Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 26. mai 1978. 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm), og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Jón Sigurösson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslason, Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slöimúla 15. Slmi 86300. Kvöldslmar bláöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 £ mánuöi. Blaöaprent h.f. Höfum hið sannara Framsóknarmenn vilja vinna eftir málefnum. Þeir hafa átt góða samvinnu við aðra flokka um ýmis góð mál bæði á landsmálasviði og i mörgum sveitarstjórnum. En framsóknarmenn vilja að tek- izt sé á um málin á þeim vettvangi sem við á. Þeir vilja verja gerðir sinar og boða málstað sinn á landsmálasviðinu i þingkosningum og takast á um málefni sveitarfélaganna i sveitarstjórnakosning- um. Minnihlutaflokkarnir i borgarstjórn Reykjavikur hafa um marga hluti átt með sér gott samstarf. Nú hefur það komið fram að fulltrúar Alþýðubanda- lagsins virðast ekki vilja við þetta samstarf kannast og reyna þvi að rugla saman landsmálum og borgarmálum. Þennan sama blekkingaleik leika fulltrúar Alþýðubandalagsins i öðrum sveitarfélög- um, og ber vitni áhyggjum og vondri samvizku. Kristján Benediktsson foringi minnihlutans i borgarstjórn Reykjavikur gerði orð eins af fram- bjóðendum Alþýðubandalagsins um þetta mál að umræðuefni i útvarpsumræðunum fyrr i þessari viku. Kristján sagði meðal annars: „Þessi frambjóðandi hefur án efa fylgzt vel með störfum borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins siðasta kjörtimabil og vafalitið hefur hann kynnt sér ræki- lega þá stefnuskrá sem Alþýðubandalagið gengur með til kosninganna. Af einhverjum ástæðum vill hann samt ekki láta Reykvikinga kjósa um þessa hluti. Vissulega ber þetta vott um góða dómgreind. En harður dómur er það eigi að siður um stefnu- skrána og störf borgarfulltrúanna. En um hvað vill þá þessi frambjóðandi láta kjósa? Jú, það á að kjósa um rikisstjórnina og stefnu hennar. Nú vita sjálfsagt allir að borgarfulltrúar i Reykjavik ráða engu um hvernig rikisstjórn á hverjum tima hagar málum og i borgarstjórn er fjallað um önnur mál- efni en þau sem alþingi og rikisstjórn hafa með að gera. Þar við bætist að kosið verður um störf og stefnu rikisstjórnarinnar að mánuði liðnum”. Kristján Benediktsson vakti athygli á þvi i ræðu sinni að alþýðubandalagsmenn hafa ekki alltaf talið sér henta að rugla saman landsmálum og sveitarstjórnarmálum með þessum hætti. Hann sagði meðal annars um það efni: „1 siðustu borgarstjórnarkosningum minnist ég ekki að frambjóðendur Alþýðubandalagsins hafi hvatt Reykvikinga til að kjósa um aðgerðir þáver- andi rikisstjórnar i efnahagsmálum. Þá stóð þannig á að ráðherrar Alþýðubandalagsins höfðu nokkru áður tekið þátt i setningu bráðabirgðalaga sem röskuðu verulega kjarasamningum sem gerðir höfðu verið aðeins þremur mánuðum áður. Um var að ræða að koma i veg fyrir 18% hækkun visitölu er koma átti til framkvæmda. Þessi visitöluskerðing þá kom jafnt á alla, hvar i launastiganum sem þeir stóðu. Aðgerðir núverandi rikisstjórnar eru að þvi leyti frábrugðnar að i þeim felst launajöfnun. Það er, þeir sem lægri hafa laun halda mun meiri hluta visitölubótanna en hinir sem hærri laun hafa”. Þessi orð Kristjáns Benediktssonar eru vissulega i tima töluð. Órökstuddum blekkingum og ruglingi á að visa á bug,hvort sem þeim er hampað frá hægri eða af sósialistum. Það er aðal félagshyggjumanna að hafa það er sannara reynist. JS ERLENT YFIRLIT Stórmenni setja svip á afvopnunarfundinn Samt er óvist um árangur Mondale varaforseti SÍÐASTLIÐINN þriöjudag hófst i New York sérstakur fundur Sameinuöu þjóöanna, þar sem eingöngu veröur rætt um afvopnunarmál. Afvopn- unarmálin eru ekki nýtt um- ræöuefni á allsherjarþinginu, þvi aö þaö hefur veriö meira og minna rætt á öllum hinum árlegu fundum þess. Þótt um- ræður þessar hafi oft veriö gagnlegar, hafa þær litinn árangur borið. Ýmsar álykt- anir hafa þó verið samþykkt- ar, en þar sem ályktanir alls- herjarþingsins eru aðeins ráö- gefandi fyrir þátttökurikin, en ekki bindandi, hefur takmark- að verið fariö eftir þeim. Þaö gildir ekki sizt um stórveldin. Af þessum ástæöum hafa Sovétrikin og fleiri riki hvatt til að Sameinuðu þjóöirnar efndu til sérstakrar afvopn- unarráðstefnu, sem fjallaði um eins konar afvopnunar- sáttmála, en sCi tillaga hefur mætt andspyrnu Bandarikj- anna og Kina og fleiri rikja, sem hafa talið hana áróöurs- bragð af hálfu RUssa og bandamanna þeirra. Margir forustumenn óháöu rikjanna hafa taliö rétt, aö afvopnunar- málunum yröi fundinn nýr viöræðugundvöllur, þvi að þau hyrfu i skuggann á hinum ár- legu fundum allsherjarþings- ins, en vafasamt væri aö sér- stök afvopnunarráöstefna reyndist réttur vettvangur. A fundi þjóöhöfðingja óháöu rikjanna, sem haldinn var i Colombo 1976, var samþykkt, að þessi riki beittu sér fyrir þvi, að haldinn yrði sérstakur fundur allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna, þar sem ein- göngu yröi rætt um þessi mál. Þessi tillaga var samþykkt á 31. allsherjarþinginu og sér- stakri nefnd 54 rikja faliö aö undirbúa shkan fund. Tillögur nefndarinnar um fundinn og dagskrá hans voru samþykkt- ar á 32, allsherjarþinginu. Akveöiö var aö fundurinn yröi haldinn frá 23. mai — 28. júni 1978. SAMKVÆMT þeirri dag- skrá, sem undirbúningsnefnd- in hafði gert tillögu um og 32. allsherjarþingiö samþykkti, veröa aðallega ræddir fjórir málaflokkar og eru þeir þess- ir: l.Athugunog matá ástandinu á alþjóðavettvangi eins og þaö er i' dag, með tilliti til þeirrar nauðsynjar aö koma á afvopnun sem allra fyrst I ljósi áframhaldandi vigbún- aðarkapphlaups og jafn- framt meö þaö i huga hversu náin tengsl eru milli afvopnunar, öryggis- og friðarmála og efnahags- legrar þróunar i heiminum. 2. Samþykkt afvopnunaryfir- lýsing. 3. Samþykkt stefnuskrá um afvopnunarráðstafanir. 4. Athugun á hlutverki Sam- einuöu þjóðanna á sviði af- vopnunar og möguleikum á aö kalla saman alþjóölega afvopnunarráðstefnu. Þa' var einnig ákveöið aö ráðstefnangæfiUt lokaályktun eöa ályktanir, sem heföu aö geyma: formála, afvopnunar- yfirlýsingu, stefnuskrá og lýs- ingu á umræöum um afvopn- unarmál. Sovétrikin og fleiri riki lögðu fram frumvarp aö lokaályktunum í september 1977. Mörg önnur riki hafa einnig gert tillögur um inni- hald væntanlegra ályktana fundarins. Sérstök undirbún- ingsnefnd á vegum Sameinuðu þjóöanna hefur um talsvert skeiö unnið aö þvi aö sam- ræma þessar tillögur, og veröa tillögur hennar lagöar sem viöræöugrundvöllur fyrir fundinn. ERFITT er aö spá um þaö á þessu stigi, hver verður árangur þessa afvopnunar- fundar. 1 upphafi hefur fundurinn á sér verulegan áróðurssvip. Ekki færri en 20 þjóðhöfðingjar og 50 ráöherr- ar munu sækja fundinn. Meöal þekktra stjórnmálaleiðtoga, sem ávarpa fundinn, má nefna Giscard forseta Frakklands, Helmut Schmidt kanslara Vestur-Þýzkalands, Titó for- seta JUgóslavíu, Callaghan forsætisráðherra Bretlands, Desai forsætisráðherra Ind- lands, Trudeau forsætisráö- herra Kanada, Falldin for- sætisráðherra Sviþjóðar o.s.frv. Hins vegar munu hvorki Carter eöa Brésnjef sýna sig og heldur ekki Hua. í stað Carters og Brésnjefs ávarpa þeir Mondale og Gromyko fundinn. Óvist er hvort ræöuhöld umræddra stjórnmálamanna muni veröa til þess aö greiða fyrir árangri af störfum fundarins, heldur er alveg eins hætta á, að þeir flytji áróðursræður og kenni hver öðrum um, hvernig ástatt er. Bersýnilegt er, aö ágreiningur getur orðiö veru- legur um ýms atriöi. Sovétrík- in munu t.d. flytja tillögu um að stöðva framleiöslu kjarn- orkuvopna, en Bandarikin og Kina munu telja þaö áróöurs- tillögu, nema jafnframt veröi komið á traustu eftirliti til aö fylgjast meö þvi, að banninu veröi framfylgt. Óháöu rikin munu leggja mesta áherzlu á, aö kjarnorkuvopnakapp- hlaupið veröi stöövað, en stór- veldin munu leggja áherzlu á, að ekki veröi siður dregiö úr venjulegum vopnabúnaöi. Óháðu rikin verða tregari til aö fallast á þaö, þvi aö mörg þeirra hafa mjög aukið slikan vopnabúnaö aö undanförnu. Til jafnaöar hafa hernaöarút- gjöld þeirra aukizt um 10% á undanlörnum árum. Hlutfalls- legahefur vigbUnaöurinn auk- iztmeiraiþriöjaheiaiinum en hjá risaveldiunum siöustu árin, enda fer ýmiss konar ófriöar- hætta fremur vaxandi þar en hiö gagnstæða. Vigbúnaöar- kapphlaupið er þvi alþjóðlegt vandamál og hagur allra aö dregiö veröi úr þvi. Taliö er, að um 400 milljörðum dollara hafi verið varið til vigbúnaðar á siðstl. ári og helmingur þess skiptist á risaveldin tvö. Þaö er þvi engin smáupphæö, sem önnur riki verja til þessara mála. Alyktánir þær, sem fundur- inn kann að samþykkja, veröa ekki bindandi fyrir þátttöku- rikin, heldur aöeins leiöbein- andi. Ýmsir fréttamenn telja, að þaö geti orðið aöalárangur fundarins, aö komiö veröi upp nýrri alþjóöastofnun til aö hafa forustuum samdrátt vig- búnaðar. Undanfarin ár hefur starfað á vegum S.þ. sérstök afvopnunarnefnd meö að- setri i Genf, en þaö form þykir orðið Urelt og óvænlegt til árangurs. Menngerasérvonir um, að sérstök stofnun gæti stuðlað aö betri árangri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.