Fréttablaðið - 15.07.2006, Side 52
15. júlí 2006 LAUGARDAGUR36
Atvikið þegar Zinedine Zidane
stangaði strigakjaftinn Marco
Materazzi í brjóstkassann í úr-
slitaleik HM fyrir viku er þegar
komið á spjöld sögunnar. Zid-
ane segist hafa verið nóg boðið
út af síendurteknum móðg-
unum Materazzis í sinn garð.
Guðmundur Steingrímsson
skoðaði fyrirbrigðið móðganir
og viðbrögð manna við þeim
í fortíð og nútíð og fann ýmis
dæmi.
Marco Materazzi má þakka fyrir að Zinedine Zidane skuli ekki hafa brugðist
við styggðaryrðum hans á sama
hátt og margar hetjur Íslend-
ingasagna hefðu að öllum lík-
indum brugðist við, þ.e.a.s.
með því að höggva hann
í herðar niður. Margt er samt
líkt með viðskiptum þessara
kappa og frásögnum sem
finna má í Íslendingasögun-
um, og kemur þá Egill
Skallagrímsson fljótt
upp í hugann. Egill
átti, eins og Zidane, í
stimpingum á íþrótta-
vellinum. Það endaði
með því að hann
drap Grím frá
Heggsstöðum aðeins
sjö vetra að aldri.
Aðdragandi þeirra
víga var einmitt orða-
skak: Grímur var
sterkari en Egill og
Grímur stríddi Agli
vegna þess, þar til
Agli var nóg boðið og
barði til hans með
ísknattleikskylf-
unni.
Áframhaldið varð síðan
vitaskuld talsvert á
annan veg en í tilviki Zid-
anes og Materazzis. Zid-
ane hefur beðist afsökun-
ar, en iðrast þó eigi. Egill
lét hins vegar áfram illa
– sérstaklega eftir að
Grímur hafði hrint honum
á móti – fór afsíðis, fékk
lánaða skeggexi og hjó Grím.
Orð eru dýr
Líkt og í tilviki Zidanes og Mater-
azzis veit enginn hvað Grímur
sagði nákvæmlega við Egil sem
varð til þess að honum var nóg
boðið. Væntanlega hefur ekki
þurft mikið til gagnvart manni
sem síðar átti eftir að rífa augun
úr mönnum út af smáatriðum. Í
fræðunum er móðgunum, eða
insults eins og það kallast upp á
enskuna, skipt upp í nokkra flokka
og verður upptalningin á þeim lík-
legast aldrei tæmandi.
Móðganirnar sem Egill varð
fyrir vörðuðu líkamlegt atgervi
hans. Undir þann flokk falla auð-
vitað orð eins og aumingi, tittur og
væskill, þótt notkun þeirra orða
einna og sér beri sjaldnast vitni
um mikla andagift. Móðganir sem
varða gáfnafar eru líka alltaf
sívinsælar, líkt og móðganir sem
varða slæman árangur í skóla.
„Hann er svo heimskur að hann
féll á blóðprufu,“ væri dæmi
um innblásna móðgun af þessu
tagi. Niðrandi orð um kyn-
þætti og trúarbrögð eru með
því versta sem hægt er að
segja, en undir þann flokk
falla líklega einhver
útbreiddustu níðyrði sem
mannkynið notast við dags
daglega, eins og niggari og
nú síðast hryðjuverkamað-
ur sem einmitt margir
töldu að Materazzi hefði
kallað Zidane, sem er
múslimi.
Menn geta einnig
móðgað aðra með því að
gera þeim upp slæma
hætti, til dæmis með
því að kalla þá lygara,
hræsnara eða þjófa.
Svona orð skora alltaf
hátt á móðgunarskalan-
um á opinberum vett-
vangi og er skemmst að minnast
orðaskaks Eiríks Jónssonar blaða-
manns og Bubba Morthens fyrir
ári síðan þar sem gífuryrði af
þessum toga flugu og mönnum
hitnaði mjög í hamsi.
Sonur minn er enginn hommi
Móðganir tengdar kynferði, eða
meintum kynferðislegum löngun-
um, einkum samkynhneigð, er
einn flokkur enn, sem er þó lík-
lega á nokkru undanhaldi í kjölfar
árangursríkrar réttindabaráttu
homma og lesbía. Orð eins og
hommatittur hafa misst bit sitt og
gera fáa rauða í framan af heift,
þótt Egill Skallagrímsson hefði
sjálfsagt náð í skeggexina.
Móðganir af þessu tagi eru þó
ennþá talsvert notaðar á knatt-
spyrnuvellinum, segir sagan, og
er auðvitað einkennilegt til þess
að vita að
mönn-
um sem
alltaf
eru að
klappa
hver
öðrum á
rassinn
í stutt-
buxum,
gjarnan nýkomnir úr lagn-
ingu, skuli sárna það að
vera brigslað um samkyn-
hneigð. Eitt slíkt mál komst
í hámæli í boltanum fyrir
um tíu árum, þegar Gra-
ham Le Saux, þáverandi
leikmaður Chelsea og
enskur landsliðsmaður,
missti stjórn á skapi sínu
inni á vellinum. Við rann-
sókn málsins kom í ljós að
Le Saux hafði mátt þola
langvarandi stríðni og
ásakanir andstæðinga
sinna, í leik eftir leik, um
að hann væri hommi.
Ástæðan var einkum sú
að frést hafði að hann
sjálfur og konan hans
hefðu áhuga á antik-hús-
gögnum, sem þótti
hommalegt.
Svo mælti mín
móðir
Egill Skallagrímsson
hefði ábyggilega náð í skeggöxina
ef einhver
hefði svo
mikið sem
sagt múkk
um mömmu
hans, enda
var hún
honum hug-
leikin eins
og frægt
kvæði hans
ber vitni
um. Sá flokk-
ur móðgana sem reynst
hefur einna
árangurs-
rík-
astur í að hleypa blóðinu upp í
fólki fyrr og síðar er sá sem varð-
ar fjölskyldu fólks, og þá ekki síst
móður. Færri virðast móðgast út
af einhverju sem er sagt um feður,
sem er athyglisvert.
„Ég er manneskja og sumum
orðum er erfiðara að taka en verk-
um,“ sagði Zidane um við-
skipti þeirra Materazzis. „Ég
hefði frekar kosið að vera
sleginn niður en að þurfa að
hlusta á þetta.“
Zidane hefur sagt
að Materazzi hafi
hvað eftir annað í
leiknum látið
þungar ásakanir
falla í garð
móður sinnar og
systur. Að draga
mæður inn í ómálefnalegt skítkast
er gamall siður og mörg orð í
íslensku, eins og tíkarsonur og
hóruungi, bera því vitni. Í ensku
er auðvitað samsvarandi orð, son
of a bitch, mikið notað. En slík orð
ein og sér þykja samt heldur hafa
misst áhrif sín, a.m.k. í Norður-
Evrópu. Móðganir
Materazzis hljóta að
hafa verið meira
krassandi, eða hvað?
Ljóst er að
móðganir sem varða
mæður og kvenpen-
inginn almennt innan
fjölskyldunnar eru
litnar
mun alvarlegri augum í
Suður-Evrópu. Í grein í
Guardian í vikunni er þessi
munur rakinn og það rifjað
upp hvernig David Beck-
ham lenti illa í því suður á
Spáni í leik með Real Madr-
id fyrir tveimur árum, þegar
hann kallaði línuvörð „hijo de
puta“ á sinni bjöguðu spænsku,
sem útleggst sonur vændis-
konu, eða einfaldlega hóru-
ungi á íslensku. Beckham var
umsvifalaust rekinn út af,
honum til mikillar furðu,
enda taldi hann blótsyrði
sitt sakleysislegt. Hann
mat það svo að spænska
útgáfan af „son of a
bitch“ væri ekkert til að
gera veður út af, en þar
skjátlaðist honum sem
sagt illilega.
The Sun gerðist svo vinsamlegt
að birta tillögur handa Beckham
að frekari móðurmóðgunum sem
hann gæti notað í
framtíðinni, eins og
„tu madre tiene un
bigote“ sem merk-
ir að móðir við-
komandi hafi yfirvara-
skegg.
Móðganir sem listgrein
Móðganir Materazzis
hafa ef til vill varðað
skeggvöxt móður og
systur, en líklega
voru þær meira
krassandi miðað við
viðbrögð Zidanes. Raun-
ar er það svo að engilsax-
nesk poppmenning er
uppfull af dæmum um
kæruleysislegar
móðganir í garð
móður. Af þeim
sökum kann
mörgum sem
tilheyra þeim
menningarheimi
að finnast viðbrögð
Zidanes ofsafengin.
Til dæmis er heill
þáttur um þessar
mundir reglu-
lega á sjónvarpsstöðinni MTV
undir nafninu „Yo Momma“. Hann
gengur út á það að þátttakendur
reyna að móðga mæður hvor ann-
ars sem mest. Þar fljúga setningar
eins og „Mamma þín er svo
feit að þegar hún hreyfir
sig þarf hún að tilkynna
Landmælingum“ og
„Mamma þín er svo feit
að hún var skírð í
Sædýrasafninu“ og svo
framvegis.
Móðganir eru stund-
um listgrein út af fyrir
sig, en sem slíkar eru
þær yfirleitt lausar við
þá heift sem hleypir
blóðinu upp. „Þú
ert svo
ljót-
ur
að
mamma þín þurfti að mata þig
með teygjubyssu,“ er vissulega
móðgun. Setningin er þó meira
fyndin en móðgandi. „Það er erfitt
að gleyma þér, en vel þess virði að
reyna,“ er líka ágæt setning sem
og hin klassíska: „Ég hef séð svona
fólk eins og þig áður, en ekki án
þess að borga aðgangseyri.“
Margar snilldarmóðganir hafa
orðið til í stjórnmálasögunni, með
mönnum eins og Winston Chur-
chill í fararbroddi. Frægt er þegar
hann sagði um andstæðing sinn
Clement Attlee að hann væri sauð-
ur í sauðagæru. Ein besta móðgun
Íslandssögunnar út frá listrænu
sjónar-
miði er án
efa þegar
Össur
Skarp-
héðinsson
sagði í
ræðustól í
hita
augna-
bliksins á
Alþingi um Árna Johnsen
eitthvað þessa leið: „Nú
heyri ég að háttvirtur fyrsti
þingmaður Suðurlands
hristir höfuðið.“ Og þá hló
þingheimur.
Þingheimur hló hins
vegar ekki svo mikið
þegar Guðjón Arnar
Kristj- ánsson sló til
Sigurðar
Kára
Kristjáns-
sonar í
þingsal
fyrir ekki svo löngu síðan. Guð-
jóni hafði sárnað að Sigurður
skyldi gefa í skyn að hann, vinnu-
þjarkurinn, nennti ekki að vinna
um helgar. Þessi viðskipti þeirra
tveggja eru einmitt dæmi um það
að atvinnumönnum á sínu sviði
getur hitnað í hamsi, en þau við-
horf hafa heyrst að Zidane hefði
átt að hafa hemil á sér út af því að
hann er atvinnumaður. Slíkt er
auðvitað engin trygging.
Hver eru mörkin?
Mörkin milli móðgana og sakleys-
islegra en oft fyndinna skota sem
hitta í mark eru ef til vill óljós og
háð menningarheimum. Materazzi
segir svo frá að Zidane hafi gerst
sekur um hroka á vellinum með
ákveðnum ummælum í sinn garð.
Materazzi hafði togað í treyju Zid-
anes og Zidane á þá að hafa sagt:
„Ef þig langar í treyjuna mína skal
ég gefa þér hana eftir leikinn.“
Þetta segir Materazzi að hafi
kveikt í sér og orðið tilefni gífur-
yrða á móti, en hér verður þó ekki
betur séð en að Zidane hafi tekist
ágætlega upp í húmor og ástæðu-
laust að svara með heift.
Ljóst er að franska þjóðin og
margir fleiri standa með Zid-
ane. Það sjónarmið verður
útbreiddara að hann hafi ein-
ungis verið að svara fyrir sig
og réttilega orðið reiður. Sjón-
ir manna beinast í síauknum
mæli að Materazzi og því
hvort að tilhlýðilegt sé að
menn inni á vellinum vaði upp
með særandi skítkast í garð
andstæðinga sinna og mæðra
þeirra. Eitt er víst: Materazzi
má þakka fyrir að Zidane er
ekki Egill Skallagrímsson.
„Mamma þín er með yfirvaraskegg“
„Ljóst er að móðganir
sem varða mæður og
kvenpeninginn almennt
innan fjölskyldunnar eru
litnar mun alvarlegri
augum í Suður-Evrópu.“
„Hijo de puta!”
David Beckham þurfti að líta
rauða spjaldið til að
átta sig á að Spánverjar
taka svívirðingum í garð
mæðra sinna ekki létt.
ZIDANE OG MATERAZZI Enginn veit
nákvæmlega hvað þeim fór á milli, en
eitthvað sagði Materazzi miður fallegt um
móður og systur Zidanes.
Antík-húsgögn eru
ekkert hommaleg!
Knattspyrnumaðurinn
Graham Le Saux var ekki
hress með að vera kallaður
hommi fyrir það eitt að
versla í antíkbúðum.
Fyrir tíu árum hefði
ég farið heim til þín og
lamið þig Eiríkur!
Bubbi fékk sig fullsaddan á umfjöll-
un um sig eftir að hafa lesið fyrir-
sögnina „Bubbi fallinn” á forsíðu
Hér og nú og vandaði Eiríki
Jónssyni ekki kveðjurnar.
Nennir háttvirtur þingmaður
ekki að vinna um helgar?
Vinnuþjarknum Guðjóni Arnari Kristjáns-
syni var ekki skemmt þegar Sigurður Kári
Kristjánsson brigslaði honum um leti.
„Þú ert eins og sauð-
ur í sauðagæru.”
Winston Churchill var meistari
móðgana og færði listformið
upp í nýjar hæðir.
Þetta var bara
absúrd kómík!
Eiríkur komst að því að
hann og Bubbi hafa ekki
svipað skopskyn.