Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 31
Laugardagur 13. mal 1978.
iíiiiSÍIÍ
31
Skólinn á Kirkjubæjarklaustri. Flestar sumarnætur er heimavistin fulisetin af hótelgestum. Tlmamyndir MÓ.
Gistiaðstaðan er of lítil
Margrét tsleifsdóttir hóteistjóri
meö þriggja mánaöa
dóttur slna.
— fjölmargir ferðamenn fara hjá garði segir Margrét Isleifsdóttir
Gistiaðstaöa er allt of litil hér
á Kirkjubæjarklaustri, sagöi
Margrét Isleifsdóttir hótelstjóri
i samtali viö Timann. A sumrin
væri unnt aö fullnýta helmingi
meiri gistiaöstööu en nú er fyrir
hendi. Og þessi litla gistiaðstaða
hér hefur skapaö mörg vanda-
mál, og mörgum hefur oröið aö
visa á braut vegna plássleysis.
Margrét hefur rekiö Eddu-
hotel I skólanum á Kirkjubæjar-
klaustri siðan 1974, en þar var
byrjað að starfrækja Edduhótel
1971. Löngu áöur haföi veriö
byrjaö að starfrækja hótel á
Kirkjubæjarklaustri og hefur
,þaö verið haft opið allt áriö.
’Hlutafélagið Bær á það hótel, en
siðastliðið ár tók Edduhóteliö aö
sér starfrækslu þess hótels, og
er það rekið I tengslum viö sum-
arhótelið i skólanum.
í gamla hótelinu og skólanum
eru gistirúm fyrir um 40 manns.
Að hluta til eru þau i fjögurra
manna herbergjum, sem nýtast
oft ekki sem skyldi, þvi erlendir
ferðamenn vilja frekar vera I
eins og tveggja manna her-
bergjum. Auk þessa getur hótel-
iö boðið uppá svefnpokapláss og
útvegað fólki gistingu á heimil-
um bæði i þorpinu og ut i sveit-
inni.
Margrét sagði aö ýmsar hug-
myndir væru uppi um að auka
hótelpláss á Kirkjubæjar-
klaustri. Hlutafélagið Bær, sem
á gamla hótelið heföi rætt málið
og Ferðaskrifstofa rikisins
hefur sýnt málinu áhuga. En
þaö kostar mikið að fara út í
hótelbyggingu og þvi hefði ekki
oröið af framkvæmdum enn.
— En málið er brýnt, sagði
Margrét. Hér i nágrenninu eru
fjölmargir staðir sem ferðafólk
hefur áhuga á að skoða og
margir hafa spurst fyrr um
hvort ekki sé unnt a fá hér hótel-
pláss um nokkurra daga skeið.
Flestum höfum viö þó orðið að
visa frá, þvi hótelið er flestar
nætur fullbókað af hópum, sem
eru á ferð um landið. Og margir
eru þeir hóparnir sem hvert
sumar verða að aka hér hjá
garði vegna þess að ekkert pláss
er fyrir hendi. Þá þarf fólkiö
annað hvort að aka austur á
Höfn eða vestur að Skógum og
veröa þvi af þvi að sjá marga
merka staði hér i nágrenninu.
MÓ.
„Það kostaði margan
s vitadropann”
— örstutt spjall við Ragnheiði á Hunku-
bökkum um búskap og ferðamál
Það hefur kostað marga
svitadropana og marga vöku-
nóttina að byggja allt upp hér,
sagði Ragnheiður Björgvins-
dóttir á Hunkubökkum i viðtali
við Tlmann. Ég flutti hingaö
1955, en árið áður keypti Hörður
maður minn jörðina. Siðan höf-
um við byggt nýtt ibúðarhús og
öll útihús, sömuleiðis ræktað og
gert ýmsar aðrar framkvæmd-
ir. Þetta hefur tekist með þvi að
vinna hörðum höndum og börm
in fóru snemma að hjálpa okk-
ur. Við eignuöumst fjögur börn
á þremur árum og það fimmta
nokkru siðar. Einnig vann
Hörður alltaf mikið utan heimil-
is til þess að drýgja tekjurnar,
og siðustu árin höfum við haft
nokkrar tekjur af þvi að leigja
ferðafólki gistingu.
Nú höfum við 380 ær á fóðrum
auk hrúta og gemlinga. Þá eru
11 kýr i fjósi og 12 geldneyti og
kálfar. Margt handtakið er þvi
við að annast um þennan bú-
stofn og veröa allir að hjálpast
að og keppast við að hafa sem
beztan arð að hverjum grip.
Aðspurð sagði Ragnheiður aö
hún færi oftast i fjós og sæi um
öll fjósverk ef bóndinn væri
fjarverandi. Eins annast hún
ein um mjaltir á sumrin þegar
annað fólk keppist viö heyskap-
inn. Jafnframt vinnur hún að
heyskapnum.
Siðustu fjögur sumrin hefur
Ragnheiður leigt ferðafólki gist-
ingu og leigir út tvö til þrjú her-
bergi. — Hér gista fjölmargir,
sagði hún/)ft er hér fullt hús nótt
eftir nótt. Aðallega eru það ís-
lendingar, sem gista hjá okkur,
en einnig fá útlendingar oft gist-
ingu. Ég verð ekki vör við annaö
en fólki líki mjög vel að fá að
gista á sveitaheimilum, og oft
kemur sama fólkið hingað ár
eftir ár. A þessum árum höfum
viö eignast fjöldann allan af
kunningjum og ég vona að þaö
fólk sem hér hefur gist hafi orð-
ið margs visari um lifnaöar-
hætti og kjör sveitafólksins en
það var áður.
Ég er sannfærð um að þaö
mætti stórauka það.að ferðafólk
keypti sér gistingu á sveita-
heimilum frá þvi sem nú er. Það
eru alltaf vandræöi á sumrin að
hafa nægilega mörg hótelher-
bergi, enda er ferðamanna-
tlminn mjög stuttur og margir á
ferð. Og svo eru það fjölmargir
sem vilja heldur fá að gista á
heimilum og kynnast með þvi
fólkinu sem byggir viökomandi
land eða landshluta. mó.
Ragnheiður Björgvinsdóttir.
í búskap þurfa
hjónin að hjálpast að
— rætt við Sólrúnu Ólafsdóttur bóndakonu
á Kirkj ubæj arklaustri
Alveg er það fráleitt að meta
störf bóndakonunnar lægra en
störf bóndans, eins og mi er gert
I verðlagsgrundvelli landbún-
aðarvara, sagði Sólrún Olafs-
dóttir Kirkjubæjarklaustri i
samtali við Timann. Að minnsta
kosti er það svo á mlnu heimili
aö við hjónin göngum jafnt til
verka eftir þvi sem þörf er á á
hverjum tima. Ég vinn t.d. mik-
iö á dráttarvélum á sumrin og
gef fénu oft á vetrum. Einnig fer
ég oft á fjall og dreg sundur I
rettum, og oft kemur það i minn
hlut að rýja mikiö af fénu. Á lik-
an hátt býst ég við að það sé á
mörgum öðrum heimilum enda
er það svo að án þess aö hjónin
séu samhent og hjálpist að.er
ekki unnt að reka búskap.
Við erum nú með 460 ær auk
gemlinga og hrúta. A vorin
Sólriin ólafsdóttir.
þurfum við að vinna mikiö og þá
eru oft langar vökur. Eins er
Frh. á bls. 39
Sólrún var aö rýja veturgömlu
kindurnar þegar blaöamann
bar aö garöi.
Tlmamyndir MÓ.
Efla þarf
atvinnulífið
— segir Einar Valdimarsson
útibússtjóri Kaupfélags V.-Skaft-
fellinga á Kirkjubæjarklaustri
Útibú Kaupfélags Skaftfellinga á Kirkjubæjarklaustri.
Það er mikil nauðsyn að efla
atvinnulif hér á Kirkjubæjar-
klaustri og koma hér á fót fleiri
atvinnutækjum, sagði Einar
Valdimarsson útibússtjóri
Kaupfélags Vestur-Skaftfell-
inga á Kirkjubæjarklaustri i
samtali við Timann nýlega. Hér
i þorpinu búa nú um 100 manns.
Veruleg fjölgun hefur orðiö sið-
ustu árin, en enn barf aö efla hér
atvinnu til að fólkinu geti tjoig-
að meir. Kaupfélagiö ekur hér
verslun og ýmsa aðra þjónustu
og hér er skóli fyrir hreppana
fyrir austan Mýrdalssand. Þá er
hér aösetur prests, læknis og
dýralæknis og einnig búa hér i
þorpinu nokkrir iönaöarmenn.
Þá er hér allnokkur starfsemi i
sambandi viö feröamannaþjón-
ustu.
Kaupfélagið byggöi nýtt hús
Einar Valdimarsson.
yfir starfsemi sina hér á
Klaustri og var þessi bygging
tekin i notkun fyrir ári. Þetta
nýja húsnæði gerbreytti allri
aðstöðu til verslunarreksturs
hér, enda var mikil þröng i
gamla húsinu. Ibúar þriggja
austustu sveita i V-Skaftafells-
sýslu eru með aðalverslunar-
viðskipti sin við útibúið hér, og
auk þess versla ibúarnir i tveim
vestustu hreppunum fyrir aust-
an Mýrdalssand jöfnun höndum
hér og i Vik. Þá er hér veruleg
verslunarviðskipti við ferða-
menn.
Aðspurður sagði Einar að
reynt væri að hafa sem fjöl-
breyttast vöruval i útibúinu.
Þar væru 10-20 manns i vinnu
misjafnt eftir árstimum. Flestir
væru i vinnu á sumrin meðan
mestur ferðamannastraumur-
inn væri. Mó.