Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 63
FIMMTUDAGUR 20. júlí 2006 43
„Þetta er nútímasaga sem gerist í
miðbæ Reykjavíkur,“ segir Guð-
rún Ragnarsdóttir, handritshöf-
undur og leikstjóri nýrrar stutt-
myndar sem verið er að taka
þessa dagana í miðbænum. Mynd-
in nefnist Konfektkassinn og
skartar Önnu
Rakel Róberts-
dóttur, Pétri
Einarssyni
og Ellert
A. Ingi-
mundar-
syni í
aðal-
hlutverki. „Myndin segir frá sam-
bandi Önnu og Péturs, en þau
leika feðgin í myndinni, og leit
þeirra að þriggja hæða konfekt-
kassa frá Nóa Síríus. Þetta er ein-
stök ferðasaga sem er eins konar
uppgjör í sambandi föður og dótt-
ur,“ segir Guðrún.
„Tökurnar hafa gengið vel.
Laugavegurinn er í stóru hlut-
verki og á sunnudaginn síðasta í
veðurblíðunni lentum við í smá
vandræðum en þá þurftum við
að stoppa umferðina um miðjan
dag og reyndist það þrautin
þyngri. Það endaði með því að
aðstoðarframleiðandinn þurfti
að dansa fyrir bílana til að fá þá
til þess að nema staðar,“ segir
Guðrún hlæjandi.
Það má segja að myndin sé
eins konar fjölskylduverkefni
því Anna Rakel er dóttir Guðrún-
ar og er þetta frumraun hennar á
hvíta tjaldinu. Anna Rakel hefur
um árabil starfað sem fyrirsæta
auk þess að vinna í sjónvarpi svo
eitthvað sé nefnt. Framleiðandi
myndarinnar er Cinema Reykja-
vík og það er Brynhildur Birgis-
dóttir sem stjórnar þessu verk-
efni en hún er systurdóttir
Guðrúnar. Myndin er tekin upp á
tíu dögum og eru upptökur hálfn-
aðar. Guðrún býst við því að
myndin rati inn í bíóhús í byrjun
næsta árs. - áp
Anna Rakel á hvíta tjaldið
GUÐRÚN RAGNARSDÓTTIR Leikstýrir og
skrifar handritið að nýju stuttmyndinni
Konfektkassinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ANNA RAKEL RÓBERTSDÓTTIR Þreytir frum-
raun sína á hvíta tjaldinu í stuttmyndinni
sem verður frumsýnd á næsta ári.
Sumarkjólar
áður 19.990 nú 9.990
áður 17.990 nú 5.390
áður 9.990 nú 1.990
Spurningakeppnin Drekktu
betur á Grand rokk verður
með óvenjulegum hætti á
föstudaginn eftir viku, hinn
28. júlí. Þá munu drag-
drottningarnar Keikó og
Roxie verða í hlutverki
spyrla og spurningar þeirra
tengjast flestar samkyn-
hneigð í ljósi sögunnar.
„Við erum með drag-
keppnina 9. ágúst næstkom-
andi og fengum þarna tæki-
færi til að taka smá þjófstart
á keppnina,“ segir drag-
drottningin Keikó. „Við
ætlum að reyna að kveikja í
fólki fyrir keppnina og
spurningarnar verða
eflaust margar í flóknari
kantinum, eins og venjan er
í þessum keppnum á Grand
rokk,“ segir Keikó.
Keikó segir að fastagest-
ir á Drekktu betur hafi
vissulega erindi á keppnina
eftir viku, því allir muni
vita nóg til að vera með.
„Fólk má endilega mæta í
dragi ef það vill. Við Roxie verð-
um alla vega í fullum skrúða og
reynum að skemmta fólkinu.“
Dragdrottningar á
Grandrokk
DRAGDROTTNINGIN KEIKÓ Verður spyrill á
Drekktu betur á Grand rokk á föstudaginn
eftir viku. Keppnin hefst klukkan 17.30 og
allir eru velkomnir.