Tíminn - 12.02.1978, Side 5

Tíminn - 12.02.1978, Side 5
Sunnudagur 12. febrúar 1978 Vilji islenzka þjóöin bera höf- uðiö hátt verður margt aö breytast, og margt verður að laga. Það þarf stórum meira til en hallalaus fjárlög, sem auð- vitað eru sjálfsögð, þó að fjár- lögin 1978 verði varla talin sparnaðarfjárlög. Ef von á að vera um árangur, verður að krefjast samstöðu og samhugar allra ábyrgra aðila þjóðfélagsins, þar sem aðeins eitt sjónarmið ræður — þjóðar- heill. Byrja verður á réttum enda — ofanfrá —. Aðgerðirnar verða að vera róttækar og afger andi. Byrja mætti á sjálfu Al- þingi, og þar sniðasér stakk við hæfi. Fækka þingmönnum um allt að þriðjungi, sem störfuðu i einni þingdeild, svo sem ýmsir hafa lagt til. Þar væri um aug- ljósan sparnað að ræða, m.a. sparaðist ný Alþingishússbygg- ing, oglaunasparnaöinn má lika taka inn i dæmið. Sú skipan, að Alþingi starfaði I einni þing- deild, mundi vafalaust gera allt þinghaldið léttara i vöfum. Þingmenn hættu að eyða dag- legum starfstima sinum i litils- vert skvaldur utan dagskrár, þjóðinni, og trúlega sjálfum sér til léttis og ánægju. Þingmenn verða að sýna það, eins og I landhelgisdeilunni, að þeir geta staðið saman sem einn maður við að sniða af verstu og aug- ljósustu gallana i þjóðarbú- sttapnum. Ogþar eraf mörgu að taka. Draga þarf bankakerfið stórlega saman. Með samruna rikisbankanna og raunar ann- Þj óðarheill arra banka og sparisjóða lika, ásamt aukinni hagræðingu, sparaðist stórlega bæði húsnæði og marnafli. Það er hrein of- rausn, að tuttugasti hver vinnu- fær Islendingur eyði starfs- kröftum sinum i banka. Tilsvar- andi sameining og hagræðing þarf að eiga sér stað hvarvetna i öllu rikiskerfinu. Þetta þýddi, i stórum drátt- um, að I stað sifelldrar árlegrar útþenslu, kæmi allsherjar hag- raáiing, samdráttur, sparnaður. Mikil endurnýjun og einföldun þarf aðeiga sér stað hjá Trygg- ingarstofnun rikisins. Setja þarf lög um lifeyrissjóð allra lands- manna, sem yfirtekur alla lif- eyrissjóði landsins, undir stjórn Tryggingarstofnunarinnar. Ellilifeyrir sem slikur ætti að falla niður, en hver þjóöfélags- þegn, sem lætur af störfum við 67 eða 70 ára aldur, ætti rétt á lifvænlegum launum, úr þeim sjóði, samkvæmt þvi, sem hann hefur til hans greitt. Þetta úti- lokaði m.a. þá firru, að nokkur geti, auk venjulegs ellilifeyris, fengið greitt úr fleiri en einum lifeyrissjóði. Utanrikisþjónustuna þarf að Leikfélag Kópavogs frumsýnir Leikrit eftir Soya Leikfélag Kópavogs frumsýn* gamanleikinn „Jónsen sálugi” eftir Carl Erik Soya föstudaginn 10. febr. n.k. kl. 20.30 i Félags- heimili Kópavogs. Leikstjóri er Guðrún Þ. Stephensen og er þetta annað verkefnið sem hún leik- stýrir hjá L.K. hið fyrra var söng- leikurinn „Bör Börsson jr.” fyrir tveimur árum. Þetta er fyrsta leikritið eftir Danann Soya sem sýnt er á is- lenzku sviði en leikrit eftir hann hafa verið flutt i útvarp. Soya var fæddur skömmu fyrir siðustu aldamót og dó fyrir fáum árum. Hann samdi leikrit sögur og ævi- minningar. Hnn er oft hæðinn og ádeilinn i verkum sinum og broddborgararnir fá oft kaldar kveðjur. A efri árum urðu sögur hans og leikrit erotiskari og hófst sú þróun með sögunni „Sautján”, en eftir henni var gerö fyrsta „rúmstokksmyndin”, sá mynda- flokkur með danska leikaranum Ole Söltoft hefur orðið mjög vin- sæll hérlendis. „Jónsen sálugi” er saminn Migrainesamtök stofnuð í Reykjavik og nágrenni Laugardaginn 4. febrúar s.l. var haldinn undirbúningsstofn- fundur MIGRAINE-SAMTAK- ANNA. Fundurinn var haldinn til að kanna undirtektir við stofn- un slikra samtaka. A fundinum fluttu stutt erindi dr. med. Gunn- ar Guðmundsson yfirlæknir og Tryggvi Jónasson kirópraktor. Regina Einarsdóttir bauð fundargesti velkomna og setti fundinn f.h. undirbúningsnefnd- ar. Fyrst tók til máls Norma E. Samúelsdóttir og skýrði i stuttu máli frá þeim undirbúningi, sem átt hefði sér stað fyrir þennan fund. Dr. Gunnar flutti stutta tölu um migraine. Tryggvi ræddi um möguleika hnykkingaaðferða til að draga úr tiðni migraineskasta og Einar Logi Einarsson kynnti nokkrar hugmyndir undirbún- ingsnefndar um tilgang og stefnu- mið samtakanna. Helgi Hannesson form. Sam- taka sykursjúkra lýsti yfir ánægju sinni með það frumkvæði sem sýnt hefði verið meö að halda þennan fund. Ma \,.r aðrir fundargesta tóku til máls og virt- ist einhugur rikja um nauðsyn stofnunar samtakana. Undirbúningsnefnd fyrir eigin- legan stofnfund samtakanna, þar sem fólki yröi gefin kostur á aö gerast stofnfélagar, var skipuð þeim Normu E. Samúelsdóttur, 14003 Reginu Einarsdóttur, s. 26568, Einari Loga Einarssyni s. 14777, Mariu Gunnarsdóttur og Jóhannesi Jónssyni s. 82599. Fundinn sóttu á annað hundrað manns og gerðist 91 stofnfélagi. taka til vandlegrar skoðunar, og verður þjóðin þar að sniða sér stakk við hæfi, og ekki of viðan. Vinnulöggjöfin þarfnast alls- herjar endurskoðunar, og stór- legrar einföldunar. Orlofs- greiðslur ætti að fella niður með öllu, en gengju beint til launþeg- ans I hærra timakaupi. Þetta sparaði margs konar skrif- finnsku, og tryggði að allir laun- þegar fengju sitt, en á þvi er nú mikill misbrestur, sem nemur milljónum eða milljónatugum árlega. Orlofsfé tryggir lika hvorki eittné neitt, þvi útilokað er að hafa nokkurt eftirlit með þvi hvort menn taka orlofsfri eða ekki. Hér er aðeins verið að halda fé fyrir fólki að ástæðu- lausu, og ættum við launþegar að knýja á forsjármenn okkar i launþegafélögunum að veita þessu stórmáli brautargengi. Eitt af verstu meinum þjóðfé- lagsins eru hinar tiðu vinnudeil- ur með tilheyrandi vinnustööv- unum, auðvitað alltaf i' nafni lit- ilmagnans, þar sem jafnréttis- stefnan er sett i öndvegi. í viga- . móði hnotabitast tugir eða , hundruð samningamanna i glæsisölum Loftleiða,viku eftir : viku meðan þjóðinni blæðir, og allt heilbrigt atvinnulif er sett úr skorðum. Þegar svo þessir galvösku samningamenn vakna til fullrar meðvitundar eftir undirskrift, samþykkt sáttar- gjörðarinnar, kemur i ljós, að jafnlaunastefnan er orðin að lágláunastefnu. Hálaunamenn- irnir fleyta rjómann, enda fylla ekki svo fáir samningamann- anna einmitt þann flokk, en lág- launafólkið fær óðaverðbólguna i sinn hlut. Þeir, sem alltaf hafa grætt á veröbólgunni og allri ringulreiðinni brosa sætt og hugsa: ,,Ó, þetta indæla strið”. Verkfallsófreskjan, sem upp- lýst þjóðætti að hætta að trúa á og setja á bekk með forynium og tröllum er sá skaðvaldur öllu heilbrigðu atvinnulifi þjóð- arinnar, að leysa verður ágrein- ingsefni vinnumarkaðarins i framtiðinni, eftir öðrum ábyrg- ari og happasælli leiðum. En þar verður að koma til löggjöf. Forkólfum stéttarfélaganna virðist, þvi miður, vera með öllu fyrirmunað aö rifa sig út úr þeirri einu rás, sem þeir hafa anað ár og sið og alla tið, og meðlimir hinna ýmsu stéttarfé- íaga eru lika alltof sinnulitlir um sin mál, og veita þvi for- sprökkunum ekki það aðhald, sem þörf er á. Næst: Að takast á við vand- ann' _ JKr. skömmu fyrir 1960. Leikurinn gerist I Helsingör á Sjálandi um 1920. Sumum kann að finnast það fulldjarft, þó ætti landinn að vera orðinn ýmsu vanur i þeim efnum. Leikfélag Kópavogs æfir nú leikritið „Vakið og syngiö” eftir Clifford Odets undir leikstjórn Hauks J. Gunnarssonar. Frum- sýning verður i marz. Áskriftarkort á þessi tvö leikrit fást i Verzl Gjábakki i Skiptistöð SVK og Bókaverzl. Vedu, Hamra- borg 5. Þáu eru mun ódýrari en venjulegur leikhúsmiði. Ætlunin var að hætta brátt sýningum á „Snædrottníngunni” en aðsókn hefur aukizt svo að sýnilegt er að fjölga verður sýningum, en leikritið hefur verið sýnt einu sinni i viku alla sunnu- daga kl. 3.00 s.d. og verður svo framvegis. Þá hefur L.K. ákveðið að efna til leikmóts i Kópavogi dagana 15.-22. april undir nafninu „Kópa- vogsvakan” Leikfélög utan af landi eru þá velkomin með verk sin til sýninga i Félagsheimili Kópavogs. Só/argeis/inn frá F/orida ER ÍSLENZK FRAMLEIÐSLA [ / Herradeild JMJ VIÐ HLEMM HUbSTV Æl SIACA

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.