Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 28
[ ]
Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776
Útsalan er hafin!
Bolir – nærfatnaður – barnaföt
20-60% afsláttur
Skart
sem tekið er eftir
Smáralind, sími 5288800, www.drangey.is
Trind handsnyrtivörur alltaf no. 1
Nú Nýtt
Nail Antibite til að For Girls Only Traveling set
Hætta að naga neglur. Aðeins fyrir stelpur ferða sett
Útsala
Meiri
lækkun
20%
auka afsláttur
Mildir en áhrifaríkir andlitsdjúphreinsi-
klútar sem fjarlægja andlitsfarða og
eru góðir fyrir húðina.
Náttúrulegir ávaxtakjarnar (AHA) djúp-
hreinsa húðina, B5 próvítamín vernda
hana og næra og Kamillukjarni róar húð-
ina. Klútarnir innihalda enga olíu og stífla
þar af leiðandi ekki svitaholurnar. Of-
næmisprófaðir.
Andlitshreinsiklútar sem innihalda sér-
staka blöndu af andoxunarefnum til
þess að hægja á öldrun húðarinnar:
Coensím Q10, beta glucan, vínberjakjarna-
olía, kjarni úr grænu te og E vítamín. Sæt
möndluolía og B5 próvítamín gefa húð-
inni raka og vernda hana. Klútarnir eru
mildir en áhrifaríkir og henta sérstaklega
til hreinsunar á augnfarða.
Frískandi skrúbbandlitshreinsiklútar.
Klútarnir fjarlægja dauðar húðfrumur
og hreinsa húðina án þess að þurrka
hana. Kjarni úr greipávöxtum frískar
upp á húðina og kjarni úr sítrónugrasi
tónar og örvar húðina. Klútarnir inni-
halda einnig B5 próvítamín og kamillu-
kjarna sem gefa húðinni raka og róa
hana. Húðsjúkdómafræðilega prófaðar.
Age DefyingDeep CleansingGentle Exfoliating Herbal Cleansing
Andlitshreinsiklútar sem innihalda
blöndu af lækningajurtum og vítamín-
um til þess að hreinsa, fjarlægja farða
og vernda húðina.
B5 próvítamín verndar og gefur húðinni
raka, kamillukjarni róar hana. Húðin verð-
ur fersk og heilbrigð útlits. Ofnæmispróf-
aðir.
Fást í öllum helstu apótekum landsins
TRYGGÐU ÞÉR BLAÐIÐ
Í ÁSKRIFT MEÐ
30% AFSLÆTTI
Á AÐEINS 489 KR.
EINTAKIÐ OG FÁÐU
VEGLEGA GJÖF
Í KAUPBÆTI
GLÆNÝTT
VEGGFÓÐUR ER KOMIÐ ÚT
ÁSKRIFTARSÍMI 550 5000 | WWW.VISIR.IS
• Draumahús íslenskra hjóna í Hollandi
• Fjörupikknikk Áslaugar Snorradóttur
• Rómantískt heimili Fjölnis Elvarssonar
og Rósu Svövudóttur
• Dagar Magnúsar Scheving fullir af tækifærum
Litríkar skjólflíkur á litla fólkið.
Verslunin Húfur sem hlæja
hefur flutt sig um set, lokað
á Laugaveginum og opnað í
björtu og fallegu húsnæði á
Skólavörðustíg 18.
„Nú erum við með allt á jarðhæð
svo við þurfum ekkert að hlaupa
upp og niður stiga,“ segir fram-
kvæmdastjórinn Hanna Stefáns-
dóttir glaðlega. Hún er líka ánægð
með að vera komin í hóp þeirra
hönnuða sem hafa hreiðrað um sig
á Skólavörðustígnum og segir
stemninguna vera þannig að versl-
anirnar styðji hver aðra fremur en
vera í harðri samkeppni. „Mér virð-
ist ríkja alveg sérstaklega gott and-
rúmsloft milli fólks hér í götunni.
Það eru bara allir búnir að koma og
heilsa upp á mig og bjóða mig vel-
komna. Mér finnst það ofsalega
indælt,“ segir hún ánægð.
Húfur sem hlæja hafa þegar
hlotið athygli fyrir þá vöru sem
seld er undir merki fyrirtækisins
sem sérhæfir sig í skjólfatnaði úr
þæfðri ull. Nú er framleiðslan öll
komin til Kína og fatnaðurinn á
markað í Noregi, Hollandi og
Belgíu. „Þetta er fyrsta söluárið
okkar erlendis. Við erum með góðar
búðir þar sem eru mjög jákvæðar.
Um leið og við fórum að framleiða í
Kína urðum við að stækka markað-
inn. Ísland er svo lítið og við þurft-
um að taka inn svo stóran lager,“
segir Hanna sem skreppur af og til
út fyrir landsteinana, meðal annars
til Kína. Þó á hún systur búsetta
þar sem sér um framleiðsluferlið.
„Systir mín er mikið í hönnuninni
líka. Við vinnum saman þó við séum
hvor í sinni heimsálfu,“ segir hún.
Að lokum er hún spurð hvort þær
systur hafi einhverjar nýjungar á
prjónunum? „Já, það kemur ný lína
í haust í peysum og töskum og
ýmsu fleiru sem við erum að bæta
við. Sú lína er mest fyrir fullorðna.
Svo erum líka við að fá nýjar teg-
undir af barnahúfum.“ -gun
Mitt á milli húfu og hatts.
Kragar sem verma og prýða.
Hlæjandi á Skólavörðustíg
Nett húfa á nútímakonuna.
Gæðagrifflur.
Vandaðir treflar eru vinsælir fylgihlutir.
Hanna er alsæl yfir að vera komin með verslunina á Skólavörðustíginn .FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Loksins geta tískudrottningar landsins tekið fram stutt-
og hnébuxurnar sínar og sýnt sína fögru leggi.