Tíminn - 12.02.1978, Síða 10
10
Sunnudagur 12. febrúar 1978
Að jafnaði er skrifaö i blööin
um sögubækur, sem ætlaöar eru
börnum — kannski misjafnlega
rækilega en oft aö minnsta kosti
nokkuð. öðru máli gegnir um
barnabækur sem fjalla til
dæmis um náttúrufræðileg efni
og eru til þess ætlaöar að glæöa
áhuga ungu kynslóðarinnar á
náttúrufari og Ufinu i kring um
sig. Ekki er það þó lakari
uppeldisaðferð en annað að
bcita huga hennar I þá átt né
óliklcgri til aukins þroska og á
þeirri öld mengunar og um-
hverfisspjalla sem haldið hefur
innreið sina er það bæði
nauösyn og rökrétt andsvar, að
hugur ungs fólks muni á næstu
áratugum hneigjast meira I
þáátt en verið hefur. Þess vegna
meðal annars eru sifkar bækur
hinar þörfustu og liklegar til
þess að verða heppileg undir-
staða þess sem seinna meir
verður áhugasvið barna okkar
margra eða barnabarna.
Hér er ætlunin að vekja fyrst
athygli á tveimur bókum, sem
báðar hafa hlutverki að gegna á
þessu sviði. Annað er mjög
fallegt kver, Grös sem gefin eru
minn Davið á Hámundarstöðum
á Arskógsströnd, leiddi athygli
mina að blómunum, þegar ég
var barn. En hann hafði sjálfur
fariðtil náms í Möðruvallaskóla
notið þar handleiðslu hins mikla
grasafræðings Stefán Stefáns-
sonar og auk þess stundum
verið i grasaferðum um Möðru-
vallasókn með Ólafi Dviðssyni.
Vera hans i Möðruvallaskóla,
kynni hans af þeim Stefáni og
ólafi og áhugi og upplag hans
sjálfs olli þvi að hann þekkti
flestar islenzkar jurtir.
Móðir min Maria Jónsdöttir
hafði að sinu leyti verið i
kvennaskólanum á Ytri-Ey á
Skagaströnd og hún hvatti mig
til skólanáms. Þannig leiddi eitt
af öðru til þess hvert krókurinn
beygðist. \
Ég vandist þvi ungur að tals-
verðar kröfur væru gerðar til
min. Ég minnist þess til dæmis,
að ekki vildi faðir minn segja
mér nafná jurt nema einu sinni.
Hann sagði að það væri vitni um
slaka eftirtekt og áhugaleysi ef
hann þyrfti að margtyggja slikt
i strákinn. Og kannski hefur
þetta verið holl uppeldisaðferð
sótti ég fyrirlestra og æfingar i
jurtasjúkdómafræði i land-
búnaðarháskólaDana. Við þetta
jók ég svo námsdvöl I jurta-
sjúkdómatilraunastöðinni i
Lyngby á Sjálandi i tvö sumur.
Siðan hélt ég heim ég held all-
veg i stakk búinn til þess sem
mig fýsti mest að gera.
Og svo er þess lika að geta að
ég kom ekki heim snauður þótt
efni væru í minna lagi. Ég sótti
ekki bara menntun mina til
Danmerkur heldur lika konuna
Agnesi Christensen frá Alaborg
sem var stúdent og lærður vef-
ari.
— Var að miklu að hverf á ís-
landi fyrir grasafræðing á þess-
um árum?
— Atvinnudeild háskólans
hafði verið komið á laggirnar
um þessar mundir. Fjárráð
voru að visu ekki mikil og fá-
liðað innan veggja hennar. En
þarna var ég ráðinn sérfræðing-
ur i jurtasjúkdómum og grasa-
fræði árið 1937. Og ég tjaldaði
ekki til einnar nætur. Ég vann
óslitið i atvinnudeildinni og
siðan Rannsóknastofnun land-
búnaðarins sem tók við af henni
Ingólfur Daviðsson magister: Faðir hans sagði, að hann væri
áhugaiaus, ef ekki nægði að segja honum nafn jurtar einu sinni.
,,Það hefur orðið vakn-
ing á sviði náttúrufræða”
út af Rikisútgáfu námsbóka.
Höfundurinn er' danskur,
Mogens Jansen. en Ingólfur
Daviðsson magister hefur þýtt
bókina. Segiri henni á einfaldan
skýran og lifandi hátt frá nokkr-
um algengustu nytjajurtum
jarðar, hagnýtingu þeirra viða
um heim dýrum þeim, sem á
grasi lifa sem og skordýrum og
fuglum i grasi.
Fylgja lesmálinu gullfallegar
litmyndir úr fjölda landa.
Grös er alveg ný bók. Hin er
ekki alveg nýkomin á
markaðinn. Hún heitir Blómin
okkar og er frumsamin af
Ingólfi Daviðssyni og einnig
gefin út af Rikisútgáfu náms-
bóka. Húnerætluðbörnum, átta
til tólf ára eða þarum bil og er
að miklu leyti i samtalsformi.
Hlutverk hennar er að skýra
undur hins græna gróðurs og
gera börnum það skiljanlegt.
Þar er rætt um margvi'slegar
jurtir sem þorri fullorðins fólks
þekkir sagt frá görðum og
gróðurlandi og lifverum i þeim
á öllum árstimum og vakin at-
hygli á samfélagi gróðurs og
dýralifs hvort heldur er i fjöru
holti, skógi eða annars staðar.
Dregið er fram hvernig ein
liveran er annarri háð og sýnt
fram á, hvers virði náttúru-
vernd og góð umgengni úti I
nátturunni er.
1 henni er einnig margt
mynda þar á meðal litmyndir.
Auk þess sem hún er börnum
góð lesning getur hún einnig
orðið fullorðnuíólki að gagni til
dæmis foreldrum og kennurum
sem leita vilja leiðsagnar
um það hvernig heppilegt er að
tala við börn um gróður og
náttúrufar.
Ingólfur Davfðsson er grasa-
fræðingur að lærdómi, svo sem
kunnugt er og alla ævi sina
hefur hann helgað þessum
hugðarefnum sinum^ gróðri og
náttúrufari mestalla starfsorku
sina. Má þaö stórvirki heita er
hann hefur innt af höndum á þvi
sviði.
Þar sem Ingólfur varð fyrir
skömmu sjötiu og fimm ára er
ekki úr vegi að hnýta hér aftan
við stuttu viðtali við þennan
mikla áhugamann.
—- Þvl ekki það? sagöi
Ingólfur þegar við fitjuðum upp
á þessuvið hann. Ég vil gjarnan
lita yfir liðna tið eins og karla er
háttur og ekki spillir það ef þaö
vektium leið áhuga einhverra á
náttúrufræðum.
— Hvert rekur þú þennan
áhuga þinn sem hefur enzt þér
svo vel? spyrjum við.
— Ég er Eyfirðingur svaraði
Ingólfur og ólst upp ekki fjarri
þeim slóðum þar sem náttúru-
fræði var i hávegum höfð. Faðir
og brýning sem kom aö haldi.
— Hvar hófstu svo námið?
—Égfórtil Akureyrar igagn-
fræðaskólann og siðar mennta-
skólann. Náttúrufræðikennar-
arnir þar voru ekki af verri
endanum, þeir Guðmundur G.
Báðarson og Pálmi Hanness. og
kennsla þeirra og kynni Öll af
þeim margefldu áhuga minn á
náttúrufræði. Sigurður skóla-
meistari reyndist mér lika
haukur i horni. Þegar ég hafði
lokið stúdentsprófi mælti hann
með þvi að ég fengi stóra styrk-
inn sem kallaður var hvorki
meira né minna en tólf hundruð
krónur til fjögurra ára til
náttúrufræðináms i Hafnarhá-
skóla. Það þótti ekki litið happ i
þá daga, þegar ekki var bruðlað
með námsstyrki og tiltölulega
fáir sem lögðu út i annað há-
skólanám en það, sem stundað
varð i Reykjavik.
Sigurglaður hélt ég svo til
Hafnar með farareyri minn og
þar var ég við nám árin
1929-1936. Auk háskólanámsins
frá árinu 1937 til 1976. Nóg voru
verkefni enda akurinn litt
plægður. A sumrin var maður
stundum á látlausum ferðalög-
um um landið og er þar til
dæmis að á árunum 1953-1960
fórum við GeirGígja hvor I sinu
lagi, um alltlandið. Erindið var
að kanna heilbrigði jurta i
görðum og þá ekki sizt að
rannsaka útbreiðslu kartöflu-
hnúðormsins. Ég fór bæ frá bæ
ásamt aðstoðarmanni minum,
Kára Sigurbjörnssyni hverju
sem viðraði og hvort sem tor-
leiði var eða ekki. Einnig
skoðaði ég gaumgæfilega skrúð-
garða og garðagróöur i
kaupstöðum landsins — og á
fyrri árum einnig gróðurhús,
þar sem þau voru.
— Ekki hefurðu heldur dosk-
að á veturna?
— O-nei. Verkefnin voru
óþrjótandi. Ég samdi til dæmis
leiðbeiningar um varnir gegn
jurtasjúkdómum. Þær voru
fluttar i útvarp og birtar I blöö-
um og timaritum — og raunar
bókum lika, einkum þegar frá
leið.
Kennslu hafði ég með höndum
i ýmsum skólum, til dæmis i
gagnfræðaskóla Reykvikinga i
fimmtán ár, og grasafræði
kenndi ég i húsmæðrakennara-
skólanum frá stofnun hans til
ársins 1976, einnig lyfjafræði-
nemum i háskólanum i mörg ár.
Þetta var allt stundakennsla, og
hafi ég hérog þar sáð fræi, er
fest hefur rætur, i huga unga
fólksins i þessum skólum, þá er
mér það gleðirik tilhugsun.
Þeim sumarleyfum, sem ég
naut um fjöruti'u ára skeið,
varði ég yfirleitt til gróðurrann-
sókna og ferðalaga hér innan
lands, og til þess naut ég oft
nokkurs styrks frá mennta-
málaráði. Ég valdi mér þá
venjulega eitthvert afmarkað
svæði, eitt hérað á sumri, og til
dæmis hef ég kannað gróðurfar
viða á Austfjörðum, i Mýrdal og
á Breiðafjarðareyjum. Mér
telst svo til, að ég hafi athugað
gróðurfar i sem næst tuttugu og
fimm héruðum og sveitum,
samið þaðan jurtaskrár og lýst
gróðri. Éghef lika lagt mig eftir
þvi að fylgjast með komu
slæðingsjurta til landsins og út-
breiðslu þeirra, einkum i kaup-
stöðum, þar sém þeirra gætir
mest.
— Ekki eru þar tiunduð öll
ritstörf þi'n?
— Ekki er það. Ég nefndi áð-
an leiðbeiningar minar um
sjúkdómavarnir, og bók um
þess konar efni er Gróðursjúk-
dómar og varnir gegn þeim,
sem kom út 1962. Gróðurinn
heitir kennslubók eftirmig, sem
komið hefur út i sex útgáfum.
Stofublóm er önnur bók eftir
mig og kom út 1957, og hina
stóru blómabók Fjölva, sem
gefin var út 1972, þýddi ég og
staðfærði.
Þekktust þeirra bóka, sem ég
hef lagthönd að, ogi flestrafór-
um, er þó Garðagróður, sem við
Ingimar óskarsson sömdum, og
fyrir nokkru var gefin út á ný,
allmikiðbreyttogbætt. Égheld,
að það sé bók, sem komið hefur i
góðar þarfir og margir sótt i
fræðslu og leiðsögn. Ég þykist
mega segja, að þess megi viða
sjá merki i görðum, bæði hér i
Reykjavik og annars staðar á
landinu, að sú bók var samin og
gefin út.
Eitthvað fleira hef ég samið
bókakyns. En ég hirði ekki um
að ti'unda þá bæklinga alla. Ég
bæti þvi einu við, að ég hef sam-
ið tvær visindaritgerðir á
ensku, aðra um jurtaslæðinga á
Islandi frá aldamótunum sið-
ustu og hina um gróður i heima-
sveit minni, Arskógsströnd.
— En hvað um allar gteinar
þinar I blöðum og timaritum?
—- Já, greinarnar minar — á
þeim hef ég enga tölu. Ég man
ekki einu sinni i hvaða ritum
þær kunna að hafa birzt. Það get
ég þó sagt, að ég hef skrifað
margar greinar um grasafræði i
Náttúrufræðinginn, um ræktun
og jurtasjúkdóma i Frey og
Garðyrkjuritið og svo er fjöldi
greina i blöðum. Þar á meðal
eru greinaflokkarnir Gróður og
garðar, sem birzt hafa i Timan-
um um tugi ára, ogByggt og bú-
ið í gamla daga, alls yfir tvö
hundruð greinar með þúsund
myndum, sumum næsta fágæt-
um, eréghef gert úr garðisiðan
haustið 1973.
Og svo hef ég stundum lagað
ljóðmértil dundurs, oft I léttum
dúr, en stundum lika alvarlegs
efnis. Eftir mig er kver, sem
heitir Vegferðarljóð, sem kom
út 1973, og þar i er meðal annars
dálftið sérstakur flokkur um
Hafnardvöl og Hafnarstúdenta.
— En félagsstörf?
— Ég hef starfað I mörgum
félögum, og þó einkanlega Nátt-
úrufræðifélaginu, Skógræktar-
félaginu og Garðyrkjufélaginu.
Ég er heiðursféiagi þess síðast
nefnda og handhafi gulllaufs
þess, sem ekki er slakara
heiðursmerki en hvert annað,
svo að ég segi ekki meira.
— Nú er margt orðið breytt
siðan þú komst heim ungur
náttúrufræðingur?
— Það hefur orðið stófelld
breyting i náttúrufræðum og
mitól framför i seinni tið. Nú
starfar hér hópur náttúru-
fræðinga að rannsóknum og
kennslu, i stað örfárra á náms-
árum minum. Stofnun liffræði-
deildarinnar i háskólanum hef-
ur markað timamót og mun
hafa stórkostleg áhrif á kennslu
i framtiðinni og við eigum úr-
valslið dýrafræðinga, grasa-
fræðinga, jarðfræðinga og fiski-
fræðinga og veðurfræðinga eins
og allir vita. Starf náttúru-
verndarsamtaka er orðið mikið
og fjölþætt, og náttúruverndar-
menn tala ekki lengur fyrir
daufum eyrum. Ég get ekki orð-
að það á annan veg en að það
hafi orðiðvakning á sviði marg-
vislegra náttúrufræða. Það er
ánægjulegt að hafa lifað slika
vakningu og geta gert sér rök-
studdar vonir um, að hún beri
enn auðsæjariávöxt á þeim ára-
tugum, sem fram undan eru.
Sjálfum finnst mér það gæfa
að hafa getað starfað að þeim
málum, sem ávallt hafa verið
hugðarefni mitt, og vita, að
margir muni halda áfram þeim
störfum, sem f áir urðu að gegna
áður, og við miklu betri starfs-
skilyrði en þá buðust. J.H.
Lifið i sjónum úr bók, sem annars heitir Blómin okkar.
Indversk stúlka með hrisgrjónadiskinn sinn — mynd úr ritinu Grös.