Tíminn - 12.02.1978, Side 36

Tíminn - 12.02.1978, Side 36
 p * f §! WilÉlit!® *18-300 HREVnti Syrö eik CJfe; er sigild jpp ir ]! Sunnudagur 12. febrúar 1978 Auglýsingadeild Tímans. L : hú&c«ögii Sfmi 8 55 22 TRÉSMIOJAN MEIDUR L \\ /v SÍÐUMÚLA 30 • SÍMl: 86822 Framkvæmdir við Vopna- fjarðarhöfn á lokastigi JB — I gær var lokið á Vopnafirði einum áfanga i hafnargerðinni, er byrjað var á i júlimánuði sl. En þá var rekið smiöshöggið á tvö hundruð og fimmtiu metra lang- an grjótgarð með sextiu og fimm metra löngu stálþili. Til að full- Ijúka þessum framkvæmdum þarf þá aðeins að steypa þekju yf- ir varnargarðinn og ganga frá lögnum og ööru i þvi sambandi, en óvist er hvenær þvi lýkur. Er hér um mikið þjóðþrifamál Vopn- firðinga að ræða. Kom þetta fram i viðtali við Steingrim Sæmundsson, fréttarit- ara Timans á Vopnafirði, er haft var samband við hann i gær. I samtalinu við Steingrim kom einnig fram, að togari þeirra heimamanna, Brettingur heföi landað um 260 tonnum af fiski sið- an um áramót og væri aflaverð- mætið tuttugu og átta milljónir króna. Þá var Steingrimur inntur frétta um hákarlaveiðina, sem stunduð hefur verið frá Vopna- firði um árabil. Sagði Steingrim- ur að hún byrjaði yfirleitt ekki fyrr en i lok febrúar eða byrjun marz. — Þó mun einn bátur vera búinn að leggja net, en ekkert hefur veiðzt enn að mér vitandi. Það er lika mjög misjafnt hve margir bátar stunda hákarla- veiði, kannske þetta þrir til fjórir bátar, en þetta hefur breytzt eftir að menn fóru að stunda gráslepp- una á vorin. — sagði Steingrimur. Mikið hefur veriö unnið viö varanlega gatnagerð viöa um land á undan- förnum áruin. Hafnarmannvirki á Vopnafirði, og eitt loðnuskipanna við bryggju nú fyrir skemmstu. — Tíma- mynd:MÓ. Stjórn sveitarfélaga hér á landi lýðræðisleg og þátt- taka almennings mikil, einkum í fámennum hreppum Próunin önnur hér en annars staðar á Norðurlöndum, þar sem að undanförnu hefur átt sér stað viðtæk sameining sveitarfélaga SJ — Siðasta sunnudag f mai og siöasta sunnudag I júni fara fram sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Sömu daga eru kosningar f hreppum til sýslu- nefnda. t hreppum i dreifbýli fara nií fram þrennarkosningar sama daginn, siðasta sunnudag i mai, en þá er kosið til alþingis aiis staðar á landinu. Sýslu- nefnda og sveitarstjórnarkosn- ingarnar vilja oft hverfa nokkuð I skuggann af alþingiskosning- unum. Að sögn Magnúsar Guðjóns- sonar framkvæmdastjóra Sam- bands islenzkra sveitarfélaga erunú224sveitarfélögi landinu, 21 kaupstaður og 203 hreppar. Bæjarstjdrnir eru skipaðar 9 mönnum.en heimilt er aöfjölga þeim i 11 eða fækka i 7 með samþykki félagsmálaráöuneyt- is. Hreppsnefndir skipa 5 manns, en þeim má fjölga i 7 eöa fækka f 3. 42 konur, 1209 karlar t sveitarstjórnum hér á landi, þ.e.a.s. bæjarstjórnum og hreppsnefndum, er 1251 bæjar- fulltrúi og jafnmargir vara- menn. Aðeins 42 af þessum 1251 eru konur eöa 3,36%. Miklu færri konur eiga sæti i sveitar- stjórnum hér á landi en annars staðar á Noröurlöndum. Aðeins Magnás Guöjónsson ein kona er nú oddviti hrepps- nefndar, Arnfriður Guöjóns- dóttir i Búðahreppi f Fáskrúös- firði. Konur hafa áður verið oddvitar, m.a. i Mosfellssveit, á Blönduósi og Bildudal, og Auður Auðuns var um margra ára skeið forseti bæjarstjórnar Reykjavikur. Mikill meginhluti sveitar- félaga hér á landi eru mjög fámenn, sem gefur að skilja þegar ibúar landsins eru rúm- lega 220.000 og sveitarfélögin 224. Til samanburðar má geta þess að i Danmörku þar sem ibúarnir eru rúmar 5 milljónir eru sveitarfélög 275. A Norðurlöndum hefur aö undan- förnu átt sér stað viðtæk sameining sveitarfélaga, en þróunin hefur ekki orðið á sömu lund hér á landi. Fyrir nokkrum árum samein- uðust þó tsafjarðarkaupst. og Eyrarhreppur. A sl. 25 árum hafa einnig fjórir hreppar lagzt niður vegna brottflutnings ibúanna: Grunnavikurhreppur og Sléttuhreppur i Norður-Isa- fjarðarsýslu, Loðmundar- fjarðarhreppur i Noröur-Múla- sýslu og Flateyjarhreppur i Suður-Þingeyjarsýslu. Selvogur og Selfoss Fámennasti hreppur landsins er Selvogshreppur, þar sem er 21 Ibúi. Margir hreppar á land- inu hafa innan við 100 ibúa. Fjölmennasti hreppur landsins Selfoss (3.106 íbúar) er I Árnes- sýslu eins og fámennasti hreppurinn. Sveitarstjórnarkosningar i þéttbýli fara fram sfðasta Framhald á bls. 35

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.