Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 45
LAUGARDAGUR 15. júlí 2006
Það virðist vera algengur mis-
skilningur að býfluga og hunangs-
fluga séu eitt og hið sama. Svo er
þó ekki heldur eru býflugur (Apis
mellifera) og hunangsflugur
(Bombus sp.) tvær ættkvíslir
innan býflugnaættarinnar (Apid-
ae). Umfjöllunin hér á eftir á fyrst
og fremst við um hunangsflugur
þar sem býflugur lifa ekki villtar
á Íslandi, en þó má taka fram að
lífsferill býflugna og hunangs-
flugna er mjög svipaður.
Bú í jörðu
Hunangsflugur eru æðvængjur
(Hymenoptera). Þær eru félags-
skordýr og mynda bú sem í eru
tvær kynslóðir: Móðir (drottning)
og dætur hennar sem þjóna búinu
(þernur). Ólíkt býflugum sem gera
sér stór bú ofanjarðar, þá gera
hunangsflugur bú sín í jörðu. Bú
hunangsflugna eru ekki varanleg
eins og bú býflugna og gera drottn-
ingarnar ný bú á hverju vori.
Drottningin í dvala yfir veturinn
Lífsferill allra hunangsflugna-
tegunda er svipaður. Drottningin
lifir í dvala yfir veturinn eftir að
hafa makast við karldýr. Strax og
hún vaknar gerir hún lítið bú í
holu í jörðinni, oft undir steini eða
í veggjarholu. Hún safnar æti
fyrir afkvæmi sín, blómasykri
sem breytist í hunang eftir að hafa
verið geymdur í meltingarvegi
flugunnar, og frjókornum sem eru
prótínrík fæða fyrir vaxandi
lirfur.
Hlutverk þernanna
Úr frjóvguðum eggjum klekjast
kvendýr. Vegna svokallaðra
ferómóna, boðefna sem móðirin
gefur frá sér, verða kvendýrin
ókynþroska þernur. Þessar þernur
taka við störfum í búinu og lifa í
um 30 daga. Þernurnar sjá um að
stækka búið, gera hirslur fyrir
lirfurnar, safna fæðu og færa í
búið, og fæða lirfurnar. Búinu er
skipt í hirslur sem gerðar eru úr
vaxi sem þernurnar framleiða í
kirtlum. Sérstakar hirslur eru
gerðar til að geyma hunang, aðrar
fyrir frjókorn og enn aðrar til að
ala í lirfur.
Karldýr og nýjar drottningar
verða til
Á haustin þegar drottningin er búin
með sæðisforðann frá seinasta
hausti verpir hún ófrjóvguðum
eggjum sem verða að karldýrum.
Máttur boðefna drottningarinnar
dvínar á haustin og að lokum deyr
hún. Á haustin verða því bæði til
karldýr og kvendýr sem þernurnar
gefa kjarnríkari fæðu. Ólíkt þern-
unum verða þessi kvendýr kyn-
þroska og því myndast ný kynslóð
af drottningum. Þær makast við
karldýr og geyma sæðið fram á
næsta vor til að frjóvga eggin. Að
mökun lokinni leggjast þær í dvala
í holu í jörðu, en karlarnir og þern-
urnar drepast. Næsta vor byrjar
ung drottning á að byggja nýtt bú
og lífsferillinn endurtekur sig.
Þrjár tegundir hunangsflugna á
Íslandi
Á Íslandi eru þrjár tegundir hun-
angsflugna: Móhumla (Bombus
jonellus), sem sennilega hefur
verið hér frá ísaldarlokum, hús-
humla (B. lucorum) og garðhumla
(B. hortorum).
Hunangsflugur lifa eingöngu á
afurðum blóma og sjást því oft í
blómskrúði. Móhumla sækir lítið í
þéttbýli en er á víðavangi um allt
land og sækir fæðu sína í víði-
rekla. Hún fær frjókorn úr karl-
reklum og blómasykur úr kven-
reklum. Einnig sækja þær í ýmsan
annan gróður, svo sem bláberja-
lyng, blóðberg og hvítsmára.
Garðhumla nam land um 1960
og var í þéttbýli á Suður- og Vest-
urlandi. Hún er miklu stærri en
móhumla og tungulengri og getur
sótt blómasykur í stór garðablóm.
Húshumla nam land árið 1979.
Hún er einnig miklu stærri en
móhumla og lifir mikið í þéttbýli,
en er ekki eins matvönd og garð-
humla og hefur dreift sér um
landið. Eftir að húshumla nam
land hefur garðhumla næstum
horfið og finnst núna aðeins ein-
stöku sinnum á höfuðborgarsvæð-
inu.
Ágætis flugdýr
Þó að hunangsflugur séu stórar þá
eru þær ágætis flugdýr. Þær eru
alsettar hárum og sýnast því búk-
meiri en þær eru í raun. Þær
hreyfa vængina mjög títt þegar
þær fljúga, en til þess að þær geti
gert það þurfa þær að hita upp lík-
amann áður en þær taka á loft.
Þær sjást því oft í sólbaði utan við
búin á morgnana og drekka í sig
hitann af sólarljósinu en flugvöðv-
arnir þurfa að ná 32° C áður en
þær hefja sig til flugs. Þegar hun-
angsflugur fljúga heyrist suð í
vængjunum en vænghreyfingarn-
ar (suðið) nota þær meðal annars
til þess að fella frjókornin af fræv-
lum og eru margar plöntur háðar
slíkri „suðfrævun“ til að fjölga
sér.
Flókið samskiptakerfi
Flugur af býflugnaætt, svo sem
hunangsflugur, hafa flókið sam-
skiptakerfi sem þær nota til að
koma upplýsingum á milli þern-
anna. Þetta samskiptakerfi bygg-
ist á boðefnum sem flugurnar gefa
frá sér, sérstökum hreyfingum og
ýmiss konar annarri hegðun. Á
þann hátt geta þernur komið skila-
boðum hver til annarrar um hvar
fæðu sé að finna og varað við
hættu frá rándýrum, sem oftast
eru fuglar.
Drottningar og þernur hafa
sting sem er umbreytt varppípa.
Þennan sting nota þær til að verja
búið eða þegar þær verða fyrir
áreiti. Við þetta brotnar stingur-
inn af þannig að flugan deyr fljót-
lega á eftir, en fórnarlambið hefur
þá lært af sársaukanum að svona
flugur er betra að láta í friði.
Gísli Már Gíslason, prófessor í
líffræði við HÍ
Er einhver munur á
hunangsflugu og býflugu?
�������������
���������������
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að
jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið
við að undanförnu eru: Hvað þýða litirnir í finnska fánanum, hver er uppruni orðsins
dauðafæri sem til dæmis er notað í fótbolta, á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í
sérherbergi og hvernig er best að bera sig að, hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst
og fjölmennast og myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400
ára gamla heimspekinga? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum
öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
HÚSHUMLA (BOMBUS LUCORUM)
Ein þriggja tegunda húsflugna á Íslandi.
FERÐAFRELSI
Taktu Frelsið með í ferðina.
Ferðafrelsið virkar alveg eins og
Frelsið þitt hér heima!
Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga
eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í
Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum.
Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
29
08
07
/2
00
6
– Mest lesið
Þetta gæti tekið tíma
Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu?
Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa
á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á
aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss
um að eignin þín nái athygli sem flestra!
*Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006
F
í
t
o
n
/
S
Í
A