Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 13 Sjálfskiptur Beinskiptur Verð á Isuzu D-MAX Crew Cab 2.590.000 kr. 2.490.000 kr. E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 4 5 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 Isuzu hefur fyrir löngu sannað öryggi og endingu á íslenskum vegum. Nú kynnum við nýjan og stórglæsilegan Isuzu D-MAX pallbíl. Hann er þjáll og lipur í akstri, en jafnframt rammbyggður og traustur félagi og á alveg ótrúlega góðu verði. Isuzu D-MAX hefur fengið alveg nýtt útlit og er staðalbúnaður eins og hann gerist bestur, þar má nefna loftkælingu, ABS hemlakerfi, álfelgur o.fl. Isuzu er með 3.0 lítra dísilvél með túrbínu og millikæli og skilar 130 hestöflum. Isuzu D-MAX er farkostur fjölskyldunnar, vinsæll vinnufélagi og verðið ráða allir við! PALLBÍLL Á POTTÞÉTTU VERÐI! Selfossi 482 3100 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Akranesi 431 1376 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 461 2960 Ekið á ljósastaur Ekið var á ljósa- staur á miklum hraða í Mosfellsdal. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur undir læknishendur eftir slysið en meiðsli hans eru talin minniháttar. Staurinn lagðist að jörðinni eftir árekst- urinn og var bíllinn dreginn af staðnum. LÖGREGLUFRÉTTIR Metfjöldi yfir brú Umferð hefur aukist yfir hina 15 kílómetra löngu brú sem tengir Svíþjóð og Danmörku. Nýtt met var sett á laugardaginn síðasta þeg- ar 23.000 farartæki fóru yfir brúna og voru margir ferðalanganna á leið í frí. SVÍÞJÓÐ HEILSA Ný belgísk rannsókn bendir til þess að samhengi sé á milli astma í börnum og klórs í sund- laugum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar, sem Kaþólski háskól- inn í Louvain lét gera, jókst hlut- fall barnaastma um tvö til þrjú prósent á hverja innilaug á hundr- að þúsund íbúa. Vísindamennirnir telja að helst sé notkun klórs í sundlaugum um að kenna. Rannsóknin náði til 190 þúsund þrettán og fjórtán ára unglinga í 21 landi. Astmatilfelli hafa aukist um fimmtíu prósent á síðustu 25 árum í iðnríkjum. - smk Belgísk rannsókn: Astmi tengdur sundlaugaklór FJÖR Í SUNDI Minni klór er almennt notað- ur í útilaugum en innilaugum. NORDICPHOTOS/AFP UMHVERFISMÁL Hreinsunarátak Reykjavíkur undir slagorðunum „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ hefst formlega á laug- ardag. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir íbúa borgarinnar hafa kvartað undan sóðaskap og því sé verið að svara því ákalli með því að gera átak í umhverfismálum í borg- inni. Í Breiðholti eru langflest opin svæði og hverfið fjölmennt og því þótti tilvalið að hefja átakið þar. Laugardaginn 22. júlí er ætlunin að fá íbúa hverfisins til liðs við starfsmenn borgarinnar í því að snyrta hverfin; tína rusl, hreinsa veggjakrot, leggja torfur og laga net á fótboltamörkum svo eitthvað sé nefnt. Jón segir að síðan núverandi borgarstjórn tók við völdum hafi verið gert átak í að fegra umhverfið og nú sé komið að einstökum hverf- um. „Við byrjum á Breiðholtinu og vonumst til að komast í hreinsunar- átak í öðru hverfi í ágúst.“ Jón segir að hugmyndinni hafi verið mjög vel tekið og segir hann að 200 manns hafi mætt á kynn- ingarfund vegna verkefnisins í síðustu viku. Jón vonast til að fólk taki sér tíma til að mæta á laugar- daginn því átakið gangi ekki nema með aðstoð íbúanna. - hs Átakið „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ hefst í Breiðholti á laugardag: Ruslið burt úr borginni VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON BORGAR- STJÓRI Ræðst til atlögu gegn veggjakroti í hreinsunarátaki Reykjavíkur. NOREGUR, AP Umhverfisráðherrar Norðurlandanna hafa lýst yfir áhyggjum sínum af hugsanlegri enduropnun á Sellafield-kjarnorku- endurvinnslustöðinni í Englandi og sendu ráðherrar Íslands, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar og Finnlands bresku ríkisstjórninni bréf þess efnis á mánudag. Þeir fóru fram á að Bretar hefðu skilvirka áætlun um hvað gert yrði við geislavirkan úrgang og létu kanna hættuna sem stafaði af stöð- inni. Norðurlöndin hafa löngum kvartað undan því að stöðin, sem er 57 ára, mengi Atlantshafið. Stöðinni var lokað eftir leka geislavirks vökva í apríl 2005. - smk Kjarnorkustöð mótmælt: Norðurlöndin sameinast MENNTAMÁL Tæplega 1.800 umsókn- ir bárust um skólavist í Háskólanum í Reykjavík fyrir næsta skólaár, en skólanum hafa aldrei borist fleiri umsóknir. Gert er ráð fyrir að um 1.000 nemendur verði teknir inn í skólann í haust. Steinn Jóhannsson, forstöðumað- ur kennslusviðs skólans, segir mjög ánægjulegt hversu mikið jafnvægi sé á milli kynjanna í umsóknum um nám í háskólanum, en hlutfall karl- manna sem sóttu um er 52,5 prósent á móti 47,5 prósentum kvenna. Einn- ig nefnir hann að umsóknir hafi dreifst vel yfir allar deildir skólans og greinilega sé mikil eftirspurn eftir háskólanámi á Íslandi. - sþs Háskólinn í Reykjavík: Aldrei fleiri sótt um nám SKOTLAND, AP Aberdeen-háskóli í Skotlandi mun skila níu húðflúruð- um höfðum af Maóríum aftur til Nýja-Sjálands, en það kom fram í tilkynningu frá skólanum í gær. Höfuðin hafa verið geymdir í skólanum í meira en öld, en nú mun Te Papa safnið í Welling- ton fá þau til rannsóknar. Höfuðin til- heyrðu stríðs- mönnum og þrælum og voru sum notuð í vöruskipti milli Maóría og evrópskra landkönnuða á 19. öld. Maóríar eru frumbyggj- ar Nýja-Sjálands og eru húðflúr stór hluti af menningu þeirra. - sgj Skoskur háskóli: Mun skila níu Maóríahöfðum MAÓRÍI Þessi Maóríi er enn á lífi, ólíkt þeim ólánsömu sem enduðu í Aber- deen-háskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.