Fréttablaðið - 15.07.2006, Page 30
[ ]
Margir eru uggandi yfir því
að afnám á sameiginlegum
hámarkstaxta leigubifreiða-
stöðva kunni að koma illa nið-
ur á farþegum. Páll G. Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlits,
segir enga ástæðu til að óttast,
þar sem gripið hafi verið til
viðeigandi ráðstafana.
„Að okkar mati er það ekki hlut-
verk samkeppnisyfirvalda að
ákvarða hámark ökutaxta fyrir
leigubifreiðamarkaðinn hérlendis
eins og lengi hefur viðgengist og
þess vegna vildum við afnema það
fyrirkomulag,“ segir Páll til að
útskýra breytinguna og bætir við
að sú tilhögun hafi verið arfur frá
Verðlagsstofnun.
„Að sama skapi var ákveðið að
fella úr gildi sameiginlegan
hámarkstaxta leigubifreiðastjóra,
sem er í kjölfarið óheimilt að hafa
verðsamráð,“ útskýrir Páll enn-
fremur. „Þar með er grundvöllur
lagður að verðsamkeppni þeirra á
milli,“ bætir hann við.
„Hins vegar var ákveðið að
veita leigubílastöðvum tíma-
bundna undanþágu til að hafa
eigin hámarkstaxta,“ segir Páll.
„Þetta gefur leigubílstjórum innan
hverrar stöðvar færi á verðsam-
ráði. Undanþágan gildir í eitt ár,
en á þeim tíma ætti að sjást hvort
þessi tilhögun gefst vel eða ekki.“
Nú telja margir að breytingin
muni koma illa niður á farþegum,
sem muni eiga í vandræðum með
að átta sig á gildandi verði. Einnig
er óttast að óprúttnir aðilar kunni
að misnota sér aðstöðu sína, með
því að hækka fargjöld upp úr öllu
valdi. Neytendur viti því aldrei
hverju þeir geta átt von á.
Páll segir að þessi atriði hafi
verið höfð í huga þegar undanþág-
an var samþykkt. „Við settum það
meðal annars sem skilyrði að
plastspjald með gildandi hámarks-
taxta viðkomandi stöðvar yrði
komið fyrir í hverjum leigubíl
gegn veitingu undanþágu og erum
vongóðir um að það fyrirbyggi
misskilning.“
roald@frettabladid.is
Undanþága til verðsamráðs
Páll G. Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlits, segir það stríða gegn hlutverki samkeppnis-
yfirvalda að ákvarða hámark ökutaxta leigubifreiða. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Öryggi neytenda
grundvallaratriði
GUÐMUNDUR BOGASON, LEIGU-
BÍLSTJÓRI HJÁ HREYFLI-BÆJAR-
LEIÐUM Í 20 ÁR
„Ákveðið óvissuástand skapast á
meðan þetta gengur yfir,“ segir
Guðmundur um afnám á hámarks-
taxta leigubifreiðamarkaðarins.
„Vonandi helst sama festa varðandi
taxta, svo viðskiptavinir okkar geti
áfram gengið að eðlilegri verð-
lagningu sem vísum hlut. Öryggi
neytenda er grundvallaratriði í
þessu máli.“
Hreyfill-Bæjarleiðir er ein leigu-
bifreiðastöðvanna sem Samkeppn-
iseftirlit veitti árslanga undanþágu
til að hafa einn taxta fyrir alla bíla.
„Þetta er stærsta stöðin, með 350
bíla eða 65 prósenta markaðs-
hlutdeild,“ útskýrir Guðmundur.
„Vegna stærðarinnar bjóst ég ekki
við að stöðin fengi undanþáguna.
Við fengum hana samt og er
ég ánægður bæði með það og
eins að stjórn Hreyfils skuli hafa
ákveðið að fylgja sömu verðstefnu
og áður. Gömlu taxtarnir eru enn
í gildi.“
Guðmundir segir enga ástæða
til bölsýni, takist að halda málum
í svipuðum farvegi. „Nú er boltinn
hjá rekstraraðilum leigubifreiða-
stöðvanna,“ segir hann. „Ég tel ólík-
legt að þeir geri glappaskot enda
hafa þeir talsverða ábyrgðartilfinn-
ingu gagnvart atvinnugreininni og
neytendum.“
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Bitnar á neyt-
endum og
leigubílstjórum
KRISTINN MATTHÍASSON,
LEIGUBÍLSTJÓRI Í TUTTUGU ÁR,
STARFAR NÚ HJÁ BSR.
„Ég er ekki hlynntur þessu
frelsi sem verið er að gefa
með afnámi á hámarkstaxta
leigubifreiðamarkaðarins,“ segir
Kristinn. „Það leynist misjafn
sauður í okkar röðum eins og
annars staðar. Hætta er á að
einhverjir leigubílstjórar taki
upp á því að undirbjóða hvern
annan í meiri mæli en áður eða
hækki fargjald upp úr öllu valdi,
sérstaklega þegar erfitt er að
fá bíl, þannig að viðskiptavinir
munu ekki vita að hverju þeir
ganga. Að mínu áliti mun þetta
því bæði bitna á neytendum og
eins leigubílstjórunum sjálfum.
Það er helst að undanþágan
sem Samkeppniseftirlit veitti
á dögunum stemmi stigu við
þeirri þróun.“
Ýta vandamál-
inu á undan sér
HAUKUR GESTSSON, LEIGU-
BÍLSTJÓRI HJÁ BSR Í TÍU ÁR.
„Það er einfaldlega ekki hægt
að treysta 570 mönnum fyrir
svona löguðu,“ segir Haukur
um afnám á hámarkstaxta
leigubifreiða og er greinlega
mikið niðri fyrir. „Það þarf að
hafa ákveðinn mælikvarða
sem allir geta fylgt. Það verða
alltaf einhverjir óprúttnir
aðilar sem munu misnota sér
aðstöðuna. Margir bílstjórar
brjóta nú þegar reykingabann-
ið með því að reykja í eigin
bílum, þannig að ekki er von á
góðu.“ Haukur segist ekki sjá
tilganginn með undanþágunni,
sem Samkeppniseftirlit veitti
ákveðnum leigubifreiðastöð-
um. „Menn eru einfaldlega að
ýta vandamálinu á undan sér,
þar sem þeir hafa uppgötvað
hversu fánýtt þetta fyrirkomu-
lag er.“
Tengdamömmubox eru frábær uppfinning.
Þau auka geymsluplássið til muna og það hentar stórum
fjölskyldum vel.
Opið virka daga 8-18
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI