Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 29

Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 29
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 3 Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Samnefnari fyrir sól og drauma Franska Riverían og St. Tropez hafa löngum verið samnefnari fyrir lúxus og drauma. Fyrir þotuliðið, hvort sem um er að ræða það franska eða alþjóðlega, er St. Tropez ómissandi viðkomustaður yfir sumarið. Í dag er franska suðrið orðið aðgengilegra almenningi en áður, um það vitna tjaldstæði og hjólhýsabyggðir. Alltaf er þó ákveðinn hefðar- sjarmi yfir Provence-alpes-cote d´azur-héraði. Eftir sólbað og sjóferð- ir á einkaströndum eru dregin fram fínu fötin frá tískuhúsunum í París, kampavínið sötrað og næturklúbbarnir þræddir fram á morg- un. Þá er vissara að vera á gestalistanum. Víst er að nóg er af sól um þessar mundir á Ríveríunni. Við höfum séð allt að 36 gráður í skugga í París og enn hærra hitastig í Suður-Frakklandi. Eitt nafn sem við tengjum við sól, hita og lúxus á frönsku Ríveríunni er Riva. Riva er í hraðbátum það sem Ferrari er í bílaiðnaðinum. Tákn glæsileika, hraða og nákvæmni. Saga Riva hófst 1842 með Pietro Riva sem byrjaði að smíða fiskibáta fyrir nágranna sína í smábæ á Ítalíu en það var á þriðja áratug tuttugustu aldar sem Riva varð ómissandi þáttur í kappsiglingum og þá voru slegin heimsmet í hraða. Eftir seinni heimstyrjöldina fór Carlo Riva, ungur verkfræðingur, að hanna báta sem urðu seinna lykillinn að velgengni þessa fjölskyldu- fyrirtækis. Hann byrjaði á að hanna bátalínu í takmörkuðu upplagi og fékk svo frægustu arkitekta til að hanna innbúið. Það var úr viði frá Fílabeinsströndinni og krómi, með stórum leðurstólum líkt og flott- ustu amerísku bílarnir á sjötta áratugunum. V-laga báturinn varð aðalsmerki Riva. Um 1960 mátti sjá allar helstu stjörnurnar, hvort sem var í St. Tropez eða Portófinó í Mónakó, sigla um í þessum bátum og sitja fyrir hjá ljósmyndurum blaðanna. Brigitte Bardot, Kirk Douglas, Rainer af Mónakó, Anita Ekberg, Taylor og Burton eða Huss- ein af Jórdaníu, öll áttu Riva-bát. Seinna, þegar trefjaplast og fleiri léttari efni koma til sögunnar á sjöunda áratug tuttugustu aldar, urðu Riva-bátarnir léttari og enn straumlínulagaðri. Loks, eftir 1970, lét Carlo fyrirtækið úr höndum sér og dró sig í hlé en tók áður þátt í að byggja höfn sem heitir eftir honum. Hún er skammt frá Portófínó þar sem að Riva-bátarnir eru endurbyggðir og sérfræðingar í bátasmíð- um eru þjálfaðir til að halda þeim við. Hver og einn þeirra er nefni- lega varðveittur eins og safngripur þó eigendurnir vilji gjarnan sigla þeim stöku sinnum. Brad Bitt, Matt Damon og George Clooney hafa tekið við af Kirk, Eliz- abeth og Richard. Enn er það toppurinn að láta mynda sig í Riva-bát. www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - AKUREYRI: Glerárgata 32 Bakpokar 15-70 l, verð frá 1.900 kr. Svefnpokar fyrir allar aðstæður verð frá 6.900 kr. Tjöld 2ja - 6 manna verð frá 4.900 kr. Gönguskór margar gerðir Vertu um helgina útivera 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.