Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 26

Tíminn - 13.05.1978, Blaðsíða 26
26 Laugardagur 13. mal 1978. Nútíminn ★ ★ ★ Stórkostlegir hljómleikar E.L.O. í Gautaborg Siguröur Þór skrifar frá Gautaborg: Ekki alls fyrir löngu hélt hin heimsþekkta hljómsveit Electric Light Orchestra hljómleika hér i Gauta- borg. Hljómleikarnir vor haldnir I hinni stóru Ishokklhöll þeirra Gautaborgara, Skandinavium, en i höliinni er rými fyrir um tólf þúsund manns I sætum. Algengast er aö höllinni sé skipt I miðju við hljóm- ieikahaid og þar af ieiðandi ekki seldir fleiri en sex þúsund miðar. Þannig var það þegar Yes og lOcc héldu hljómleika þar skömmu fyrir slðustu áramót. Menn þóttust hins vegar sjá það fyrir, að aðsóknin að hljóm- leikum ELO yrði svo gifurleg, að strax var brugðið á það ráð að færa sviðið aftar i höllina, svo niu þúsund manns kæmust þar fyrir. Og það þurfti ekki að spyrja að þvi, — miðarnir niu þúsund komust i færri hendur en vildu. Þessir hljómleikar ELO voru hluti af Evrópuferð þeirra félaga, sem hófst i heimalandi þeirra, Bretlandi, þann 2. april siðastliöinn, en ferðin öll mun taka endi siðla sumars. Undirritaður var að sjálf- sögðu fullur eftirvæntingar fyrir hljómleikana, enda haft tölu- verða ánægju af stúdiótónlist hljómsveitarinnar um árabil. Hljómleikarnir hófust kl. 19.30 með þvi að upphitunarhljóm- sveitin Tristar tók lagið. Ekki kunni ég nein deili á hljómsveit- inni, en hún hlýtur þó að vera nokkuð efnileg, þvi varla fengi hún annars að þjóna til borðs á hljómleikum ELO. Tristar eru fjórir ungir menn, sem leika bæöi frumsamin og annarra manna rokklög af þyngri gerð- inni. Bágt á ég með að hæla frumsömdu lögunum þeirra, sem þarna voru á boðstólum, en útsetningar þeirra á lagi John Lemmons, „Come Together” og lagi Paul McCartneys ,,Live And Let Die”, voru aftur á móti hinar áheyrilegustu. En um hljómsveitina i heild get ég sagt það, að mér virtist sem vantaði herzlumuninn til þess að hún ,,slægi i gegn”, eins og það er orðaö. En látum útrætt um Tristar. Að loknum leik forhljómsveit- arinnar komu rótarar, tækni- menn og aðrir sendisveinar ELO fram á sviðið og lögðu sið- ustu hönd á verk sitt. Töluverðs óróa gætti i salnum meðan þessu fór fram, en hann breyttist i ofsafengin fagnaðar- læti er ljósin voru deyfð og greina mátti hina heimsfrægu hljómsveit á sviðinu. ELO-menn undu sér strax I tónlistina án nokkurs formála og léku i samfellu tvö lög af sið- ustu plötu sinni, ,,Out Of The Blue”. Þá var gert örstutt hlé meðan gestir hússins öskruðu sig hása, en þegar sýnt var að það hafði tekizt, hóf hljómsveit- in að leika sitt viðfræga lag, „Can’t Get It Out Of My Head”, af Eldorado-plötunni. Þessu næst kynnti Jeff Lynne annan sellóleikarann, Hugh McDowell, og lét þau orð fylgja að sá hinn sami hygðist leika nokkurn ein- ieik á hljóðfæri sitt. Sem hann og gerði. Það var snemma i þessu ein- leiksverki að ég tók eftir harla óvenjulegu ljósi, sem varpað var á sellóið. Þetta var mjór, grænn geisli, sem sindraöi af hljóðfærinu er hann lenti á þvi og tók sér ferð með tónunum út i salinn. Þær upplýsingar voru siðar veittar, að þarna væri á ferðinni ,Jaser”-geisli, en stór- hljómsveitir heimsins margar hverjar munu hafa tekið þennan geisla i sina þjónustu. En það hafa læknavisindin lika gert. Aðurnefndur einleikur á selló- ið þróaðist út i það að hljóm- sveitin öll lék hluta af laginu „Flight Of The Bumble Bee” af þriðju plötu sinni, en sellóin tvö skipa stærstan sess i þvi lagi. Að þessu búnu rak hvert lagið annað og má m.a. nefna til sög- unnar lögin „Telephone Line”, „Rockaria”, „Strange Magic”, „Showdown”, „Evil Women” og „Living Thing”. Varla var hægt að greina gæðamun á tón- listinni, sem þarna var framin á lifandi hátt, og stúdióupptökun- um á plötum þeirra, svo vel hafði verið vandað til alls. Ekki verður haldið lengra sögunni án þess að minnast á einleik nokkurn á fiðlu, er Mike Kairinski framdi á undraverðan hátt. Það var hreint ótrúlegt hvað maðurinn gat leikið hratt á hljóðfærið, hratt og nákvæmt um leið. Og skyndilega var hann ásamthinum hljóðfæraleikurun- um búinn að vinda sér I verk eftir italska fiðlusnillinginn Paganini. Þetta var óvænt, þvi sigild verk er ekki að finna á plötum ELO, svo mér sé kunn- ugt um. Þetta var einn af há- punktum hljómleikanna. „Laser”-geisli einn lék einnig ákaflega stór hlutverk i einleik fiðluleikarans og laginu sem i kjölfarið fylgdi. Var geisla þess- um varpað á tjald bak við hljómsveitina og sást þar sem ósköp venjulegur grænn ljós- hringur, nema hvað það var gat i hann miðjan. Þegar fiðlan hóf upp raust sina dansaði ljós- hringurinn á veggrium og eltir þvi sem fiðluleikarinn strauk boga sinum hraðar eftir strengjunum, þvi æstari varð dans ljóssins á veggnum. Undir lokin, þegar öll hljómsveitin lét ljós sitt skína, ætlaði veggljósið af göflunum að ganga af ein- skærri hrifningu. Vér mörland- ar börðum þennan óvenjulega dans undrandi augum og höfð- um ánægju af, enda aldrei i lif- inu séð aðra eins ljósasýningu á hljómleikum. Eftir u.þ.b. klukkustundar leik yfirgaf ELO sviðið, en þar sem enginn hafði enn fengiö nægju sina, sneri hljómsveitin sér aftur að gestum sinum og lék þeim tvö lög til viðbótar. Svo var hætt. En fullnægöir voru Gauta- borgarar ekki ef marka má það klapp og stapp, það org og garg, sem fyllti húsið næstu minút- urnar. Ég taldi vist að ELO kæmu fram aftur, þar eð þeir höföu ekki leikið lag Chuck Berrys, „Roll Over Beethoven” I sinni alkunnu útsetningu. Og ég varð sannspár. ELO lék þetta girnilega lag með miklum krafti. Allt var skrúfað upp og hávaðinn varð slikur að fagn- aðarlæti hinna niu þúsund trylltu aðdáenda drukknaði gjörsamlega. „Laser”-geislinn kom lika fram og var nú tryllt- ari en nokkru sinni fyrr, grænir geislarnir þutu sem elding fram og aftur um höllina svo við lá að menn féllu i óvit. En svo datt allt i dúnalogn. Hljómleikunum var lokið. Svo dasaðir voru áheyrendur að frá þeim heyrðist hvorki stuna né hósti. Og menn héldu til sins heima, glaðir i lund, eftir stórkostlega hljómleika og gerðu sér enga rellu þótt það suöaði i eyrum smá tima á eftir. sþS Aprílgabb Jeff Lynne, gítarleikari E.L.O., en hann semur jafnframt alla tónlist hljómsveitarinnar. Hljómplata sem aldrei veröur gefin út eöa hvaö? — Meöfylgjandi mynd sýnir apriigabb brezka popp timaritsins New Musical Express, en þar var getum aö þvi ieitt, I grini aö sjáifsögöu, aö Sex Pistols heföu i hyggju aö gefa út hljómplötu eftir Bandarikjaför sina, og myndi hún heita Anarchy in the USA, en fyrsta stóra plata Pistois, sem meöai annars haföi aö innihalda lagiö God Save the Queen, hét Stjórn- leysi I Bretlandi. Fijótiega eftir aö frétt þcssi birtist fóru gárungarnir aö velta vöngum yfir þvi, hvort ekki væri lag á plötunni sem héti „God save Jimmy Carter”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.