Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 31

Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 31
Sunnudagur 12. febrúar 1978 Saga um konu Leikstjóri: Márta Mészáros Handrit: Márta Mészáros og Gyula Hemadi Kvikmyndun: Lajos Koltai Tónlist: György Kovács Aðalleikendur: Kati Berek, László Szabó Gyöngyvér Vigh, Dr. Arpád Perlaky. Framleiðandi: Hunnia Studio Dreifingaraðili: Hungarofilm Enskur texti 89 min. Svart-hvit Gullverðlaun á Berh'narkvik- myndahátiðinni 1975- Gullverðlaun á Chicagokvik- myndahátfðinni 1975. Það var mál manna eftir sýn- ingu á Ættleiðingu eftir ung- verska leikstjórann og hand- ritahöfundinn Mörtu Mézáros að þessa kvikmynd hefði aðeins kona getað gert. Leikstjórninog kvikmyndatakan miðast öll að þvi að lýsa af miklu innsæi hugarheimi fertugrar konu, sambandi hennar við giftan mann annars vegar og hins veg- ar við unga stúlku af upptöku- heimili, en á milli þeirra tveggja tekst mjög náin vinátta. Verðlaunamynd Myndin er gerð árið 1975 og það sama ár vann hún til tveggja gullverðlauna og Marta Mézaros skipaöi sér á bekk með beztu leikstjórum i heimi. Upphafsatriði myndarinnar, þar sem Kata aðalpersónan vaknar tilvinnusinnar, gefur til kynna bæði einmanaleikann og hversdagsleikann i lifi hennar. Slik atriði sem þessi, þar sem myndavélin er látin tala, endur- taka sig oftar i þessari mynd, t.d. i brúðkaupi önnu, þar sem margar sögur eru sagðar i einu, eða þegar Kata biður Jóska á kaffihúsi og Anna situr álengd- ar. Við fylgjumstmeð Kötu i dag- legu lifi hennar, hún er verka- kona i verksmiðju, hún býr ein og hún á i sambandi við giftan mann, Jóska, sem hún hittir leynilega á kaffihúsum. Bæði hafa þau sætt sig við þetta hlut- skipti. Jóska vill ekki yfirgefa konu sina og fjölskyldu og Kata skilur viðhorf hans mjög vel. En eftir þvi sem aldurinn færist yfir hana fer hún að óttast einmana- leikann, sem horfir við henni i framtiðinni. Hún þráir nú sterkt að eignast barn með Jóska og hún er það heiðarleg að bera það undir hann, en hann neitar. Þá verður það einnig til að veikja samband hennar og Jóska, að hún fer með honum heim til hans. Þar hittir hún kúgaða eiginkonu Jóska og skil- ur þá að hún getur ekki átt i sambandi við mann, sem getur ekki umgengizt konu sem jafn- ingja. Hún uppfyllir þrá sina eftir öðrum leiðum. Hún bindur nú allar vonir sinar við önnu. Anna er meira og minna alin upp á upptökuheimilum, en hef- ur nú eignazt vin og þau langar til að giftast. Þessar tvær konur hafa báðar kynnzt hörðu og erfiðu lffi og það verður til aö styrkja vináttu þeirra. Kötu- langar til að ættleiöa önnu, en svarið er að hana langi ekki i fleiri foreldra. I staðinn hjálpar Kata önnu til að gifta sig, en ættleiðir sjálf ungabarn. Við skiljum við þessar söguhetjur i upphafi nýs, en siöur en svo auðveldara lifs. flokksstarfið Framsóknarfélag Mýrarsýslu Aðalfundur félagsins verður haldinn I Snorrabúð Borgarnesi sunnudaginn 12. febrúar kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Kosning fulltrúa á flokksþing. 4. Halldór E. Sigurðsson ræðir um stjórnmálaviðhorfið. 5. önnur mál. Stjórnin Rangæingar Framsóknarfélag Rangæinga heldur félagsfund i gagnfræða- skólanum á Hvolsvelli sunnudaginn 12. febrúar kl. 14.00. Fundarefni: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Alþingismenn- irnir Jón Helgason og Þórarinn Sigurjónsson ræða stjórnmála- viðhorfið. Stjórnm. Stjórnmálafundur á Flateyri mánudaginn 13. febrúar Framsóknarfélag önundarfjarðar gengst fyrir almennum stjórnmálafundi i samkomuhúsinu Flateyri mánudagskvöld 13. febrúar kl. 21.00. Magnús Ólafsson formaður SUF ræðir um Framsóknarflokk-. inn og stjórnmálaviðhorfið i dag. Fólk er hvatt til að mæta og bera fram fyrirspurnir og taka þátt i umræðum. Allir velkomnir. Framsóknarfélag önundarfjarðar. Hrunamanna- hreppur, Árnessýslu Þingmennirnir Þórarinn Sigurjónsson og Jón Helgason verða til viðtals i félagsheimili Hrunamanna á Flúðum þriðjudaginn 14. febrúar kl. 21.00. Þingeyri - aðalfundur Framhaldsaðalfundur Framsóknarfélags Þingeyrarhrepþs verður haldinn þriðjudagskvöld 14. febrúar kl. 21.00 i félágs- heimilinu. Magnús Ólafsson formaður SUF mætir á fundinum. Fjölmenn- ið. Stjórnm. Vopnafjörður Aðalfundur Framsóknarfélags Vopna- fjarðar verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar að Miklagarði og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á flokksþing. Jón Kristjánsson kemur á fundinn. Stjórnin. • Framsóknarfélag Garða- og Bessastaðahr. heldur fund i Gagnfræðaskólanum v/Lyngás fimmtudaginn 16. feb. n.k. kl. 8.30 e.h. Fundarefni: Kosnirig fulltrúa á flokksþing. önnur félagsmál. Stjórnin. ísfirðingar — Félagsmálanámskeið Lokafundur i félagsmálanámskeiði Framsóknarfélags Isfirðinga verður haldið á skrifstofu Fram- sóknarflokks ísafjarðar, laugardaginn 16. febrúar kl. 16, Leiðbeinandi Magnús Ólafs- son Allir velkcmnir Framsóknarflokkur tsafjarðar 31 f lokksstarf ið Mosfellingar — Kjalnesingar — Kjósverjar Spilakvöld i Hlégarði fimmtudagskvöldið 16. febrúar kl. 21.00 Gunnar Sveinsson varaþingmaður Framsóknarflokksins I Reykjaneskjördæmi mætir i vistina. Kristinn Bergþórsson syng- ur, Sigfús Halldórsson leikur á pianó. Fiölmennið og takið með ykkur gesti. Góð verðlaun. J Stjórnin. Hafnarfjörður vist Framsóknarfélögin i Hafnárfirði efna til þriggja kvölda spilakeppni 16. febrúar. 16. marz og 6. april i Iðnaðarmannahús- inu Hafnarfirði. Framsóknarfélag Reykjavíkur 'Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavikur verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar kl. 20.30 að Hótel Esju. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ísfírðingar Almennur fundur verður haldinn um efnahagsmál á Isafiröi sunnudaginn 19. feb. ki. 16.00 i Góðtemplarahúsinu. Ræðumenn: Guðmundur G. Þórarinsson, Steingrimur Her- mannsson, Gunnlaugur Finnsson. Aliir velkomnir. Framsóknarfélögin. Hveragerði Fundur verður haldinn I Framsóknarfélagi Hveragerðis þriðju- daginn 28. febrúar kl. 20.30 I kaffistofu Hallfrlðar. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á flokksþing. 2. Rætt um væntanlegar sveitarstjórnarkosningar. 3. Inntaka nýrra félaga. 4. önnur mál. Stjórnin. Hvergerðingar Atvinnuuppbygging eða áframhaldandi kyrrstaða er viðfangs- efni almenns fundar um atvinnumál, sem haldinn veröur I Hótel Hveragerði mánudaginn 20. febrúar kl. 21.00. Frummælendur Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður og Þor- steinn Bjarnason, gjaldkeri Verkalýðsfélagsins. Atvinnumála- nefnd og sveitarstjórnarmönnum hefur sérstaklega verið boðið á fundinn. Framsóknarfélag Hveragerðis. L’ .■ ' ) " . Flokksþing FlokksþingFramsóknarflokksinshefstiReykjavik 12. marz n.k. Flokksfélögin eru hvött til að kjósa fulltrúa sem fyrst og tilkynna það flokksskrifstofunni. Mýrarsýsla Félagsmálanámskeið verður haldið i Snorrabúð Borgarnesi I marz. Námskeiðið tekur 7 kvöld og verður haldið á þriðjudags- og föstudagskvöldum. Þátttaka tilkynnist I sima 7297 eða 7198 eftir kl. 20.00. Framsóknarfélögin i Mýrarsýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.