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn
17. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Krabbameinsfélag Íslands.
Einar Ottó Högnason
Magnús Hörður Högnason Hrafnhildur Sigurðardóttir
Guðmundur Ingi Einarsson
Kristín Högna Magnúsdóttir
Þennan dag árið 1815 gafst Napó-
leon Bonaparte upp eftir orrustuna
við Waterloo.
Á rétt rúmum áratug börðust herir
Frakka við næstum öll stórveldi
Evrópu og náðu völdum í mestöll-
um mið- og vesturhluta álfunnar.
Misheppnuð innrás í Rússland
árið 1812 og tap í orrustunni við Leipzig í október
1813 urðu til þess að Napóleon missti völdin og
var hrakinn í útlegð á eyjunni Elbu. Hann náði aftur
völdum í stuttan tíma en tapaði svo orrustunni við
Waterloo hinn 18. júní 1815. Í kjölfarið gafst hann
upp og var hrakinn í útlegð. Hann dó á eyjunni St.
Helenu eftir sex ára útlegð.
Eftir útlegðina á Elbu hafði Napóleon komið sér
aftur til Frakklands af ótta við að verða sendur til
fjarlægrar eyjar í Atlantshafinu. 1. mars
árið 1815 kom hann til Frakklands, en
Loðvík 18. konungur hafði sent herdeild
sem áður hafði þjónað Napóleoni til að
mæta honum. Þegar Napóleon mætti
þeim steig hann niður af hesti sínum og
hrópaði: „Hermenn fimmtu deildar, þið
þekkið mig. Ef nokkur ykkar vill skjóta
keisara sinn, má hann það núna.“ Eftir stutta þögn
hrópuðu hermennirnir „Lifi keisarinn!“ og fylgdu
honum til Parísar. Hann kom þangað 20. mars,
safnaði stórum herafla og ríkti í hundrað daga.
Hann beið svo ósigur í orrustunni við hertogann
af Wellington og Gebhard Leberecht von Blücher
við Waterloo og gafst upp á skipinu HMS Beller-
ophon í höfninni við Rochefort, þennan dag fyrir
191 ári.
ÞETTA GERÐIST 15. JÚLÍ 1815
Napóleon Bónaparte gefst uppJESSE VENTURA FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1951.
„Skipulögð trúarbrögð eru svikamylla
og hækja fyrir þá veikbyggðu sem þurfa
að leita til fjöldans til að fá styrk.“
Jesse „Kroppurinn“ Ventura var atvinnumaður í
fjölbragðaglímu en varð óvænt ríkisstjóri í Minnesota í
Bandaríkjunum. Hann er talinn einn fyrsti stjórnmála-
maðurinn til að nýta sér internetið í kosningabaráttu.
MERKISATBURÐIR
1799 Rósettusteinninn finnst í
egypska þorpinu Rosetta,
en hann var lykillinn að
því að ráða ritmál Egypta,
híróglýfur.
1870 Georgía er seinast
Suðurríkjafylkjanna til að
sameinast Bandaríkjunum.
1954 Fyrsta flug Boeing 707 þotu,
fyrstu bandarísku farþega-
þotunnar.
1958 5.000 bandarískir land-
gönguliðar lenda í Beirút,
höfuðborg Líbanons, til
að styðja við bakið á ríkis-
stjórninni.
1974 Grískir þjóðernissinnar gera
uppreisn á Kýpur og gera
Nikos Sampson að forseta
eyjunnar.
1997 Gianni Versace myrtur fyrir
utan heimili sitt í Miami,
Bandaríkjunum, af fjölda-
morðingjanum Andrew
Phillip Cunanan.
ÚTFARIR
11.00 Steingrímur Kolbeinsson,
Miðstræti 22, Neskaupstað,
verður jarðsunginn frá
Norðfjarðarkirkju.
14.00 Hafsteinn Guðvarðarson,
vélstjóri, verður jarðsunginn
frá Durup kirkju í Nørager í
Danmörku.
18.00 Runólfur Gíslason frá
Hvanneyri, Brekastíg 26,
Vestmannaeyjum, verður
jarðsunginn frá Landakirkju.
AFMÆLI
Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri á
Akureyri, er 49 ára.
Þorleifur Örn
Arnarson leikari er
28 ára.
Á morgun, sunnudaginn 16.
júlí, eru liðin 25 ár frá stofn-
un Blóðgjafafélags Íslands.
„Forgöngu um stofnun
félagsins hafði Ólafur Jens-
son, fyrsti formaður þess,
árið 1981,“ segir Ólafur
Helgi Kjartansson, núver-
andi formaður félagsins og
sýslumaður á Selfossi.
„Við ætlum bara að halda
upp á daginn með því að
minnast afmælisins. Við
eigum nú ekki mikla pen-
inga, en við höfðum áhuga á
að fá þá afmælisgjöf að hús-
næðismál Blóðbankans yrðu
leyst til nokkurrar frambúð-
ar,“ segir Ólafur. Deilur um
húsnæðið hafa verið leystar,
en framkvæmdanefnd um
nýtt sjúkrahús fékk hálfa af
þremur hæðum í nýju hús-
næði Blóðbankans við
Snorrabraut, en Alfreð Þor-
steinsson er formaður henn-
ar. „Það er nú ekki hægt að
sjúga neitt blóð úr honum
lengur,“ segir Ólafur og
hlær, en bætir þó við að
Alfreð og framkvæmda-
nefndin hafi sýnt Blóðbank-
anum mikinn skilning og
hjálpað til við að leysa hús-
næðisvandamálið.
En hvaða starfi sinnir
Blóðgjafafélagið? „Það er
alltaf þörf fyrir blóðgjafa.
Blóðgjafafélagið er fyrst og
fremst hagsmunafélag blóð-
gjafa og það hefur alltaf
verið hægt að ganga út frá
því á Íslandi að til sé fólk
sem vill gefa blóð. Það er
ekkert sjálfsagt. Það er víða
vandamál í heiminum að fá
fólk til að gefa blóð. Við
höfum reynt að stuðla að
áróðri til að fá fleira fólk til
að gefa blóð og það hefur
skilað árangri. Við reynum
að vekja fólk til umhugsun-
ar og vekja athygli á því að
ef einhver úr stórum hópi
íslenskra blóðgjafa verður
fyrir skaða, til dæmis ef
eitthvað kemur fyrir við
blóðtökuna eða hann slasast
á leið til eða frá Blóðbankan-
um, sækir hann sér rétt sem
sjúklingur, en víða annars
staðar eru sérstakar trygg-
ingar fyrir blóðgjafa. Blóð-
gjafar eru heilbrigt fólk að
veita samfélaginu þjónustu
með sjálfboðavinnu, en ekki
sjúklingar, og það verður að
koma fram við þá sam-
kvæmt því,“ segir Ólafur
Helgi.
„Blóð er mjög sérstök
afurð. Það jafngildir lyfi að
mörgu leyti, það er ekki
hægt að komast af án þess
við læknismeðferð, upp-
skurð eða slys. En þetta lyf
er ekki framleitt eins og
önnur lyf, heldur treystum
við á ólaunaða sjálfboða-
vinnu Íslendinga. Blóðgjaf-
ar hafa ekki áhuga á því að
fá greitt, það eru mannúðar-
sjónarmið og samfélagsleg
skylda sem ráða því að fólk
gefur blóð,“ segir Ólafur.
Í Blóðgjafafélaginu eru
um 3.000 manns og er það
því með stærri félögum.
Ólafur hvetur alla sem hafa
áhuga á blóðgjöfum og ekki
síst blóðgjafa til að ganga í
félagið. Félagar borga ekki
félagsgjöld, en Ólafur segir
að sem betur fer hafi félagið
fengið framlög frá ríkinu
undanfarin ár. „Félagið
heiðrar félaga sem ná
ákveðnum áföngum. Karl-
menn mega gefa blóð fjór-
um sinnum yfir árið og
konur þrisvar sinnum, ef
heilbrigði leyfir. Um 45
Íslendingar hafa gefið blóð
hundrað sinnum yfir ævina.
Sex hafa gefið blóð 125 sinn-
um,“ segir Ólafur. Hann er
sjálfur meðal þeirra sem
hafa komist yfir hundrað
blóðgjafir, en ætla má að því
marki geti maður náð á um
það bil 25 árum ef blóð er
gefið reglulega.
„Meginmarkmiðin okkar
eru að fjölga blóðgjöfum,
vinna með Blóðbankanum og
heilbrigðisyfirvöldum og
gæta hagsmuna blóðgjafa,“
segir Ólafur Helgi og óskar
blóðgjöfum til hamingju með
daginn. steindor@frettabladid.is
BLÓÐGJAFAFÉLAG ÍSLANDS: 25 ÁRA AFMÆLI Á MORGUN
Samfélagsleg skylda
ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON GEFUR BLÓÐ Formanni Blóðgjafafélagsins reiknast til að hann hafi gefið um 54 lítra af blóði yfir ævina í 120 blóðgjöfum, en
til gamans má geta að í líkamanum eru að staðaldri aðeins um 6 lítrar af blóði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Umhverfisstofnun hefur
tekið ákvörðun í samráði við
hreindýraráð að veiðitíma-
bilið hefjist 15. júlí, en það
hófst á sama tíma í fyrra.
Heimilt er að veiða tarfa á
öllum veiðisvæðum, en
óheimilt er þó að veiða þá
tarfa sem halda sig með
hreinkúm fram til 1. ágúst.
Veturgamlir tarfar eru þó
alfriðaðir eins og áður.
Hreinkýr má veiða eins og
áður frá og með 1. ágúst.
Veiðistjórnunarsvið hvetur
hreindýraveiðimenn til að
nýta sér allan veiðitímann
og reyna að koma í veg fyrir
mikið álag í lok veiðitímans.
Hreindýraveiðar njóta
sífellt meiri vinsælda og
mikið er um að erlendir
ferðamenn taki þátt í veið-
unum.
Tímabil hrein-
dýraveiða byrjað
HÚSNÆÐIÐ VIÐ SNORRABRAUT Blóðbankinn flytur í haust í nýtt húsnæði
við Snorrabraut, þar sem áður var Skátabúðin. Miklar vonir eru bundnar við
að þetta leysi það húsnæðisvandamál sem bankinn hefur þurft að glíma
við.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Óttar Ketilsson
Reykhúsum 4d, Eyjafjarðarsveit,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. júlí
sl. Jarðsungið verður frá Akureyrarkirkju föstudaginn
21. júlí kl. 13.30.
Sigrún Halldórsdóttir
Halldór Óttarsson Lovísa Guðjónsdóttir
Þórir Óttarsson Yocasta Óttarsson Rosa
Rósberg Halldór Óttarsson Þórdís Rósa Sigurðardóttir
Hrafnborg Óttarsdóttir Hansen Mogens Ingemann Hansen
Brynjar Karl Óttarsson Hildur Hauksdóttir
og barnabörn.
250 ára afmæli
Til að fagna þessum tímamótum með
þeim er öllum vinum og vandamönnum
boðið að Heimalandi undir Eyjafjöllum
laugardaginn 22. júlí. Formleg móttaka
verður frá klukkan 20.00.
Þar verður etið, drukkið, dansað,
og gamli tíminn rifjaður upp.
Tjaldstæði ER á staðnum.
Sigurður í Varmahlíð
Markús frá Ystabæli
Jóhann og Bragi frá Mið-Grund
Ásgeir í Stóru-Mörk
Árið 1956 fæddust þessir síungu
og fjallmyndarlegu menn.
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.