Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. ALLT AÐ SMELLA, BARBABRELLA Í búðinni Sipa á Laugavegi eru seldar alls kyns skemmti- legar barnavörur HEIMILI 6 TÍGRISDÝR OG BLÓM Á FINGUR OG EYRU Verslunin Aurum í Banka- stræti selur skemmtilega og nýstárlega skartgripi eftir ungan finnskan hönnuð TÍSKA 4 GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 20. júlí, 201. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.55 13.34 23.10 Akureyri 3.14 13.19 23.20 Rafha heimilistækjaverslun hóf útsölu sína í gær. Hægt er að fá heimilistæki á góðum afslætti eða allt að 70 prósentum. Á útsölunni er allt frá digital eldhúsvogum að keramik- helluborðum og ísskápum. Verslunin verður opin um helgina í tilefni af útsölu. Meðferðarstofnun fyrir tölvu- leikjafíkla var nýlega opnuð í Hollandi. Boðið verður upp á átta vikna meðferð fyrir þá sem ráða ekki lengur við tölvuleikja- notkun sína. Læknar við stofnun- ina áætla að allt að 20 prósent þeirra sem spila tölvuleiki eigi á hættu að þróa með sér fíkn. Útsölur eru nú í algeru hámarki. Langflestar búðir eru komnar af stað í afsláttarkapphlaupinu og flestar verslanir Kringlunnar, Smáralindar og á Laugavegi og víðar boða nú enn meiri lækkun á vörum sínum. Um að gera að nota þessa síðustu daga til að gera kjarakaup. ALLT HITT [ TÍSKA HEIMILI HEILSA ] Tvær nýjar verslanir hafa opnað í Kringlunni Joe Boxer nýtur mikilla vinsælda á Íslandi. Til marks um það var þriðja verslunin undir merki þess opnuð á 2. hæð Kringlunnar fyrir skemmstu. Nærbuxur eru sem fyrr aðalsmerki verslunarinnar þótt þar séu föt á alla fjölskylduna, frá 6 mánaða og upp úr. Fyrir skömmu var önnur Levis-verslun opnuð á Íslandi, nú á jarðhæð Kringlunnar en fyrir er ein verslun í Smáralind. Levis er hluti af erlendri fatakeðju sem hefur um langt skeið verið rekin við miklar vinsældir enda þekkt fyrir vandaðan gallafatnað á alla fjölskylduna. Joe Boxer og Levis í Kringlunni Hrund Ósk Árnadóttir á rósótta skó sem amma hennar keypti í stíl við sófasettið. „Ég hef mjög gaman af rósóttu skónum sem amma gaf mér,“ segir Hrund Ósk Árnadóttir söngkona þegar hún er spurð um flík í uppáhaldi. „Við amma vorum ein- hvern tímann að tala um skó heima hjá henni þegar ég rak augun í þessa. Mér fannst þeir svo geggjaðir að hún bara gaf mér þá. Amma hafði keypt þá í Ástralíu fyrir 30 árum þar sem henni þótti svo skemmtilegt að efnið var í stíl við áklæðið á sófasettinu,“ segir Hrund hlæjandi. „Skórnir eru bara eiginlega nákvæmlega eins og sófasettið hennar ömmu.“ Þrátt fyrir að eiga mjög vel við sófann voru skórnir lítið notaðir þar til Hrund fékk þá í sínar hendur. „Kannski fannst ömmu þeir eftir allt of líkir sófanum,“ segir Hrund. „Venjulega setur þú ekki sama áklæðið á skó og þú setur á sófa en þetta kom bara vel út og skórnir eru alveg magn- aðir.“ Þessum forláta skóm fylgdi jafnframt belti sem Hrund hefur þó lítið notað. „Belt- ið er ekki eins töff og skórnir, þó sama efni sé fyrir hendi. Þetta er samt skemmtileg samsetning, hver veit nema ég birtist ein- hvern tímann í belti og skóm sem eru bara alveg eins og sófinn hennar ömmu?“ Hrund hefur um fleira en skó að hugsa þessa dagana. „Við vorum að taka upp Þjóð- hátíðarlagið 2006 sem ég syng en lag og texti eru eftir Magnús Eiríksson. Einnig er plata með írskum þjóðlögum í bígerð og síðan fer ég í Söngskólann næsta haust og reyni að klára framhaldsstigið mitt.“ mariathora@frettabladid.is Skórnir í stíl við sófasettið Skórnir sem Hrund fann heima hjá ömmu sinni eru blómlegir og sumarlegir. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA veistu hvers ég myndi óska mér ... reyndu að giska á ... hvers eðlis þessi ósk mín er ...Ef ég ætti eina ósk ... Skyr.is-drykkurinn er fljótleg og holl næring fyrir þá sem vilja styrkja líkamann og lifa heilbrigðu lífi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.