Tíminn - 12.02.1978, Page 17

Tíminn - 12.02.1978, Page 17
Sunnudagur 12. febrúar 1978 17 Wímvm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- sijórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i iausasölu kr. 90.00 Askriftargjald'kr. 1700 á mánuði. B'.aðaprent h.f. Meðferðin á Bæj ar útger ðinni Borgarstjórinn i Reykjavik er lipurmenni við að taka fyrstu skóflustunguna, þegar þess slags tæki- færi gefast, að minnsta kosti af þeim manni að vera, sem ekki er ýkja skófluvanur. Hann opnar sýningar á hinn tilbærilegasta hátt og setur ráðstefnur og þing með loflegum vitnisburði. Og honum lætur ágætavel að kveikja á jólatrjám. Þetta er allt nokkuð. Á hinn bóginn leikur það orð á, að honum og hans mönnum sé ekki jafneiginlegt að hlynna að atvinnu- lifinu i borg sinni. Iðnaðarfyrirtæki hafa flúið út fyrir borgarmörkin af þvi að betur var við þau gert annars staðar, og sjálf borgareignin á atvinnuvett- vanginum, Bæjarútgerð Reykjavikur, hefur ekki beinlinis verið það óskabarn, að undir það væri hlaðið. Kannski á það sér þau rök, að gagnlegur at- vinnurekstur á opinberum vegum er einmitt það bákn, sem margir háværir flokksbræður borgar- stjórans vilja burt. Þeir hafa meira að segja sér- staklega tilnefnt fyrirtæki eins og bæjarútgerðir, þegar á þá hefur verið gengið um það, hvað ,,bákn- ið” táknaði i þeirra munni. En eins og kunnugt er vaknaði borgarstjórinn við vondan draum nú fyrir nokkru, og það rann upp fyrir honum, að ekki horfði allt sem skyldi um at- vinnulifið i Reykjavik. Það voru lika kosningar ná- lægar og þær hrópuðu til hans: Vökumaður, hvort vakir þú? Bæjarútgerð Reykjavikur nýtur nú góðs af þess- um kosningahrolli. Endurbætur eru hafnar á fisk- iðjuverinu, að visu talsvert miklu siðar en skyldi. En um það má samt segja, að betra er seint en aldrei. Ekki skal dregið úr þeirri viðurkenningu. Bæði ihaldsdagblöðin, Morgunblaðið og Visir, sögðu frá þessum stefnuhvörfum i málefnum Bæjarútgerðarinnar i löngu máli og undir stórum fyrirsögnum á miðvikudaginn. ,,BÚR er nú betri staður bæði fyrir menn og fiska”, var fyrirsögn i Visi. ,,Mun verðmætari hver fiskur úr sjó i kjölfar mikilla breytinga og endurskipulagningar” þótti haldkvæmust fyrirsögn i Morgunblaðinu. Þetta eru fyrirsagnir, sem fróðlegt er að velta fyrir sér. 1 þeim báðum felst sem sé ákveðinn dóm- ur, þótt tæpast sé honum hampað af yfirlögðu ráði á siðum þessara tveggja blaða. úr fyrirsögn Visis er það að lesa, að hingað til hafi brostið talsvert á, að fiskiðjuver væri sem beztur staður ,,fyrir menn og fiska”. I fyrirsögn Morgunblaðsins segir, að ásig- komulagið hafi verið slikt, að það hafi rýrt verðmæti þess fisks, sem þangað barst. Hirðuleysi um tilhögun og aðbúnað i fiskiðjuverinu hafi með öðrum orðum verið svo mikið, að hvorki þjóðfélagið né fyrirtækið hafi fengið þaðan jafnverðmæta vöru og efni stóðu til, ef allt hefði verið með felldu. Þetta er ekki tilfyndni þeirra, sem kunna að hafa tilhneigingu til þess að draga það fram, er úrskeiðis hefur farið um stjórn Reykjavikurborgar og stofn- ana hennar. Þetta er dómur þeirra blaða sjálfra, sem einkanlega ganga erinda Sjálfstæðisflokksins, borgarstjórans og þess meirihluta, sem hann styðst við. Þetta er heimamannaályktun á sjálfum Sjálf- stæðisbænum, fram sett i barnslegu sakleysi og þess vegna lika sönn og undirhyggjulaus. Og sjálfur formaður útgerðarráðs Bæjarút- gerðarinnar ýjar að hinu sama. í Morgunblaðs- greininni er eftir honum haft: ,,Hins vegar hefur nokkuð mikið vantað á það, að aðstaða fiskvinnsl- unnar gæti talizt viðunandi”. „Nokkuð mikið” — það er auðvitað hógvært orða- far. En segir samt sina sögu um það, hvað hefur orðið að horfa upp á. JH ERLENT YFIRLIT Tító heldur Jovönku enn í stofufangelsi Ovissa eykst um framtíð Júgóslaviu , Jovanka 1944 Jovanka 1977 hefur vikiö frá þessum fyr- irmælum og reynt aö hafa áhrif á aö menn af serbnesk- um ættum gengju fyrir viö embættaveitingar, einkum innan hersins. Jovanka er Serbi, en Titó er Króati. Titó hefur reynt aö fylgja þeirri reglu, aö halda sem jöfnustu hlutfaUi 1 embætta- veitingum milli þjóöflokk- anna, sem byggja landiö, 1 þeirri von aö geta þannig treyst sambúö þeirra. Jo- vanka haföi þvi meö umrædd- um afskiptum brotiöi bága við eina helztu stjórnunarreglu hans. Þau Titó og Jovanka kynnt- ust fyrir 34 árum, hún var þá tvitug en hann 52 ára. Hann var þá oröinn leiötogi skæru- liöa, sem böröust gegn Þjóö- ver jum, en hún haföi þá geng- iö fyrir nokkru i skæruliða- sveit kommúnista. Titó haföi um þetta leyti misst góöan vin sinn og var i sorgum. Vinir hans tölduþaö hyggilegt til aö dreifa sorgum hans aö kynna þau Jovönku. Þau máttu heita óaöskiljanleg upp frá þvi. Þau giftu sig þó ekki fyrr en 1952, þegar hann var sextugur og hún 28 ára. Þau áttu þvi tuttugu og fimm ára hjú- skaparafmæli á siðastl. ári eða um likt leyti og Titó átti 85 ára afmæli og 40 ár voru liöin frá þvl hann var kjörinn for- maöur Kommúnistaflokks Júgóslaviu. Jovanka haföi fram til þessa reynzt honum góöur förunautur, fylgzt vel meö heilsu hans og veriö skemmtilegur félagi. Hún kom vel fram opinberlega, ræddi frjálslega við blaöa- menn og brosti breitt og fal- lega. Bros hennar varö frægt meöal Júgóslava og gekk hjá þeim undir nafninu Júgóbros- iö. FREGNIR frá Júgóslaviu herma, aö Titó hafi elzt mikiö siöan þau Jovanka hættu aö vera saman. Slikt er reyndar ekki óeölilegt um mann, sem veröur 86 ára i mai næstkom- andi. Hann getur lika haft áhyggjur af fleiru en skilnaöi þeirra Jovönku. Spurningin um þaö, hver taki viö 1 Júgó- slaviu eftir fráfall hans, hvilir þungt á mörgum, en ef til vill ekki þyngra á öörum en Titó sjálfum. Ekki kjósa margir fullt sjálfstæöi. Takist Króatíu aö fá aukiö sjálfstæöi munu aörar minnihlutaþjóöir vilja fara í kjölfariö. Þaö veröur ekki heiglum hent aö taka viö af Titó og halda Júgóslaviu eins vel saman og honum hef- ur tekizt. Þá spá margir þvi, aö Rússar muni láta sig Júgó- slaviu auknu máli skipta, aö Titó föllnum. Þ.Þ. FREGNIR frá Júgóslaviu herma, aö Jovanka Broz Titó, sitji enn i stofufangelsi þvi, sem eiginmaður hennar, Titó marskálkur og einræöisherra Júgóslaviu, setti hana I fyrir rúmum átta mánuöum. Skömmu áöur eöa I mai slöastliönum átti Titó 85 ára afmæli og virtist sambúö þeirra hjóna þá enn i bezta lagi. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Um miðjan júnl hætti Jovanka aö koma fram opinberlega eins og venja hennar var, en fyrst um sinn héldu menn það stafa af eöli- legum ástæöum. Orörómur um, aö ekki væri allt meö felldu, magnaöist fyrst i ágústmánuöi eftir að Tltó hóf ferðalag sitt til Sovétrikjanna, Norður-Kóreu og Kina. Jo- vanka var ekki meö i feröa- laginu, eins og hún haföi verið i öllum utanlandsferöum Titós, og hún mætti ekki á flugvellinum til að kveöja hann. Þá fyrst uppgötvuöu menn aö ekki væri allt meö felldu. Margar sögur komust á kreik þessu til skýringar, en júgóslavnesk stjórnarvöld voru þögul eins og gröfin. Fyrst 24. október var þaö opinberlega tilkynnt, aö opin- ber rannsókn stæöi yfir á póli- tlskum afskiptum Jovönku. Jafnframt var gefiö til kynna, aö hún væri i eins konar stofú- fangelsi. Sagan segir, aö hún dveljist sem fangi I höll, sem þau hjónin bjuggu I ööru hverju. TITÖ mun strax i upphafi hjúskapar þeirra, hafa gefið Jovönku þau fyrirmæli, aö hún mætti ekki hafa nein afskipti af stjórnmálum. Hann valdi þar aöra leiö en stéttarbróöir hans, Ceausescu einræöis- herra Rúmeniu, en hann lét kjósa Elenu konu sina i fram- kvæmdastjórn Kommúnista- flokksins og er sagður hafa haft þar af henni margvísleg- an stuöning. Jovanka er talin lengi vel hafa farið stranglega að ráöum Tltós og ekki rætt um stjórnmál eöa reynt aö hafa nein áhrif á mann sinn. Þaö mun vera fyrst allra siðustu misserin, sem hún

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.