Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 32

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 32
32 Laugardagur 13. mai 1978. fyrir landsbyggðina Sendiö okkur (í ábyrgö) þá skartgripi sem þér þurfiö að láta gera viö, ásamt smálýsingu á því sem gera þarf, heimilisfangi og síma- númeri. Að af lokinni viögerð, sem verður inn- an 5 daga frá sendingu, sendum viö ykkur viö- gerðina í póstkröfu. Allar viðgerðir eru verö- lagðar eftir viðgeröaskrá Félags ísl. gull- smiða. Stækkum og minnkum hringi (sendum mál- spjöld), gerum við armbönd, nælur, hálsmen, þræðum perlufestar. Gyllum. Hreinsum. Sendum einnig í póstkröfu allar gerðir skart- gripa.' Fl jót, góð og örugg þjónusta. Hringið og leitið upplysinga. GULL HÖLLIN Vt unarhöllin — Laugaveg 26 101 íeykjavík Sit r (91) 1-50-07 & 1-77-42 ER KOMIN Þessi vinsælasta brúða veraldar er nú komin aftur ásamt fatnaði og alls konar aukahlutum sem hægt er að fá með þessari heimsfrægu draumadís ungra og fullorðinna INGVAR HELGASON Vonarlandi v/Sogaveg — Simar 84510 og 8451 1 Sextugur: Bjöm Bjamarson j arðræktarráðunautur A morgun, Hvitasunnudag hinn 14. mai 1978, fyllir Björn Bjarnar- son, jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Islands, sjötta tug ævi sinnar. Björn er Dalamaður að upp- runa, fæddur að höfuðbólinu Sauðafelli i' Dölum, sonur Jóns Bjarnarsonar, þá bónda þar, B ja rnarsonar, sýslumanns i Dalasýslu, Stefánssonar, og konu hans Steinunnar Baldvinsdóttur, bónda á Hamraendum í sömu ^sveit. Meðan Björn var enn i bernsku flutti hann með foreldr- um sinum til Reykjavikur, þar sem faðir hans stundaði verzl- unarstörf siðari hluta ævinnar. Björn lauk gagnfræðaprófi i Reykjavik vorið 1935. Hóf að þvi búnu nám við Bændaskólann á Hvanneyri og brautskráðist bú- fræðingur þaðan vorið 1937. Að þvi búnu fer hann til Danmerkur, þar sem hann starfar á búgarði til siðsumars 1938. er hann hóf nám við Landbúnaðarháskólann i Kaupmannahöfn. Þaðan braut- skráðist hann búíræðikandidat 1941, en þá var ógerningur að komast heim vegna siðari heims- sty r jaldarinnar. B jörn réðst þá til starfa i Danmörku, fyrst sem að- stoðarráðunautur i framræslu hjá ..Præstö Amts Grundfor- bedringsudvalg” á Sjálandi og vann þar til ársins 1944. en þá réð- ist hann sem ráðunautur i fram- ræslu hjá Búnaðarsambandinu i Ringsted og vann þar til 1946, að hann flutti heim til tslands. Á miðju ári 1946 réðist Björn Bjarnarson til Búnaðarfélags Is- lands, fyrst sem aðstoðarmaður við mælingar fyrir jarðræktar- framkvæmdum hjá Pálma Einarssyni. þá jarðræktarráðu- naut hjá félaginu, en réðist ráðu- nautur i jarðrækt á árinu 1947, en Pálmi hætti störfum hjá Búnaðarfélagi Islands og tók við embætti landnámsstjóra. Siðan hefur Björn starfað samfellt hjá Búnaðarfélagi Islands sem ráðu- nautur i jarðrækt eða um 31. árs skeið. Björn var vel undirbúinn, er hann hóf starf hjá Búnaðarfélagi Islands. Hann hafði ekki aðeins prófvottorð i vasanum, heldur 5 ára starfsreynslu i þeirri grein jarðræktarinnar, sem honum var einkum haslaður völlur á hjá Búnaðarfélaginu, þ.e. landþurrk- un. I viðbót við reynslu i Dan- mörku, hlaut Björn góða viðbót við þekkingu sina á islenzkum að- stæðum, og hvernig hér þurfti að standa að störfum, þá fáu mán- uði, sem hann vann undir hand- leiðslu Pálma Einarssonar. Þetta kom sér vel, bæði íyrir Björn sjálfan og bændur, sem njóta áttu verka hans. Það var engum heigli hent að taka við starfi af Pálma Einars- syni, hinum annálaða og skjót- ráða atorkumanni, sem lét enga erfiðleika hindra sig i starfi og hugsaði aldrei um, hvað klukkan sló, heldur aðeins um að afkasta sem mestu, þótt ekki væri að vænta aukagreiðslna fyrir vinnu umfram tilskilinn vinnutima. Björn tileinkaði sér þennan þátt úþ starfsháttum fyrirrennara sins. Er Björn Bjarnarson tók við ráðunautsstarfi hjá Búnaðarfél- agi íslands, var ný alda rækt- unarframfara að ganga i garð hér á landi með storvirkari vélum en áður höfðu verið notaðar. Lögin um Ræktunar- og húsa- gerðarsamþykktir i sveitum voru staðfest 12. janúar 1945. Til þess að sú löggjöf yrði virk þurfti að stofnaræktunarsamböndum land allt. Það féll i hlut Björns Bjarnarsonar að undirbúa stofn- un ræktunarsambandanna, end- urskoða uppköst að ræktunar- og húsagerðarsamþykktunum fyrir stjórn Búnaðarfélagsins, áður en þær voru endanlega sendar land- búnaðarráðuneytinu til staðfest- ingar. Þessu starfi hefur Björn gegnt æ siðan, hvenær sem breyta þarf ræktunarsamþykkt eða undirbúa nýja húsagerðarsam- þykkt og ætið af sömu kostgæfni. Annar og aðalþáttur i starfi Björns hjá Búnaðarfélagi Islands var að annast leiðbeiningar um val ræktunarlanda og mæla fyrir skurðum, sem gera þurfti til að gera mýrlendi ræktunarhæft. Má segja að um 10-15 ára skeið hafi tveir ráðunautar félagsins, þeir Björn og Asgeir L. Jónsson lagt nótt við dag frá þvi snemma á vorin þar til 1 byrjun vetrar, að velja ræktunarlönd fyrir bændur og mæla fyrir þurrkun landsins, þar sem þess þurfti með. Var þar Björn Bjurnarson um vandasamt verk að ræða, inn- lend reynsla til að byrja með eng- in, þegárumnotkunjafnstór- virkra véla var að ræða eins og skurðgröfurnar voru, og lands- lag, jarðvegur og veðurfar ólikt þvi, sem gerist i löndum þeim, sem þessi stórvirku tæki höfðu verið notuð i, til uppþurrkunar lands. Á fyrstu starfsárum Björns voru héraðsráðunautar búnaðar- sambandanna enn fáir og sinntu litt mælingum fyrir framræslu, en er leið á sjötta áratug aldar- innar fjölgaði þeim nokkuð og smám saman fóru þeir að mæla fyrir framræslu, hver á sinu svæði. en lengi vel þó aðeins i þeim héruðum, þar sem ráðu- nautaþjónusta var tiltölulega mikil miðaðvið bændafjölda, sem leiðbeina þurfti. Afköst þeirra félaganna, Björns og Ásgeirs, voru undraverð enda þeir báðir óvenju duglegir og ósérhlifnir. Á vetrum hefur Björn unnið ýmis störf á skrifstofu sinni með- al annars annast útreikninga á framlögum rikisins vegna fram- ræslu, og siðan Jarðræktarlögin frá 1972 gengu i gildi lika farið yf- ir alla kostnaðarreikninga vegna vatnsveitna i sveitum. Þriðji aðalþátturinn á starfi Björns hefur vérið að undirbúa öll útboðsgögn vegna framræslu sið- an það var lögákveðið að bjóða framræsluna út ár hvert. Einnig hefur hann verið ráðunautur stjórnar félagsins um val verk- taka og að meta réttmæti tilboð- anna. Hér hefur verið stiklað á stóru um störf Björns Bjarnarsonar hjá Búnaðarfélagi Islands og sýnast þau þó ærið umfangsmikil, en mestu varðarþó, að þau hafa ver- ið unnin af frábærri kostgæfni. Má þakka það skapgerð Björns. Hann er maður glöggur á tölur, hagsýnn eða það, sem áður var kallað að hafa gott vit á fjármál- um, en jafnframt sanngjarn og framúrskarandi skyldurækinn. Þessir þættir i skapgerð Björns hafa verið honum ómetanlegir í starfi. Hann hefur i starfi sinu kynnzt ótrúlegum fjölda bænda persónulega og átt óvenju létt meðað ná vinsamlegu sambandi við þá, en það er góðum ráðunaut ómetanlegt. Þakka ég það sér- staklega, hve einlæga tilfinningu Björn hefur fyrir vandamálum hvers og eins einkum á f járhags- sviðinu. Finna bændur þvi, að hann ræður þeim heilt og að yfir- lögðu ráði og af fullri einlægni. Hann metur i huganum aðstöðu hvers bónda, atorku hans, aldur, heilsufar og fleira og leiðbeinir honum svo á þann veg, að það verði honum ekki fjárhagslega um megn að hrinda þvi i fram- kvæmd, sem hann hvetur hann til að ráðast i. Það er sagt að erfitt sé tveimur herrum að þjóna, en ég hef veitt þvi athygli, að Björn Bjarnarson hefur oft ratað þann gullna meðalveg að gera þremur aðilum til hæfis i senn, þ.e. þegar semja þarf við verktaka um framræslu. Björn veit, að það er skylda Búnaðarfélagsins að gæta bæði hagsmuna bóndans og ríkisins, sein hver fyrir sig verður að greiða hluta af kostnaði, en hann hefur lika næma tilfinningu fyrir þvi, hve hátt gjald verktakinn verði að fá til þess að standast við að taka að sér verkið. Vegna þessa treysta Birni allir þessir aðilar, þ.e.' bændur, verktakar og stjórn Búnaðarfélags Islands. Nú um nokkurra skeið hefur Björn átt við alvarlega vanheilsu aðstriða. Mun of mikil áreynsla i starfi á liðnum árum eiga þar sinn hluta að máli. Hann hefur þvi orðið að hlifa sér nokkuð við erf- iðari störf siðustu árin og ferðast minna en áður, en gegnir enn sem fyrr öllum störfum á skrifstofu sinni. Björn átti sæti i Vélanefnd rikisins frá stofnun hennar 1950-1966, að hann sagði af sér starfi í nefndinni, þótti fjármál hennar ekki tekin nógu föstum tökum. Hann átti einnig sæti i Verkfæranefnd rikisins frá 1954-1965 er nefndin var lögð nið- ur. Björn kvæntist 5. mai 1946 danskri konu Ritu Elise Jensen frá Fredrikssund. Þau hjónin eiga þrjúbörn, tvær dætur og einn son, öll uppkomin og dæturnar báðar giftar, en sonurinn enn við nám. Þau hjónin Rita og Björn eiga glæsilegt og gottheimili að Haga- mel 34. Um leið og ég óska Birni Bjarnarsyni og fjölskyldu hans til hamingju á sextugsafmæli hans, þakka ég honum fyrir hönd Búnaðarfélags Islands og bænda fyrir öll hans ágætu störf fyrir is- lenzkan landbúnað og óska þess, að hann megi heilsu halda enn um langt skeið, svo að bændur fái sem lengst að njóta starfa hans. Halldór Pálsson. Gl. m'ónter & pengesedler j sælges. rekvirer illustreret. ! salcsliste nr. 9 marts 1978 MONTSTUEN, Studiesú æde 17, 1455, Kobenltavn I)K. Hafnarfjörður Innritun nýrra nemenda Innritun 6 ára nemenda (börn fædd 1972) og annarra nýrra nemenda, fer fram i grunnskólanum Hafnarfirði, (einnig i sima), fimmtudaginn 18. mai kl. 13-16. Fræðsluskrifstofa Hafnarfjarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.