Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 72

Fréttablaðið - 15.07.2006, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 ���������� ��������� ��������������� Í gær birtist grein hér í blaðinu um forseta Íslands undir yfirskrift- inni „Forseti hægri manna?“ eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Hannes er sá maður sem einna ötullegast hefur lagt sig fram um að skipta þjóðinni í hægri og vinstri menn, sem er vissulega skipt- ing sem á sér einhverja stoð í raun- veruleikanum, þótt mörkin séu óljós. Í meðförum prófessorsins hefur þessi skipting hins vegar alltaf verið ákaflega skýr: Vinstri eru vondir. Hægri góðir. Í anda þessa greinarmunar reynir prófessorinn að halda því fram að Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hafi einu sinni verið vondur en sé núna góður. Röksemdir prófessorsins fyrir þvi að Ólafur sé ekki lengur vinstri maður eru einkar áhugaverð- ar, svo ekki sé meira sagt, og ekki síst fyrir þær sakir að hér skrifar víðlesinn fræðimaður. ÓLAFUR er ekki lengur vinstri maður vegna þess að hann er hættur að troða illsakir við andstæðinga sína, eins og þegar hann sagði að Davíð Oddsson hefði skítlegt eðli. Nú er hann orðinn blíðmáll, sem er þá væntanlega skilgreining á hægri manni samkvæmt Hannesi. Í annan stað er bent á að forsetinn sé orðinn trúaður, og þar með hægri maður, því auðvitað eru vinstri menn alltaf guðleysingjar. Í þriðja lagi bendir Hannes á að Ólafur sé hættur að deila harkalega á fyrirtæki og fésýslumenn, og þar með, sam- kvæmt greinarmun prófessorsins, orðinn hægri maður. EINS og oft gerist þegar menn ætla að vera ofursniðugir hittir brandar- inn þá sjálfa verst fyrir. Ef Ólafur er orðinn hægri maður samkvæmt þessum mælikvörðum, að þá verður ekki betur séð en að Hannes sé orð- inn bullandi vinstri maður. Fáir hafa átt í jafnmiklum skærum við fyrir- tæki og fésýslumenn á Íslandi á und- anförnum árum en prófessorinn. Ef slíkt gerir fólk að vinstri mönnum er Hannes leiðtogi þeirra. Aldrei þurfti Ólafur að selja húsið sitt út af ein- hverju sem hann sagði um athafna- menn. Hannes er meistarinn. HVORT Hannes er kristinn eða ekki veit ég lítið um, en ef mælikvarðinn á vinstrimennsku er ásamt guðleys- inu að troða illsakir við andstæðinga sína, að þá er Hannes æðsti klerkur vinstrimennskunnar. Alla vega fer ekki mikið fyrir blíðmælginni sem er einkenni hægri manna samkvæmt prófessornum. Í grein sinni grípur hann til líkingar við Dýrabæ George Orwell. Sú málsgrein verður ekki skilin öðruvísi en svo að prófessor- inn telji það við hæfi að líkja forset- anum við svín. Svoleiðis málflutn- ingur er einmitt einkennandi fyrir vinstri manninn Hannes. HANNES er hinn nýi Ólafur. Hinn herskái ríkisstarfsmaður. Aðeins eitt truflar þennan nýja og athyglis- verða greinarmun á vinstri manni og hægri manni: Ólafur er byrjaður að snæða kvöldverði með stríðsherr- um og arðræningjum, samkvæmt Hannesi, og er þar með orðinn hægri maður. Ég held hins vegar að Hann- es snæði oft málsverði með svoleiðis mönnum líka. Nýr Ólafur 60 02 .V .B s met sy S AE KI re tn I © Opið 10:00 - 20:00 virka daga | Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | www.IKEA.is ÚTSALA 6. júlí - 30. júlí Rýmum fyrir nýjum vörum. Yfir 1000 vörur á útsölu. Einn léttur ÍSKALDUR!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.