Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 60
 15. júlí 2006 LAUGARDAGUR44 utlit@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› Þ að er búið að hamra mikið á uppgangi kvenleikans í tískunni um þessar mundir. Meira að segja gallabuxur eru að verða kvenlegri með hærra mitti og Marilyn Monroe vöxturinn, oftar nefndur 90-60-90, fær að njóta sín vel í vetur ef marka má helstu hönnuði heimsins. Slaufur hafa alltaf verið ákveðið tákn fyrir konur og kvenleika. Ungabörn fá slaufur aðeins nokk- urra vikna gömul og er það oft til þess að greina á um kyn barnsins, sem oft er óljóst svona fyrst um sinn. Það eru undantekningar- laust slaufur á stúlknakjólum, og allar stelpur hafa einhvern tímann gengið með slaufur í hárinu. Þó að karlmennirnir sjáist stundum með slaufur um hálsinn komast þeir ekki með tærnar þar sem konurnar hafa hælana. Núna er hægt að finna slaufur úti um allt, á hálsmenum, kjólum, pilsum, peysum og skóm. Annað- hvort eru þær stórar og áberandi eða bara lítil smáatriði í munstrum. Hægt er að búa til slaufur með einföldum borðum og setja flottan hátískusvip á annars einfalt dress. Einfaldar en fallegar. alfrun@frettabladid.is SVARTUR KJÓLL Flottur kjóll og lítil svört slaufa í miðjunni. Spáir þú mikið í tískuna? Ég hef gaman af því að fylgjast með tísk- unni og fá þannig hugmyndir að fatnaði og stíl. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér líður best í þægilegum fötum og einhverju sem klæðir mig vel enda er ég oftast í gallabuxum, hettupeysu og strigaskóm. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki? Dolce & Gabbana. Ef ég ætti endalaust af peningum væri fataskápurinn minn fullur af fatnaði frá þeim. Flottustu litirnir? Grænn er svolítið uppáhalds, sérstaklega í kjólum og bolum. Þessa dagana klæðist ég líka mikið hvítu, enda er það klassískur sumarlitur. Hverju ertu veikust fyrir? Ég er alveg skósjúk. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hversu mörg pör ég á og ég er í algerum vandræðum með geymslu- pláss fyrir þau öll. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég keypti mér hvítan leðurjakka í Kringlunni fyrir útskriftina mína. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Ég er ánægð með kjólatískuna sem er í gangi. Mér finnst algert „möst“ að eiga flotta kjóla á sumrin og maður á að vera duglegur að nota þá þrátt fyrir leiðinlegt veður. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Ég á eflaust eftir að kaupa mér fleiri kjóla og jafnvel hvítar buxur. Svo er aldrei að vita nema maður kaupi sér nokkur skópör, svona í tilefni sumarsins. Uppáhaldsverslun? Urban Outfitters er mín uppáhaldsverslun. Ég skil ekki af hverju hún er ekki komin til Íslands, ég held hún myndi slá í gegn hér. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Það er mjög mismunandi. Ég versla mest erlendis og eftir góðar verslunarferðir getur VISA reikn- ingurinn minn orðið ansi hár. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég gæti ekki verið án allra galla- buxnanna minna. Ég er rosalega mikið í gallabuxum og á þær í öllum helstu litum og gerðum. Uppáhaldsflík? Sumarkjóllinn minn frá Dolce & Gabbana sem ég keypti mér á Spáni síðasta sumar. Hann er hvítur með bláu, svörtu og grænu mynstri og rosalega þröngur. Ég nota hann ekki oft, en hann er samt algert uppáhald. Hvert myndir þú fara í verslunarferð? Klárlega til New York. Ótrúlega skemmtileg borg og endalaust af flottum búðum. Það er mjög auðvelt að missa sig í verslunar- sýkinni þar. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég keypti mér einu sinni fáránlega ljóta hælaskó í einhverri búð í L.A. Þeir voru bleikir, með krókódílaleðursmynstri úr ógeðslegu plastefni. Ég veit ekki hvað hljóp í mig þegar ég festi kaup á þeim. Ég á þá ennþá inni í skáp en hef aldrei notað þá. SMEKKURINN MINN: ÞÓRDÍS ANNA ODDSDÓTTIR VERKFRÆÐINEMI Skór og Dolce & Gabbana í miklu uppáhaldi SOKKAR Hnésokkar með bleikum slaufum frá Spúútnik. Tákn kvenleikans YVES SAINT LAURENT Mikið var um slaufur á sýningu YSL fyrir þetta sumar. Hér er risastór slaufa um hálsinn á einu módelinu. FLIPPAÐ Skemmtilegar slaufur í hárið frá Rokki og Rósum og Spúútnik. GLÆSILEGIR Lakkskór frá Spúútnik. FLOTTIR Rauðir lakkskór með doppóttum slaufum frá skóversluninni Kron. GLIMMER SLAUFA Jakki frá Kronkron. KÖFLÓTT SLAUFA Stutterma- bolur frá merkinu Fred Perry sem fæst í Kronkron. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI STAERK Slá frá Kronkron með borða í miðjunni. SÆTUR Ljósbleikur kjóll frá Rokki og Rósum. STÓR Flott risa slaufa á grænum kjól frá Rokki og Rósum. SUMARLEGUR Bróderaður kjóll frá GK með borða. HÁLSMEN Slaufan á hálsmeninu er punkturinn yfir i-ið. Fæst í Rokki og Rósum. FRÉTTIBLAÐIÐ/VALLI > Við mælum með ... nýjasta ilmin- um frá Roberto Cavalli. Hér er á ferðinni mjúk- ur ilmur með ávaxtakeimi sem hentar jafnt hversdags og við fínni tilefni. Ég fæ alltaf ákveðna deyfð yfir mig á þessum tíma árs og þá sérstak- lega núna í sumar. Hálft sumarið er búið en samt er ég einhvern veginn ennþá að bíða eftir að það byrji. Fékk áfall þegar ég fattaði að það er bara rúmlega einn mánuður eftir og nokkrar vikur í það að tískuvöruverslanir borgarinnar fyllist af nýju haust-og vetrarflíkun- um. Þar sem ég er ekkert búin að fara til útlanda í sumar er ég varla búin að nota neitt af sumarfötunum sem ég keypti mér í vor. Sandalarnir standa óhreyfðir inni í skáp og kjólarnir hafa bara verið notaðir við þykkar sokkabuxur og stígvél, ekki við hunangsbrúna kálfa eins og til stóð í byrjun sumars. Síðar peysur og fallegir klútar standa uppi sem mest notaði sumarfatnaðurinn hingað til. Þvílík sóun og ef ég þekki mig rétt er ég ekki að fara að nota þetta aftur næsta sumar. Þá bætast við nýir fataleppar í fataskápinn sem vonandi fá að njóta sín meira en þessi sumartíska. Var að tala við vinkonu mína um daginn sem býr í Danmörku og hún var að lýsa fyrir mér ofsahitabylgjunni sem er þar. Hún er svakalega ánægð, sprangandi um í léttum sumarkjólum og eyðir meirihlutanum af deginum berfætt. Ég heyrði hana brosa gegnum símann á meðan ég sat inni í lopapeysu og ullarsokkum með gæsa- húð og kökk í hálsinum af öfund. Þetta er nóg til að lýsa andlegu ástandi landans þetta sumarið og ef að veðurguðirnir fara ekki að gera vel við okkur klakabúa þá eiga þeir eftir að fá ærlegt hikstakast vegna ills umtals næstu árin. Þessu sumri verður seint gleymt. Ónotaðir fataleppar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.