Fréttablaðið - 22.07.2006, Page 28
[ ]
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400
Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum
bila vegna hitavandamála?
Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni.
Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir.
Í júlí er liðið 71 ár síðan fyrsti
bíllinn komst inn í Þórsmörk.
Náttúruperlan Þórsmörk á sér fáa
líka og hefur laðað til sín ferða-
langa í fjöldamörg ár. Í dag er farið
eftir vegslóða sem á eru varasöm
vöð og því ekki hlaupið að því að
komast í Mörkina nema á jeppa.
Fyrir 71 ári fengu nokkrir ungir
menn úr Eyjafjallasveit þá hug-
mynd að fá lánaðan bíl og skella
sér í Þórsmörk. Kannski ekki ýkja
merkilegt nema fyrir þær sakir að
enginn hafði farið í slíka ferð áður
á bíl, enda enginn akvegur inneft-
ir. „Við vildum prufa hvort þetta
væri hægt. Það var lítið í ánum og
við fórum á milli vatna,“ segir
Baldvin Sigurðsson frá Steinmóð-
arbæ, en hann er einn eftirlifandi
af þeim sem fóru í þessa merki-
legu ferð. Hinir voru Leó Ingvars-
son frá Neðra-Dal og Valdimar,
Konráð, Ólafur og Hafsteinn Auð-
unssynir frá Dalseli en faðir
þeirra, Auðunn Ingvarsson, átti
bílinn sem var Ford 1929 árgerð.
Til að komast „á milli vatna“,
eins og það er kallað, þurfti Mark-
arfljótið að fara allt út í Þverá og
renna síðan með Fljótshlíðinni, en
Krossáin að renna austur með
Eyjafjöllum. Þannig var hægt að
keyra þar á milli án þess að straum-
vatn ylli erfiðleikum. Ólaf grunaði
að þannig stæði á þetta sumar og
þar sem lítið var í vötnunum létu
þeir félagar á reyna.
„Við fórum um miðjan dag inn í
Mörkina og gistum í eina nótt. Við
skoðuðum svolítið í kringum okkur
og fórum til baka daginn eftir. Það
var ekkert vesen, gekk mjög vel
báða dagana. Við fórum yfir Kross-
ána og yfir í Húsadalinn. Hún var
ekki hindrun, það var lítið vatn í
henni,“ segir Baldvin og bætir við
að það sama hafi gilt um Jökuls-
ána.
Baldvin hefur farið oft og mörg-
um sinnum í Þórsmörk eftir þessa
tímamótaferð, og keyrði lengi hóp-
ferðabíla úr Reykjavík þangað inn-
eftir. Áður höfðu þeir félagar farið
oft á hestum innúr og voru því
kunnugir staðháttum. Eftir þessa
fyrstu bílferð stóð til að bjóða upp
á skipulagðan akstur inn í Þórs-
mörk en frá því var horfið eftir að
vötnin breyttust og lokuðu leiðinni
sem hafði verið greið fyrr um sum-
arið.
Enn þann dag í dag má sjá vitn-
isburð um ferðina í Þórsmörk. Í
bergið við Snorraríki ristu sex-
menningarnir stafina RÁ 5 og dag-
setninguna júlí 1935, sem hvort
tveggja er sýnilegt enn í dag,
rúmum sjötíu árum síðar.
einareli@frettabladid.is
Fyrsta bílferðin í Þórsmörk
Frá vinstri: Valdimar, Ólafur, Hafsteinn. Leó og Konráð.
Mynd af Baldvini Sigurðssyni um tvítugt.
Hann er einn eftirlifandi af þeim sem fóru í
þessa fyrstu bílferð í Þórsmörk.
Til gamans var bíllinn skreyttur með trjágreinum. Það hefur greinilega þótt jafngaman í þá
daga og nú að keyra í vatni.
Bíllinn gekk undir heitinu Dalselstíkin og bar skráningarnúmerið RÁ 5.
Komnir í Þórsmörk. Frá vinstri: Valdimar Auðunsson, Baldvin Sigurðsson, Leó Ingvarsson, Konráð Auðunsson og Ólafur Auðunsson.
LJÓSMYNDIR: BALDVIN SIGURÐSSON OG HAFSTEINN AUÐUNSSON. MYNDIR ERU BIRTAR MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI BALDVINS OG SIGRÍÐAR HARALDSDÓTTUR, EKKJU KONRÁÐS.
Deila bestu einkunn með
Bridgestone.
Í nýrri gæðakönnun á sumar-
dekkjum sem framkvæmd er af
stærstu bifreiðaeigendafélögun-
um í Evrópu fengu Pirelli- og
Bridgestone-dekkin frábæra
umsögn. Sagt er frá gæðakönnun-
inni í nýjasta hefti FÍB-blaðsins og
birtar ítarlegar niðurstöður könn-
unarinnar.
Annars vegar voru prófuð sum-
ardekk af stærðinni A 185/60 R 14
og fengu Pirelli P6-dekkin fjórar
stjörnur og umsögnina „framúr-
skarandi hjólbarði. Mjög stöðugur
og öruggur á þurrum vegi, góður á
votum vegi einnig. Núningsmót-
staða í hærra lagi“. Bridgestone
Touranza ER300-dekk fengu jafn-
margar stjörnur og umsögnina
„framúrskarandi hjólbarði. Engir
sérstakir veikleikar. Mjög stöðugt
og öruggt á bæði þurrum og votum
vegi“.
Hinn stærðarflokkur sumar-
dekkja sem bifreiðaeigendafélög-
in prófuðu var 224/45 R 17 og þar
fengu Pirelli Pzero Nero-dekkin
fjórar stjörnur. Umsögnin er líka
glæsileg: „Úrvalsdekk að flestu
leyti. Mjög gott á þurrum vegi og
sömuleiðis í bleytu.“ Sem fyrr
deildi Pirelli hæstu einkunn með
Bridgestone sem fékk einnig fjór-
ar stjörnur fyrir Potenza RE 050A-
hjólbarðann og umsögnina „úrvals-
dekk að öllu leyti. Mjög gott á
þurrum vegi og sömuleiðis í
bleytu“.
Aðrir framleiðendur fengu
þrjár stjörnur eða minna.
Pirelli-hjólbarðar
fá úrvalseinkunn
Pirelli-hjólbarðar komu mjög vel út úr
prófunum evrópskra bifreiðafélaga.
Athugið smurolíuna
áður en lagt er af stað út á land.