Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 26. mai 1978. Eiríkur Tómasson: Hraðbraut um Fossvogsdal SKAÐLEG OG DÝR FRAMKVÆMD I aðalskipulagi. Reykjayikur 1975-1995 er gert ráð fyrir þw að lögðverði hraðbraut um mi|jan Fossvogsdal — hraðbraut sem myndi spilla náttúr.ufégurð dalsins og raska þeirri ró-^em þar rikir. Þetta er dæmi'jum ákvörðun sem tekin er þvert ofan i vilja þeirra ibúa erJhlut eigaað máli. Slikt er þvi ráiður ekki einsdæmi hér i Reykjavik þótt sú ákvörðun að leggja Hrað- braut um Fossvogsdal taki flestum fram i þvi efni þar sem flest, ef ekki allt mælir á móti henni. Á að auðvelda umferð Þá er nauðsynlegt að huga að þvi hvort ekki sé hægt að greiða fyrir umferð um Miklubraut. Til álita kemur að breikka hana þannig að á henni verði sex ak- reinar — þrjár i hvora átt. Þá þarf að skoða hvort ekki er hægt að byggja umferðarbrýr á helztu gatnamótunum. Allt of dýr framkvæmd Fyrirhuguð lagning Foss- vogsbrautar yrði án efa dýrt fyrirtæki. Óviða er jarðvegs- dýpt meiri en i Fossvogsdal — fróðir menn hafa tjáð mér að sums staðar þurfi að grafa sjö metra tilaðkomast niðurá fast. Gröftur og fylling myndi þvi kosta drjúgan skilding, en ekki er mér kunnugt um að gerð hafi veriðáætlun um það hvaðfyrir- tæki þetta myndi kosta. Náttúrufegurð í hættu Fossvogsdalurinn er talinn einn gróðursælasti staður á landinu. Sk ógræktarfélag Reykjavikur hefur aðstöðu fremst i dalnum en þar og i öskjuhlfo er eitt ákjósanlegasta útivistarsvæði borgarinnar. Þá rikir einstök ró og friður á þess- um slóðum. Hraðbraut um miðjan dalinn myndi spilla öllu þessu. Skóg- radítin yrði ekki nema svipur hjá sjón, möguleikar til útivist- ar yrðu minni og gnýr frá stöð- ugri umferð um brautina hefði i för með sér veruleg óþægindi fyrir ibúa Fossvogshverfisins, einkum þá sem búa neðst i daln- um. Siðast en ekki sizt er i húfi einstök náttúrufegurð, semekki yrði aftur kölluð þótt mönnum snerist hugur eftir að brautin hefði verið lögð. Enginn bilbugur á meirihlutanum 1 sjónvarpsumræðum i fýrri viku sagði borgarstjóri að- spurðuraðekki væri fullákveðið að leggja Fossvogsbrautina. Þetta hefur eflaust hljómað undarlega i eyrum einhverra þar sem hingað til hefur ekki virzt neinn bilbugur á borgar- Eirlkur Tómasson stjórnarmeirihlutanum i þessu máli. 1 kosningapésa þeim sem þeir sjálfstæöismenn hafa dreift til borgarbúa er Fossvogsbraut- in mörkuð s vört á hvítu i skipu- lagskorti i opnunni. A þvi korti er enginn fyrirvari gerður. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem lagzt hefur ein- dregið gegn lagningu hrað- brautar um Fossvogsdalinn. Það ættu þeir sem eru andvigir hraðbrautinni að hafa hugfast i kjörklefanum á sunnudaginn kemur. Eina röksemdin fyrir þessari framkvæmd er sú að óhjá- kvæmilegt sé að greiða f.yrir umferð um borgina, einkum til og frá Breiðholti. Það er rétt að umferð gengur of stirðlega til og frá Breiðholti. Þann vanda er hins vegar hægt að leysa á mun hagkvæmari hátt en með þvi að leggja fyrirhugaða Fossvogs- braut. Ráðið er að greiða fyrir umferð um þær götur sem fyrir hendi eru, Nýbýlaveg (i Kópa- vogi), Bústaðaveg, Miklubraut og Kleppsveg. Það þarf að breikka bæði Ný- býlaveg og Bústaöaveg þegar i stað. Jafnframtþarf að auká ör- yggi þeirra sem leið eiga yfir þessar götur, t.d. með þvi að reisa göngubrýr yfir þær. betta á einkum viðBústaðaveginn'þar sem umferðaröryggi er of íitið i dag eins og mörg dæmi sanna. Cr Fossvogsdal BORGARMAL----------------- Gerður Steinbórsdóttir: Með hverjum eigið þið samleið? ,,Við eigum samleið” er vig- orð Sjálfstæðisflokksins i borgarstjórnarkosningunum. Borðar með þessum velþekktu, hugljúfu orðum úr dægurlaga- texta eru strengdir yfir götur i miðborg Reykjavikur. En hvers vegna skyldu borgarbúar eiga samleið með Sjálfstæðisflokkn- um? Er það vegna þess að hér sé atvinnulif fjölskrúðugra en annars staðar? Er það vegna þess að fólk búi hér við meira félagslegt öryggi en annars staðar gerist? Eða eiga Reyk- víkingar og Sjálfstæðisflokkur- inn samleið bara af gömlum vana? Ekki er annaö sýnna en sjáit- stæðismenn liti á höfuðborgina sem sina eign, þegar maður sér borðana i miðbænum. En hvað gerist ef hagsmunir borgarinn- ar og Sjálfstæðisflokksins rek- ast á? Það skyldi ekki vera að hagsmunir flokksins séu þá meira metnir. Svo þéttriðið er yaldanet flokksins að nær allir embættismenn borgarinnar eru sjálfstæðismenn. Það er engin tilviljun að þeir sem játast undir hina réttu trú fá úthlutað lóðum, t.d. í Vesturbænum. Haldið þið að það hafi verið tilviljun að samþykkt var að hús verzlunar- innar.sem risa á i nýja miðbæn- um, þarf að greiða lægstu gatnagerðargjöld? Var verið að hugsa um hag Reykvikinga þeg- ar S ambandinu og Kron var neitað um lóðir, þótt það hefði i för með sér lækkun á verði neyzluvara? Finnst ykkur ekki, eins og mér, að þessi ákvörðun beri vott um einsýni og yfir- gang? Það voru einkennileg ummæli borgarstjórans i sjónvarpsum- ræðum á dögunum, að hann sæi ekkert athugavert við það að iðnfyrirtæki flyttu starfsemi sina til nágrannabyggðanna. Þetta ersagt á sama tima og at- vinnulif hefur orðið einhæfara með hverju ári og Reykjavik heldur ekki hlut sinum i tekju- öflun landsmanna. Sýnir þessi þróun ekki glögglega andvara- leysi borgarstjórnarmeirihlut- ans eftir áratugastjórn á mál- efnum Reykjavikur? Ég hvet Reykvikinga til að kynna sér stefnuskrá Fram- sóknarflokksins i borgarmál- um. Ég trúi þvi ekki að borgar- búar gleypi við þeim heimsku- lega áróðri að Framsóknar- flokkurinn sé óvinveittur Reykjavik, sem einn af borgar- fulltrúum Sjálfstæöisflokksins lét sér sæma að japla á i sjón- varpsumræðunum á dögunum. Er hægt að segja að t.d. sund- höllin, Þjóbleikhúsið og Háskól- inn beri vott um fjandskap i Gerður Steinþórsdóítir garð Reykjavikur? Fram- sóknarflokkurinn átti stærstan þátt i byggingu þessara húsa allra. Við viljum að Reykjavik sé miðstöð menningar og fjöl- þætts atvinnulifs, en viljum jafnframt nýta gæði landsins. Þvi aðeins að landið allt sé byggt getum við kallazt þjóð. Uppbygging atvinnulifs úti um land sem hófst með tilkomu vinstri stjórnarinnar varð til þess að stöðva hinn þunga straum fólks til höfuðborgar- innar og af þvi hafa bæði hún og landsbyggðin gott. Góðir Reykvikingar! — Ég beini máli minu til þeirra sem setja félagshyggju ofar hömlu- láusri samkeppni og sérhyggju. Með hverjum eigið þið samleið? Hugleiðið það nú fordómalaust, og látið ekki hræða ykkur með þeirri gömlu grýlu að Reykjavik fari i rúst ef ofurvaldi Sjálf- stæðisflokksins linnir. Ég bendi ykkur á stefnumál Fram- sóknarflokksins. Eftir þeim munu fulltrúar flokksins starfa á komandi kjörtimabili. Eflum Framsóknarflokkinn til áhrifa i málefnum Reykjavikur i kosningunum á sunnudaginn kemur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.