Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 2
2 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
FRAMKVÆMDIR Ferðamönnum sem
hafa átt leið um Kárahnjúkasvæð-
ið að undanförnu hefur brugðið í
brún við að sjá skilti á svæðinu
þar sem þeim er bannað að taka
myndir.
„Ég var mjög hissa þegar ég
frétti af slíku skilti fyrir örfáum
dögum síðan,“ segir Sigurður Arn-
alds, kynningarstjóri Kárahnjúka-
virkjunar. Skiltið er á ábyrgð
verktakafyrirtækis, sem hann
segir að hafi sett það upp fyrir
misskilning. „Væntanlega áttu
þeir þetta skilti og ég geri ráð
fyrir að eitthvað meira sé skrifað
á það. Við höfum farið fram á að
málað verði yfir þann hluta sem
bannar myndatökur eða að skiltið
verði einfaldlega tekið niður.“
Sigurður ítrekar að aldrei hafi
verið meiningin af hálfu Lands-
virkjunar að banna myndatökur á
virkjanasvæðinu. - at
Skilti á Kárahnjúkum:
Myndatökur
ekki bannaðar
BJÖRGUNARMÁL „Við finnum virki-
lega fyrir því að aðstoðarbeiðnum
til okkar er að fjölga,“ segir Gunnar
Stefánsson, sviðsstjóri hjá Lands-
björg. Í sumar hafa björgunarsveit-
ir verið kallaðar til tvisvar til
þrisvar sinnum á dag að jafnaði.
Gunnar segir fjölgun ferða-
manna aðalástæðu þess að björg-
unarsveitir landsins hafi haft mikið
að gera í sumar, en nefnir þar að
auki miklar rigningar með tilheyr-
andi aurbleytu. „Einnig er mikið af
erlendum ferðamönnum sem hafa
kannski ekki okkar þekkingu á
vegunum. Þeir halda að þeir geti
farið lengra en gert er ráð fyrir að
bíllinn komist, eins og á fólksbílum
upp á hálendið,“ segir Gunnar. - at
Björgunarsveitir Landsbjargar:
Fleiri útköll í
sumar en áður
BJÖRGUNARSVEITIR Sumarið hefur verið
óvenju annasamt hjá Landsbjörg.
BRUSSEL, AP Framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins hyggst koma
á fót sérstökum viðbragðssveitum,
sem eiga að gæta landamæra
aðildarríkja sambandsins.
Til að byrja með er einkum
búist við því að sveitirnar hafi það
hlutverk að efla eftirlit með
straumi ólöglegra innflytjenda frá
Afríku yfir Miðjarðarhafið til
Spánar, Ítalíu og annarra aðildar-
ríkja Evrópusambandsins við Mið-
jarðarhafið.
Franco Frattini, sem fer með
dómsmál í framkvæmdastjórn-
inni, kynnti þessi áform í gær fyrir
fjölmiðlum í höfuðstöðvum fram-
kvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Einnig vill framkvæmdastjórn-
in koma upp öflugum gagnagrunni
þar sem skráðar verða bæði komur
og brottfarir fólks frá öðrum lönd-
um til og frá Evrópusambands-
löndunum. Þessi gagnagrunnur á
að auðvelda stjórnvöldum Evrópu-
sambandslandanna að fylgjast
með því hvort fólk dvelji ólöglega í
landinu, auk þess sem hægt verður
að nota hann til þess að skrá far-
andverkamenn sem koma tíma-
bundið til Evrópusambandsland-
anna. - gb
FRANCO FRATTINI Kynnti í gær áform Evrópusambandsins um nýjar sérsveitir til landa-
mæragæslu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Evrópusambandið vill herða landamæravörslu og hindra ólöglega innflytjendur:
Koma á fót viðbragðssveitum
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
������������
����������������
ALDRAÐIR Hækkun lífeyris-
greiðslna almannatrygginga,
lækkun skerðinga bóta og sveigj-
anleg starfslok eru meðal atriða
í nýju samkomulagi ríkisstjórn-
arinnar og Landssambands eldri
borgara sem miðar að því að
bæta afkomu og aðbúnað ellilíf-
eyrisþega. Samkomulagið er
byggt á starfi nefndar, undir for-
sæti Ásmundar Stefánssonar
ríkissáttasemjara, sem skipuð
var í janúar.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra lýsti ánægju með sam-
komulagið á fundi í Ráðherra-
bústaðnum í Tjarnargötu í gær.
Rakti hann innihald þess og
sagði miklum fjármunum varið
á næstu árum til að uppfylla það.
Talsverðar umbætur eru gerðar
á almannatryggingakerfi elli-
lífeyrisþega sem einnig ná til
örorkuþega. Lífeyrisgreiðslur
hækka um 15 þúsund krónur frá
og með síðustu mánaðamótum, í
takt við samkomulag á almenn-
um vinnumarkaði. Þá er dregið
úr skerðingum bóta vegna tekna
maka og annarra tekna bóta-
þega, vasapeningar fólks á stofn-
unum hækka um 25 prósent og
með frestun lífeyristöku hækka
allar bótafjárhæðir um 0,5 pró-
sent fyrir hvern mánuð fram til
72 ára aldurs.
Auka á heimahjúkrun veru-
lega frá því sem nú er, tryggja
fullnægjandi framboð þjónustu-
íbúða í samvinnu við sveitar-
félögin og auka framlögin til
bygginga hjúkrunarheimila. Er í
því samhengi sérstaklega kveðið
á um að 1.300 milljónir renni til
styttingar biðlista.
Ólafur Ólafsson, formaður
Landssambands eldri borgara, er
ánægður með samkomulagið og
þakkar stjórnvöldum fyrir að
koma til móts við eldri borgara.
Sagði hann að ekki hefðu allar
kröfur náð fram að ganga en
margur vandinn væri leystur.
„Þetta eru fyrstu sporin á langri
göngu,“ sagði Ólafur og lýsti sig
sérstaklega ánægðan með að laun
þeirra sem lægst hafa ellilaunin
skyldu hækka um 30-40 prósent.
Einnig nefndi hann upptöku frí-
tekjumarks sem kveður á um að
ellilífeyrisþegar geti haft 30 þús-
und króna tekjur á mánuði án
þess að ellilífeyririnn skerðist.
Kemur það ákvæði til fullrar
framkvæmdar árið 2009.
Spurður hvort ekki hefði
verið hægt að afnema með öllu
skerðingar bóta vegna tekna
svaraði Geir H. Haarde því til
að með þessum aðgerðum væri
stigið mjög myndarlegt og þýð-
ingarmikið skref. Ólafur Ólafs-
son sagði að það yrði áfram bar-
áttumál eldri borgara.
Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra undirritaði sam-
komulagið fyrir hönd Sivjar
Friðleifsdóttur, heilbrigðis- og
tryggingaráðherra. Sagði hann
að dagurinn væri einn sá
ánægjulegasti í ráðherratíð
sinni enda ríkti nú sátt milli
stjórnvalda og eldri borgara.
bjorn@frettabladid.is
Skerðingar lækka
og þjónustan bætt
Ríkisstjórnin og Landssamband eldri borgara hafa náð saman um bætta af-
komu og aðbúnað ellilífeyrisþega. Aðgerðirnar kosta um tíu milljarða á ári
þegar allt er komið til framkvæmda. Lífeyrishlutinn nær einnig til öryrkja.
MEGINATRIÐI SAMKOMULAGSINS:
■ Hækkun lífeyrisgreiðslna almannatrygginga.
■ Einföldun bótakerfisins með fækkun og sam-
einingu bótaflokka.
■ Lækkun skerðingar bóta vegna maka.
■ Lækkun skerðingar bóta vegna annarra tekna
bótaþega.
■ Tekið verði upp frítekjumark vegna atvinnu-
tekna ellilífeyrisþega.
■ Hækkun vasapeninga.
■ Starfslok verði sveigjanleg þannig að lífeyris-
greiðslur hækki við frestun á töku lífeyris.
■ Heimaþjónusta verði stóraukin og áhersla
færð frá stofnanaþjónustu.
■ Fjármagn sem nú gengur til rekstur stofnana
úr Framkvæmdasjóði aldraðra gangi til upp-
byggingar öldrunarstofnana.
■ Verulega aukið fjármagn til framkvæmda
og reksturs átaks vegna biðlista eftir hjúkrun-
arrými.
■ Aukin áhersla verði lögð á fullnægjandi fram-
boð þjónustu- og öryggisíbúða.
Ráðhústurninn tekinn Nokkrir ungir
Danir bundu sig við Ráðhústurninn í
fyrradag til að vekja athygli á tilraun
borgarinnar til að taka aftur hús sem
unglingum borgarinnar var gefið fyrir 24
árum síðan. Fólkið fleygði salernisrúllum
og miðum út um glugga turnsins með
skilaboðum.
DANMÖRK
HEILBRIGÐISMÁL Samkomulag hefur
tekist milli framkvæmdastjórnar
Landspítala - háskólasjúkrahúss og
Tómasar Zoega um að hann haldi
áfram yfirlæknis-
starfi sínu við
geðsvið spítalans.
Tómas mun eftir
sem áður sinna
stofurekstri úti í
bæ, að eigin
sögn.
„Ég er mjög
ánægður með
þessa niður-
stöðu,“ sagði hann
eftir að samkomulag hafði náðst.
„Ég er þakklátur framkvæmda-
stjórn Landspítalans, læknaráði
spítalans, Læknafélagi Íslands og
Reykjavíkur og öðrum þeim sem
stuðluðu að því að þetta samkomu-
lag reyndist mögulegt.“ - jss
TÓMAS ZOEGA
Samkomulag á Landspítala:
Tómas aftur í
starf yfirlæknis
SPURNING DAGSINS
Ásgeir, þurfið þið þá að ganga
menntaveginn?
„Við erum sennilega jafn fljót að því og
að taka strætó.“
Stúdentaráð Háskóla Íslands segir niðurfell-
ingu leiðar S5 hjá Strætó bs. tvöfalda þann
tíma sem tekur að fara frá Árbænum í Háskól-
ann. Ásgeir Runólfsson er framkvæmdastjóri
Stúdentaráðs.
BAUGSMÁL Jón Ásgeir Jóhannes-
son, forstjóri Baugs Group hf.,
mætir til skýrslutöku hjá Ríkis-
lögreglustjóra, vegna kæru sem
barst til embættisins frá skatt-
rannsóknarstjóra, í ágúst.
Jóni Ásgeiri var upphaflega
gert að mæta í skýrslutöku hinn
28. júní en henni var frestað fram
í ágúst vegna sumarfría.
Skýrslutakan fer fram í tengsl-
um við mál er fjallar um meint
brot gegn skattalögum, lögum um
bókhald, lögum um ársreikninga
og almennum hegningarlögum.
Ekki hefur verið ákveðið ennþá
hvenær í ágúst skýrslutökurnar
fara fram. - mh
Jón Ásgeir Jóhannesson:
Fer í skýrslu-
töku í ágúst
GEIR H. HAARDE OG ÓLAFUR ÓLAFSSON
Ólafur segir undirritunina vera fyrstu sporin
á langri göngu.
Hinsegin dagar bannaðir Borgar-
yfirvöld í Riga, höfuðborg Lettlands,
hafa bannað göngu samkynhneigðra.
Ástæðan er sú að þau telja sig ekki
geta tryggt öryggi þeirra sem taka þátt
í henni. Gangan átti að fara fram nú
um helgina. Efast nú margir um getu
borgaryfirvalda í Riga til að halda fund
Atlantshafsbandalagsins.
LETTLAND
ATVINNUMÁL Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur
áhyggjur af hluta þess fólks sem
missir vinnu sína vegna brott-
hvarfs varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli í september.
„Menn telja sig hafa tíma en
við höfum áhyggjur af því að ekki
séu allir að huga að framtíð sinni,“
sagði Árni í samtali við Frétta-
blaðið.
Nú hefur um þriðjungur þeirra
íslensku starfsmanna varnarliðs-
ins sem búa í Reykjanesbæ fengið
aðra vinnu og er verið að aðstoða
aðra.
Ráðgjafarstofa fyrir starfs-
fólk á varnarsvæðinu tók til
starfa í lok mars og veitir þeim
margvíslega aðstoð sem vilja.
Boðið er upp á námskeið og
aðstoð við gerð ferilskráa og
starfsumsókna, auk þess sem
fólk er búið undir atvinnuviðtöl.
Þá eru laus störf sem kunna að
henta varnarliðsstarfsfólki aug-
lýst sérstaklega á vef ráðgjafar-
stofunnar.
Árni Sigfússon segir starfsem-
ina hafa gengið ágætlega og almenn
bjartsýni ríki um að úr greiðist hjá
flestum. Hann ítrekar þó fyrr-
nefndar áhyggjur enda líði tíminn
hratt og senn komi að því að þeir
standi uppi án atvinnu sem ekki
geri eitthvað í sínum málum. - bþs
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur áhyggjur af andvaraleysi varnarliðsstarfsmanna:
Huga ekki allir að framtíðinni
ÁRNI SIGFÚSSON Hefur áhyggjur af starfs-
mönnum varnarliðsins.