Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 10

Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 10
10 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR KROSSFESTI LEIGUBÍLSTJÓRINN Það dugði ekkert minna en krossfesting fyrir þennan ítalska leigubílstjóra til að mótmæla breyttri löggjöf um leiguakstur. NORDICPHOTOS/AFP Enn meira úrval af margskonar gjafavöru sem prýðir heimilið Gjafavara Onde matar – og kaffistell Franskt gæða postulín ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 33 49 4 0 7/ 20 06 www.lyfja.is „Ég geri meira fyrir mig og mína á sumrin“ PGX - Drykkjarblanda Bylting í þyngdarstjórnun. Misstu fituna - ekki vöðvamassa eða vökva. Metasys Bætt úthald, orka og kjörið til þyngdarstjórnunar. Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nakd - Hráfæðisbar Hollusta og orka í hverjum bita, engin aukaefni og enginn viðbættur sykur. SJÚKRAFLUG Starfshópur heilbrigð- isráðuneytisins sem falið var að gera úttekt á sjúkraflugi í Vestmannaeyjum skilaði bráða- birgðaniðurstöðu á dögunum. Samkvæmt henni hefur flug- rekstrarfélagið Landsflug, sem sér um sjúkraflug í Eyjum, stað- ist settan viðbragðstíma í öllum þeim 33 sjúkraflugum sem farið hafa þaðan frá áramótum, utan eins þar sem viðbragðstíminn var fimm mínútum lengri en leyfilegt er. Ekki þykir tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu ráðuneytisins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem bað um að úttektin yrði gerð, segir ekki öll kurl komin til grafar. „Ég tek strax eftir því að í skýrsluna vantar tvö sjúkraflug þar sem lífshætta skap- aðist vegna fjarveru sjúkraflug- vélar og tafa á viðbragðstíma,“ segir hann. „Við munum gefa umsögn um skýrsluna og ég vona að lokaniðurstaðan verði önnur en þessi.“ Rúnar Fossádal Árnason, fram- kvæmdastjóri hjá Landsflugi, segir niðurstöðuna í takt við það sem hafi verið vitað. „Við skiljum ekkert í því að bæjarstjórinn og aðrir í Eyjum séu að æsa sig yfir þessu án þess að kynna sér báðar hliðar málsins,“ segir Rúnar. - sþs Starfshópur um sjúkraflug í Vestmannaeyjum skilar bráðabirgðaúttekt: Telja ekki tilefni til aðgerða EIN FLUGVÉLA LANDSFLUGS Framkvæmda- stjóri hjá Landsflugi segir niðurstöðu nefndarinnar í samræmi við það sem félagið hafi þegar vitað. SKIP Eitt stærsta og glæsilegasta seglskip heims lagðist í gærmorg- un að bryggju við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Skipið ber nafn- ið Sedov og er fjögurra mastra skólaskip frá Tækniháskólanum í Murmansk í Rússlandi. Um borð eru 110 kadettar og fimmtíu manna áhöfn. Skipið er 118 metra langt og fimmtán metra breitt en möstur þess gnæfa 58 metra í loft upp, mælt frá dekki þess. Frá sjólínu er skipið því sem næst á við hæð Hallgrímskirkju en turn hennar er 74,5 metrar. Þegar öllum segl- um skipsins er beitt í einu er sam- anlagt flatarmál þeirra um fjórir ferkílómetrar. Skipið á sér langa sögu, en það var byggt árið 1921 í Þýskalandi og bar þá nafnið Magdalene Vinnen. Þegar það var sjósett var það stærsta seglskip heims og þjónaði sem flutningaskip. Flutti það aðallega kol og timbur á lengri siglingaleiðum vegna stærðar sinnar. Skipið hefur borið nafnið Sedov frá árinu 1945 eftir að það var afhent Rússum sem hluti af stríðsskaðabótum Þjóðverja til Sovétríkjanna sálugu. Frá 1945 hefur skipið aðallega verið notað sem skólaskip en þó einnig til haf- rannsókna og flutninga. Sedov er að koma frá Wilhelms- haven í Þýskalandi. Skipstjóri er Viktor Misjenev en þeirri ábyrgð- arstöðu hefur hann gegnt frá árinu 1993. „Ég kom til Íslands fyrir 23 árum og þá var ég undirforingi. Það var mjög leiðinlegt veður. Ég tek eftir því að það hefur verið byggt mikið af húsum,“ segir hann en vildi ekkert tjá sig um lífið um borð. Til þess vísaði hann á einn áhafnarmeðlima sinna: Þjóðverj- ann Rudi. „Kadettarnir eru frá mörgum háskólum í Rússlandi og þeim er kennt allt sem þeir þurfa að vita um aga, siglingafræði og vélfræði.“ Rudi segir skipið sigla milli hafna í sjö til átta mánuði á ári og hafa vetrardvöl í Rússlandi og Þýskalandi. Næsti viðkomu- staður Sedov er Tromsö í Noregi. Áhugasömum gefst kostur á að skoða skipið frá klukkan 10 til 22 í dag. svavar@frettabladid.is Flatarmál seglanna fjórir ferkílómetrar Skólaskipið Sedov kom til hafnar í Reykjavík í gærmorgun. Skipið á sér merka sögu og er eitt hið allra stærsta sinnar tegundar í heiminum. Möstur þess slaga hátt í hæð Hallgrímskirkju. Um borð eru 110 kadettar og 50 manna áhöfn. GLÆSILEGAR VISTARVERUR Rússneskur uppruni skipstjórans fer ekki á milli mála þegar komið er inn í klefa hans. MISJENEV SKIPSTJÓRI Viktor Misjenev hefur verið skipstjóri á hinu glæsilega skólaskipi Sedov síðan árið 1993. Hann kom síðast til Íslands fyrir 23 árum og er ekki frá því að töluvert hafi bæst við af húsum síðan þá. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Gífurlegur vatnavöxtur Eftir mikil flóð og skriðuföll eru 100 Kóreumenn taldir af eða týndir. Tæp 12.000 heimili skemmdust og 9.000 fjölskyldur eru á vonarvöl eftir gífurlegar rigningar og vatnavöxt. KÓREUSKAGINN Ferðamenn í vanda Kalla þurfti til björgunarsveit þegar ferðafólk lenti í vandræðum við Langavatn í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi. Þrennt var í bílnum. Ferðafólkið, sem var af erlendum uppruna, var á bílaleigubíl sem þurfti að draga í burtu. Keyrt á brúarhandrið Erlendir ferðamenn lentu á brúarhandriði þar sem þeir keyrðu eftir malarvegi á Vatnsnesi. Fólkið slapp með nokkrar skrámur. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Vegna greinar um að áhöfnin á Sunnuberginu hafi hugs- anlega verið svikin um löndunarfrí vill Eggert B. Guðmundsson, for- stjóri HB Granda, koma því á fram- færi að til úrvinnslu sé hvort skip- verjar skuli hafa löndunarfrí þegar landað er á milli skipa við bryggju. „Ef svo er myndu slíkar greiðslur aðeins ná til þeirra meðlima sem raunverulega vinna við löndun í tímavinnu en ekki allrar áhafnar- innar.“ Stjórn AFLs telur hafið yfir vafa að greiða eigi fyrir landanir milli skipa við bryggju. Reikningur sem forsvarsmenn AFLs sendu fyrir hönd skipverja er í endurskoðun. - hs Reikningurinn endurskoðaður: Ágreiningur um greiðslur Rafmagnslaust í Kópavogi Raf- magnslaust varð í hluta Kópavogs seinni partinn í gær vegna bilunar í háspennu- streng við Smiðjuveg. Rafmagn komst á að nýju innan við klukkustund síðar. KÓPAVOGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.