Fréttablaðið - 20.07.2006, Síða 48
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR28
og fólk
? Vissir þú?að Baldur frá Bakka á 369 skráð
afkvæmi? Þar af eru 44 komin með
fyrstu einkunn en hæst dæmda af-
kvæmið er Depill frá Votmúla sem
hlotið hefur 8,57 í aðaleinkunn.
www.worldfengur.com
Olil Amble sigraði síðustu helgi í fjórgangi á
Íslandsmeistaramótinu á stóðhestinum Suðra
frá Holtsmúla. Þetta er í þriðja sinn á fjórum
árum sem þetta glæsilega par hampar titlinum.
„Suðri er gullfallegur, viljugur klárhestur með
tölti og er mjög sterkur persónuleiki.“ Þannig
lýsir Olil Suðra sem hún hefur þjálfað á fimmta
ár en áður var hann taminn í Holtsmúla þar
sem hann er fæddur. Innt að því hvort þjálfunin
hafi verið eintómur dans á rósum neitar hún því
og játar að hafa oft lent í hremmingum. „Þetta
er hreyfingarmikill hestur og mikill persónuleiki.
Þegar maður hefur verið með hest svona lengi
þá er maður farinn að þjálfa inni á einhverju
sviði sem maður hefur aldrei verið á áður sem
knapi. Maður er farinn að ríða á afleiðingum
þjálfunarinnar og í þessari þróun getur enginn
sagt þér hvað er eðlilegt og hvað ekki. Maður
þarf að þreifa sig áfram og lendir þá stundum
í ógöngum sem maður þarf að bakka út úr og
finna nýja leið,“ útskýrir Olil sem er þó mjög
sátt við útkomuna enda segir árangurinn sína
sögu. „Við höfum náð sáttum og ég held
að hesturinn hafi þróast mjög vel á milli
ára og sé alltaf að verða betri.“
Það sem fólk tekur helst eftir hjá Suðra
er glæsilegt og hreyfingarmikið brokkið.
Spurð að því hvernig
hægt sé að ná fram
slíku brokki svarar
Olil því til að þetta sé
meðfætt. „Hæfileikinn
er meðfæddur en síðan
er það knapans að láta
hestinn halda hæfileik-
anum og jafnvel þróa
hann og magna. Það
vona ég að ég hafi
gert,“ segir Olil sem stefnir með Suðra á heims-
meistaramótið á næsta ári. Hún segir algera
sátt ríkja meðal eigenda hestsins um það enda
hafi það verið ákveðið strax þegar Jón Ólsen og
Erla kona hans keyptu helminginn í hestinum
af Holtsmúlabúinu.
Ekki er búið að selja hestinn en Olil telur
að það verði leikur einn að selja hann að
loknu mótinu.
Ekki er dauður punktur í lífi Olil
sem undirbýr nú utanför með
landsliði Íslands á Norður-
landamót þar sem hún
mun starfa sem
þjálfari og aðstoð-
armaður Hafliða
Halldórssonar
landsliðseinvalds.
HESTAMAÐURINN: OLIL AMBLE
Stefnir með Suðra á heimsmeistaramót
MYND/HESTAR, AXEL
Hestamannafélagið Smári heldur
árlega gæðingakeppni á Murneyri
næstkomandi laugardag 22. júlí.
Þetta er í síðasta sinn sem slík
keppni verður haldin á Murneyri.
Guðni Árnason, formaður hesta-
mannafélagsins, segir keppnina á
Murneyri eiga sér áratuga langa
sögu. „Margir eiga mjög góðar
minningar frá Murneyrarmót-
um,“ segir Guðni og bætir við að
Murneyrarmótið hafi ávallt verið
stórt og veglegt. Hins vegar hafi
á síðustu árum orðið mikil þróun
í hestamennsku. Fólk keyri lang-
ar leiðir til að keppa á hestum og
fara með hryssur undir stóðhesta.
„Þá voru Sleipnismenn alltaf með
okkur í þessu. Þeir eru hins vegar
komnir með toppaðstöðu á Sel-
fossi og hafa því ekki tekið þátt
í mótinu undanfarin ár. Þó að í
hestamannafélaginu Smára séu
um 130 félagar þá ber það sig ein-
faldlega ekki að halda úti völlum
í hverju sveitarfélagi eins og var
áður,“ segir Guðni en framtíð-
arkeppnissvæði Smára verður á
Flúðum. „Ef nafni minn landbún-
aðarráðherra lætur okkur hafa
styrk til reiðhallarbyggingar eins
og hefur verið beðið eftir, verður
hún byggð á Flúðum,“ segir Guðni
og bætir við að á vegaáætlun sé
komin brú yfir í Reykholt sem
stytti ökutímann frá Reykholti á
Flúðir niður í fimm mínútur.
„Þetta var einfaldlega orðið
barn síns tíma,“ segir Guðni
áfram um Murneyrarmótin en
hestamannafélagið hafði svæð-
ið á leigu. Hvað verður um það í
framtíðinni er undir landeiganda
komið.
Síðasta Murneyrarmótið á laug-
ardaginn stendur aðeins þennan
eina dag og lýkur með kvöldvöku
með varðeldi.
Murneyrarmótið haldið í síðasta sinn:
Barn síns tíma
FRÁ MURNEYRARMÓTI Margir eiga mjög góðar minningar frá Murneyri. Hér eru sigurvegar-
ar í tölti á Murneyrarmóti árið 1978. FRÉTTABLAÐIÐ/VORSABÆR 2
Þórarinn Eymundsson og
Kraftur frá Bringu unnu
einstætt afrek á nýafstöðnu
Íslandsmóti. Þeir sigruðu
bæði í fimmgangi og tölti
meistara, en það mun ekki
hafa gerst áður að sama
par hampi þessum tveimur
titlum.
„Maður vinnur náttúrulega ekki
Formúluna á Skóda,“ segir Þór-
arinn Eymundsson sem vann það
einstæða afrek á Krafti frá Bringu
að sigra bæði í fimmgangi og tölti
meistara á nýafstöðnu Íslandsmóti.
Þetta er í fyrsta skipti sem sama
par sigrar báðar þessar greinar
á Íslandsmóti. Þeir hlutu 8,50 í
einkunn í tölti og 7,98 í fimmgangi.
Spurður hver sé galdurinn á
bak við árangur af þessu tagi segir
Þórarinn það fyrst og fremst vera
góðan undirbúning hests og knapa.
Kraftur sé hreinn snillingur eins
og best hafi sýnt sig á mótinu.
„Það eitt dugir þó ekki til. Það
verður að vera gott samspil milli
manns og hests,“ heldur Þórarinn
áfram. „Þarna þurfa margir þættir
að koma saman. Þjálfunin þarf að
vera rétt og hesturinn þolinn, sem
er mjög mikilvægt þegar verið er
að taka tvær greinar saman. Þá
þarf tæknilega hliðin að vera í lagi,
þannig að hægt sé að stilla hestinn
milli gangtegunda á réttum tíma
og svo framvegis.“
Þórarinn útskýrir að hugsa
þurfi sérlega vel um alla þætti
sem snúi að líkamlegu og andlegu
ástandi hestsins. Þá sé ekki síður
mikilvægt að knapinn sé sjálfur í
jafnvægi. Hann þurfi að vera vel
úthvíldur og einbeitingin í góðu
lagi.
„Úrslitin ráðast að miklu leyti
utan vallar. Upphitun þarf að fara
rétt fram og að hún leiði það af
sér að hestur og knapi séu búnir
að stilla sig rétt inn þegar farið
er í brautina, þannig að báðir viti
hvað stendur til. Einbeiting hests
og knapa er gríðarlega mikilvæg.
Þarna eru mörg smáatriði sem
þurfa að falla saman. Samhæfa
þarf hreyfingar knapans, sem eru
að vísu ekki miklar. En þær þurfa
að eiga sér stað á réttu sekúndu-
broti, á hárréttu augnabliki. Ég
náði þessu þarna um helgina. Hest-
urinn var einbeittur og þá náðum
við að sýna okkar bestu hliðar.“
Þórarinn segir enga eina for-
múlu fyrir því hvernig best sé að
hita hest upp fyrir keppni. Sál-
fræðiþátturinn sé stór. Knapinn
þurfi að skynja hvað hesturinn sé
að hugsa og geta brugðist við því.
Það sé einmitt það sem geri keppni
í hestaíþróttum svo flókna sem
raun ber vitni.
Sjálfur kveðst Þórarinn nú ætla
að taka sér sumarfrí. Hann ætlar
sér svo að halda áfram að keppa
á hryssunni Ester frá Hólum sem
hann vann 100 metra flugskeiðið á
á Íslandsmótinu. jss@frettabladid.is
ÞÓRARINN OG KRAFTUR FRÁ BRINGU Sigurhringurinn var farinn með glæsibrag, enda
einstæður árangur að baki. MYND/HESTAR, AXEL
Maður vinnur ekki Formúlu á Skóda
Norðurlandamótið hefst mánudaginn
24. júlí og stendur til 30. júlí. Mótið
er að þessu sinni haldið í Herning í
Danmörku en skemmst er að minnast
heimsmeistaramótsins sem haldið var
þar með glæsibrag árið 2003.
Íslenska landsliðið er skipað tíu
knöpum í fullorðinsflokki, fimm í flokki
ungmenna 16-21 árs og þremur ungling-
um. Margir hestanna eru fengnir að láni
fyrir Íslendingana enda ekki hlaupið að
því að flytja hross út á slík mót.
Hafliði Halldórsson er landsliðsein-
valdur en honum til halds og trausts
verður Olil Amble.
Einar Ragnarsson var ráðinn
yfirdómari en íslenskir dómarar verða
Pétur Jökull Hákonarson og Sigurður
Kolbeinsson.
Á mótið koma keppendur frá Íslandi,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og
Danmörku.
■ Norðurlandamótið hefst á
mánudag
Hólaskóla
bárust í vor 167
umsóknir um
námsvist og
hafa þær aldrei
verið fleiri.
Ákveðið var að
fjölga nemendum í hrossaræktardeild
en þar giltu áður fjöldatakmarkanir. Það
jókst því mjög fjöldi umsókna í deildina.
Hefja um þrjátíu nemendur nám í hest-
afræðum og leiðbeinendanámi í haust.
Áhugi er á að auka fjölda nemenda á
næstu árum. Bygging nýs 200 hesta
hesthúss ásamt reiðaðstöðu gerir þetta
kleift og er áætlað að byggingunni verði
lokið í sumar.
■ Nemum fjölgar í Hólaskóla
Við höldum með þér!
Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna
Komdu v
ið á næs
tu Olís-s
töð
og fáðu
stimpil í
Ævintýr
akortið
– og æv
intýragl
aðning í
leiðinni
.
Vertu m
eð í allt
sumar!