Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.05.1978, Blaðsíða 13
Föstudagur 26. mal 1978. 13 Talað við Kristin Ágiist Friðfinnsson guðfræðinema um baráttuna fyrir Eirik Tómasson Vann fyrir Eirik i prófkjörinu Mitt i önnum hittum við að máli Kristin Agúst Friðfinnsson guðfræðinema. Kristinn er vaskasti maður, þrjár álnir á hæð og mikill á velli, og hann er þekktur i röðum námsmanna, þvi hann hefur verið i stjórn stúdentaráðs Háskóla Islands, hefúr verið fulltrúi stúdenta i háskólaráði og hann hefur starfað við stjórn Æskulýðs- sambands Islands, og mun þó ekki allt talið. Viðinntum Kristin eftir starfi hans i kosningamaskinu Fram- sóknarflokksins. Hann hafði þetta að segja. — Ég skipti mér af þessum kosningum og vinn fyrst og fremst vegnaþeirramanna sem nú eru i' kjöri á lista Framsóknarflokksins. Þar vil ég einkum veita Eiriki Tómas- syni brautargengi, en ég tel hann mjög hæfan mann, og það væri mikil synd ef hann næði ekki kosningu. Það var fyrst og fremst vegna hans, sem ég — og reyndar fleiri stúdentar hófum störf i kosningabaráttunni. — Ég vann fyrir Eirik.i próf- kjörinu i vor, og það reyndist auðvelt, og núna eru alvöru- kosningar, ef svo má að orði komast, og mér virðfet gang- urinn vera svipaður. Það er ekkert launungarmál að o kkar starf er einkum meðal unga fólksins, þvi við teljum Eirik vera fulltrúa unga fólksins i þesssum kosningum. Starf- semi stjórnmálaflokka er þess eðlis að þar fær unga fóikið afar sjaldan að spreyta sig, eldri menn hafa hreiðrað um sig og hafa algjöran forgang —- eða svona var þetta a.m.k., hvort sem almenn prófkjör eiga eftir að breyta þessu á komandi árum. Baráttan snýst þvi um ungan frambjóðanda og unga fólkið. Eldra fólk er lika með sérstakar skoðanir, sem það heldur dauðahaldi i og litlu sem engu verður þokað. Vonir okkar beinast þvi að þeim yngri. — Nú eru stúdentar oft taldir öfgahópur til hægri eða vinstri. Er mikið af framsóknar- mönnum við háskólanám? Samstarf við félagshyggjufólk — Þetta litur svona út gagn- vart almenningi, að stúdentar séu yfirleitt róttækir eða mjög hægri sinnaðir. Framsóknar- menn i Háskólanum hafa ekki boðið sérstaklega fram i mörg ár, en hafa stutt róttæku öflin. Ég tel að mikið sé af félags- hyggjufólki og framsóknar- mönnum i Háskólanum, en auðvitað þyrfti að kynna starf flokksins miklu betur innan Háskólans. Við snúum okkur til þessa fólks og óskum eftir stuðningi — og okkur er vel tekið af félag- shyggjufólki, en það er nóg af þvi i háskólanum. Framsóknarm enn hafa skipað sér við hlið vinstri manna i Háskólanum og fyrir bragðið ber ekkert á þeim á yfirborðinu. Þetta þyrfti að breytast, þviaðþetta gefur ýkta mynd af stjórnmálalegri afstöðu háskólastúdenta. —Ég held þvi til dæmis fram, að meirihluti atkvæðanna, sem vinstrimennfá,séu frá hægfara Framhald á hls. 19. Kristinn Ágúst Friðfinnsson guðfræðinemi Þetta er áhugasamt fólk, sem vill gera eitthvað nýtt.... Sérstök stemmning fylgir kosningum — jafnvel núna þegar allir segja að það sé dauft. Þjóðarsálin er ekki barmafuli, kúfurinn fór af I prófkjörunum, segja sér- fræðingarnir, og það eyðist sem af er tekið. Þrátt fyrir kosningalúa almennings eftir þrjú eða fjögur prófkjör, þá er nú samt unnið af kappi að kosningaundirbúningi, og menn binda miklar vonir við þessa vinnu, ekki sizt nú, þegar allt er undir i tvennum kosn- ingum. Við komum á Rauðarárstig 18 og þar var setið við á tveim hæðum. Menn töluðu i sima, röðuðu seðlum og merktu inn á kjörskrár, samvizkusamlega og af alúð, en enn aðrir voru að eltast við atkvæði Utaf utan- kjörstaðakosningunum, en þar höfðu nú kosið 2000 manns, nánar til tekið 1978 sálir,sem er sérkennileg tala árið 1978. Ikjallara Framsóknarhússins eru höfuðstöðvar byltingar- ráðsins. Unga fólkið. Von þessa lands.Þaðer i mörgu að snúast, en það væri ekki herkænska að greina frá þvi, en mest snýst þetta starf þó um að dreifa upplýsingaritum, „áróðursbæk- lingum” eins og þeir heita á máli annarra flokka, ogfleira er haft fyrir stafni. Og ef einhver kvartar um áhugaleysi fyrir þessar kosningar, þá hefur hinn sami ekki komið hér, þar sem svitalyktin blandast ilmi af nýprentuðum pappir og prent- svertu, og menn sortéra íagnaðarerindið i hæfilega bunka til útburðar inn i óvissuna. Kristján Karl Sigurðsson 25 ára .... unga fólkið styður Framsóknarflokkinn — Ég helga mig pólitlkinni þessa stundina, og ég verð að segja, ef deyfð er i kosninga- baráttunni, þá nær hún ekki til min, það standa allir á haus þrátt fyrir mikinn fjölda sjálf- boðaliða og starfsmanna. Það er mikið verk að undirbúa kosningar hjá stórum flokki, og við þetta starfa ég nú, ásamt hundruðum framsóknarmanna i Reykjavik. — Hvernig leggjast kosningarnar i þig? —Bara vel. Annars hef ég ekki mikla reynslu, þvi ég get varla sagt að ég hafi fyrr tekið þátt i kosningabaráttu. Menn taka okkur vel, frambj(Siendum og flokknum og það er eftir- tektarvert, að unga fólkið virðist styðja flokkinn i miklum mæli að þessu sinni. Sérstaldega virðist mér það áberandi að ný öfl hafa komið inn i myndina með Eiriki Tómassyni, sem virðist vera maður unga fólksins i þessum kosningum. Prófkjörið virðist lika hafa einhver áhrif hjá okkur og hinum prófkjörsflokkunum. Það hefur komið berlega ljós að þeir sem styðja frambjóðendur i prófkjöri vilja halda stuöningi sinum áfram, þótt þeir séu annars ekki flokksbundnir. Menn töldu að þessu yrði nú öfugt farið, en reynslan sýnir að nýtt fylgi bætist með nýjum frambjóðendum: þeir halda prófkjörsfylginu nær, óskertu. Það kann að visu að vera að einhverjir séuóánægðir, en þeir eru þó fáir. Þetta er sterkur framboðs- listi. Kristján Karl Sigurðsson Óskar Þorgeirsson: Við ættum að fara vel út úr þessum kosningum I hópi unga fólksins hittum við Öskar Þorgeirsson að máli. Hann er gamalreyndur kosningamaður, sem ekki lætur sig vanta. Viö spurðum um ástand og horfur: — Þetta leggst vel i mig. Hér er rnikið af ungu fólki að vinna, og það veit á gott. Æskan er næm á góða hluti og þeir ungu ráða ferðinni núna. — Við erum nú að leggja siðustu hönd á undirbúning kosninganna hér i borginni, en Óskar Þorgeirsson það er mikið verk. Kosningavinna er fleira en að halda ræður. Það þarf lika að skipuleggja kosningastarfið og vinnuna á kjördag — uppskeruna fáum viö svo þegar búið er að telja. rmn Svavar kjósa 17 ára: Um þaðbil sem við yfirgáfum kosningastöðina mættum við ungum manni, Svavari Krist- inssyni Hann er ökumaður, ekur út borginni okkar, sem er hin eina og sanna bláa bók i þessari borg. — Hann kvaðst vera i Hamrahliðarskólanum, en væri nú aðeins 17 ára og fengi þvi ekki að kjósa að þessu sinni. — Það gengur vel aö aka út bókinni. Ég er með fullt af strákum, sem hlaupa inn i húsin og þetta tekur ekki svo langan tima. Svavar Kristinsson &ii8$

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.