Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 56

Fréttablaðið - 20.07.2006, Side 56
 20. júlí 2006 FIMMTUDAGUR36 menning@frettabladid.is ! 21. júlí – fös kl. 20 – Uppselt 27. júlí – fi m kl. 20 – laus sæti 28. júlí – fös kl. 20 – laus sæti 17. ágúst – fi m kl. 20 – laus sæti 18. ágúst – fös kl. 20 – laus sæti Á Seyðisfirði 17. – 23. júlí 2006 Laugardaginn 22. júlí frá kl. 13:00 Uppskeruhátíð, Hljómsveitirnar: Fræ, Sometime, Ampop, Biggi Orchestra, Jeff Who?, Ghostigital, Miri, The Foreign Monkeys, Tony The Pony, Benny Cresbo's Gang, og ball með Todmobile. Sjá www.lunga.is �������� �� ��������� ���� ����� �������������������������������� �������������������������������� ��������������������� ���������������� �������������������������������� �������������������������������� ��������������������� �������������������������������� �������������������������������������� ������������������������� ������������� ���������������� � ����������� ���������������� ����� ������������ ����� ������ ������������ ���������������������� �������� ����������� ������������������ ����������������������� �������� ����������� ������������ ��������������� ����������� ������������������� ������ ��������������� ��������������� ������������� ���������� ������������ �������������� ����������� ��������� ������������������������������ ������������ ��� ����� � ���� Föstudag 21. júlí kl. 20 uppselt Laugardag 22. júlí kl. 20 uppselt Sunnudag 23. júlí kl. 15 aukasýning Sunnudag 23. júlí kl. 20 uppselt Föstudag 28. júlí kl. 20 örfá sæti laus Laugardag 29. júlí kl. 20 örfá sæti laus Sunnudag 30 júlí kl 15 aukasýning Sunnudag 30. júlí kl. 20 nokkur sæti laus Föstudagur 4. ágúst kl. 20 Laugardagur 5. ágúst kl 20 Sunnudagur 6. ágúst kl. 15 Sunnudag 6. ágúst kl. 20 Laugardagur 19. ágúst kl 20 Tvíréttaður kvöldverður og leikhúsmiði kr. 4300 - 4800.- Kl. 20.00 Græna-trefilsganga um úti- vistarskóga Skógræktarfélags Hafnarfjarðar í Gráhelluhrauni og Höfðaskógi undir leiðsögn starfsmanna félagsins. Mæting er á stæði við fánaborg við Kaldárs- elsveg við Gráhelluhraun > Ekki missa af... Djangodjass-hátíðinni á Akur- eyri. Margir af færustu tónlistar- mönnunum í þessum músík- geira sækja heim höfuðstað Norðurlands um helgina. sumarsýningu Hafnarborgar sem helguð er hrauninu. Yfir- skriftin „Hin blíðu hraun“ er sótt til meistara Kjarvals en listfræð- ingurinn Jón Proppé hefur valið saman verk eftir fimm íslenska listamenn sem allir vinna með ímynd hraunsins. sumartónleikum í Skálholts- kirkju. Kliðmjúk nútímatónlist, barokk og fleira flott á fornum kirkjustað sem fagnar margföldu afmæli í sumar. Söngvarinn Seth Sharp flytur silfraða söngdagskrá ásamt söngkonunni Védísi Hervöru Árnadóttur á Borginni í kvöld og annað kvöld. Tónleikarnir fara fram á veitinga- staðnum Silfur á Hótel Borg sem er skemmtileg tilviljun því Seth fékk hugmyndina að baki dag- skránni og yfirskrift hennar löngu áður en staðsetningin var ákveð- in. „Þetta var algjör tilviljun, ég kalla dagskrána „Silfur“ sem vísar til blöndu af svörtu og hvítu. Við flytjum íslensk og bandarísk lög og blöndum þeim saman í syrpu, til dæmis flytur Védís lagið „Sofðu unga ástin mín“ og ég syng „Summertime,“ útskýrir Seth Sharp. Hann kveðst hafa tekið eftir ýmsum hliðstæðum í menningu Íslendinga og Bandaríkjamanna, einkum blökkumanna, og vísar þar til harðneskjunnar sem Íslend- ingar bjuggu við, til dæmis fyrir stríð. „Það eru mörg þemu í íslenskri tónlist frá þeim tíma sem hafa líkindi við tónlist blökku- manna og mér fannst fróðlegt að kanna það nánar. Síðan fékk ég styrk frá bandaríska sendiráðinu til þess að halda þessa tónleika.“ Í kvöld og á morgun gefst hlustend- um síðan kostur á að heyra afraksturinn en aðeins tvennir tónleikar eru fyrirhugaðir því söngkonan er á leið aftur til London, þar sem hún dvelur um þessar mundir. Seth útskýrir að þau muni segja ákveðna sögu í gegnum tón- listina en áréttar að sú saga sé alls ekki sorgleg. „Það eru sorgleg andartök en það fallega við menn- ingu beggja landa er þessi óbil- andi sjálfsbjargarhvöt. Íslending- ar eru þjóð sem lifir af. Þið setjið upp skemmtigarð í þessum napra kulda. Það minnir mig á heimabæ minn, Hartford í Connecticut, en í hverfinu mínu bjuggu aðeins blökkumenn. Þar bjargaði fólk sér og byggði án þess að velta því of mikið fyrir sér. Ef það vantaði körfuboltavöll þá festu menn gjörð upp í tré og þá var kominn völlur.“ Seth Sharp og Védís vinna saman í fyrsta skipti en hann seg- ist gjörsamlega heillaður af söng hennar. „Ég var að leita að ein- hverjum til þess að flytja þetta efni með mér og nokkrir mæltu með henni við mig. Síðan sungum við saman á veitingastaðnum Horninu þar sem ég kem fram með djassdagskrá annan hvern fimmtudag og það gekk frábær- lega. Það er sérstakt og sjaldgæft að fá að syngja svona tónlist með svona söngkonu, hún er með undursamlega rödd.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 í kvöld og annað kvöld. - khh SETH SHARP OG VÉDÍS HERVÖR Með íslensk-ameríska efnisskrá á veitingastaðnum Silfur. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Silfruð syrpa á Borginni Orgelleikarinn Douglas A. Brotchie leikur í tónleikaröð Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju í dag. Tónleik- arnar, sem byrja kl. 12, hefjast á Kornelíusarmarsi eftir Felix Mendelssohn, sem upphaflega var skrifaður fyrir hljómsveit árið 1841. Næst á eftir leikur Douglas prelúdíu og fúgu í G-dúr eftir J. S. Bach. Þriðja verkið er Mozart Changes eftir ungverska tónskáldið Zsolt Gárdonyi sem hann skrifaði fyrir Mozart-tónlistarhátíðina í Oklahoma árið 1996. Þar vinnur hann með stef úr einum píanókonserta Mozarts á mjög skemmtilegan hátt. Tónleikun- um lýkur með einu þekktasta orgelverki franska orgelskólans, adagio og tokkata úr 5. orgelsinfóníu Charles-Marie Widor. Brotchie er starfandi organisti í Háteigskirkju en hann flutti hingað til lands árið 1981. Hann lauk kantorsprófi og orgeleinleikaraprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar, var annar organisti Dómkirkju Krists konungs í mörg ár og var organisti Hallgrímskirkju í eitt ár í leyfi Harðar Áskelssonar. Hann hefur haldið tónleika víða um Evrópu, bæði sem meðleikari, m.a. með Söngsveitinni Fílharmón- íu, Mótettukór Hallgrímskirkju og Schola cantorum, og á fjölda ein- leikstónleika. Hann hefur oft komið fram sem organisti í sjónvarpi og útvarpi og hefur auk þess leikið inn á fjölda geisladiska. DOUGLAS BROTCHIE ORGEL- LEIKARI Leikur verk eftir Bach, Gárdonyi og Widor. Orgeltónar í hádeginu Félagar í hljómsveitinni Reykja- vík! efna til tónleika á barnum Barnum á Laugavegi 22 í kvöld og fagna frumburði sínum, Glacial Landscapes, Religion, Oppression and Alcohol, sem nýlega kom út hjá 12 Tónum. Þessi fyrsta plata þeirra hefur hlotið hlýjar viðtökur hjá hlustendum, sem án efa bíða spenntir eftir því að sjá piltana á sviði enda eru þeir þekktir fyrir allt annað en ládeyðu og linku. Þeim til fulltingis verða rapp- arinn raupsami Bent og hljóm- sveitin Jeff Who? sem án efa munu ljá þessari kvöldskemmtun enn fágaðra yfirbragð. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og aðgangur er ókeypis. - khh Bónus frá Reykjavík! REYKJAVÍK! SPILAR Á BARNUM Tónlistar- menn annálaðir fyrir útgeislun á sviði. OPIÐ Í DAG 18.00 - 00.00 Á MORGUN 19.30 - 01.00 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.