Fréttablaðið - 20.07.2006, Qupperneq 52
20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR32
timamot@frettabladid.is
LEGSTEINAR
OG FYLGIHLUTIR
Í MIKLU ÚRVALI
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á
netfangið timamot@frettabladid.is.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Rebekka Sigríður
Þóroddsdóttir
Skarðshlíð 29b, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn
15. júlí. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimm-
tudaginn 20. júlí kl. 13.00.
Gunnþór Kristjánsson
Jakobína Þórey Gunnþórsdóttir
Kristján Gunnþórsson Jónína Helgadóttir
Þóroddur Gunnþórsson Lilja Marinósdóttir
Sveinmar Gunnþórsson Kristín Pálsdóttir
Eyþór Gunnþórsson Soffía Valdimarsdóttir
Jóhanna Gunnþórsdóttir Brynjólfur Lárentínusson
Ragnar Gunnþórsson Sigrún Geirsdóttir
Haraldur Gunnþórsson Hallfríður Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
40 ára afmæli
Ollý fertug 21. júlí
Af því tilefni býður hún ættingjum
og vinum til veislu að heimili sínu
Kirkjulandi á Kjalarnesi föstudaginn
21. júlí sem hefst kl. 20.
Þú kemur ef þú kemur, annars
kemur þú ekki.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Örn J. Petersen
Hybenvænget 10, Sorö, Danmörk,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. júlí.
Jarðaförin auglýst síðar.
Berglind Ólafsdóttir
Sandra Bragadóttir Mikael Jörgensen
Hrafnhildur Arnardóttir
Arnór Dan Arnarson
Karen Arnardóttir
Heiðdís Arnardóttir
Ágústa Marý
Innilegustu þakkir sendum við öllum
þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Agnars Guðmanns
Guðmundssonar
múrarameistara, Haðarlandi 15, Reykjavík.
Guðrún Valdimarsdóttir
Sigurbjörg Edda Agnarsdóttir Benóný Eiríksson
Svanhildur Agnarsdóttir Hafliði Sigtryggur
Magnússon
Agnar Rúnar Agnarsson Guðlaug Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
AFMÆLI
MERKISATBURÐIR
1917 Corfu-yfirlýsingin er
gefin út en hún hvatti til
stofnunar sameinaðs ríkis
Júgóslavíu.
1944 Nokkrir leiðtogar úr þýska
hernum reyna að ráða
Adolf Hitler af dögum.
1968 Skrúfað er frá vatnsleiðslu
sem hafði verið lögð til
Vestmannaeyja.
1973 Stofnfundur Flugleiða er
haldinn en félagið varð til
við sameiningu Flugfélags
Íslands og Loftleiða.
1976 Víkingur 1 snertir jörð á
Chryse Planitia á Mars.
1989 Hvalveiðum lýkur þegar
síðasti hvalurinn kemur
á land í hvalstöðinni í
Hvalfirði.
1992 Václav Havel segir af sér
sem forseti Tékkóslóvakíu.
CARLOS SANTANA
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1947.
„Ég hlæ vegna þess að ég veit
hver leyndardómur lífsins er.
Leyndarmálið er að ég hef
staðfest tilveru mína. Ég veit
að ég er meira virði en húsið
mitt, bankareikningurinn minn
eða hvaða dauður hlutur sem
er.“
Carlos Santana er mexíkóskur tónlistar-
maður sem gerði garðinn frægan með
hljómsveitinni Santana.
Á þessum degi árið 1969 lenti
geimfarið Apollo 11 á tunglinu
með þá Neil Armstrong, Edwin
Aldrin og Michael Collins innan-
borðs. Þremenningarnir lögðu
af stað hinn 16. júlí og fjórum
dögum síðar stýrði Armstrong
geimfarinu niður á suðvestur-
hluta tunglsins. Rúmum sex
tímum síðar steig Armstrong á
yfirborð tunglsins fyrstur manna
og sagði: „Þetta er lítið skref
fyrir einn mann en risastökk
fyrir mannkynið.“
Þeir Armstrong and Aldrin
fóru út úr tunglferjunni og eyddu um tveimur
klukkustundum í tunglgönguna og tóku fjölda
mynda og sýnishorn af yfirborði tunglsins. Þriðji
geimfarinn, Michael Collins,
beið hins vegar eftir þeim inni í
geimfarinu. Eftir að hafa dvalið á
tunglinu í 21 klukkustund og 36
mínútur lögðu þeir af stað heim
til jarðar og lentu á Kyrrahafinu
hinn 24. júlí.
Viðburðurinn vakti gríðarlega
athygli og er talið að yfir 600
milljónir manns hafi horft á hann
í sjónvarpi. Almenningur fagnaði
geimförunum þremur hinn 13.
ágúst og skrúðgöngur þeim
til heiðurs voru farnar í New
York, Chicago og Los Angeles.
Þeir ferðuðust einnig til 25 landa, meðal annars til
Englands þar sem þeir hittu Elísabetu Englands-
drottningu.
ÞETTA GERÐIST 20. JÚLÍ 1969
Menn lenda á tunglinu
„Þetta leggst rosalega vel í mig og ég
hlakka til að takast á við þetta. Þetta er
krefjandi en um leið mjög spennandi
en ég er búin að starfa hérna í fimm ár
hjá Fróða og hjá Nýju lífi þannig að ég
veit alveg út í hvað ég er að fara,“ segir
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, sem nýlega
tók við ritstjórn tímaritsins Nýs lífs.
„Ég hef verið blaðamaður í fimm ár og
þar af ritstjórnarfulltrúi í tvö ár,“ segir
Heiðdís en hún er píanókennari að
mennt.
Spurð hvort einhverjar breytingar
verði á blaðinu með tilkomu nýs rit-
stjóra segist Heiðdís ætla að gera ein-
hverjar smábreytingar en annars séu
miklar breytingar ekki á döfinni. „Það
er engin ástæða til að stökkbreyta
Nýju lífi, blaðið gengur vel og hefur
gert undanfarin ár en það verða ein-
hverjar áherslubreytingar, eins og allt-
af þegar nýtt fólk tekur við.“
Áður en Heiðdís tók til starfa hjá
Nýju lífi vann hún sem píanókennari í
tvö ár en þegar auglýst var eftir blaða-
manni á tímaritinu sló hún til og sótti
um starfið. „Nei, ég kom nú eiginlega
alveg græn inn í þetta þannig, ég hafði
bara aðeins verið að skrifa fyrir sjálfa
mig en ekkert verið að flagga því
neitt,“ segir Heiðdís spurð um reynslu
sína af ritstörfum. „Blaðamennska er
nú þannig að það er kostur að fólk hafi
sem fjölbreyttastan bakgrunn, en
annað hvort er maður góður penni eða
ekki,“ segir hún.
„Pínóleikarinn blundar alltaf í mér
og mér fannst rosalega gaman að
kenna þegar ég var að því,“ segir Heið-
dís en hún lauk áttunda stigi í píanóleik
frá Tónlistarskólanum á Sauðárkróki
og píanókennaraprófi frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík.
„Við reynum að velja fólk hérna inn
sem getur nánast hvað sem er,“ segir
Heiðdís en á blaðinu starfa þrír blaða-
menn ásamt henni. Hún segir að sig
hafi aldrei grunað að hún ætti eftir að
verða blaðamaður en segist hafa lesið
Nýtt líf af miklum áhuga þegar hún
var yngri. „Þetta er ofboðslega
skemmtilegt, maður veit aldrei hvað
dagurinn ber í skauti sér þegar maður
mætir í vinnuna og maður er alltaf að
hitta nýtt fólk. Maður lærir mikið í
þessu starfi,“ segir Heiðdís að lokum.
gudrun@frettabladid.is
HEIÐDÍS LILJA MAGNÚSDÓTTIR: NÝR RITSTJÓRI NÝS LÍFS
Krefjandi og spennandi starf
ÚTFARIR
13.00 Björg Ágústsdóttir verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
13.00 Eyjólfur Thoroddsen, Boða-
granda 4, Reykjavík, verður jarð-
sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík.
13.00 Halldór Snorrason, fyrrver-
andi útgerðarmaður, Kleppsvegi
62 (áður Eikjuvogi 19), verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju.
13.00 Valgarður Stefánsson,
Bræðraborgarstíg 23, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni.
13.30 Rebekka Sigríður Þórodds-
dóttir, Skarðshlíð 29b, Akureyri,
Brian Pilkington
myndlistarmaður er
56 ára.
Ásta Sighvats Ólafs-
dóttir leikkona er
34 ára.
HEIÐDÍS LILJA MAGNÚSDÓTTIR, NÝR RITSTJÓRI NÝS LÍFS Ætlar ekki að gera miklar breytingar á blaðinu enda gangi það vel en hún á von á því að einhverjar
áherslubreytingar verði. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju.
15.00 Guðmundur S. Ármanns-
son, byggingameistari, Seljugerði
4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju.