Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 26
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður
Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á
FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING:
Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871
Glæsileg þykir mér afmælissýn-
ing Gerðarsafns í Kópavogi á
málverkum Jóhannesar Kjarval í
eigu Landsbanka Íslands. Merki-
legastar og óvenjulegastar á
sýngunni munu mörgum áhorf-
endum að mestum líkindum þykja
mannamyndirnar, sem hanga
jafnan í bankaráðsherbergi
Landsbankans í Austurstræti í
Reykjavík. Þessar myndir af
Tryggva Gunnarssyni og öðrum
gömlum bankastjórum sýna
breiddina og snilldina í sköpunar-
verki listamannsins. Klassískar
mannamyndir af þessu tagi höfðu
ekki áður verið málaðar á Íslandi,
og ein myndin, hin yngsta í röð-
inni, af Birni Kristjánssyni, skó-
smiðnum, sem var gerður að
bankastjóra, krókurinn beygðist
snemma, var djörf tilraun til
nýsköpunar í íslenzkri manna-
myndagerð og sór sig í ætt við
sumar mannamyndir Vincents
van Gogh, sem Íslendingar höfðu
þá fæstir séð með eigin augum.
Þetta er ekki eina Kjarvals-
veizlan á boðstólum, því að á 120
ára afmæli Kjarvals í fyrrahaust
gaf Nesútgáfan á Seltjarnarnesi
út mikla og mjög glæsilega bók
með miklum fjölda mynda Kjar-
vals auk rækilegs efnis um líf og
störf listamannsins frá ýmsum
hliðum. Þessi bók sómir sér vel
meðal veglegustu listaverkabóka
heimsins, svo vel er hún úr garði
gerð í alla staði. Kjarval var ekki
bara landslag. Bókin spannar
alla ævi meistarans og vitnar
enn frekar en sýningin í Gerðar-
safni um sjaldgæfa fjölhæfni.
Kjarval málaði myndir af öllu
tagi, hann gerði meira að segja
klassíska brjóstmynd úr gifsi,
enda þótt landslagsmyndirnar
féllu á sínum tíma bezt að vana-
föstum smekk Íslendinga og löð-
uðu Kjarval efalítið til landslags-
myndagerðar frekar en til
annarra verka. Það má hafa til
marks um þungbæra og lang-
dræga einangrun Íslands og
íslenzkrar listar frá umheimin-
um fyrir tilstilli innilokunar-
stefnu stjórnvalda á fyrri tíð, að
Kjarval skuli enn vera svo gott
sem einkaeign íslenzku þjóðar-
innar. Nafn hans ætti þó að réttu
lagi að vera víðþekkt meðal lista-
manna og listunnenda um alla
álfuna. Bókin góða mun vonandi
verða til þess að vekja síðbúna
athygli á Kjarval í öðrum lönd-
um. Það er raunalegt, að enn,
röskum aldarþriðjungi eftir and-
lát hans, skuli vera óútkljáður
harkalegur ágreiningur afkom-
enda Kjarvals við yfirvöld vegna
meðferðar á dánarbúi lista-
mannsins.
Meira um myndir: furðulegar
þóttu mér fréttirnar af því fyrr í
sumar, þegar nýr borgarstjóri
Reykvíkinga lét hengja málverk
Svölu Þórisdóttur Salman af
Bjarna Benediktssyni, fyrrum
borgarstjóra, upp aftur í Höfða,
húsi borgarinnar. Borgarstjórinn
sagði ekki orð um Bjarna Bene-
diktsson við fréttamenn og
nefndi Svölu ekki heldur á nafn,
heldur virtist honum mest í mun
að saka andstæðinga sína um að
hafa á sínum tíma látið fjarlægja
myndina af Bjarna af annarleg-
um ástæðum. Hefði ekki verið
nær að nota tækifærið til að rifja
upp minninguna um Bjarna
Benediktsson? − borgarstjórann,
sem mótmælti staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar í Vatns-
mýrinni; utanríkisráðherrann,
sem leiddi Ísland inn í Atlants-
hafsbandalagið; forsætisráð-
herrann, sem leiddi róttækustu
umbótastjórn Íslandssögunnar,
viðreisnarstjórnina, 1963-70 (og
byrjaði að reykja, þegar síldin
hvarf, og hætti, þegar síldin birt-
ist aftur). Það hefði einnig átt vel
við að minnast Svölu Þórisdóttur
(1945-1998), því að mynd hennar
af Bjarna Benediktssyni er mikið
listaverk. Svölu var síðar falið að
mála mynd af Geir Hallgríms-
syni, fyrrum borgarstjóra og for-
sætisráðherra.
Hún sýndi mér myndina í
smíðum, ég bjó þá í Washington
eins og hún: það var ævintýri lík-
ast að sjá slíka meistarasmíð
verða til. Æ síðan hafa mér þótt
þessar tvær myndir Svölu Þóris-
dóttur vera meðal beztu manna-
mynda á Íslandi. Myndin af Geir
hangir á heimili hans og konu
hans, Ernu Finnsdóttur, í Reykja-
vík.
Svala var Þingeyingur í húð
og hár og lærði myndlist í Oxford
á Englandi og bjó um skeið í Seúl
í Suður-Kóreu, áður en hún flutt-
ist til Washington, svo að sum
myndverk hennar bera keim af
austurlenzkri list eins og þeir,
sem sáu minningarsýningu á
verkum hennar í Gerðarsafni
1999, munu kannski kannast við.
Þegar það spurðist í stjórnarráð-
ið í Seúl, að ung stúlka frá Oxford
væri þangað komin til langdval-
ar, var hún kvödd til að kenna
heimamönnum ensku. Og þannig
stendur á því, sagði Svala síðar,
að gervöll utanríkisþjónusta
Suður-Kóreu talar ensku með
þykkum þingeyskum hreim. ■
Höfundarverk og virðing
Í DAG
MANNAMYNDIR
ÞORVALDUR
GYLFASON
Meira um myndir: furðulegar
þóttu mér fréttirnar af því fyrr
í sumar, þegar nýr borgarstjóri
Reykvíkinga lét hengja málverk
Svölu Þórisdóttur Salman af
Bjarna Benediktssyni, fyrr-
um borgarstjóra, upp aftur í
Höfða, húsi borgarinnar.
Í Reykjavík er sennilega meira rusl en í mörgum milljóna-borgum erlendis. Hér er reyndar miðað við höfðatölu mest af ýmsu öðru, en þarna er á ferðinni lítt eftirsóknarvert
höfðatölumet.
Nýr meirihluti í Reykjavík stendur nú fyrir átaki til að bæta
umhverfið í borginni og fá borgarbúa til að taka til hendinni og
bæta umgengni sína í kjölfar þess. Reglulega hefur verið vakin
athygli á umgengni og er þess skemmst að minnast þegar síðasti
meirihluti í borginni skar upp herör gegn tyggjóklessum á gang-
stéttum. Framtakið er þarft og nauðsynlegt að minna okkur á
hversu lítið þarf oft til svo umhverfi og mannlíf verði snöggtum
fegurra en það er.
Við erum nefnilega óttalegir sóðar. Það gildir ekki bara um
rusl. Við erum eftirbátar nágrannaþjóðanna þegar kemur að
flestu sem lýtur að virðingu fyrir umhverfinu. Vissulega hafa
margir þættir færst í betra horf, en enn skiljum við bílana eftir
í lausagangi fyrir utan leikskóla, hendum rusli hvar sem okkur
býður við að horfa og þó nokkuð vantar upp á að við flokkum frá
okkur úrganginn. Auk þess keyrum við utan vega og spillum
landi og legi með gálausri háttsemi.
Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvit-
aðri um umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins
hafa undanfarin ár verið í fararbroddi þeirra sem
vakið hafa til lífsins virðingu fyrir umhverfi. Þrýst-
ingur barna á foreldra hefur orðið til þess að margir
hafa tekið sig á.
Margt bendir til þess að nýjar kynslóðir verði meðvitaðri um
umgengni við umhverfi sitt. Skólar landsins hafa undanfarin ár
verið í fararbroddi þeirra sem vakið hafa til lífsins virðingu
fyrir umhverfi. Þrýstingur barna á foreldra hefur orðið til þess
að margir hafa tekið sig á. Vonandi verður þetta uppeldi barna á
foreldrum sínum til þess að umhverfisvitund okkar skerpist og
tillitssemi í samfélaginu aukist.
Sóðaskapurinn er nefnilega angi af almennu tillitsleysi, ef
ekki algjöru tilfinningaleysi, fyrir meðborgurum okkar. Kannski
liggur hluti skýringarinnar í því að við erum ungt borgar-
samfélag sem hefur ekki tamið sér siðvenjur grónari borgar-
samfélaga.
Á síðustu öld skáru menn upp herör gegn almennum sóðaskap
hjá Íslendingum. Þá mátti rekja dauðsföll beinlínis til óþrifnað-
ar. Áberandi í þeirri baráttu voru menn eins og Vilmundur land-
læknir, Halldór Laxness og séra Árni Þórarinsson, svo einhverjir
séu nefndir. Kannski þarf átak til svo að við fáum rænuna í
umgengni við náttúruna sem og stræti og torg. Flestir búa á
sæmilega snyrtilegum heimilum og kannski þarf ekki meira til
en að stækka örlítið þann hring sem umgengni okkar um eigin
rann nær til.
SJÓNARMIÐ
HAFLIÐI HELGASON
Umgengni lýsir innri manni og ekki víst að
okkur líki vel sú lýsing.
Við erum
óttalegir sóðar
Átta myndir
Aðalfundur, flutningur og viðtöl við
stjórnarmenn eru helstu efnisatriði
nýútkominna BHM tíðinda en skamm-
stöfunin BHM stendur fyrir Bandalag
háskólamanna. Ritið er upp á tuttugu
blaðsíður og prýtt fjölda mynda. Athygli
vekur að ritstjóra blaðsins hefur ekki þótt
duga minna en að birta átta myndir af
formanni BHM, Halldóru Friðjónsdóttur,
ýmist einni eða með öðrum. Í blaðinu
brosir Halldóra til lesenda, sést djúpt
sokkin í ræðuhöld, á hópmyndum með
öðrum stjórnarmönnum, að
störfum á skrifstofu sinni og
með hvítvínsglas í hönd í
veislu í nýjum húsakynn-
um. Oft birtast myndir af
formönnum fagfélaga í
fréttabréfum þeirra en
þetta er að líkindum
met.
Hvað vissi Össur?
Björn Bjarnason gerir sér mat úr Mogga-
greinum Margrétar S. Björnsdóttur og
Björgvins G. Sigurðssonar á heimasíðu
sinni. Margrét skrifaði að Samfylkingin
ætti að stefna að stjórnarsamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu kosningar
en Björgvini hugnast þær hugmyndir illa.
Margrét er jafnan sögð náinn samverka-
maður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur en
Björgvin er talinn til helstu samherja Öss-
urar Skarphéðinssonar. Björn segir grein
Björgvins skrifaða með vitneskju Össurar
en því mótmælir Björgvin og segir Össur
fyrst hafa vitað um hana þegar hann las
hana í Mogganum. Er nú beðið frekari
útlistinga Björns á því sem Össur veit og
veit ekki.
Hvað gerir Siv?
Enn er beðið ákvörðunar Sivjar Friðleifs-
dóttur um framboð til æðstu embætta
innan Framsóknarflokksins. Siv er þessa
dagana í sumarleyfi austur á landi og
dundar sér við veiðar og tilheyrandi.
Haukur Logi Karlsson er enn sem komið
er eini frambjóðandinn til ritaraembætt-
isins, sem Siv gegnir nú. Haukur Logi er í
hópi helstu aðdáenda Sivjar og bloggar á
síðunni sinni hálfgert ákall til hennar um
að gefa kost á sér í embætti formanns og
segir það mjög spennandi ef hún gæfi
flokksmönnum annan og öðruvísi valkost
en Jón Sigurðsson. Haukur Logi er hissa
á að Guðni Ágústsson hafi ekki boðið
sig fram í embættið þar sem hann hefði
átt sigurinn vísan. „Alveg ótrúlega margir
geta ekki hugsað sér flokk undir
forystu manns sem telur sig á
æðra tilverustigi en annað fólk,“
segir Haukur Logi meðal annrs
og vísar þar til orða Jóns í
viðtali við Helga Seljan á
NFS. bjorn@frettabladid.is
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
Sögurnar, tölurnar, fólki›.