Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.07.2006, Blaðsíða 32
[ ] Í búðinni Sipa á Laugavegi 67 eru seldar alls kyns skemmtilegar barna- vörur. Muna ekki vel flestir eftir teiknimyndunum um Barba-fjölskylduna sem naut óhemju vinsælda á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar? Þið vitið, umhverfis- vænu furðuverurnar sem gátu breytt um lögun, auk þess sem þær skáru sig hver frá annarri vegna tiltekins húðlitar og hæfileika. Ein var til að mynda rauð að lit og óhemju sterk, önnur appelsínugul og snjöll, sú þriðja grænt tónlistarséni og svo koll af kolli. Verurnar, eða bar- barnir eins og þær kölluð- ust í daglegu tali, eru nú aftur komnar í tísku, sjálfsagt vegna fortíðar- þrár ungra foreldra sem vilja kynna þær fyrir börn- um sínum. Barbarnir fást nú í ýmsum útgáfum, allt frá bollum upp í fatasnaga, í versluninni Sipa sem sérhæfir sig í barnavörum. -rve Barbapabba-fondúsett á 4.400 kr. Pluto-snagi á 889 kr. Greinarnar eru líka fáanlegar í hvítu. Í Sipa fást einnig Múmínálfa-koddaver á 1.990 kr. stykkið, en rúmið er á 65.000 kr. Barbapabba-geisladiskaskáp- ur á 4.500 kr., en lás fylgir með. Allt að smella, Barbabrella Sterkbyggð pappavagga á 6.900 kr., en dýna fylgir. Það er tilvalið að skrifa einhver skemmtileg skilaboð til barnsins á pappírinn. Það eru fjórar gerðir af Barbapabba- snögum fáanlegar í búðinni, svartur, blár, gulur og appelsínugulur, en stykkið er á 1.900 kr. Barbapabba-kökukrukka á 7.900 kr. Barbapabba-ísskápur á 12.000 kr. Handmáluð Barbamömmu- skál á 3.500 kr. Barbapabba- spegill á 3.600 kr. Nú er mál að njóta hvers einasta sólargeisla, fara út með borðið og stólana og bjóða í kaffiboð úti á svölum eða verönd. LITIR SKIPTIR HÖFUÐMÁLI ÞEGAR HEIMILIÐ ER INNRÉTTAÐ. Það er auðvelt að nota liti til þess að skapa rétta stemningu heima fyrir. Áður en farið er í framkvæmdir er ágætt að hafa í huga að sumir litir stækka rými en aðrir láta það virðast lítið. Þá skipta litir líka höfuðmáli þegar kemur að ljósi og birtu í íbúðinni. 1. Haltu þig við náttúrulega og milda liti ef þú vilt stækka rýmið og láta veggina sýnast lengra í burtu en þeir eru. 2. Hvít málning eða hvítir aukahlutir sem endurkasta birtunni skapa létta stemningu. 4. Notaðu gula málningu eða veggfóðraðu einn vegg í ljósum, björtum lit til þess að stækka herbergið. 5. Notaðu pastelliti ef þú vilt láta þrönga ganga eða lítil baðherbergi virðast rýmri. 6. Hækkaðu loftið með því að nota veggfóður með mjóum hvítum og pastellitum röndum. 7. Veldu húsgöng úr ljósum viði til þess að skapa mýkt og léttleika. Herbergið verður þunglamalegra ef húsgögnin eru dökk. Réttu litirnir Það getur vafist fyrir mönnum að velja réttu litina. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Ljósir gulir tónar gera herbergið hlýlegt og stækka það. Fyrir Brúðhjónin Silkimjúkur svefn í rúmfötum frá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.