Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 3

Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 3
Sunnudagur 12. febrúar 1978 3 Helga Karlsdóttir og risinn úr sögunni um Hordingul. Skólasýning opnuð í Ásgrímssafni 1 dag I dag verður 14. skólasýning Asgrimssafns opnuð. Leitazt var við að gera hana sem fjöl- þættasta, en á sýningunni eru oliu- og vatnslitamyndir ásamt nokkrum teikningum. Á skólasýningum safnsins undanfarin ár hafa þjóðsagna- bókmenntir okkar verið kynntar i myndlist Ásgrims Jónssonar, en hann var mikill aðdáandi þeirra. Með sýningu á myndum þessum, sem flestar eru málað- ar með vatnslitum, vill Ás- grimssafn gefa æskufólki kost á að skyggnast inn 1 þennan furðuheim. í heimili listamannsins eru eingöngu sýndar þjóðsagna- myndir. Ein af þeim er hin þekkta mynd „Nátttröllið á glugganum”, sem Ásgrimur gerði árið 1905 fyrir Lesbók barna og unglinga. 1 vinnustofu Asgrims er sýn- ing á oliumálverkum, og meðal þeirra myndir úr Njálu og Grettissögu. Þessi 14. skólasýn- ing nær yfir hálfrar aldar tima- bil. Aðstoðaði Guðmundur Benediktsson myndhöggvari við val og upphengingu myndanna. Skólasýningar Asgrimssafns virðast njóta vaxandi vinsælda, en nemendur úr hinum ýmsu skólum borgarinnar, og utan hennar, hafa heimsótt hús As- grims, en þar er heimili hans I sömu skorðum og var er hann kvaddi það i hinzta sinn, og er það einasta listamannaheimili i Reykjavik sem opið er almenn- ingi. Skólayfirvöld borgarinnar hafa stuðlað að heimsóknum nemenda isöfn, enda virðist slik listkynning sjálfsagður þáttur i námi uppvaxandi kynslóðar. Og fróðlegt er fyrir nemendur að lita með eigin augum hina miklu listaverkagjöf Asgrims Jóns- sonar sem hann ánafnaði þjóð sinni, og varðveitt er i húsi hans. Sýningin er öllum opin sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtu- daga frá kl. 1,30-4. Sértima geta skólar pantað hjá forstöðukonu Asgrimssafns i sima 14090 og 13644. Aðgangur ókeypis. Ás- grimssafn, Bergstaðastræti 74. Bernhöftstorfan — Ályktun félags íslenzkra myndlistar- manna Félag islenzkra myndlistar- manna skorar á rikisstjórnina að •taka nú þegar ákvörðun um varð- 'veizlu og endurreisn Bernhöfts- torfunnar i Reykjavik og lýsir sig samþykkt ályktun aðalfundar Torfusamtakanna frá 4. desem- ber 1977 um þetta mál. FFSÍ segir: Gengisfell- ingin brot á kjarasamn- ingum FI — Blaðinu hefur borizt tillaga frá fundi framkvæmdastjórnar Farmanna- og fiskimannasam- bands tsiands þann 8. febrúar, þar sem framkvæmdastjórnin mótmælir harðiega aðgerðum stjórnvalda i þá átt að breyta eða rifta gildandi kjarasamningum stéttarfélaga. Segir i tillögunni að i kjara- samningum sambandsfélaganna sé heimild til að segja upp kjara- samningum ef gengi isl. krónunn- ar sé fellt verulega. Ennfremur sé það brot á kjarasamningum ef kaupgjaldsvisitala sé tekin úr sambandi og hætt sé að greiða verðbætur á laun. Kristin Magnús Ungmennafélögin og kvenfélögin: Erfitt að halda félagsstarfi uppi — ef sjálfboðavinna er skattlögö ESE — A siðast liðnu ári urðu nokkrar umræður i fjölmiðlum, um baráttu ungmennafélaga og kvenfélaga á Suðurlandi, fyrir þvi að felldur yrði niður söluskattur af þeim tekjum félaganna, sem beinlinis var aflað með sjálfboða- vinnu félaganna. Rikisvaldið fór fram á að félög- in greiddu söluskatt af ýmsum tekjum, aðallega af samkomum, þrjú ár aftur i timann og fram- vegis myndu félögin greiða sölu- skatt i samræmi við það. Nú hafa verið gerðar þær breytingar á að fallið er frá inn- heimtu á þeim söluskatti, sem talið var að félögunum bæri að greiða fyrir umrædd ár og húsa- leiga felld niður. Aftur á móti var gert ráð fyrir þvi að framvegis skyldu félögin greiða söluskatt af öllum sinum samkomum og þvi sjálfboðastarfi er unnið er i sam- bandi við þær. Af þessu tilefni var haft sam- band við tvo forráðamenn Héraðssambandsins Skarphéðins og þeir beðnir að segja álit sitt á þessum málum. Hreinn Erlendsson ritari héraðssambandsins, hafði þetta að segja um málið: Siðastliðið haust fengum við bréf frá fjármálaráðuneytinu, þar sem okkur var tjáð að fallið væri frá fyrri skattheimtum og húsaleiga skyldi felld niður, en aftur á móti .væri okkur ætlað að greiða söluskattinn i framtiðinni. Við eigum mjög erfitt með að sætta okkur við að rikisvaldið skuli fara fram á það við okkur að við greiðum söluskatt af þeirri sjálfboðavinnu, er félagar ung- mennafélaga og kvenfélaga inna af hendi. Við teljum að slik vinna sé ekki skattskyld og munum reyna allt hvað viö getum til þess að þessi skattur verði felldur nið- ur. Kristján Jónsson formaður Skarphéðins tók undir orð Hreins og taldi mjög bagalegt að þessari sköttun skyldi haldið til streitu. Við höfum skrifað bréf til al- þingismanna Sunnlendinga og beðið þá ásjár og það má koma fram i þvi sambandi að þeir hafa alltaf stutt okkur mjög vel. Við höfum einnig ritað ráðuneytinu bréf, þar sem við skýrum sjónar- mið okkar og er það von okkar hjá þeim félögum, sem að þessu máli stöndum að yfirvöld sýni skilning á málinu og að þessi söluskattur verði felldur niður i framtiðinni. Kristján nefndi sem dæmi um það hve mikilvægt það væri félögunum að söluskatturinn yrði felldur niður, að forráðamenn ýmissa félagainnan héraðssam- bandsins teldu það ómögulegt að halda uppi nokkru félagsstarfi að ráði, ef þessi mál yrðu ekki lagfærð. Annars höldum við héraðsþing nú um helgina 25.-26. febrúar og þá verða þessi mál tekin fyrir, sagði Kristján Jónsson að lokum. Minnir á aðferðir lögreglu- ríkja -Kvikmyndafélag Menntaskól- ans við Hamrahlið skorar á Listahátið að hunza aðvörun sak- sóknara um að kvikmyndin „Veldi tilfinninganna” verði stöðvuð ef til sýninga kæmi. Erlendar kvikmyndahátiðir eru frihafnir hvers konar kvik- mynda, sem hafa menningarlegt eða listrænt gildi. Sami háttur ætti að vera hér á landi,-segir I áiyktun frá félaginu. Þá segir, að hótanir saksóknara minni á að- ferðir lögreglurfkja, og vafamál se hvort umrætt bann stangist ekki á við tjáningar-, prent- og málfrelsi, sem kveðið er á um i stjórnarskrá landsins. Sumarleikhúsið til Bandaríkj anna Næst komandi fimmtudag legg- ur Ferðaleikhúsið sem einnig ber nafnið The Summer Theatre upp i leikför til Bandarikjanna. Is- lenzkar kvöldvökur Light Nights verða sýndar i nokkrum leikhús- um,er rekin eru af háskólum svo sem i University of Minnesota, University of Wisconsin-Madison og NationalCollegeofEducation i Chicago. Ætlunin er að ferðin taki 15 daga og haidnar um 10 sýning- ar. Leikfórin er sérstaklega farin til að kynna forna menningu og listir Islendinga. um 30 atriði verða á dagskrá. Má þar nefna: lestur úr Egilssögu,þjóðsögur um álfa, tröll og drauga, gamanfrá- sagnir, kvæðaflutning, leikið er á langspil og islenzk þjóðlög leikin og sungin milli atriöa. Allt talaö efni er flutt á ensku af Kristinu Magnús, leikkonu, með henni i förinni verður Halldór Snorrason. sem annast sviösuppsetningu og hefur umsjón með ljósum einnig verða tveir söngvarar með, þeir Sverrir Guðjónsson og Þóroddur Þóroddsson. I atriðunum fyrir hlé gerist kvöldvakan i baðstofunni eins oghún var um aldamótin, en eftir hlé fer kvöldvakan aftur i vikingatlmabilið og klæöast þá leikendur ísl. vikingabúningum. Sverrir Guöjónsson og Þóroddur Þóroddsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.