Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 28

Fréttablaðið - 13.08.2006, Page 28
ATVINNA 8 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR Misjafnlega hefur gengið að manna í hlutastörf í frístundaheimilum ÍTR undanfarin ár. Steinunn Gretarsdóttir, deildar- stjóri barnastarfs í Frostaskjóli, segist þó vongóð um að takist að manna allar stöður í ár. Um það bil 300 stöður eru í boði á frístundaheimilum ÍTR og mun það vera sami fjöldi og síðustu tvö ár. „Okkar stærsta vandamál er að það eru svo fáir starfs- menn í fullu starfi, það eru aðeins umsjónamenn frí- stundaheimilana sem eru í 100% starfi og svo eru ein- staka starfsmenn í 50% starfshlutfalli. Langflestir okkar starfsmanna eru í minna en 50% starfshlut- falli, allt niður í einn eftir- miðdag í viku,“ segir Stein- unn. Að sögn hennar er stærst- ur hluti starfsmanna frí- stundaheimilanna náms- menn og hjá þeim breytast allar forsendur í hvert skipti sem þeir fá nýja stunda- töflu. „Það gekk erfiðlega að manna allar stöður í fyrra þar sem mikið góðæri var á vinnumarkaðnum og launamálin voru heldur ekki mjög hagstæð. Við gátum ekki boðið fólki fulla vinnu og það leitaði í betur launuð störf. Launaumhverfið breyttist þó með nýjum kjarasamningum en miðað við þessar forsendur þá hefur okkur gengið nokkuð vel að manna.“ Starfsmannastefna ÍTR gengur markvisst út á það að gera vinnustaðinnn aðlað- andi fyrir fólk og segir Steinunn ástæðuna fyrir því að fólk sé að hætta ekki vera þá að það sé óánægt í starfi. „Ég lagði fram óformlegan spurningalista til starfs- fólks sem var að hætta og spurði það út í ástæður upp- sagnarinnar. Það kom í ljós að fólk var ekki að hætta af því það var óánægt í vinnu hjá okkur, flestir voru að hætta af öðrum ástæðum, svo sem vegna námsins.“ Steinunn er bjartsýn á að vel muni gagna að manna frístundaheimilin í vetur. „Ástandið á atvinnumark- aðnum er ekki alveg eins gott og það hefur verið. Von- andi tekst okkur líka að gera starfið að meira aðlaðandi kosti. Við í borgarhluta 1 áttum þó aldrei í sérstökum vandræðum með að manna í stöður hjá okkur þar sem við höfum nálægðina við HÍ og LHÍ enda mikið af okkar starfsfólki sem kemur þaðan. Það hefur gengið verr að manna í úthverfun- um þar sem fjarlægðin við háskólana er meiri.“ segir Steinunn Gretarsdóttir. valgeir@frettabladid.is Hröð starfs- mannavelta Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnastarfs Frostaskjóls, er vongóð um að vel muni ganga að manna í stöður í frístundaheimilum ÍTR í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Beiðnir vegna hlutastarfa á haustönn byrja að berast Atvinnumiðlun stúdenta í ágúst og á vorönn strax í byrjun janúar. Því fyrr sem þú skráir þig, þeim mun meiri líkur á að fá starf. Það er Stúdentamiðluninni í hag að fá umsóknir sem fyrst á skrá vegna hlutastarfa. Komið hefur fyrir að of fáir hafa verið á skrá þegar beiðnir berast og því ekki verið hægt að manna þau hlutastörf sem í boði eru. Sýndu því fyrirhyggju og skráðu þig tímanlega ef þú ert ákveðin(n) í að vinna með skóla. Haustið 2004 skorti til dæmis umsækjendur í ágúst í hlutastörf. (www.am.is) Hlutastarf með skóla

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.