Tíminn - 02.04.1978, Qupperneq 26
26
Sunnudagur 2. aprll 1978
Anthon Mohr:
Árni og Berit
barnatíminn
Ævintýraför um Kyrrahafið og Suður-Ameríku
fræðingurinn, en héraðið
austan við Titicacavötn-
in er næstum óbyggt.
Allt, sem við þörfnumst
á ferðalaginu, verðum
við að hafa með okkur.
Ætlast er. til, að hver
burðarmaður beri að
meðaltali 30 kg. Helm-
ingurinn af þeirri þyngd
er hans eigið nesti til
hálfsmánaðar ferðar.
Auk þess má alltaf búast
við að einhverjir af
þeim, sem ráðnir eru,
gangi úr skaftinu eða
forfallist á siðustu
stundu, svo að ekki veitti
af að ráða svo marga
menn, og liklega eru
þeir fremur of fáir en of
margir”.
Báðir höfðu þeir Clay
og Wilson fengið leyfi til
fararinnar og þeir
hlökkuðu mjög til að
hefja þessa ferð.
10.
Næsta morgun 21.
mai, lögðu þau upp frá
Lima með járnbraut-
inni. Grainger hafði
leigt sér einkavagn, sem
var tengdur aftast i les-
ina. Aftan á vagninum
voru breiðar svalir með
körfustólum og bekkj-
um. Af þessum svölum
höfðu þau ágætt útsýni
yfir héraðið.
Þau systkinin Árni og
Berit höfðu nú, eftir
þriggja ára þrotlaust
ferðalag, misst alla til-
hlökkun og ferðagleði.
Þau urðu ekki uppnæm
fyrir smámunum, og
það þurfti talsvert að
gerast til þess að þau
yrðu fyrir hrifningu. En
á þessari leið urðu þau
þó reglulega hrifin.
Aldrei höfðu þau séð
neitt þessu likt. Það er
lika talið vafasamt,
hvort nokkursstaðar i
veröidinni sjáist slik
náttúrufegurð, sem
blasir við sýn á járn-
brautinni frá Lima upp á
hásléttuna. Fljótið
Rimac sem á upptök sin
efst uppi i Andesfjöllun-
um, hefur grafið sér
þröngan dal eða gljúfra-
leið niður hliðarnar, en
upp með fljótinu liggur
jámbrautin i stöðugum
krókum og beygjum,
eins og krákustigur, si-
hækkandi, þar til há-
marki er náð 4775 m yfir
hafið (Mont Blanc er
4810 m.)
Ofan til er dalurinn
þröngur og gnúpur f jall-
anna ógnandi. Útsýnið
var þá viða likt og i
ævintýrum, þrungið ógn
og spenningi en ekki ein-
skærri fegurð, en öðru
hverju opnaðist þó hrif-
andi útsýni til f jarlægra,
himinhárra, snjóþak-
inna f jallatinda, og
vegna þeirra augnablika
gleymdust h%tturna og
eriðleikarnir, en hrinf-
ingin tók allan huga
ferðafólksins.
En jámbrautarferð
upp til hárra fjalla er
sérkennilega erfið
mörgum farþegum.
Vitanlega þurfa þeir
ekkert að strita, en sitja
i mjúkum þægilegum
sætum. Sterkar vélar og
margskonar útbúnaður
knýr og togar vagnana
upp á við, en eftir þvi
sem hæra dregur þynn-
ist andrúmsloftið og
loftþunginn minnkar. Þá
er það „loftveikin”
(soroche) sem segir til
sin. Er hún sérstaklega
hættuleg fólki, sem er
hjartabilað eða veiklað
fyrir hjarta. Eina
meðalið, sem læknar
þessa veiki, er að hraða
sér sem mest niður til
lægri byggða.
Berit fann þá einu
breytingu á sér, að æða-
sláttur hennar varð ör-
ari, en annars fann hún
ekki til neinna óþæg-
inda, og smátt og smátt
komst þetta i samt lag
aftur. Ámi og ferða-
félagarnir þrir, fjall-
göngumennirnir, urðu
einskis varir og ekki
Linda litla heldur, þótt
allir óttuðust, að hún
þyldi háfjallaloftið illa,
en það var kennslukon-
an ein, sem átti erfitt.
Nokkm áður en komið
var upp i 4000 m. hæð,
fékk hún ákafan hjart-
slátt og ógleði.
Fyrst reyndi hún að
harka af sér, en endirinn
varð sá, að á næstu stöð
yfirgaf hún lestina og
tók sér far með apnarri
lest niður til strandar-
innar, og var svo ákveð-
ið, að hún dveldi i skip-
inu meðan hin væru á
Næsta morgun lögöu þau upp frá Lima meö járnbrautarlestinni.
hásléttunni og gengu á
fjallatindana. Berit þótti
leitt, að kennslukonan
skyldi þurfa að snúa aft-
ur. Vitánlega var hún
kaldlynd og skapstirð,
en hún vildi þó heldur
hafa hana en bera alla
ábyrgð á Lindu ein.
ll.
Eftir hádegi kom
járnbrautarlestin á
efstu brún hásléttunnar.
Þessi háslétta heitir
„Punaen” á máli
Indiánanna og er við-
áttumikil háslétta og
skiptist milli rikjanna
Perú og Boliviu. Áður en
járnbraut var lögð upp á
hásléttuna, var það að-
eins fyrir hraustleika-
menn að komast þessa
leið, og enn i dag er þessi
háslétta litið þekkt af
umheiminum.
Hásléttan „Punaen”
er yfirleitt um 3500-4000
metra yfir hafflötinn.
(öræfajökull er rösk-
lega 2100 m.) Þarna vex
enginn reglulegur skóg-
ur, vegna þess, hve
landið er hátt yfir sjávar
mál, en aðeins kræklótt
kjarr, og þó er þetta rétt
fyrir sunnan miðbaug.
Veðráttan þarna er
eiginlega hörð. Stór-
viðri, hriðarveður og
næturfrost geta komið
þarna á öllum timum
árs. Það var þó á þessari
hásléttu, sem hinir fornu
Inkar áttu heima. Og
þarna hafði þessi dular-
fulla þjóð myndað
menningarriki, sem
Spánverjar lögðu i rúst,
er þeir námu land og
lögðu undir sig Perú á
sextándu öldinni.
Allt þetta vissi Árni,
er hann steig á land i
Perú, en nú þegar hann
ók um þessa hásléttu,
sem áður var heimkynni
Inkanna, þá langaði
hann til að vita meira
um þessa merkilegu
fornþjóð. Hann langaði
einkum til að vita, hvað-
an þessi þjóð hafði kom-
ið til Suður-Ameriku, og
hvers vegna þeir höfðu
valið sér bústað svo hátt
til fjalla. Hann ætlaði að
spyrja Wilson um þetta.
Hann hlaut að vita
meira en aðrir, þar sem
hann var prófessor i
sögu Inkanna og þeirra
fornu fræðum.
,,Það er sorglegur
sannleikur”, svaraði
prófessorinn, ,,að við
vitum svo nauðalitið um
þessa fornu þjóð. Við
vitum ekki, hvaðan
þessi þjóðflokkur og
aðrir Indiánar hafa
komið til nýja heimsins.
(Amerika er oft nefnd
nýi heimurinn). Við vit-
um ekki, hvaðan þeir
komu, eða hvaða leið
þeir fóru. Við vitum
bara, að allt svæðið
norðan frá Alaska suður
á Eldland var byggt af
Indiánum, er Columbus
fann Ameríku. En
byggðin var ákaflega
strjál. Á hásléttum eins
og i Mexíko og Puna-
en-hásléttunni, var tals-
vert þéttbýlt, en annars-
staðar strjálbýlt og
langt á milli byggða. En
hvers vegna þeir tóku
sér bústaði i þessari
háfjallaauðn, en ekki á
hlýrri svæðum á lág-
lendinu, eins og t.d. i
Brasiliu eða Argentinu,
það er okkur hulið. Við
vitum sáralitið um sögu
Inkanna áður en Colum-
bus kom til Ameriku.
Sumir visindamenn
telja, að þeir likist Mon-
gola-kynþáttum i Norð-
austur-Asiu. Þess vegna
er talið, að þeir hafi
komið yfir Beringssund-
ið til Alaska, einhvern
tima, er kaldari
veðrátta var i þessum
hluta heims, og hafi þá
komið á isi yfir sundið,
en allt eru þetta ágizk-
anir, sem ekki eru
visindalega sannaðar.
, ,En hvað geturðu sagt
mér um Inka-þjóðstofn-
inn?” spurði Árni.
„Hvers konar fólk var
það? Af hver ju voru þeir
nefndir Inkar?”
„Inkar er i raun og
veru ekki þjóðarheiti”,
svaraði prófessorinn.
„Inka er naifnið á þeirra
æðsta höfðingja, sem
var i senn æðsti prestur
þeirra, forseti eða þjóð-
höfðingi og sjálfur Guð.
— Fólkið taldi, að hann
væri sonur sólguðsins.
Hann var svo hátt hafinn
yfir alla aðra menn, að
hann lifði eiginlega á
öðrutilverustigi. Enginn
mátti nálgast hann,
nema berfættur með
þunga byrði á baki. Allir