Tíminn - 26.04.1978, Qupperneq 10
10
Miövikudagur 26. april 1978
IIEI — Ferðaskrifstofurnar
Samvinnuferðir og Landsýn
hafa nú nýlega hafið kynningar
á ferðaáætlunum sinum fyrir
nýbyrjað sumar. Hafa þær upp
á svo mikla fjölbreytni og
margar ferðir að bjóða, að allir
ættu hjá þeim að geta fundið
siijá' óskaferð, hvað svo sem
hugurinn girnist. Velja má um
sólar-, skoðunar-, fræðslu- og
heilsubótarferð og meira að
segja möguleikiað fá allt þetta i
einni og sömu ferð.
Samvinnuferðir og Landsýn
tóku á s.l. ári upp nána sam-
vinnu i því skyni að geta vcitt
landsmönnum sem greiðasta,
ódýrasta og fullkomnasta ferða-
þjónustu um allan heim. Það
hefúr sýnt sig nú þegar, að sam-
starf þessara tveggja ferða-
skrifstofa, sem reknar eru af
stærstu almenningssamtökun-
um i landinu, launþegasamtök-
unum og samvinnufélögunum
Marga lysir eflaust aö feta I fótspor forsætisráöherrans og fara til
Sovétrikjanna. Samvinnuferöir og Landsýn bjóða upp á tvo mögu-
lcika- tii þessa i sumar. Er önnur ferðin m.a. sólarferð til Svarta-
hafsins en hin frekar kynnisferð um sögufræga staöi. Landsýn hefur
áður skipulagt svona ferðir og hafa þær þótt heppnazt m jög vel.
þar sem hægt er að kynnast ver-
öld gjörólikri þeirri, sem við lif-
um i.
Ótal möguleikar út frá
Portoroz
t Júgóslaviu er eins og fyrr
seg ir boðið upp á dvöl i Portoroz
við Adriahafið, en það er einn
þekktasti baðstrandastaður
Júgóslaviu, Þar eru sömuleiðis
1. flokks gististaðir, aðstaða til
sólbaða mjög góð og hægt að
taka þátt i m jög vinsælum skoð-
unarferðum, m.a. til Austur-
rikis og Feneyja á Italiu.
I sambandi við ferðirnar til
Júgóslaviu hafa verið skipu-
lagðir margir möguleikar til að
nota hluta af þriggja vikna ferð-
um til annars en baðstrandalifs.
I ferð 17. mai er boðið upp á
viku sem nefnist „ferðist og
fræðist”. Er þessi vika skipu-
lögð i sambandi við verkalýðs-
hreyfinguna á Islandi. Heim-
ast og megrast”. 1 Portoroz er
rekin heimsfræg heilsubótar-
stöð, sem margir tslendingar
þekkja nú þegar. Nú hefur stöð-
in tekið upp 10 daga megrunar-
meðferð, sagt er algengt að
menn geti losnað við 10 óæskileg
aukakiló á timabilinu, jafnvel
dæmi um meira, á auðveldan
hátt. Öneitanlega er þetta
freistandi tilboð, að koma heim
úr sumarfriinu með linurnar i
lagi, þvi oft hefur viljað brenna
við að heldur hafi sótt á hinn
veginn.
írland vinsælt ekki sist
af auralitlum
Eins og kunnugt er hafa Sam-
vinnuferðir og Landáýn staðið
fyrir ferðum til Irlands, sem nú
eru orðnar það vinsælar, að
ákveðnar eru þangað margar
ferðir i sumar. Bæði er, að það
sem trland býður upp á er ólikt
Samvinnuferðir - Landsýn:
FJOLÞÆTT URVAL FERÐA
VIÐ FLESTRA HÆFi
hefur gefið góða raun og leitt til
meira ferðaúrvals og hag-
kvæmari ferða.
Það kom fram á blaðamanna-
fundi, sem Samvinnuferðir og
Landsýn boðuðu til nýlega, að
annaðhvort hafa þessar ferða-
skrifstofur i sinu stutta sam-
starfi, nú þegar áunnið sér ein-
staklega góðan orðstir og traust
i hinni hörðu samkeppni is-
lenskra ferðaskrifstofa, eða þá
að ferðamönnum til útlanda
mun fjölga gifurlega nú i sum-
ar, nema að hvorttveggja se'.
Ráða ferðaskrifstofumenn þetta
af þvi, að nú þegar er orðið
meira pantað i hinar ýmsu ferð-
ir en þá hafði nokkurn tima órað
fyrir. Það hefur einnig komið
glögglega i ljós sögðu þeir, að
fólk hefur óskað aukinnar fjöl-
breytni um ferðaval. þvi nýj-
ungum þeim sem ferðaskrif-
stofurnar hafa boðið, hefur
verið ákaflega vel tekið. Er
jafnvel nú þegar farið að huga
að fjölgun þeirra ferða.
Sólarferðirnar vinsæl-
astar
Aðalferðamannastraumurinn
liggur að visu ennþá til sólar-
stranda. Þar bjóða Samvinnu-
ferðir og Landsyn upp á ferðir
til Costa del Sol og Portoroz i
Júgóslaviú, staða sem fyrir
löngu hafa unnið sér sess hjá
sóldýrkendum. A þessa staði
veröa íerðir frá miðjum mai þar
til siðast i september, en þó
flestar i ágúst.
Á Costa del Sol bjóða þessar
ferðaskrifstofur upp á þrjá
glæsilega gististaði, i ferða-
mannabænum Torremólinos,
sem notið hefur hvað mestra
vinsælda hjá Islendingum hin
siðari ár. Eingöngu er um að
ræða mjög góð hótel með öllum
hugsanlegum þægindum og ein-
stakri sólbaðsaðstöðu við s jó og
sundlaugar. Ferðaskrifstofu-
fólkið sagði reynslu komna á
það, að fólk vildi fyrst og fremst
njóta þæginda og velliðunnar á
ferðum sinum, þótt það kostaði
svolitið meira. Einnig er þarna
gefinn kostur á að taka þátt I
ýmsum skoöunarferðum m.a.
tveggja daga ferða til Marokko,
1 hinu sérstæða og fallega landi Irlandi hefur ferðamaðurinn ótelj-
andi tækifæri til ánægjulegrar dvalar og skemmtunar hjá góðu
fólki.
Þetta nýja og stórglæsilega 5 stjörnu ibúðahótel, Castillo de Santa
Clara, er eitt af þeim, sem stendur til boða fyrir farþega Samvimu-
ferða og Landsýnar á Torremolinos. Geta má þess að lyftur flytja
hótelgesti niður á baðströndina. Hótel þetta ásamt hinum tveim,
sem um er að velja, standa öll við ströndina, örskammt frá mið-
borginni.
Framkvæmdastjóri Samvinnuferöa Eysteinn Helgason, sölustjóri
I.andsýnar Ellen Ingvadóttir og sölustjóri Samvinnuferða, blaða I
hinum nýja glæsilega ferðabæklingi Samvinnuferða og Landsýnar.
sóttir verða vinnustaðir og
fvrirtæki, og fræðst um hagi
fólks, i fvlgd islenzks farar-
stjóra. Komið verður til Bled,
Zagreb, Plitvice, Sarajevo og
Split.
Sólarferð til fimm landa nefn-
ist einn möguléikinn. Það eru
Júgóslavia, Austurriki, Þýzka-
land, Svissog Italía. Eftir fimm
daga i Portoroz verður farið til
Salzburg þá til Múnchen i þrjá
daga, þaðan til Zurich i tvo daga
og siðan til Milanó og Feneyja,
en að lokum slappað af i sólinni i
Portoroz i tæpa viku.Sá galli er
þó á þessari einstæðu ferð að
þessu sinni, að upp pantað var i
hana á þrem dögum, svo fleiri
komast ekki á þessu sumri.
Þá er einn möguleikinn enn
„septemberdagar á Italiu”. Eru
i þeirri ferð 2 vikur af 3 notaðar
til að ferðast um ítaliu. Skoðað-
ar verða tvær frægar borgir
Bologna og Florenz, frægar af
sögu, listum og fegurð. Þá er
siglt til Elbu og siðan dvalið i 3
daga i' Róm, borginni eilifu.
Ekið með Adriahafsströndinni
með viðdvöl i Pescara, Rimini,
dvergrikinu San Marino og að
lokum til Feneyjá en siðustu 3
dagana aftur i Portoroz.
Ónefnt er ennþá það sem
margur kynni að hafa áhuga á,
en það er sá möguleiki að ,,ferð-
flestu þvi sem finna má á hefð-
bundnum ferðamannastöðum,
og einnig hitt að verðið á þess-
um ferðum er einstaklega hag-
stætt svo og verðlag almennt 1
landinu.
Þá hefur vegna fjölda fyrir-
spurna verið ákveðið að gefa
kost á mánaðar enskunámi á Ir-
landiijúni. Þátttakendur dvelja
ágóðum irskum heimilum allan
timann og fara i taltima einu
sinni á dag. Efalaust áhrifa-
mikil aðferð til að æfa sig i
enskri tungu og verðið ótrúlega
hagstætt.
Að lokum má geta þess, að
Samvinnuferðir bjóða upp á
mjög ódýrar ferðir til Norður-
landanna i sumar, jafnvel þær
ódýrustu sem völ er á. 1 sam-
bandi við nokkrar þeirra hafa
verið skipulagðar ferðir þar
sem gist er i tjöldum allan tim-
ann,fyrir þá sem þess óska. Þá
er einnig það nýmæli um að
ræða, að Samvinnuferðir sjá nú
um leigu sumarhúsa á Norður-
löndunum. Unnt á að vera að
leig ja mjög góð hús fyrir 45 þús.
á viku. Virðist með þessu hafa
opnazt mjög ódýr leið fyrir alla
fjölskylduna til dvalar á
Norðurlöndunum og vissulega
ástæða fyrir þá, sem áhuga hafa
á ferðum þangað að kynna sér
tilboð Samvinnuferða.