Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 20
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR20
fréttir og fróðleikur
Indverjar reyna nú að finna
meiningu í árás hryðju-
verkamanna á lestakerfi
Mumbai, sem varð yfir 200
manns að bana í síðustu
viku. Tengja þeir árásina
óhjákvæmilega við aðrar
svipaðar sem framdar hafa
verið á síðustu mánuðum.
Á síðustu tíu mánuðunum hafa
þrjár vel skipulagðar sprengju-
árásir orðið yfir 275 manns að
bana í þremur borgum Indlands.
Þrátt fyrir gríðarmikla rannsókn
hafa yfirvöld ekki ákært neinn
vegna hryðjuverkanna, og þær
ábyrgðaryfirlýsingar sem komið
hafa teljast ótrúverðugar.
Jafnframt virðist erfitt að finna
ástæðu fyrir sprengjunum.
Forsætisráðherrann Manmo-
han Singh segir líklegt að ástæðan
liggi í uppsveiflunni sem nú ríkir í
Indlandi og segir öfgahópa vilja
koma í veg fyrir að Indverjar
verði ein valdamesta þjóð heims.
Aðrir segja hryðjuverkasam-
tök reyna að vekja óöld milli hind-
úa og múslima, og enn aðrir telja
sökina liggja hjá pakistönskum
múslimum sem hafa lengi barist
fyrir aðskilnaði Kasmír-héraðs frá
Indlandi. Þar ber einna hæst sam-
tökin Lashkar-e-Tajba.
Sprengingarnar
Sprengingarnar í síðustu viku ollu
miklum áhyggjum á alþjóðavett-
vangi og sendu fjölmargar þjóðir
samúðarkveðjur til Indlands. Sjö
tímastilltar sprengjur sprungu í
lestakerfi Mumbai-borgar (áður
Bombay) á háannatíma síðdegis
þriðjudaginn 11. júlí og ollu dauða
207 manns, en yfir 800 manns
særðust.
Ekki eru nema fjórir mánuðir
síðan sprengjur sprungu í helgi-
húsi í Varanasi, helgustu borg
hindúa, og urðu þær tuttugu
manns að bana. Þar áður fórust 62
í sprengjuárás á markaði í höfuð-
borg Indlands, Nýju-Delí, í október
2005.
Undrun vekur að árásirnar eiga
það allar sameiginlegt að enginn
trúverðugur hópur hefur lýst
ábyrgðinni á hendur sér og þó ind-
verska lögreglan hafi yfirheyrt
hundruð manna, aðallega mús-
lima, hefur enginn verið ákærður.
Hindúar, múslimar og Kasmír
Flestir Pakistanar eru múslimar, á
meðan meirihluti Indverja er
hindúar. Hins vegar eru flestir
íbúar Kasmír-héraðs múslimar.
Eftir að Bretar höfðu sig á brott
frá Indlandi árið 1947 klofnaði
landið í Pakistan og Indland í blóð-
ugum átökum. Bæði löndin gerðu
tilkall til Kasmír, og skiptu Sam-
einuðu þjóðirnar því á milli Ind-
lands og Pakistans árið 1949. Hafa
löndin tvö svo barist um það
síðan.
Lashkar-e-Tajba
Fjölmargir hátt settir Indverjar
hafa sagt árásirnar í síðustu viku
bera merki Lashkar-e-Tajba, hóps
herskárra múslima sem starf-
ræktur er í Pakistan. Þó hefur ind-
verska ríkisstjórnin ekki lýst
ábyrgð á hendur samtökunum, og
talsmenn Lashkar-e-Tajba hafa
neitað aðild þar að.
Upphaflega var eina takmark
meðlima Lashkar-e-Tajba að frelsa
Kasmír frá Indlandi, en hópurinn
hefur vaxið mikið undanfarin ár og
rekur nú bæði munaðarleysingja-
hæli og æfingabúðir skæruliða.
Samtökin voru bönnuð í Pakist-
an árið 2001, en leiðtogar hans
reyna þó ekki að fara huldu höfði.
Suma fréttaskýrendur grunar
að Lashkar-e-Tajba njóti stuðnings
al-Kaída samtakanna, sem Osama
bin Laden leiðir, og að þeim sé
ætlað að færa baráttu al-Kaída
yfir til Suður-Asíu. Þó eru engar
beinar sannanir fyrir þessu.
Viðbrögð Indverja
Á þriðjudag, viku eftir árásirnar í
Mumbai, höfðu Indverjar tveggja
mínútna þögn til að minnast fórn-
arlambanna. Forsetinn Abdul
Kalam leiddi þjóð sína í minning-
arathöfninni og safnaðist gríðar-
legur fjöldi manna á þeim stöðum
þar sem árásirnar voru framdar.
Fólkið kveikti á kertum, öll umferð
stöðvaðist og kvikmyndahús gerðu
hlé á sýningum sínum.
Á laugardag og þriðjudag komu
tölvupóstsendingar til indverskr-
ar sjónvarpsstöðvar, þar sem
sendandinn sagðist vera talsmað-
ur lítt þekktra samtaka herskárra
múslima, Lashkar-e-Qahhar eða
Ógnarherinn. Sagði hann samtök-
in bera ábyrgð á sprengingunum í
Mumbai.
Í gær sagði lögregla hins vegar
ungan dreng frá Bhopal-borg hafa
sent skeytin og að hann væri ekki
talsmaður samtakanna.
Þessi samtök hafa sagst bera
ábyrgð á sprengingunum í Var-
anasi í mars, en mikill vafi leikur
á lögmæti þeirrar yfirlýsingar.
Indversk lögregluyfirvöld hafa
sakað hryðjuverkahópa í Pakistan
um að bera ábyrgð, en pakistönsk
stjórnvöld, sem og viðurkenndir
talsmenn ýmissa hópa, þeirra á
meðal Lashkar-e-Tajba, hafa neit-
að þeim ásökunum.
Ljóst er þó að árásirnar og
afleiðingar þeirra hafa ekki ein-
faldað friðarviðræður milli land-
anna tveggja, né fært nokkra
lausn á deilunni um Kasmír.
Svona erum við
1995
66
7.
90
7
72
2.
71
4
79
8.
22
2
49
8.
80
8
1998
2001
2004
> Sláttur grassvæða á Akureyri í fermetrum
Öldungadeild Bandaríkjaþingsins samþykkti á dögunum
frumvarp sem eykur fjárveitingar til rannsókna á stofnfrum-
um. George Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur sagst ætla
að beita neitunarvaldi gegn frumvarpinu. Málið hefur
vakið hörð viðbrögð, bæði hjá þeim sem segja stofn-
frumurannsóknir nauðsynlegar fyrir framþróun í læknavís-
indum og hjá þeim sem segja rannsóknirnar eyðileggja
mannslíf.
Hvað er að gerast í deilunni?
Öldungadeildin samþykkti þrjú mismun-
andi frumvörp sem tengjast stofnfrumu-
rannsóknum hinn 18. júlí, þar á meðal
frumvarpið umdeilda sem Bush hefur
hótað að stöðva. Hin frumvörpin tvö
snerust annars vegar um rannsóknir á
stofnfrumum sem koma ekki úr fóstur-
vísum og hins vegar bann á ræktun
fósturvísa til stofnfrumurannsókna.
Hvað segir Bush?
Þótt Bush sé fylgjandi rannsóknum á stofnfrumum fullorðinna
segir hann að notkun efna úr fósturvísum sé allt annað mál.
Í hans augum eigi skattpeningum ekki að vera varið í „vísindi
sem eyðileggja líf til þess að bjarga lífi“. Árið 2001 lýsti hann því
yfir að fjármagn frá alríkisstjórninni bærist aðeins rannsóknar-
stofnunum sem notuðu stofnfrumur sem þegar væru til.
Hvað segja andstæðingar hans?
Stuðningsmenn rannsókna á stofnfrumum úr fósturvísum segja að
mannslífinu sé sýnd virðing með því að nota tæknina til að
finna lækningu við sjúkdómum. Margir þeirra viðurkenna
að þörf sé á ströngu eftirliti með rannsóknum en segja
núverandi hömlur vera hugsjónalegs eðlis. Í seinustu
forsetakosningum í Bandaríkjunum lofaði John Kerry,
frambjóðandi demókrataflokksins, að yrði hann
kosinn myndi hann gera stofnfrumurannsóknir að
forgangsatriði í ríkisstofnunum, háskólum og lækna-
samfélaginu.
FBL GREINING: STOFNFRUMURANNSÓKNIR Í BANDARÍKJUNUM
Harðar deilur um stofnfrumurannsóknir
�
�������
����
������
���
���
�
����������
������
���
���
���
�����
����
���������
����������
���������
������
�������
��������
Heimild: Framkvæmdadeild Akureyrarbæjar
Óþekktir hryðjuverka-
menn vekja ótta
KORT AF INDLANDI
KORTAGRUNNUR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA, KORT 4140
SPRENGJUR Slökkviliðsmaður stendur við
eina lestanna sem eyðilögðust í sprenging-
unum í Mumbai fyrr í þessum mánuði.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MINNINGARATHÖFN HALDIN Fjöldi fólks minntist þeirra sem fórust í hryðjuverkum í
Mumbai á Indlandi hinn 11. júlí. Minningarathöfnin var haldin um allt Indland á þriðjudag,
viku eftir árásirnar. Þetta var þriðja stóra sprengjuárásin á Indlandi á tíu mánuðum, en
enginn hefur verið ákærður í tengslum við þær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRÉTTASKÝRING
SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR
smk@frettabladid.is
Á þriðjudag kviknaði eldur í
skemmu rétt við gömlu Áburðar-
verksmiðjuna í Gufunesi, skemmu
sem Íslenska gámaþjónustan
hafði til umráða. Jón Frantzson
er framkvæmdastjóri Íslenska
gámafélagsins.
Hve langt er síðan áburðar-
framleiðslunni var hætt?
Það er á bilinu 4 til 6 ár síðan.
Það er engin áburðarframleiðsla á
landinu í dag. Áburðarframleiðslan
er samt til, þessi gamla góða. Hún
flytur inn áburð.
Hver á húsnæðið?
Reykjavíkurborg á húsnæðið og
við leigjum það af henni. Svo framleigjum við það til ýmissa aðila. Hér er stál-
smiðja, heildverslun, listamenn og margt fleira.
Á húsnæðið að standa áfram?
Ekki um ókomna tíð. Hér er blómleg starfsemi í flestum húsum, þannig að það
stendur ekki til að rífa þetta á næstu tveimur til fjórum árum, held ég. Þarna á í
framtíðinni að rísa blönduð byggð, íbúðar- og iðnaðarbyggð.
SPURT OG SVARAÐ
GAMLA ÁBURÐARVERKSMIÐJAN
Listamenn og heildverslun
JÓN FRANTZSON FRAMKVÆMDASTJÓRI
ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGSINS