Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 28

Fréttablaðið - 13.08.2006, Síða 28
ATVINNA 8 13. ágúst 2006 SUNNUDAGUR Misjafnlega hefur gengið að manna í hlutastörf í frístundaheimilum ÍTR undanfarin ár. Steinunn Gretarsdóttir, deildar- stjóri barnastarfs í Frostaskjóli, segist þó vongóð um að takist að manna allar stöður í ár. Um það bil 300 stöður eru í boði á frístundaheimilum ÍTR og mun það vera sami fjöldi og síðustu tvö ár. „Okkar stærsta vandamál er að það eru svo fáir starfs- menn í fullu starfi, það eru aðeins umsjónamenn frí- stundaheimilana sem eru í 100% starfi og svo eru ein- staka starfsmenn í 50% starfshlutfalli. Langflestir okkar starfsmanna eru í minna en 50% starfshlut- falli, allt niður í einn eftir- miðdag í viku,“ segir Stein- unn. Að sögn hennar er stærst- ur hluti starfsmanna frí- stundaheimilanna náms- menn og hjá þeim breytast allar forsendur í hvert skipti sem þeir fá nýja stunda- töflu. „Það gekk erfiðlega að manna allar stöður í fyrra þar sem mikið góðæri var á vinnumarkaðnum og launamálin voru heldur ekki mjög hagstæð. Við gátum ekki boðið fólki fulla vinnu og það leitaði í betur launuð störf. Launaumhverfið breyttist þó með nýjum kjarasamningum en miðað við þessar forsendur þá hefur okkur gengið nokkuð vel að manna.“ Starfsmannastefna ÍTR gengur markvisst út á það að gera vinnustaðinnn aðlað- andi fyrir fólk og segir Steinunn ástæðuna fyrir því að fólk sé að hætta ekki vera þá að það sé óánægt í starfi. „Ég lagði fram óformlegan spurningalista til starfs- fólks sem var að hætta og spurði það út í ástæður upp- sagnarinnar. Það kom í ljós að fólk var ekki að hætta af því það var óánægt í vinnu hjá okkur, flestir voru að hætta af öðrum ástæðum, svo sem vegna námsins.“ Steinunn er bjartsýn á að vel muni gagna að manna frístundaheimilin í vetur. „Ástandið á atvinnumark- aðnum er ekki alveg eins gott og það hefur verið. Von- andi tekst okkur líka að gera starfið að meira aðlaðandi kosti. Við í borgarhluta 1 áttum þó aldrei í sérstökum vandræðum með að manna í stöður hjá okkur þar sem við höfum nálægðina við HÍ og LHÍ enda mikið af okkar starfsfólki sem kemur þaðan. Það hefur gengið verr að manna í úthverfun- um þar sem fjarlægðin við háskólana er meiri.“ segir Steinunn Gretarsdóttir. valgeir@frettabladid.is Hröð starfs- mannavelta Steinunn Gretarsdóttir, deildarstjóri barnastarfs Frostaskjóls, er vongóð um að vel muni ganga að manna í stöður í frístundaheimilum ÍTR í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Beiðnir vegna hlutastarfa á haustönn byrja að berast Atvinnumiðlun stúdenta í ágúst og á vorönn strax í byrjun janúar. Því fyrr sem þú skráir þig, þeim mun meiri líkur á að fá starf. Það er Stúdentamiðluninni í hag að fá umsóknir sem fyrst á skrá vegna hlutastarfa. Komið hefur fyrir að of fáir hafa verið á skrá þegar beiðnir berast og því ekki verið hægt að manna þau hlutastörf sem í boði eru. Sýndu því fyrirhyggju og skráðu þig tímanlega ef þú ert ákveðin(n) í að vinna með skóla. Haustið 2004 skorti til dæmis umsækjendur í ágúst í hlutastörf. (www.am.is) Hlutastarf með skóla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.