Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 16
16
Sunnudagur 12. febrúar 1978
Sérálit og
greinargerðir
með álitsgerð verðbólgunefndar
Meöbréfi hinn 21. oktöber 1976
skipaði forsætisrá&herra nefnd á
vegum rikisstjórnarinnar til þess
a&kanna horfur i verölagsmálum
og gera tillögur um ráðstafanir til
þess aö draga lir veröbólgu. I
nefndina voruskipaöir eftirtaldir
menn:
Jón Sigurðsson, hagrannsókna-
stjóri, formaður.
Asmundur Stefánsson, hag-
fræöingur, tilnefndur af Alþýöu-
sambandi Islands.
Guömundur G. Þórarinsson,
verkfræðingur.
Gunnar Guöbjartsson, bóndi, til-
nefndur af Stéttarsambandi
bænda
(varamaöur: Jón Helgason,
alþingismaður)
GylfiÞ. Gíslason, alþingismaöur,
tilnefndur af þingflokki Alþýðu-
flokksins.
Halldór Asgrímsson, alþingis-
maöur, tilnefndur af þingflokki
Framsóknarflokksins.
Jóhannes Nordal, seölabanka-
stjóri.
JónH. Bergs, forstjóri, tilnefndur
af Vinnuveitendasambandi
tslands.
Jónas H. Haralz, bankastjóri
Karvel Pálmason, alþingis-
maður, tilnefndur af þingflokki
frjálslyndra og vinstrimanna
Kristján Thorlacius, deildar-
stjóri, tilnefndur af Bandalagi
starfsmanna rfkis og bæja
Lúövik JÓsepsson, alþingis-
maður, tilnefndur af þingflokki
A1 þý öuban da la gs ins
Ólafur G. Einarsson, alþingis-
maður, tilnefndur af þingflokki
Sjálfstæðisflokksins.
Þá var hagstofustjóra, Klemens
Tryggvasyni, falið að starfa meö
nefndinni.
Ólafur Daviðsson, hag-
fræðingur, hefur verið ritari
nefndarinnar. Fyrir nefndina
hafa einnig starfað hagfræöing-
arnir Bolii Þ. Bollason, Hall-
grimur Snorrason og Sigurður B.
Stefánsson. Þjóðhagsstofnun,
Hagstofa Islands og hagfræði-
deild Seðlabanka tslands hafa
undirbúið ýmis gögn fyrir
nefndina, auk þess sem kjara-
rannsóknarnefnd og aörir aðilar
hafa lagt nefndini til efni.
Erindisbréf
Með skipunarbréfi nefnd-
arinnar fylgdi stutt greinargerð,
sem ákvað starfsvið hennar
nánar. Þessi greinargerð fer hér
á eftir:
„Þróun efnahagsmála það,
sem af er þessu ári, sýnir, að
verulega hefur miðaö i átt til
jafnvægis i þjóðarbúskapnum
bæði i utanrikisviðskiptum og
opinberum fjarmálum, jafn-
framt hefur atvinnuástand
veriö gott. A árinu hefur einnig
dregið nokkuö úr hraða verð-
bólgunnar, en þó verður hann á
þessu ári 25-30% eða tvöfalt til
þrefalt meiri en i flestum ná-
lægum löndum. Verðbólgan er
þvi' enn eitt alvarlegasta efna-
hagsvandamál, sem þjóöin á
viðaðstriða. A miklu veltur_aö
okkur takist að draga enn
verulega úr hraöa verðbólg-
unnar á næsta ári. Þvi miður
er ástæða til að óttast, aö sú
öra verðbólga, sem geisað
hefur hér á landi undanfarin
ár, hafi enn alið á þeim verð-
bólguhugsunarhætti, sem sett
hefur svip á þjóðlifið. A þessu
þarf að verða breyting. ör
veröbólga hefur óæskileg áhrif
á tekju- og eingaskiptinguna i
landinu, veldur óhagkvæmri
nýtingu framleiðsluafla og
auðlinda og siðast en ekki sizt
veikur hún samkeppnisstööu
útflutningsatvinnuveganna og
felur þvi i sér hættu I atvinnu-
leysi. Rikisstjórnin telur nú
sérstaka þastæðu til a& leita
leiöa til þess að ná hra&a verð-
bólgunnar niður I þaö, sem
gerist i nágrannalöndum
okkar. I þessu skyni mun hún
skipa nefnd til þess:
a) að kanna vandlega horfur i
verðlagsmálum á næstu miss-
erum og greina ástæður þeirra
verðhækkana, sem orðið hafa
að undanförnu, og orsakir
verðbólguþróunar hér á landi
undanfarin ár.
b) að gera tillögur um ráðstaf-
anir til þess að draga úr verð-
bólgu. Tillögur þessar skulu
taka mið af þvi, að þau mark-
mið, semsetteruáþessusviði,
þarf að vega og meta við hlið
annarra markmiöa stefnunnar
i efnahagsmálum, svo sem
jafnvægis I utanri'kis-
viðskiptum og fullrar atvinnu.
Ríkisstjórnin telur mikilvægt,
að sem flest sjónarmið komi
fram i starfi nefndarinnar og
fer þvi þess á leit við aðila
vinnumarkaðarins og þing-
flokkana, að þeir nefni menn i
nefndina, auk þess mun rikis-
stjórnin skipa fjóra menn án
tilnefningar, og er einn þeirra,
Jón Sigurðsson, hagrann-
sóknastjóri, formaður nefndr-
innar.
1 nefndinni skulu sitja:
5 tilnefndir af þingflokkum
1 tilnefndur af Alþýðusam-
bandi Islands
1 tilnefndur af Vinnuveitenda-
sambandi Islands
1. tilnefndur af Bandalagi
starfsmanna rikis og bæja
1 tilnefndur af
Stéttarsambandi bænda
4 skipaðir af rikisstjórninni án
tilnefningar
Hagstofústjóri mun starfa með
nefndinni.
Rikisstjórnin mun gangast
fyrir þvi, að samráö verði
einnig haft við fulltrúa ýmissa
hagsmunasamtaka, sem ekki
tilnefna menn i nefndina, eftir
þvi' sem störfum nefndarinnar
miðar áfram og ástæöa þykir
til.
Rikisstjórnin gerir siðan ráð
fyrir að álit nefndarinnar og
tillögur verði undirstaða
umræðna á Alþingi og við-
ræðna rikisstjórnarinnar við
aðila vinnumarkaðarins um
heildarstefnu i verölags- og
launamálum.
t starfi nefndarinnar skal þess
vegna að þvi stefnt, að hún
skili áliti og tillögum eigi siðar
en i febrúarmánuði 1977.”
Nefndin starfaði að gagnaöflun
og kom saman til 16 funda vetur-
inn 1976/1977. en lauk ekki álits
gerð aö þvi sinni. Gerði
nefndin rikisstjórninni óformlega
grein fyrir störfum sínum.
Fundahöld i' nefndinni lágu niðri
um sumarið, en hófust aftur aö
hausti 1977. Siðan hefur nefndin
haldin 11 fundi og lauk starfi si'nu
8. febrúar 1978. Skýrslan, sem hér
birtist, er i' aðalatriöum tviþætt: 1
þriðja kafla er fjallað sérstaklega
um horfur i verðlagsmálum á
næstu misserum og’ hugsanlegar
leiðir tilþess að hamla gegn verð-
bólgu á næsta ári. Að þessu leyti
fjallar skýrslan um þau efna-
hagsmál, sem nú eru efst á baugi.
1 örum kafla skýrslunnar er leit-
azt við að gefa Itarlegra yfirlitt og
fjallaö nánar um rætur verðbólg-
unnar hér á landi á undanförnum
áratugum. 1 fjórða og fimmta
kafla er reynt að benda á leiöir ti
þess að sigrast á þeim rótgróna
verðbólguvanda, sem hér hefur
herjaðfrá þvi á árum heimsstyrj-
aldarinnar siðari, og þá skyggnzt
lengra fram á við en til næsta árs.
Þær hugmyndir og tillögur, sem
þarna koma fram, ættu að vera
nokkurs viröi án tillits til þess,
hvernig úr rætist i viðureigninni
við veröbólguna á næstu mánuð-
um. Hér á eftir verður græint nán-
ar frá efni skýrslunnar.
Yfirlit yfir efni skýrsl-
unnar
1 öðrum kafla er fjallað um
verðbólguþróunina undanfarin ár
og ástæður fyrir henni. 1 kafl-
anum er gefið stutt ágrip helztu
skýringa hagfræðinnar á verð-
bólgunni, en sfðan er rakin i
stórum dráttum þróun verðlags I
umheiminum og helztu hag-
stærða hér á landi á siðustu ára-
tugum.
í þriðja kafla segir I stuttu máli
frá ástandi og horfum I efnahags-
málum og verðlagsmálum sér-
staklega. Sett eru fram dæmi um
þróun verðlags á árinu 1978 að
gefnum kjarasamningum og
stefnu i' efnahagsmálum. Fjallað
er um þær leiðir, sem til greina
koma til þess að draga úr hraða
verðbólgunnar á næsta ári, og
ákveðin dæmi tekin um úrræði.
í fjórða kafla er rætt um þær
umbætur, sem geraþyrftiá næstu
árum i stjórn islenzkra efnahags-
mála til þess að ráða við verð-
bólguna. Áherzla er lögð á nauð-
syn þess að bæta helztu hag-
stjórnartækin og að beita þeim
staðfastlega og samfellt um
nokkurra ára skeið, ef takast á að
koma verðbólgunni hér á landi
niður á það stig, sem algengt er i
nálægum löndum.
1 fimmta kafla eru settar fram
ábendingar um mótun sam-
ræmdrar stefnu i efnahagsmál-
um, þannigað auk þings og rikis-
stjórnar hafi aðilar vinnu-
markaöarins á skipulegan hátt
samráðum meginh'nur efnahags-
stefnunnar á hverjum tima. Gerð
er grein fyrir viöfangsefnum
þeim, sem samráð af þessu tagi
ættiaðsnúast um. Telja verður,
að skipulegt og opinbert samráö
aðila vinnumarkaðarins og
stjórnvalda sé mikilvægt til þess
að glæða almennan skilning á
vandamálum hagstjórnar og til
þess aö hemja þá verðþenslu,
sem einkennt hefur islenzkan
þjóðarbúskap mörg undanfarin
ár.
Helztu niðurstöður og
ábendingar
Ef grannt er skoðað, viröist
sem ágreiningurinn um það,
hvort fyrst og fremst eigi að leita
orsaka verðbólgunnar i
kostnaðardálki framleiðslureikn-
inga atvinnuveganna, og þá helzt
vegna launabreytinga, eða i þró-
un heildareftirspurnar og pen-
ingamagns i hagkerfinu, sé helzt
fólginn i þvi við hvaða timabil sé
miðað. Til skamms tima hafa til-
efni til veröbreytinga oftast nær
birzt i mynd kostnaðarbreytinga
frá sjónarmiði einstakra fyrir-
tækja og einstaklinga. En þegar
skyggnzt er lengra, hvort sem er
fram eöa aftur, er óhjákvæmilegt
að leita annarra og almennari
skýringa, sem varða I senn sveifl-
ur I ytri skilyrðum þjóðarbúsins,
ef um opiðhagkerfi er aö ræða, og
viðbrögö innlendra aðila viö
þeim, bæ&i einkaa&ila, samtaka
þeirra og stjórnvalda, auk
ákvarðana um innlendar hag-
stærðir, sem miklu ráða um
framvinduna, eins og rikisfjár-
mál og vaxta- og lánamál, auk
launaákvarðana.
Þegar litiö er yfir þróun helztu
hagstærða slöustu áratugi, sem
nánar er rakin I 2. kafia skýrsl-
unnar, má meðal annars greina
eftirfarandi mikilvæg atriöi, sem
áhrif hafa á verölagsþróunina.
1) Sveif lur i útflutnings- og inn-
flutningsverðlagi hafa haft
mikil áhrif á efnahags- og
verðlagsþróun hér á landi.
Sama máli gegnir um sveiflur
í útflutningsmagni. Frá 1950 til
1970 skiptu sveiflur I útflutn-
ingsverðlagi og afla mestu
máli, en á fyrri helmingi átt-
unda áratugarins hafa þær
einnig haft mikii áhrif en við
bætast miklar breytingar á
innflutningsverðlagi. Jöfn-
unarsjóöir hafa ekki reynzt
þess megnugir að draga úr
áhrifum uppgripa i sjávarút-
vegi, sem breiðzt hafa út um
allan þjóðarbúskapinn.
2) Almenn þróun innlendrar
eftirspurnar hefur áhrif á
hraða verðbólgunnar. Aukið
peningamagnog útlán i banka-
kerfinu i kjölfar uppsveiflu i
sjávarútvegi skiptir án efa
máli, þar sem jafnan hefur
gætt tilhneigingar til þess að
auka opinber útgjöld og fram-
kvæmdir, þegar vel árar I
sjávarútvegi. Þannig hefur
ekki gætt ákveðinnar sveiflu-
jöfnunar i opinberum fjármál-
um og peningamálum, ekki
sizt vegna þess að vextir hafa
lengst af verið neikvæðir og
litt breytilegir. Liklegt virðist,
að sú rika áherzla, sem lögö
hefur verið á fulla atvinnu og
miklar framkvæmdir, hvernig
sem árar, sé ein af grund-
vallarástæöum, verðbólgu hér
á landi.
3) Akvörðun peningalauna ræður
miklu um gang verðbólgunnar.
Lánaákvarðanir eru teknar á
mismunandi timum, starfs-
grein fyrir starfsgrein, og
samanburður milli greina
kann aö hafa orkað til þess að
aukaá launahækkanir, einkum
ef skyndileg tekjuhækkun
vegna utanaðkomandi breyt-
inga verður á þröngu sviði at-
vinnulifsins, t.d. i einstökum
greinum fiskvpiða þegarvelár
ar, eða við stórframkvæmdir.
Samanburður milli opinberra
starfsmanna og annarra
launamanna kemur hér einnig
við sögu, sem áberandi og
mikilvægt dæmi um vixlhækk-
un launa milli starfehópa.
4) Við óstöðugytri sk\lyrðikemur
oft upp misvægi i utanrikis-
verzlun og arðsemi útflutn-
ingsgreinabreytist sifellt. Þær
efnahagsaögerðir, sem beitt
hefur verið siöustu áratugi,
þegar halli hefur myndazt i
utanrikisverzlun og rekstri út-
flutningsatvinnuveganna, hafa
beinlinis oft falið i sér verð-
hækkanir eða kallað framvið-
brögð, sem valdið hafa verð-
hækkunum. Þannig má allt
eins tala um vfxlgengi milli
efnahagsaögerða og launa-
hækkana eins og milli launa og
verðlags eða milli launþega-
hópa.
1 þessum fjórum almennu atr-
iðum eru fólgnar helztu ástæður
verðbólguþróunarinnar hér á
landi á siðustu áratugum. En
hverjar eru þá hinar sérstöku
ástæður fyrir mun örari verð-
bólgu á siöustu fimm árum en
fyrr? Hér má enn greina nokkur
mikilvæg atriði sem sérstök dæmi
hinna almennu, er að framan
voru rakin:
1) 1 fyrsta lagi jókst veröbólgan
að mun um allan heim á árun-
um um og eftir 1970. Þó keyrði
um þverbak með verðhækkun
hráefna 1972 og 1973, og var
fjórföldun oliuverðs lokahrin-
an iþeirri hrið. Þessir atburðir
höfðu mikil áhrif hér, fyrst
með mikilli hækkun útflutn-
ingsverðs, sem kynti undir
tekjuhækkun innanlands, og
siðan með mikilli innflutnings-
veröhækkun. Viðskiptakjara-
skellurinn, sem þessu fylgdi,
var jafnaður með verð-
hækkandi ráðstöfunum innan-
lands, enda höfðu laun hækkað
mikið um það bil sem við-
skiptakjarabatinn var á enda
runninn um sinn 1974. Þannig
hefur teygzt úr verðlagsáhrif-
um hinna alþjóðlegu verð-
sveiflna hér á landi umfram
það, sem gerzt hefur i' öðrum
löndum. Verðjöfnunarsjóður
sjávarútvegsins reyndist þess
ekki megnugur að draga úr
áhrifum útflutningssveiflna og
hefur á siðustu árum fjarlægzt
tilgang sinn.
2) Mikil fjárfestingaralda hófet
hérá landi fljótlega upp úr 1970
bæði með skipa- og flugvéla-
kaupum, og framkvæmdum
innanlands, fyrst á sviði sam-
göngumála en siðar i orkumál-
um. Efnahagsröskunin, sem
fylgdi eldgosinu i Vestmanna-
eyjum 1973, jók á þenslu i
framkvæmdum og mann-
virkjagerð á sama tima og
hafði i för með sér verðþenslu.
Gjörbreyttar aðstæður I orku-
málum urðu til þess, að mikið
var færzt i fang á þvi sviði, og
undir þeta ýtti, að lánsfjárút-
vegun á erlendum lánamark-
aði varð auðveldari en verið
hafði. Mikill innflutningur
lánsfjármagns ásamt örri
hækkun gjaldeyristekna i
sömu mund leiddi til mikillar
peninga- og eftirspurnar-
þenslu, sem án efa ýtti undir
verðbólguna.
3) Breytingum vaxta hefur i
auknum mæli verið beitt frá
árinu 1973 og verðtryggingar-
ákvæði gerð almennari, en
þetta hefur engan veginn dug-
að til að hamla gegn eftirspurn
eftir lánsfé. Vextir (og verð-
tryggingarákvæði) hafa alls
ekki haldið i við verðhækkanir
og þvi ekki tryggt verðgildi
sparifjár almennings eða lif-
eyris- og fjárfestingarsjóða.
Þá hefur bindiskylduákvæðum
ekki verið beitt nægilega.
Hallarekstur árikissjóði, eink-
um á árunum 1974 og 1975, hef-
ur og aukið á peningaþensiuna
og þar með á verðbólguna,
þegar verst áraði.
4) Launsasamningar á siðustu
árum hafa falið I sér nokkur
dæmi um svo stór skref i hækk-
un peningalauna, ýmist til að
sækja fram til nýrra kjarabóta
eöa til aö endurheimta fyrri
kaupmátt, að þeir hljóta að
hafa haft verðbólguáhrif i
gagnverkun sinni við aöra
þætti i þjóðarbúskapnum.
Einnig hefur gætt vislhættunar
vegna togstreitu um launa-
hlutföll i umróti verðhækkana
siðustu ára.
1 öllum þessum atriðum eru
fólgnar skýringar á verðbólgu-
vandanum á allra siðustu árum.
Þær og hinar sem fyrr voru tald-
ar, eru þessaðlis, að ekki er til
nein einföld lausn, ekkert töfra-
orð, sem getur komið á verðfestu
i einu vetfangi. Til þess að draga
markvisst úr verðhækkun hér á
landi á næstu árum þarf að vinna
að þvi að bæta hagstjórnarað-
feröirnar á öllum sviðum, og þær
umbætur taka óhjákvæmilega
tima. 1 fjórða kafla skýrslunnar
er f jallað um þær breytingar, sem
helzt kæmu tii greina. Ekki er
reynt að gera þessu efni fullkom-
in skil, heldur miklu fremur að
benda á réttar leiðir^sem siðan
þarf að rannsaka og fullkanna. 1
þessum kafla er bent á nauðsyn-
legar umbætur i hagstjórn á
næstu árum i sex greinum:
1) öflugri jöfnunarsjóðir i
sjávarútvegi. c
2) Virkari ^stjórn peningamáia
meö beitingu vaxta, verð-
tryggingar, bindiskyldu-
ákvæða og gengisskráningar.
3) Styrkari fjárfestingarstjdrn
með samræmingu útlána-
kjara.
4) Traustari fjármálastjórn með
tiiliti til árferðis.
5) Samræmdar tekjuákvarðanir
og launasamningar.
6) Bætt skipan verðlagseftirlits.
Abendingum þessum er lýst i
alllöngu máli ifjóröa kaflanum. 1
fimmta kafla er gerð grein fyrir
nauðsyn samræmdrar stefnu i
efnahagsmálum til nokkurra ára
isennog lagt til,aðkomið verði á
fót fastri samvinnunefnd stjórn-
valdaog hagsmunasamtaka, sem
fjalli um þessa stefnumdtun.
1 lok þriðja kafla eru sett fram
fjögur dæmi um hugsanleg úrræði
til þess að hamla gegn verðbólgu
á þessuári og stuðla að jafnvægi i
þjóöarbúskapnum, tryggja
rekstrargrundvöll atvinnuveg-
anna og þar með atvinnuöryggi.
Meginleiðirnar fjórar, sem
Framhald á bls. 33