Tíminn - 12.02.1978, Qupperneq 35
Sunnudagur 12. febrúar 1978
35
0 Prófkjör
aö varpa ábyrgöinni frá sér og.
spila á ástandiö sjálft. Þaö er
alitaf fyrirhafnarminna að
finna einhverja sökudólga og
þvo sinar eigin hendur.
—0—
Flokkseigendur og
erfðaprinsar
Þaö árar þvi vel fyrir gor-
kúlurnar. Jarövegurinn er viö
hæfi. Lýðskrumið er nú i há-
marki. Það höfðar sem fyrr til
ástar sinnar á lýðræði og vill
auka áhrifamátt fólksins sem
það ber einstaklega fyrir
brjósti. Boðskapurinn er skýr og
endurtekinn i sifellu og ögn
græðist af peningum i leiöinni.
Sökudólgurinn er fundinn. Hann
er flokkseigendafélag og flokks-
klika og hefur tæplega mannlegt
innræti er ihaldssamur og
skynjar vart hvaö er lýöræði
nema af afspurn. Þvi er nú svo
komið sem komið er. En þó er
enn til nokkur gæfa með þessari
þjóð. Hún-birtist i liki prúöra og
hugumstórra riddara sem af
einskærrióeigingirniog fórnfýsi
fara um með hreinsunardeildir
sinar til þess að bjarga þjóðinni
frá flokkseigendafélaginu með
þvi að verða flokkseigenda-
félagið sjálfir og voru þó áður
meðlimir. Þeir hafa þvi eftir at-
vikum bjargazt frá sjálfum sér
án umbreytingar. Svona einfalt
er nú málið og mega allir skilja
nauðsyn þess að fólk flykki sér
um þessaprúðuriddaraoghafii
þvi augnamiöi ákveðna stjórn-
málaskoðun daglangt Og
sýnist nú litil ástæða til þess að
ætla annað en aö fljótt veröi
komið lag á hlutina. Þetta er
eins og i gömlu ævintýrunum
sem við hrifumst af sem börn og
trúðum reyndar. Og það sýnir
sig að barnaskapurinn endist
mönnum ótrúlega lengi. Um það
höfum við dæmin nú þegar
menn túlka þátttöku i prófkjör-
um sem einskæran áhuga fýrir
flokknum sinum og þaö sem
einu sinni var grundvallar-
stefna hans. Jafnvel hinir mæt-
ustu f orystumenn halda að hug-
tökin hægri og vinstri séu innan-
tóm orð þegar þeim tekst ekki
að rata sjálfum. Og þarf þá
nokkurn i sjálfu sér aö undra
þótt uppskera hinna prúðu ridd-
ara og hreinsunardeilda þeirra
hafi oröið sú ein að hrekja frá
opinberu starfi nokkra ágæta og
dugmikla talsmenn sinnar
stjórnmálastefnu, heiövirða og
sómakæra menn sem
hreinsunarmenn mættu nokkuö
af læra ekki sizt þegar þess er
gætt að þeim hefur nægt alger
lágmarkstimi til þess að af-
hjúpa sjálfa sig og aðferðir
þeirra bera allan heim af þvi að
tilgangurinn helgi meðalið.
Þetta er hvorki að efla lýöræðið
néheldurað auka áhrif fólksins.
Þetta er villimennska.
Vandamálið siðferði-
legs eðlis.
í s jálfu sér er þó ekki ástæða
til annars en að óska þeim til
hamingju, sem sigur telja sig
hafa hlotið i undangengnum
opnum prófkjörum og vænta
þess að þeir reynist hinir mæt-
ustu menn, þótt þeir i bili sjáist
ekki fyrir i poti sfnu og brölti.
Astæðuiaust er að hryggjast
með þeim, sem orðið hafa undir.
Menn verða að sjá hlutina eins
og þeir eru. Það er i rauninni
miklu hyggilegra hversu sjald-
an stjórnmálastefnan sjálf hef-
ur verið i hópi sigurvegaranna.
Erfiðasta vandamál þeirra,
sem framboðslistana skipa að
undangengnum opnum próf-
kjörum og skoðanakönnunum
hvort heldur þeir voru sáttir við
sinn hlut, sigurvegar eða
töldu sig fara nokkuð halloka, er
siðferðislegs eðlis. Það hefur
ekkert með það að gera hvort
menn kunna aö taka sigri eða
ósigri heldur beinist aö þvi lýð-
ræðislega afskr.æmi, þegar
sama áhrifavaldið kemur um-
bjóðendum sinum á framboðs-
lista margra flokka til þess aö
ryðja afmörkuðum hugmyndum
sinum braut á opinberum vett-
vangi. Stjórnmálastefna við-
komandi flokks er þá hreint
aukaatriði en flokkurinn verður
vettvangur hugmynda, sem
hann aöhyllist ekki sjálfur.
Þetta hlýtur að setja aðra fram-
bjóðendur i nokkurn siðferðileg-
an vanda þvi framboðslistinn er
orðinn þeim persónulegur um
leið og þeir taka þar sæti og sið-
leysið nær þá hámarki sinu,
þegar raunverulegu stuðnings-
fólki ákveðinnar stjórnmála-
stefnu er ætlaö aö hafa úrslita-
vald til þess að koma til áhrifa
umbjóðendum skoðana annarra
og andstæðra þeirra eigin. Þetta
er alvarlegast af öllu og sýnir
betur en nokkuð annað hversu
lýðskrumið litilsvirðir áhrifa-
vald fólksins og vegur að lýð-
ræðinu sjálfu.
En menn hafa þó alltént eitt-
hvað lært og svo kemur auðvit-
að aftur vor. sb
0 Sveitarfélög
sunnudag I mai en 1 dreifbýlis-
hreppum er kosið I
hreppsnefndirsiðasta sunnudag
I júni. Að þessu sinni um leið og
kosiö er til alþingis, ef þing
verður ekki rofið áður.
Sama dag og sveitarstjórnir
eru kosnar, velja kjósendur i
hverjum hreppi landsins 1
aðalmann og 1 varamann i
sýslunefnd. Selfoss og Selvogur
eiga þannig t.d. hvor sinn
fulltrúa I sýslunefnd Arnes-
sýslu. Að afstaðinni skoðana-
könnun á Selfossi liggur nú
frumvarp fyrir alþingi um aö
Selfosshreppur hljóti kaup-
staðarréttindi. Ef frumvarpið
verður samþykkt tekur það gildi
eftir sveitarstjórnarkosn-
ingarnar i vor.
Hlutverk sýslunefndar er
m.a. að hafa eftirlit með fjár-
reiðum sveitarfélaga. Þær
endurskoða reikninga hreppa.
Sveitarfélög þurfa einnig að
leita samþykkis sýslunefndar á
ákveðnum ráöstöfunum, svo
sem lántökum, kaupum og sölu
á fasteignum og fleiru.
Stundum verður þess vart að
almenningur ruglast á merk-
ingu orðanna hreppstjóri og
oddviti (hreppsnefndar). Þessi
ruglingur á sér sögulega skýr-
ingu. A söguöld voru formenn
hreppsnefnda kallaðir hrepp-
stjórar. Siðar þegar hrepps-
nefndirnar lögðust niður, færð-
iststarfsheitið hreppstjóri yfir á
embættismenn konungs. Um-
boösmenn sýslumanna i hrepp-
um landsins héldu siðar þessu
nafni. Þegar hreppsnefndir
voru endurreistar hér á landi á
siðustu öld, var ákveðið að
formenn þeirra skyldu heita
oddvitar.
Þá sagöi Magnús Guðjónsson
að varla liði sá dagur að ekki
væri talað eða ritað um „bæjar-
og sveitarstjórnir.” Rangt er
að taka svo til orða þvi skv.
sveitarstjónarlögum er sveitar-
stjórn samheiti yfir kaupstaði
og hreppa.
Mörg þúsund manns
í nefndum
Kjörnir aöalfulltrúar i
sveitarstjórnum hér á landi eru
1251, svo sem aö framan sagði.
Mörg þúsund manns starfa
hinsvegar i nefndum á vegum
sveitarstjórnanna. Þótt konur
séu fáar i sveitarstjórnunum
sjálfum hér á landi, eru þær
margar I nefndum— Þetta er
mjög lýðræðislegt stjórnarform
með mikilli þátttöku almenn-
ings, ekki sizt i minni sveitar-
félögunum, sagöi Magnús
Guðjónsson, þótt óneitanlega sé
vald bæjarstjórna og
hreppsnefnda minna en
alþingis.
Nefndir á vegum sveitar-
stjórna eru sumar lögákveðnar,
svo sem byggingarnefndir,
skólanefndir, áfengisvarna-
nefndir og heilbrigðisnefndir.
Þær hafa i mörgum tilfellum
ákvörðunarvald. Hins vegar eru
frjálsar nefndir sem hafa til-
lögurétt og eru ráðgefandi.
Sveitarstjórnir skipa menn I
þessar nefndir, en formaður
þeirra, er stundum skipaður af
ráðherra.
Aldursforseti sveitarstjórnar
kallar saman fyrsta fund
hreppsnefndar eða bæjarstjórn-
ar eftir kosningar.
A þessum fyrsta fundi er kos-
inn oddviti eöa forseti bæjar-
stjórnar. Einnig er kosið i
nef ndir.
hljóðvarp
Sunnudagur
12.febrúar
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson vigslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregn-
ir. Útdráttur úr forustugr.
dagbl.
8.35 Morguntónleikar: Frá
Bach-vikunni i Ansbach i
Þýzkaiandi i fyrra Flytj-
endur: Rolf Junghanns og
Bradford Tracey sembal-
leikarar, Pierre Amoyal
fiðluleikari og Bach-hljóm-
sveitin i Ansbach. Stjórn-
andi: Hanns Martin
Schneidt. a. Sónata i A-dúr
fyrir sembal eftir Johann
Christoph Bach. b. Hljóm-
sveitarsvita iD-dúr. c. Kon-
sert i E-dúr fyrir fiölu og
hljómsveit eftir Johann
Sebastian Bach.
9.30 Veistu svarið? Jónas
Jónasson stjórnar spurn-
ingaþætti. Dómari: Ólafur
Hansson.
10.20 Veðurfregnir. Fréttir.
10.30 Morguntónleikar, —
framh. Konsertar fyrir
flautu og kammersveit op.
10 eftir Antonio Vivaldi.
Severino Gazzelloni og
Kammersveitin i Helsinki
leika. Stjórnandi: Okko
Kamu (Hljóðritun frá
finnska útvarpinu).
11.00 Messa i Hallgrímskirkju
Prestur: Séra Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Organleikari:
Páll Halldórsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veðurfregnir og frettír.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Þjóðfélagsleg markmið
IsIendingaGylfi Þ. Gislason
prófessor flytur hádegiser-
indi.
14.00 Miðdegistónleikar: Frá
Beethoven-hátiðinnii Bonn i
sept i haust Claudio Arrau
leikurtvær pianósónötur: a.
Sónötu i C-dúr op. 53 „Wald-
stein-sónötuna”. b. Sónötu i
C-dúr op. 2 nr. 3.
15.00 Upphaf spiritisma á ts-
landi: — siðari hluti dag-
skrár Helga Þórarinsdóttir
tekur saman. Lesarar með
henni: Broddi Broddason og
Gunnar Stefánsson.
15.50 Létt tónlist: Sigmund
Groven leikur á munnhörpu
Ketil Björnstad pianóleik-
ari, Hindarkvartettinn o.fl.
ieika meö.
16.15 Veöurfregnir. Fréttir.
16.25 Endurtekið efni: a. Sag-
an af Söru Leander Sveinn
Asgeirsson hagfræðingur
tekur saman þátt um ævi
hennar og listferil og kynnir
lög, sem hún syngur. Fyrri
hluti. (Aöur útvarpaö 6.
ágúst I sumar) b. Kynni af
merkum fræðaþul Siguröur
Guttormsson segir frá Sig-
fúsi Sigfússyni þjóðsagna-
ritara. (Aöur á dagskrá i
mai 1976).
17.30 Útvarpssaga barnanna:
„Dóra” eftir Ragnheiði
Jónsdóttir Sigrún Guðjóns-
dóttir les (3).
17.50 Djassgestir i útvarpssal
Niels Henning Orsted
Pedersen, Ole Koch Hansen
og Axel Riel leika. Kynnir:
Jón Múli Arnason.
18.30 Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 úm kvikmyndir Friðrik
Þór Friðriksson og Þor-
steinn Jónsson sjá um þátt-
inn, sem fjallar um hvernig
kvikmynd er unnin.
20.00 Kammertónlist Eva
Németh og Bar-
tók-strengjakvartettínn
leika Pianókvintett op. 57
eftir Sjostakóvitsj. (Hljóð-
ritun frá útvarpinu i Búda-
pest).
20.30 Útvarpssagan: „Sagan
af Dafnis og Klói” eftir
Longus Friörik Þóröarson
sneri úr grlsku. Óskar Hall-
dórsson les sögulok (9).
21.00 islensk einsöngslög
1900-1930 VI. þáttur Nina
Björk Eliasson fjallar um
lög eftír Sigvalda Kalda-
lóns.
21.25 „Heilbrigð sál I hraust-
um likama”: þriðji þáttur
Umsjón: Geir V. Vilhjálms-
son sálfræöingur. Rætt er
við læknana Björn L. Jóns-
son, Leif Dungal og Sigurð
B. Þorsteinsson, Martein
Skaftfells og fleiri.
22.15 Sónata fyrir selló og
pianó eftir Arthur Honegger
Roman Jablonski og
Chrystyna Boruzinska leika
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.45 Kvöldtónleikar: Frá ný-
árstónleikum danska út-
varpsins Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins leikur. Ein-
söngvari: Jill Gomez.
Stjórnandi: John Eliot
Gardiner. a. „Silete venti”,
kantata fyrir sópranrödd og
strengjasveit eftir Georg
Friedrich Handel. b. Kon-
sert fyrir flautu, sembal og
strengjasveit op. 4 nr. 3 eftir
Johann Joachim Agrell.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
Mánudagur
13. febrúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05: Valdimar Ornólfsson
leikfimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. landsmálabl.), 9.00
og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55: Séra Bjarni Sigurðsson
lektor flytur (a.v.d.v.).
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Guörún Guölaugsdótt-
ir les „Söguna af þverlynda
Kalla”
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Maður
uppi á þaki" eftir Maj Sjö-
wall og Per Wahlöö Ólafur
Jónsson les þýöingu sina
(8).
15.00 Miðdegistónleikar: ts-
lensk tónlist. ,
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn Þorgeir Ast-
valdsson kynnir.
17.30 Tónlistartimi barnanna
Egill Friöleifsson sér um
timann.
17.45 úngir pennar Guörún Þ.
Stephensen les bréf og rit-
gerðir frá börnum.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki Til-
kynningar.
19.40 Um daginn og veginn
Óðinn Sigþórsson bóndi i
Einarsnesi á Mýrum talar
20.00 Lög unga fólksins Rafn
Ragnarsson kynnir.
20.50 Gögn og gæöi Magnús
Bjarnfreösson stjórnar
þætti um atvinnumál.
21.55 Kvöldsagan: „Mýrin
heima, þjóðarskútan og
tunglið" eftir Ólaf Jóhann
Sigurösson. Karl Guð-
mundsson leikari les fyrsta
lestur af þremur.
22.20 Lestur Passiuslma
Hlynur Arnason les 18.
sálm.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Frá tónleikum Sinfonfu-
'hljómsvcitar tslands i Há-
skólabiói á fimmtudaginn
var: — siðari hlutí Stjórn-
andi: George Trautwein
a. Sónata eftir Eric Stokes.
b. Siníónia nr. 2. „Róman-
tiska hljómkviðan” op. 30
eftir Howard Hanson. — Jón
Múli Arnason kynnir —
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjonvarp
Sunnudagur
12.febrúar
16.00 Hdsbændur og hjtí (L)
Breskur myndaflokkur.
Heimili óskast Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
17.00 Kristsmenn (L) Breskur
fræðslumyndaflokkur. 8.
þáttur. Að vinna sálirFljót-
lega gerðist helmingur
Evrópubúa mótmælendur.
En kaþólska kirkjan tók
stakkaskiptum og á hennar
vegum var ótullega unnið aö
kristniboöi i Asiu og Ame-
riku. Þýöandi Guðbjartur
Gunnarsson.
18.00 Stundin okkar (L) Um-
sjónarmaður Asdls Emils-
dóttír. Kynnir ásamt henni
Jóhanna Kristin Jónsdóttir.
Stjórn upptöku Andrés Ind-
riðason.
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Reykjavikurskákmótiö
(L)
20.45 Heimsókn Styrktarfélag
vangefinna Litiö er inn á
dagheimilin Lyngás og
Bjarkarás og fylgst með
bóklegu og verklegu námi.
Rætt er viö forstöðukonurn-
ar Grétu Bachmann og
Hrefnu Haraldsdóttur.
Magnús Kristinsson, for-
mann Styrktarfélags van-
gefinna og Margfeti Mar-
geirsdóttur félagsráögjafa.
Þá eru viðtöl við foreldra
vangefinna barna og vist-
menn á dagheimilunum.
Umsjónarmaður Valdimar
Leifsson.
21.45 Röskir sveinar (L)
Sænskur sjónvarpsmynda-
flokkur 5. þáttur. Efni
fjóröa þáttar: Farandsali
heimsækir Idu meðan
Gústaf er ekki heima og
gerist nærgöngull við hana.
Henni tekst aö losa sig við
hann en kjólefni sem hann
hafði boðiö henni verður
eftír. Farandsalinn ber út
óhróður um samband þeirra
Idu. og margir verða til að
trúa honum, meðal annarra
Gústaf, ekki sist eftir að
hann finnur kjólefnið i læk,
þar sem Ida hafði sökkt þvi.
Matarskortur hrjáir, fjöl-
skyldu Gústafs og veldur
óbeinlinis dauöa Marteins,
yngsta sonar þeirra. Þýð-
andi óskar Ingimarsson.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpiö)
22.45 Jasshátiðin I Pori (L)
Upptaka frá tónleikum
hljómsveitarinnar Wallace
Davenport All Star New Or-
leans Band i Pori sumarið
1977. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
23.15 Að kvöldi dags (L) Séra
Brynjólfur Gislason sóknar-
prestur I Stafholti i Borgar-
firði flytur hugvekju.
23.25 Dagskrárlok
Mánudagur
13. febrúar
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Reykjavikurskákmótið
(L)
20.45 tþróttir Umsónarmaður
Bjarni Felixson.
21.15 Silfurbrúðkaup Sjón-
varpsleikrit eftir Jónas
Guömundsson. Persónur og
leikendur: Þóra / Sigíiöur
Hagalin Bryndis / Bryn-
dis Pétursdóttir. Leikstjóri
Pétur Einarsson. Leikmynd
Gunnar Baldursson. Stjórn
upptöku Egill Eövarðsson.
Fumsýnt 23. nóvember 1975.
21.40 Hvað má sýna? (L)
Umræöuþáttur um kvik-
myndaeftirlit á Islandi.
Bein útsending. Umræðum
stýrir Gunnar G. Schram.
Þátttakendur I umræðunum
verða Ihor Vilhjálmsson,
forseti Bandalags Islenskra
Iistamanna, og Þórður
Björnsson rikissaksóknari,
en auk þess verða kannaöar
skoðanir ýmissa annarra á
málinu.
22.40 Dagskrárlok