Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 19
Lattga-rdagur 43/ m-ai-J.97% K$ héraðsmenn verða ekki i þessu félagi. Málið er nú i höndum rikis- stjórnarinnar sem mun hafa fjallað um málið en menn hér binda miklar vonir við þetta skip. — Hvernig er aðstaða til togaraútgerðar að ykkar mati? — Hún ætti að vera allgóð. Auðvitað þyrfti að undirbúa málið i landi lika en það eru tvö frystihús i Steingrimsfirði og nógar hendur til þess að vinna aflann. Vegur yfir Steingrfms- f jaröarheiði — Hvernig hafa samgöngur gengið i vetur? — Þær hafa gengið sæmi- lega.Reynt er að haldaleiöinni opinni ákveðna daga. Þá er ágætur flugvöllur við Hólmavik. Vængir fljúga hingað tvisvar i viku með póst og farþega. Þó teljum við að nauðsyníegt sé að fjölga ferðum hingað einkum um helgar,en flogið er hingað á fimmtudögum og mánudögum. Annars er það helzta baráttu- mál okkar að fá lagðan veg yfir Steingrimsfjarðarheiði. Við er- um taldir tilheyra Vestfjarða- kjálkanum og erum hluti hans en erum tiltölulega sambands- lausir, við aðra hluta þess kjör- dæmis. Vegur yfir Steingrimsfjarðar- heiði myndi á margan hátt geta þjónað bæði ibuum Stranda- sýslu og Djúpmönnum. Sem dæmi um þýðingu þessa vegar má taka það fram, að vegalengdin frá Hólmavik um Steingrimsfjarðarheiði að Kirkjubóli i Langadal er aðeins um 42 kilómetrar, en vega- lengdin milli Drangsness og Hólmavikur er 36 kilómetrar. Má þvi ætla að Djúpmenn myndu sækja ýmsa þjónustu til Hólmavlkur t.d. læknisþjónustu, verzlun og fl. Þá er á Hólmavik eitt fullkomnasta sláturhúsið á Vestfjörðum og mun skemmra verður fyrir Djúpmenn að fara hingað með sláturfé sitt en t.d. til Króksfjarðarness svo dæmi séu tekin. Þá styttir þetta veginn til Norðurlands fyrir Vestfirðinga. Það eru þvi við- tækir hagsmunir að fá þennan veg gerðan. Gatnagerð/ skólamál og hitaveita — Nú hafa götur verið steyptar á Hólmavik. Eru frek- ari framkvæmdir fyrirhugaðar á þessu sviði? — Mikill áhugi er fyrir varan- legri gatnagerð og við látum steypa götur. Þetta hefur breytt bæjarbragnum mikið svo ekki sé dýpra tekið i árinni. Einnig var það mikilsvert að gengið var frá skolplögnum og við erum þvi lausir við skolpið úr fjörunni. Ég geri ráð fyrir að haldið verði áfram við gerð varanlegra gatna. Ekki er þó vist að miklu meira verði steypt af götum en oliumöl eða malbik kemur til greina i næsta áfanga. Þá er verið að vinna að skóla- málum en samvinna er um skólamál milli nærliggjandi sveitarfélaga. Næsta verkefni i heilbrigðis- málum er bygging heilsugæzlu- stöðvar en við teljum að þær framkvæmdir hafi dregizt á langinn. — Hvað um hitaveitu? — Hitaveitumálin eru auð- vitaö ofarlega i huga okkar. Gerð var tilraunaborun,hér i ná- grenninu var boruð ein tilrauna- hola sem ekki gaf nógu góðan árangur. Menn hugsa nú meira til jarðhitasvæðanna hinum megin við fjörðinn. Leiðsla til Hólmavikur yrði þá á hafsbotni en slikar leiðslur er hægt að fá t.d. frá Sviþjóð. En allt er þó enn á huldu um það hvernig þetta mál verður leyst. Framfarir i vinnslu og nýtingu jarðvarma eru stöðugar og aö þvi hlýtur að draga,að við fáum hitaveitu eins og aðrir byggðakjarnar þessa lands, sagði Jón Kr. Kristinsson sveitarstjóri á Hólmavik aö lok- um. JG Gefjunarbásinn á húsgagnasýningunni i Bella Center. Árleg húsgagnasýning Norður- Borgartún 29 Hjólbarðaskiptingar, hjólbarðasala. Flestar stærðir af Atlas og Yokohama hjólbörðum á góðu verði. ^ Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins landanna í Bella Center íslenzka sýningarsvæðið hlaut göða dóma Hin árlega húsgagnasýning Scandinavian Furniture Fair, stóð yfir dagana 3.-7. mai i Bella Center, Kaupmannahöfn. Þessi sýning er ein hin mikilvægasta i V-Evrópu og sækja hana menn frá öllum löndum. Eins og nafnið bendir til er sýningin fyrst og fremst vettvangiK fyrir húsgögn frá Norðurlöndumiim, en það er viðurkennd staðreynd að fram- leiðendur og hönnuðir i þessum löndum eru þeir sem fremst eru komnir i gerð húsgagna. Scandinavian Furniture Fair er þvi sýningin sem allir biða eftir. Fyrir nokkrum árum buðu hin Norðurlöndin Islendingum þátt- töku i þessari sýningu. Þessu boði var tekið og i nokkur ár hafa is- lenzk fyrirtæki sýnt húsgögn og áklæöi. I ár voru það eftirfarandi fyrirtæki sem sýndu: Gamla kompaniið h.f. skrifstofuhúsgögn, Ingvar & Gylfi h.f., svefnher- bergishúsgögn, Stáliðjan h.f., skrifstofustóla. Ullarverksmiðjan Gefjun og Alafoss sýndu áklæði og værðarvoðir. Islenzka sýningarsvæðið hlaut góða dóma og margir sýndu vör- unum mikinn áhuga. Skrifstofu- húsgögn frá Gamla kompaniinu, hönnuð af Pétri Lúterssyni arki- tekt, hlutu verðskuldaða athygli og voru umboðsmenn ráðnir i flestum löndum V-Evrópu. Þátt- taka þessara fyrirtækja sannaði, að á íslandi er hægt að framleiða húsgögn, sem standast að gæðum og útliti framleiöslu annarra landa. Það sem á vantar til að ná verulegum útflutningi er umboðs- starfsemi og aukin samvinna arkitekta og framleiðenda. Alafoss og Gefjun hafa um margra ára skeið framleitt hús- gagnaáklæði og værðarvoðir fyrir innlenda ogerlenda markaði. Út- flutningur þessara vara til V-Evrópu hefur þó aldrei verið mikill að vöxtum fyrr en á siðast- liðnum 2 árum. Meðþvi að leggja áherzlu á gæði og hönnun hefur tekizt að skapa umtalsverðan markað i V-Evrópu. Sérstaklega ber að benda á, að með þátttöku i húsgagnasýningunnihefur opnazt nýr og áður ónotaður markaður fyrir værðarvoðir. t stað þess að selja voðirnar eingöngu til vöru- húsa og vefnaðarbúða er nú lögð áherzla á að ná einnig til hús- gagnasala, sem selja voðirnar með húsgögnum. Þessi nýja markaðsleið bar góðan árangur sem sýndi sig i góðri sölu á sýn- ingunni. tslenzku húsgagnaáklæðin eru orðin vel þekkt og viðurkennd sem gæðavara og nú þegar notuð af mörgum húsgagnaframleið- endum. 10 íslenzk fyrirtæki sýndu framleiðslu sína í BÍLAPARTA- SALAN auglýsir NYKOMNIR VARAHLUTIR í: Ford Fair/ane Saab 96 Peugot204 M-Benz 220 Fiat 128 BÍLAPARTASALAN Höföatúni 10 — Sími 1-13-97 Vandaðar vélar borga HEumn b%t slá hraðar — slá betur Bella Center í Kaupmannahöfn í fyrra GV— tfyrra tóku lOislenzk fyrir- tæki þátt i sýningum á Bella Center og við vonumst til að þau verði fleirií ár, sagði Christian R. Hunderup forstjóri Bella Center A/S kynningarfyrirtækisins danska i viðtali við Timann. Hunderup er nú staddur hér á landi og kynnti á þriðjudag starf- semi Bella Center A/S og nýtt sýningarhúsnæði Bella Center á Amager i Kaupmannahöfn. Bella Center var stofnað á sjötta ára- tugnum af dönskum kaupmanna- samtökum og borgarastjórn Kaupmannahafnar. Starfsemi þess hefur aukizt gifurlega sið- an, bæði hvað varðar vörusýn- ingar og alþjóðlegt ráðstefnu- hald. Bella Center flutti starfsemi sina frá Bellahoj út á Amager i september 1975 og eru sýningar- salir og ráðstefnusalir hvorki meira né minna en 250 þúsund fermetrar að stærð. A þessum tveimur árum sem liðin eru siðan hafa 2 milljónir manns komið þangað á ráðstefn- ur og vörusýningar, og að sögn Hunderup hagnast hótelin i Kaup- mannahöfn mikið á þessari starf- semi, þvi um 250 þúsund gistinæt- Christian R. Hunderup, forstjóri Bella Center A/S. ur i hótelum Kaupmannahafnar skrifast á ráðstefnu- og sýningar- gesti Bella Center A/S. HEUMA-sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drif- búnað, sem litils viðhalds þarfnast, tvær tromiur með breiö- um burðardiskum slá upp i 30 gráðu halla, fullkominn öryggisútbúnað, hæðarstillingu með sveif frá 20 mm. til 80 mm. — Allar stillingar handhægar og auðveldar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt i kafgresi sem á snögg- sprottnum túnum. HEUMA-gæði svikja enga. — Pantið timanlega. HAMAR VeLADEILD SiMI 2-21-23 TRYGGVAGoTU REYKJAVlK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.