Tíminn - 12.02.1978, Side 13

Tíminn - 12.02.1978, Side 13
Sunnudagur 12. febrúar 1978 13 Tíminn heimsækir Vopnf irðinga Samvinnuverzlunin er eign fólksins — og ekki hætta á að fjármagnið verði flutt burt úr héraðinu - rætt við Jörund Ragnarsson fulltrúa kaupfélagsstjóra á Vopnafirði Verzlunarhús Kaupfélags Vopnfirðinga Kaupfélag Vopnfiröinga rekur aBalverzlunina á Vopnafiröi en auk þess rekur kaupfélagiö slát- urhús, mjólkurstöö, bilaverk- stæöi, söluskála og skipa- og bila- afgreiöslu, auk ýmissar annarr- ar þjónustu sem félagiö veitir Vopnfiröingum. Um 30 manns eru i föstu starfi hjá félaginu, en oft á tiðum er þar mun fleira starfs- fólk, eins og t.d. i sláturtið og þeg- ar skip þarfnast afgreiðslu. Jörundur Ragnarsson fulltrúi kaupfélagsstjóra sagði í viðtali við Timann aö nýlega heföu kaup- félagið , Útgeröar- og fiskvinnslu- fyrirtækiö Tangi h.f. Vopnafjarö- arhreppur og útibú Samvinnu- bankans sameinazt um að koma upp bókhaldsfyrirtæki. Verður þar um fjarvinnslu að ræða og færslur allar sendar með sima i tölvu Sambands islenzkra sam- vinnufélaga i Reykjavik. Þetta flýtti allri úrvinnslu verulega. Hingaö til hefur kaupfélagið fengið allt sitt bókhald unnið i tölvu Sambandsins en hefur orðið að senda allar upplýsingar með Dósti. Jörundur sagði að nú væri rætt um að kaupfélagið byggöi vöru skemmu, en brýn þörf er orðin á að fá slikt húsnæði. Ekki er þó á- kveðið hvenær unnt verður að ráðast i framkvæmdir. — Eitt mesta vandamálið við að reka verzlun úti I dreifbýlinu eru erfiðar og seinar samgöngur og mikill flutningskostnaður, sagði Jörundur. Hvað okkur hér á Vofmafirði viðkemur, hafur það stórversnaö að fá vörur fluttar siðan breyting varð á ferðum skipaútgerðarinnar. Um flutn- ingskostnaðinn er það hins vegar aðsegja, aðhann verður að jafna með einhverjum ráðum. Sumir hafa talað um að verðjafna flutn- inga með einhverskonar verö- jöfnunarsjóði, en ég tel að það væri ekki siður hægt að jafna að- stöðu fólks með þvi að innheimta misháa skatta t.d. söluskatt. Nú gagnrýna margir sam- vinnuverzlunina, og t.d. tala margir um aö samvinnufélögin hafi einokunaraðstöðu viða úti á landi. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? — Það er rétt að margir telja sig hafa efni á að gagnrýna sam- vinnuverzlunina, og fólk er miklu gjarnara á að halda þvi á lofti san þvi finnst miður, en þvi sem vel er gert. Það er hins vegar staöreynd að einkaverzlanir gef- ast oft upp og hætta ef einhver jir sérstakir erfiðleikar bjáta á. Þá er starfsemin lögð niður og fjár- magnið flutt burt. Samvinnu- verzlunin er hins vegar eign fólksins i byggðarlaginu og hún fer ekki burt með fjármagnið. Fólkið sjálft hefur áhrif á hvern- ig rekstrinum er hagað. Hins vegar er það ekkert keppi- kefli samvinnuverzlunar að vera eina verzlunin i byggðarlaginu. Samvinnuverzluninni finnst nauðsynlegt að þar sé önnur verzlun, sem veitir samkeppni, þannig að yfirburðir samvinnu- verzlunar komi i ljós. — Er mikil uppbygging hér á Vopnafirði? — Já hér er mjög mikil upp- byggingogmáskelýsir hinnmikli húsnæðisskortur, sem hér er, þvi bezt. A undanförnum árum hafa verið byggð hér fjölmörg ibúðar- hús, en þrátt fyrir það eru alltaf sömu húsnæðisvandræðin. Hér hefur verið mikill uppgangur i at- Jörundur Ragnarsson vinnufyrirtækjum og allir haft nóg að gera, og hingað er stöðug- ur straumur fólks frá þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins. Atvinnuh'f er hér hins vegar einhæft og þyrfti nauðsynlega að huga að nýjum atvinnumöguleik- um. Nú er rætt um að koma á fót prjóna- og saumastofu, og er það visir í þessa átt. Fleiri slik iðnfyr- irtæki þarf að setja hér á fót úl aö skapa öryggi og fjölbreytni. Jafn- framt þarf að skjóta styrkari stoðum undir það atvinnulif, sem fyrir er, og þá vil ég sérstaklega nefna nauðsyn þess að kaupa hingað nýtt fiskiskip. — MÓ Rætt við ungan bónda i Vopnafirði: Samvinnan gerir flest léttara — segir Emil Sigurjónsson bóndi í Ytri-Hlið Það var þrennt, sem varð þess valdandi að við gátum komið undir okkur fótum og hafið bú- skap, sagði Emil Sigurjónsson bóndi I Ytri Hlið i Vopnafirði i samtali við Timann. t fyrsta lagi nutum við góðrar aðstoðar for- eldra okkar og höfum reyndar verið þar i heimili fram á þennan dag. í öðru lagi náðum við bú- stofninum strax upp og vorum komnir með mikinn bústofn áður en miklar greiðslur vaxta og af- borgana skullu á okkur, og i þriðja lagi unnum viö mjög mikið . sjálfir við allar byggingarfram- kvæmdir og þurftum þvi litil vinnulaun aö greiða. Þeir bræður Emil og Friðrik Sigurjónssynir keyptu hálfa jörð- ina Ytri Hlið af foreldrum sin um áriö 1974 og strax sama ár byggðu þeir fjárhús yfir 400 kind- ur. Næsta ár byggðu þeir stærðar hlöðu við fjárhúsin. Þeir voru með 150 fjár á fóðrum fyrsta vet urinn en hafa siðan fjölgað mjög ört og eru komnir með um 470 fjár. — Það skiptir sköpum að koma bústofninum fljótt upp, sagði Emil, og vera komnir með góðar afurðir þegar þarf' að fara að standa skil á greiðslum vaxta og afborgana. Vorið 1976 byrjuðu þeir bræður á að byggja tvibýlishús, sem er 242 ferm. að grunnfleti á einni hæð. Þeir gerðu það fokhelt á fjór um mánuðum og unnu að mestu við það sjálfir, auk þess sem þeir nutu góðrar aðstoðar föður sins og nágranna. Þessa dagana eru þeir að flytja inn i aðra ibúðina," en hingað til hafa þeir báðir verið i heimili hjá foreldrum sinum. Hin ibúðin er tilbúin undir tréverk og munu þeir nú taka til af kappi við að innrétta hana. — Við höfum lagt áherzlu á að vinna sem mest við byggingarnar sjálfir, sagði Emil. Með þvi spör- um við okkur mikið fé og þetta verður allt léttara, auk þess sem það er mjög gaman að vinna þetta sem mest sjálfur. Nú eru þið bræður báðir ógiftir. Ætlið þið sjálfir að sjá um mats- eld og önnur heimilisstörf þegar þið eruð fluttir inn? — Já, það munum við gera, a.m.k. fyrsta kastið, hvað sem siðar verður. Það er bezt að vera ekki aö segja frá neinum slikum áformum i blöðum. Er ekki erfitt að hefja búskap þrátt fyrir þá aðstöðu, sem þið hafiö? ‘ — Jú, fyrstu árin verða erfið. Þótt við höfum unnið mikið i hús- inu sjálfir, er útlagður kostnaður orðinn um 12 millj. kr., og auk þesserum við með miklar skuldir eftir fjárhús- og hlöðubygging- una. En við stefnum að þvi að stækka búð þannig að við höfum um 500 ær og þá nokkuð á sjötta hundrað fjár á fóðrum. Siðan reynum við að fá sem beztar af- urðir og vonum að þetta blessist. Þá hef ég nokkra vinnu utan heimilis, þar sem ég er kjötmats- maður i sláturhúsinu á Vopna- firði. Allar slikar tekjur, sem annar hvor okkar vinnur sér inn utan heimilis, renna beint i sam- eiginlegan sjóð búsins, enda kem- ur meiri vinna i hlut þess, sem heima er, þegar hinn er fjarver- andi Ef einhvern tima kemur að þvi að einhver hagnaður fer að skila sér, sem ekki rennur beint i uppbygginguna, þá skiptum við honum til helminga. Telur þú mikinn kost að vera með félagsbú? —Já kostir félagsbúsins eru ótviræðir. Sá sem býr i félagsbúi, er ekki eins bundinn og einyrkinn, og ef menn eru samhentir og samvinnan er góð, er unnt aö gera sér fjölmörg verk mun hæg- ari. Er félagslif gott hér i Vopna- firði? — Já þaðer gott og fer vaxandi. Hér starfa mörg þróttmikil félög og fer allt starf þeirra vaxandi. T.d. er nú unnið að þvi að efla ungmennafélagið. Hér er starf- andi ungmennafélag i þremur deildum. Ein þeirra er i þorpinu, en tvær i sveitinni. Nú ætlum við að sameina deildirnar i sveitinni i eitt félag, en deildin i þorpinu starfi sem sérstakt félag. Þannig teljum við að unnt sé að efla starfið. En undirstaða þess að halda fólkinu i sveitinni er þrótt- mikið ungmennafélag og gott fé- lagslif. Þá má nefna að leikfélagiö sýndi sjónleikinn Kjarnorka og kvenhylli i vetur og kvöldvaka var hér helguð minningu Þorsteins Valdimarssonar. Þá er söngféllagið þróttmikið og klúbb- arnir Lion og Kiwanis starfa vel og halda báðir upp á tiu ára af- mæli sitt i vetur. Þá er hér taflfé- lag og bridgefélag að ógleymdu kvenfélagi, og loks vil ég geta þess að sarfsemi Framsóknarfé- lags Vopnafjarðar hefur stóreflzt að undanförnu, og m.a. er ráðgert að halda árshátið i marz. MÓ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.