Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 55

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 55
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 35 50-70% afsláttur af öllum útsöluvörum Nýtt kortatímabil Blússur 1500kr. 4990kr. Toppar 1500kr. 6990kr. Gallabuxur 2000kr. 6990kr. Hörbuxur 2000kr. 4990kr. KRINGLUNNI Veitingastaðurinn Þrír Frakkar kúrir á kyrrlátum stað, neðarlega á Baldursgötunni, og hefur getið sér slíkt frægðarorð að flestir ferðamenn sem koma til Íslands líta á það sem jafnnauðsynlegt að heimsækja Þrjá Frakka og að skoða Gullfoss og Geysi. Það eru einkum hugkvæmni og matreiðslusnilld Úlfars Eysteinssonar sem hafa aflað Þrem Frökkum slíkrar frægðar. Hugkvæmnin lýsir sér í því að bjóða upp á hrátt hvalkjöt sem er stranglega forboðinn ávöxtur í flestum öðrum löndum, og matreiðslusnilld Úlfars sést af því að hann átti ásamt öðrum góðum kokkum stóran þátt í að kenna Íslendingum að fiskur er veislu- kostur - meira að segja plokkfiskur er sælgæti. Það er best að koma sér beint að efninu. Forréttur- inn hrár hvalur með japanskri piparrót og soyasósu (1.490 kr.), meyr eins og iðrandi syndari, er algjört sælgæti. Sömuleiðis taðreyktur Skútustaðasilungur (1.590 kr.). Hina fornlegu plastprjóna sem fylgdu hvalnum mætti endurnýja. Aðalréttir voru pönnusteiktur saltfiskur með furu- hnetum, rúsínum og eplum (2.700) sem var mátulega útvatnaður og vel matreiddur. (Hvítvínsglas með kost- aði 800 kr). Smjörsteikt smálúða með humri og humar- sósu (3.100) var ágæt út af fyrir sig, en setti talsvert niður við að vera borin fram með forsoðnum vatnsósa kartöflum sem ekki voru verðugir fylgifiskar hinnar göfugu smálúðu. Eftirréttir voru metnaðarlítill vanilluís (850) sem gerði skyldu sína og boldangssneið af framagjarnri skyrtertu (950) sem vakti meiri athygli. Einnig er hægt að fá eftirrétt hússins „sviðið skyr“ (skyr bru- lee), sem er skemmtilegt tilbrigði við hinn heims- fræga „sviðna rjóma“ (creme brulee). Og kaffið var gott! Það var allt að því kraftaverk hversu stuttan tíma þessi máltíð tók. Þjónustan var vingjarnleg og hröð án þess að það væri asi á fólkinu. En það vildi ég óska að öll veitingahús með snefil af metnaði sæju gestum sínum fyrir alvöru munnþurrkum, því að þunnar pappírsservíettur detta samstundis á gólfið við minnstu hreyfingu - og þótt það sé í sjálfu sér ekki mikið verk að teygja sig eftir servíettunni er maður hikandi við að þurrka sér um munninn á einhverju sem maður hirðir upp á gólfinu. Matargestir voru flestir kátir mjög og svo háværir að glymjandin inni í þessu litla rými var við hættumörk. ATH: Í síðasta MEÐ HNÍF OG GAFFLI misritaðist fyrirsögn við umfjöllun um Lækjarbrekku. Prentvillu- púkinn skrifaði GAMALT. Höfundur skrifaði hins vegar GAMALT OG GOTT. Frægur hvalastaður Með hníf og gaffli > Þráinn Bertelsson Þrír Frakkar Baldursgötu 14 101 Reykjavík Máltíð fyrir tvö á Þrem Frökkum kostaði 12.180 kr. Plúsarnir eru heimilislegt umhverfi, góð þjónusta og áhersla og augljós kunnátta í meðferð fiskrétta - og hvalkjöts. Mínusarnir eru skortur á metnaði til að gera góðar máltíðir frábærar, samanber vatnsósa kartöflur og ódýrar pappírs- servíettur. Vegfarendur í miðborg Reykjavík- ur hafa margir hverjir rekið augun í svarthvít plaköt á dönsku með fyrirsögnum á borð við: „Hvorfor er Laugavegur en unik gade?“ og „Hvad skal vi bruge Hljómskála- garðurinn og Vatnsmýri til?“ sem hanga nú víðsvegar um borgina. Það er danski arkitektinn Tanja Jordan sem á heiðurinn af þessum veggspjöldum en hún býr nú í Reykjavík gagngert til þess að kanna viðhorf Íslendinga til mið- borgarinnar. Tanja býður fólki að taka þátt í umræðum á vefslóðinni www.urbanaffair.blogspot.com en þar mun hún einnig kynna eigin hugmyndir sem nýst gætu borgar- yfirvöldum við þróun miðborgar- innar. Þetta uppátæki Tönju er liður í verkefni á vegum NIFCA (Nordic Institute for Contempor- ary Art) sem kallast Social Per- spectives on Architeture and Design. Fleiri arkitektar og hönnuðir eru í öðrum borgum að vinna að sama verkefni en taka þó ekki sama pól í hæðina og Tanja. „Það er svo margt að gerast í Reykjavík um þessar mundir, breytingar sem eru mjög spennandi en hafa einnig mjög mikil áhrif á þróun borgar- innar og munu breyta henni,“ segir Tanja, sem vill sjá meiri umræðu um þróun miðborgarinnar hvað varðar Laugaveginn, Vatnsmýr- ina, höfnina og Hljómskálagarð- inn. „Í Kaupmannahöfn eru venju- lega mjög líflegar umræður í kringum ný verkefni og þar er venja að íbúar og arkitektar vinni saman að þróun hugmynda,“ segir Tanja, sem er 36 ára gömul og stundar sjálfstæðan rekstur í Kaupmannahöfn. Nú þegar hafa nokkrir sagt skoðun sína og komið með hugmyndir að betri miðborg á heimasíðunni en Tanja vonast til þess að hún geti tekið hug- myndirnar saman og komið áleið- is til skipulags- og byggingar- sviðs Reykjavíkur í lok mánaðarins. snaefridur@frettabladid.is Glöggt er gests augað HVERS VEGNA ER LAUGAVEGURINN EINSTÖK GATA? Danski arkitektinn Tanja Jordan hvetur fólk til þess að svara þessari spurningu og öðrum á heimasíðunni www.urbanaffair.blog- spot.com FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.