Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 22.07.2006, Qupperneq 28
[ ] Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Í júlí er liðið 71 ár síðan fyrsti bíllinn komst inn í Þórsmörk. Náttúruperlan Þórsmörk á sér fáa líka og hefur laðað til sín ferða- langa í fjöldamörg ár. Í dag er farið eftir vegslóða sem á eru varasöm vöð og því ekki hlaupið að því að komast í Mörkina nema á jeppa. Fyrir 71 ári fengu nokkrir ungir menn úr Eyjafjallasveit þá hug- mynd að fá lánaðan bíl og skella sér í Þórsmörk. Kannski ekki ýkja merkilegt nema fyrir þær sakir að enginn hafði farið í slíka ferð áður á bíl, enda enginn akvegur inneft- ir. „Við vildum prufa hvort þetta væri hægt. Það var lítið í ánum og við fórum á milli vatna,“ segir Baldvin Sigurðsson frá Steinmóð- arbæ, en hann er einn eftirlifandi af þeim sem fóru í þessa merki- legu ferð. Hinir voru Leó Ingvars- son frá Neðra-Dal og Valdimar, Konráð, Ólafur og Hafsteinn Auð- unssynir frá Dalseli en faðir þeirra, Auðunn Ingvarsson, átti bílinn sem var Ford 1929 árgerð. Til að komast „á milli vatna“, eins og það er kallað, þurfti Mark- arfljótið að fara allt út í Þverá og renna síðan með Fljótshlíðinni, en Krossáin að renna austur með Eyjafjöllum. Þannig var hægt að keyra þar á milli án þess að straum- vatn ylli erfiðleikum. Ólaf grunaði að þannig stæði á þetta sumar og þar sem lítið var í vötnunum létu þeir félagar á reyna. „Við fórum um miðjan dag inn í Mörkina og gistum í eina nótt. Við skoðuðum svolítið í kringum okkur og fórum til baka daginn eftir. Það var ekkert vesen, gekk mjög vel báða dagana. Við fórum yfir Kross- ána og yfir í Húsadalinn. Hún var ekki hindrun, það var lítið vatn í henni,“ segir Baldvin og bætir við að það sama hafi gilt um Jökuls- ána. Baldvin hefur farið oft og mörg- um sinnum í Þórsmörk eftir þessa tímamótaferð, og keyrði lengi hóp- ferðabíla úr Reykjavík þangað inn- eftir. Áður höfðu þeir félagar farið oft á hestum innúr og voru því kunnugir staðháttum. Eftir þessa fyrstu bílferð stóð til að bjóða upp á skipulagðan akstur inn í Þórs- mörk en frá því var horfið eftir að vötnin breyttust og lokuðu leiðinni sem hafði verið greið fyrr um sum- arið. Enn þann dag í dag má sjá vitn- isburð um ferðina í Þórsmörk. Í bergið við Snorraríki ristu sex- menningarnir stafina RÁ 5 og dag- setninguna júlí 1935, sem hvort tveggja er sýnilegt enn í dag, rúmum sjötíu árum síðar. einareli@frettabladid.is Fyrsta bílferðin í Þórsmörk Frá vinstri: Valdimar, Ólafur, Hafsteinn. Leó og Konráð. Mynd af Baldvini Sigurðssyni um tvítugt. Hann er einn eftirlifandi af þeim sem fóru í þessa fyrstu bílferð í Þórsmörk. Til gamans var bíllinn skreyttur með trjágreinum. Það hefur greinilega þótt jafngaman í þá daga og nú að keyra í vatni. Bíllinn gekk undir heitinu Dalselstíkin og bar skráningarnúmerið RÁ 5. Komnir í Þórsmörk. Frá vinstri: Valdimar Auðunsson, Baldvin Sigurðsson, Leó Ingvarsson, Konráð Auðunsson og Ólafur Auðunsson. LJÓSMYNDIR: BALDVIN SIGURÐSSON OG HAFSTEINN AUÐUNSSON. MYNDIR ERU BIRTAR MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI BALDVINS OG SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR, EKKJU KONRÁÐS. Deila bestu einkunn með Bridgestone. Í nýrri gæðakönnun á sumar- dekkjum sem framkvæmd er af stærstu bifreiðaeigendafélögun- um í Evrópu fengu Pirelli- og Bridgestone-dekkin frábæra umsögn. Sagt er frá gæðakönnun- inni í nýjasta hefti FÍB-blaðsins og birtar ítarlegar niðurstöður könn- unarinnar. Annars vegar voru prófuð sum- ardekk af stærðinni A 185/60 R 14 og fengu Pirelli P6-dekkin fjórar stjörnur og umsögnina „framúr- skarandi hjólbarði. Mjög stöðugur og öruggur á þurrum vegi, góður á votum vegi einnig. Núningsmót- staða í hærra lagi“. Bridgestone Touranza ER300-dekk fengu jafn- margar stjörnur og umsögnina „framúrskarandi hjólbarði. Engir sérstakir veikleikar. Mjög stöðugt og öruggt á bæði þurrum og votum vegi“. Hinn stærðarflokkur sumar- dekkja sem bifreiðaeigendafélög- in prófuðu var 224/45 R 17 og þar fengu Pirelli Pzero Nero-dekkin fjórar stjörnur. Umsögnin er líka glæsileg: „Úrvalsdekk að flestu leyti. Mjög gott á þurrum vegi og sömuleiðis í bleytu.“ Sem fyrr deildi Pirelli hæstu einkunn með Bridgestone sem fékk einnig fjór- ar stjörnur fyrir Potenza RE 050A- hjólbarðann og umsögnina „úrvals- dekk að öllu leyti. Mjög gott á þurrum vegi og sömuleiðis í bleytu“. Aðrir framleiðendur fengu þrjár stjörnur eða minna. Pirelli-hjólbarðar fá úrvalseinkunn Pirelli-hjólbarðar komu mjög vel út úr prófunum evrópskra bifreiðafélaga. Athugið smurolíuna áður en lagt er af stað út á land.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.