Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 65

Fréttablaðið - 20.07.2006, Page 65
Hin brjóstgóða Pamela Anderson hefur lýst því yfir á heimasíðu sinni að hún hyggist ganga í það heilaga 29. júlí næstkomandi með rokkaranum Kid Rock. Skötuhjúin voru saman árið 2002 en slitu sam- bandinu eftir ár. Nú virðast þau hins vegar hafa tekið saman á ný og ætla að gifta sig. Pamela er mjög ánægð með þannan ráðahag og segir syni sína elska hinn nýja stjúpföður sinn. „Ég er himinlif- andi. Mér líður eins og ég sé loks- ins búin að sjá ljósið.“ Pamela var áður gift hinum óstýriláta rokkara Tommy Lee sem er þessa dagana á fullu að finna rokkstjörnu Bandaríkjanna og hún á með honum syni sína tvo. Kid Rock og Pamela ætla að halda brúðkaupið á skútu hjá St. Tropez. Giftist rokkara PAMELA ANDERSON Segist loksins vera búin að finna hamingjuna og ætlar að ganga í það heilaga með rokkaranum Kid Rock. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Skemmtilegur ferðafélagi Nú hefur Britney Spears fengið sam- keppni frá litlu systur sinni Jamie Lynn Spears. Jamie er nú orðin fimmtán ára gömul og virðist vera nýjasta stjarnan í Hollywood. Síðan árið 2001 hefur hún leikið í fjölmörgum auglýsingum og farið með aukahlutverk í þó nokkrum sjónvarpsþáttum. Einnig fór hún með hlutverk í myndinni Crossroads þar sem hún lék yngri útgáfu af karaktern- um sem Britney sjálf lék. Nú hefur hún þó fengið sinn eigin sjónvarpsþátt sem heitir „Zoey101“ og auk þess að leika aðalhlut- verkið syngur hún titillag- ið, sem samið er af popprinsessunni sjálfri Britney. Jamie er að verða tíður gestur á rauða dreglinum þrátt fyrir ungan aldur og segja slúður- blöðin hana vera fallegri systur- ina. Í vor var hún valin besta leikkonan af áhorfendum sjónvarpsstöðv- arinnar Nickel- odeon. Samkeppni hjá Spears-systrum Hin breska Mischa Barton skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfar vin- sælda sjónvarpsþáttanna OC. Nú hefur hún yfirgefið þáttaröðina, sjónvarpsáhorfendum og aðdáend- um þáttanna til mikils ama. Upp hafa komið sögusagnir þess efnis að hún eigi í viðræðum við framleið- endur þáttaraðarinnar Aðþrengdar eiginkonur eða Desperate House- wives. Mischa mun vera mjög spennt yfir að ganga til liðs við Evu Longoria og stöllur en ekkert er staðfest í þeim efnum ennþá. Aðþrengd eiginkona MISCHA BARTON Er hætt í þáttunum um ríku krakkana í OC og sækist eftir hlutverki í Aðþrengdum eiginkonum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES SYSTURNAR Í GÓÐU TÓMI Jamie hefur ávallt fallið í skuggann á Britn- ey en nú virðist breyting ætla að verða þar á. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI JAMIE LYNN SPEARS Hún er nú alveg ótrúlega lík stóru systur sinni. Saklausara yfirbragð þó. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.