Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 27
Það eru greinilega kosningar
framundan, ekki aðeins í forystu
flokka heldur styttist tíminn til
næstu alþingiskosninga og þá eru
síðustu forvöð að bæta ráð sitt
gagnvart hópum sem hafa verið
afskiptir, þótt ef til vill sé heldur
seint í rassinn gripið. Siv Frið-
leifsdóttir heilbrigðisráðherra
kynnti stefnumótun í málefnum
aldraðra á dögunum, – tíu mánuð-
um fyrir kosningar. Gott er að fá
stefnumótun frá ríkisstjórninni
þótt seint sé. Hingað til hefur
málaflokkurinn verið afskiptur í
heilbrigðisráðuneytinu og ástand-
ið í málefnum aldraðra eftir því.
Margir hafa styrkst í þeirri skoð-
un að þennan málaflokk þyrfti að
flytja til ráðuneytis félagsmála
og verkefnin til sveitarfélaganna
í auknum mæli.
Nú vill ráðherra efla heima-
þjónustu, færa heimahjúkrun
undir félagsþjónustuna, þ.e. til
sveitarfélaganna. Hún vill koma
á nætur- og helgarþjónustu í
heimahúsum. Samfylkingin og
þingmenn hennar hafa á Alþingi
hvað eftir annað hvatt til að þetta
verði gert, en án árangurs.
Samfylkingarstefnan nær eyrum
ráðherra
Þingmenn Samfylkingarinnar
hafa lagt sérstaka áherslu á öldr-
unarmálin á þessu kjörtímabili
og sett þau í forgang og nú virðist
sá málflutingur vera að ná eyrum
ráðamanna.
Ég fagna sérstaklega viðsnún-
ingi Sivjar í sambandi við geð-
heilbrigðisþjónustu við aldraða.
Nú ætlar hún að koma á öldrun-
argeðdeild, − gott! Það vildi fyr-
irrennari hennar ekki.
Í vetur kallaði ég eftir því í
fyrirspurnartíma á Alþingi og
svaraði Jón Kristjánsson því neit-
andi, hann taldi ekki þörf á sér-
stakri öldrunargeðdeild, – þótt
þörfin væri mikil samkvæmt
mínum heimildum. Vonandi tekst
Siv að fá fjármagn til þessa
verks.
Nú vill Siv að þeir sem eru í
mestri þörf fái forgang á hjúkr-
unarheimilin, – hún var ekki
alveg viss í vetur þegar ég ræddi
þessi mál við hana á Alþingi. Ég
spurði hana hvort ekki væri nauð-
synlegt að LSH hefði forgang í
innlögnum á fleiri hjúkrunar-
heimili en tvö eins og nú er, til að
leysa vanda 100 aldraðra á spítal-
anum, sem ekki var hægt að
útskrifa. Hún var tilbúin að íhuga
það þá. Það hefur hún greinilega
gert og ég fagna þessum áhersl-
um hennar. Hún vill líka fjölga
fagfólki í þjónustunni og er það
vel. Samfylkingin hefur ítrekað
lagt áherslu á að það verði gert.
Nú vill hún koma á sjúkra-
hússtengdri heimaþjónustu fyrir
aldraða, – sem hún var andvíg í
vetur þegar ég hvatti til að það
yrði gert í fyrirspurnatíma á
Alþingi. Ekki er vanþörf á henni
eins og við í Samfylkingunni
höfum oft bent á. Í vetur voru
heldur ekki til neinar upplýsing-
ar um það hversu oft aldraðir
kæmust ekki heim um helgar
vegna skorts á heimaþjónustu.
Það var oft samkvæmt mínum
upplýsingum og einnig var það
oft ástæðan fyrir því að ekki var
hægt að útskrifa gamalt fólk
heim af sjúkrahúsi.
Blágræna bandalagið – orð án
athafna
Fjölgun hjúkrunarrýma er gam-
alkunnur söngur úr ráðuneytinu;
hann hefur verið ótrúverðugur á
sama tíma og tæplega helmingur
þess fjár sem á að renna til upp-
byggingar hjúkrunarheimila með
skatti til Framkvæmdasjóðs aldr-
aðra hefur farið í annað í ellefu
ára stjórnartíð blágrænu flokk-
anna tveggja, Bé og Dé. Skyldi
Siv ná að breyta þessu fyrir kosn-
ingar? Ekki er von á úrbótum í
hjúkrunarmálunum fyrr en eftir
þær, miðað við núverandi áætlun.
Vonandi fylgja athafnir orðum
ráðherrans nú.
Upplýsingagjöf og ráðgjöf við
aldraða og aðstandendur þeirra á
að auka, en í þeim efnum er víða
pottur brotinn eftir ellefu ár
Framsóknar yfir málaflokknum.
Ekki er ólíklegt að hin öflugu
samtök aðstandenda aldraðra,
AFA, með Reyni Ingibjartsson í
fararbroddi, og Félag eldri borg-
ara undir styrkri forystu Mar-
grétar Margeirsdóttur hafi náð
eyrum ráðherrans í þessum
efnum nú á síðustu vikum og
mánuðum.
Ráðherra ætlar að berjast
fyrir fjárveitingum til að ná
þessu fram. Þar reynir á vilja
samstarfsflokksins í blágræna
bandalaginu, en fjármálaráð-
herra hefur mikið um það að
segja.
Nú er að sjá hvernig fjárlaga-
frumvarpið, það síðasta fyrir
kosningar, mun líta út í þingbyrj-
un. Ef áform Sivjar eiga að verða
að veruleika verður að veita fé til
þeirra í fjárlögum.
Ella er þetta bara tómt tal, án
efa til þess ætlað að plata kjós-
endur til fylgis við sig í von um
að þeir séu búnir að gleyma
aðgerðaleysinu í málefnum aldr-
aðra undanfarin tólf ár.
Ásta R. Jóhannesdóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
Tómt tal án fjármagns
UMRÆÐAN
HEILBRIGÐISMÁL
ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR
ALÞINGISMAÐUR
Ég fagna sérstaklega viðsnún-
ingi Sivjar í sambandi við
geðheilbrigðisþjónustu við aldr-
aða. Nú ætlar hún að koma á
öldrunargeðdeild, – gott! Það
vildi fyrirrennari hennar ekki.
Hingað til hefur mála-
flokkurinn verið afskipt-
ur í heilbrigðisráðu-
neytinu og ástandið í
málefnum aldraðra eftir
því.
Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi
• Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík
• Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki
• Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi
• Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík
Sérfræðingar
í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður
Baldvin Már Frederiksen málarameistari
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
M
A
L
32
66
3
0
5/
20
06
„Áður en þú velur málninguna, sem þú ætlar að nota,
skaltu athuga hvort hún sé gerð fyrir íslenskar aðstæður.
Íslenskt veðurfar er gjörólíkt því sem menn eiga að venjast erlendis.
Þess vegna nota ég alltaf útimálningu frá Málningu hf.“
Baldvin Már Frederiksen, málarameistari
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI