Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 46

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 46
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR20 Ármúli 17a BÍLAEIGENDUR TAKI‹ EFTIR Gæ›abón og sápuger›in Alex ver›a me› flvott og léttbón fyrir allar ger›ir bíla. Byrja› ver›ur kl. 17:00 fimmtudaginn 20. júlí Tilbo› fyrir alla sem koma flann dag. Ath. Engir kústar eru nota›ir vi› flrifin Uppl‡singar í síma: 568-4310 Vatnið veitir gleði og skemmtun sérstaklega þegar maður er lítill pjakkur í leikskóla. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Íris María Stefánsdóttir dansar og leikur í sýningunni „Footloose“ þessa dagana. Í sýningunni er að finna ýmsa flotta og skemmtilega búninga frá níunda áratuginum en Íris María heldur sig þó frá axlapúðunum dagsdaglega. 1. Hver er uppáhaldsbúðin þín? Karen Millen. 2. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Það er skemmtilegast að kaupa kjóla eða fínni flíkur. Ég geri það nú sjaldan enda er ég ekki oft í kjólum, en það er gaman þegar ég fæ tækifæri til þess. 3. Verslar þú í útlöndum? Já og þá helst í H og M. Ég vil samt ekkert endilega fá búðina til Íslands. Það er skemmtilegra að hafa hana í útlöndum og geta misst sig í henni þegar maður er á ferðalagi. 4. Einhverjar venjur við innkaup? Ég kaupi eiginlega alltaf skó á útsölum því ég er svo smáfætt og fæ því alltaf mitt númer á útsölunum. Ég bíð því frekar eftir þeim í staðinn fyrir að kaupa þá fullu verði. 5. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaupum? Stundum. Sérstaklega fylgihluti. Ég er til dæmis með æði núna fyrir síðum hálsfestum og splæsi þeim á mig án þess að hika lengi. KAUPVENJUR Kaupi alltaf skó á útsölum ÍRIS MARÍA STEFÁNSDÓTTIR, DANSARI OG DANSKENNARI. SJÓNARHORN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.