Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 25

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 25
Laugardagur 13. mal 1978. 25 Alfreð Þorsteinsson: Þess ber einnig að geta, sem vel er gert — athugasemd vegna skrifa Tímans um umhverfismál á Keflavíkurflugvelli í gagnrýni Timans frá 2. aprfl er talaö um ljótar skellóttar og vanmálaöar byggingar á Keflavlkurflug- velli og efsta myndin hér á siöunni birt til sannindamerkja um þaö. En þessi sama bygging haföi reynd- ar veriö máluö á árinu 1977 eins og myndin fyrir neöan ber meösér. A hinum samanburöarmyndunum sem fyrir neöan eru.sjást tvö svæði á Keflavíkurflugvelli fyrir og eft- ir hreinsun á síöasta ári. Ef myndirnar prentast vel má sjá aö fleiri eru syndaselir á Keflavikurflugvelli en varnarliðiö. t byrjun siðasta mánaðar birt- ust tvær myndaopnur frá Kefla- vikurflugvelli i Timanum undir fyrirsögninni „Andlit tslands ekki nógu fritt”. Sýna þessar myndir m.a. ýmsar byggingar á Kefla- vikurflugvelli og umrót vegna framkvæmda þar. Þarf ekki að ganga að þvi gruflandi að þessi myndabirting er runnin undan rifjum Ferðamálaráðs. Sizt af öllu vill undirritaður am- ast við þeirri viðleitni Ferða- málaráðs að berjast gegn hvers konar umhverfismengun hvort sem er á Keflavikurflugvelli eða annars staðar og munu allir góðir tslendingar styöja ráöið i þeirri baráttu. En þá lágmarkskröfu verður að gera aö Ferðamálaráð og i þessu tilviki Timinn greini satt og rétt frá. Sannleikurinn er sá að þær myndir sem Timinn birti 2. april voru orðnar ársgamlar er þær birtust og gefa alranga hugmynd um ástand húsa og bygginga sem sýndar eru. Hér er þvi beinlinis um falsanir að ræða hvort sem það stafar af slysni eða ekki. Lesendum Timans til upp- lýsingar skal þess getiö aö Einar Agústsson utanrikisráðherra hefur lagt mikla áherzlu á að gert yrði stórátak i hreinsunar- og um- hverfismálum á Keflavikurflug- velli. Hafa yfirmenn varnarliðs- ins i samvinnu viö varnarmála- deild utanrikisráðuney tisins brugðið skjótt og vel við þeim óskum ráöherrans og var unniö fyrirtugi milljóna króna á s.l. ári viðhreinsuná Keflavikurflugvelli auk þess sem hús og byggingar voru málaðar. Einnig vörðu Sala varnarliðseigna og Islenzkir að- alverktakar miklu fjármagni til hreinsunar umráðasvæða sinnaog störfuöu vinnuflokkar allt s.l. sumar að þeim fram- kvæmdum. En rétt er aö það komi fram, að hérerum margra ára vanrækslu- syndir varnarliðsins að ræöa og útilokaðaðumbætur á þessu sviði verði unnar á einu ári. Þvert á móti er sennilegt að hér sé um margra ára úrlausnarefni að ræða. í þvi sambandi má geta að á þessu ári mun varnarliðiö láta þekja 5 hektara lands og sá I aðra 5 hektara samkvæmt einum samningi við Islenzka aðalverk- taka-en samtals mun varnarliðið verja um 500 milljón króna til umhverfisverndar og ýmiss kon- ar lagfæringa á Keflavikurflug- velli á þessu ári. Þá má geta þess að nú hillir undir sorpeyðingar- stöð( sem reist verður á vegum sveitarfélaganna á Suðurnesjum I samvinnu við varnarliðið en varnarliðið mun nýta stööina um 70%. Með tilkomu sorpeyðingar- stöðvarinnar mun sorpeyðingar- vandamáliö á Keflavikurflugvelli leysast að verulegu leyti. Þá má loks geta þess, að væntanleg er á vegum varnarliðsins brotajárns- pressa sem mun gera alla meö- ferð brotamálms miklu auöveld- ari. Auðvitaö er margt aöfinnslu- vert á Keflavikurflugvelli bæöi viðkomandi varnarliðinu og þeim islenzku aöilum, sem starfsemi hafa þar. Hins vegar er rikur skilningur á að viö svo búið má ekki standa. Þess vegna fóru fram á siðasta ári umfangsmestu framkvæmdir i umhverfismálum frá þvi að varnarliðiö kom. Og þeim veröur haldið áfram af full- um krafti á nýbyrjuðu sumri. Með tilliti til þess sem upplýst hefur verið hér að framan^verður aö telja þaö ósanngjarnt að mál- gagn utanrikisráðherra skuli gera umhverfismengun á Kefla- vikurflugvelli að sérstöku um- talsefni i þeim dúr sem gert var 2. apríl s.l., en geta i engu um sér- stakar ráðstafanir ráðherrans til úrbóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.